Morgunblaðið - 30.01.1971, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 30.01.1971, Qupperneq 14
14 MORGUNBLA.ÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1071 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvaemdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Mattbías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson, Ritstjómarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Bjötn Jóhannsson. Auglýsingasljóri Arni Garðar Kristinsson. Ritstjóm og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100, Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Askriftargjald 195,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 12,00 kr. eintakið. SJÓMANNASAMNINGARNIR egar samningar voru und- irritaðir af fulltrúum sjó- man-na og útgerðarmanna skömmu fyrir jól og tilkynnt var milli jóla og nýárs, að samkomulag hefði tekizt í fyrsta sinn milli fiskseljenda og fiskkaupenda um hækkun fiskverðs um 25%, mun mörg- um hafa létt og þótt einsýnt, að fullur vinnufriður yrði tryggður á vertíðinni. Enda er það svo, að íslenzka þjóð- in hefur engin efni á því, að fiskiskipin stöðvist, hvort sem um er að ræða bátaflot- ann eða togarana. f>ví miður hafa þær vonir, sem samningsgerðin um jól- in gaf, ekki rætzt að fullu. Bátasamnin-gamir hafa víða verið samþykktir, en sums staðar fe-lldir og enn ekki ver ið teknir til afgreiðslu í nokkrum sjóm-annafélögum. Hins vegar hefur ekki komið til rekstrarstöðvunar á báta- flotanum þrátt fyrir þetta, og er það vissulega fagnaðar- efni. Verkfall yfirmanna á togurum hefur á hinn bóginn stöðvað nær allan togaraflota landsmanna og sjást engin merki þess, að sættir séu framundan í þeirri deilu. Lög, sem sett voru á Alþingi í des- ember 1968 hafa mjög dreg- izt inn í þe-ssa deilu, og því hefur verið haldið fram, að hún myndi leysast, ef lögun- um yrði breytt. Þess vegna er nauðsynlegt að rifja upp efni þeirra. Gengisbreytingin 1968 leiddi að sjálfsögðu til mikilla hækkana á rekstrarkostnaði útgerðarinnar, þótt hún hefði um leið í för með sér miklar hagsbætur fyrir hana eins og raunar tilgangurinn var. Þess vegna voru sett lög á Alþingi þes-s efnis, að fisk- kaupendur skyldu greiða til útgerðarinnar 17% upp í þess ar kastnaðarhækkanir og 10% í stofnfjársjóð fiskiskipa, en það fé er notað til þess að greiða vexti og afborganir af stofnlánum fiskiskipanna. Þessar greiðslur eru inntar af hendi áður en til hlutaskipta kemur. Jafnframt því, að þessi lög voru sett, beitti Al- þingi sér fyrir því, að sjó- mannasamningar, sem þá voru bundnir, urðu lausir, þannig að aðilar gætu gert nýja kjarasamninga. Þeir samningar voru gerðir á grundvelli hinna nýju laga. Fyrir einu ári voru 17%, sem fiskkaupendur greiða sérstaklega til útgerðarinnar lækkuð í 11% og þannig kom- ið til móts við óánægju sjó- manna vegna þessara laga- ákvæða. Þegar skip selja á erlendum markaði eru tekin 22% í stofnfjársjóð fiskiskipa áður en til hlutaskipta kem- ur og er þessi upphæð m.a. fcekin af verðmæti þes-s afla, sem togarar selja erlendis. Þetta hlutfall hefur ekki ver- ið lækkað, en þess er að gæta, að verðlag erlendis hefur hækkað mjög og hefur það að sjálfsögðu komið sjómönnum til góða, en löndunarkostnað- ur hefur einnig hækkað mik- ið og hann ber útge-rðin ein. Þrátt fyrir að þessi 22% eru tekin áður en til hlutaskipta kemur er augljóst, að bæði útge-rðin og sjómennirnir telja hagkvæmt að sigla á erlendan markað eins og tíð- ar sölur þar sýna. Það er óhætt að fullyrða, að lögin frá 1968 voru og eru grundvöllur þe-ss, að yfirleitt er hægt að gera út hér. Ef þessi lög hefðu ekki verið sett, hefði gengisbreytingin orðið að verða mun meiri 1968 til þes-s að vinna upp þann kostnaðarauka, sem af henni leiddi fyrir útgerðina. Þær efnahagsráðstafanir, sem þá voru gerðar, hafa reynzt bæði útgerðarmönnum og sjó- mönnum til hagsbóta. Útgerð in hefur dafnað og báðir að- ilar fengið meira í sinn hlut. Óhætt er að fullyrða, að landsmenn yfirleitt hafa rík- an skilning á því, að íslenzk- um sjómönnum ber meira í sinn hlut en landverkafólki. Sjómenn-ska e-r áhættusamt starf og erfitt. Henni fylgja fjarvistir frá fjölskyldum og heimilum, en starf sjómanns- ins er undirstaða þess að þjóðinni vegni vel. Þess vegna getur enginn sagt neitt við því, þótt sjómenn beri meira úr býtum en aðrar stéttir. Fiskverðshækkunin, sem varð um sl. áramót, mun bæta kjör sjómanna mjög bæði á bátum og togurum. Nú er mikil eftirspurn eftir fiski á erlendum mörkuðum og verðlag er enn a.m.k. mjög hátt, hver sem þróun- in verður í framtíðinni. Þess vegna er mikilvægt fyrir alla aðila, sjómenn, útgerðarmenn og þjóðina í heild, að fisk- veiðarnar gangi snurðulaust. Svo er ekki meðan togaram- ir, sem hafa veitt vel að und- anförnu, eru bundnir og óvissa ríkjandi um útgerð frá þýðingarmi'klum verstöðvum. Af þessum sökum er nauð- synlegt að endir verði bund- inn á þá deilu, sem nú stend- l Kosningarn- ar á Indlandi SÚ ákvörðun frú Indiru Gandhi að efna í skyndi til þingkosninga í Ind- landi hefur komið andstæðingum Kon- gressflokksins í opna skjöldu. Kosn- ingarnar, sem fara fram um mánaðar- mótin febrúar-marz, voru boðaðar með aðeins tveggja mánaða fyrirvara og einu og hálfu ári áður en kjörtímabil stjórnarinnar rennur út. Andstöðu- flokkar stjórnarinnar hafa því stuttan tíma til þess að heyja kosningabaráttu, semja um sameiginleg framboð og mynda kosningabandalög í hinum ýmsu fylkjum og kjördæmum. Raumar hefur legið í loftinu að kosningar yrðu haldnar áður en kjör- tímabilinu lyki síðan Kongressflokkur- inn klofnaði árið 1969. Klofningurinn stafaði af óánægju hægri arms flokks- ins með stjórn frú Gandhi og fylgdi í kjölfar þjóðnýtingar banka og brott- vikningar Moraji Deasi, einhvers mesta áhrifamanns indverskra stjórnmála um árabil, úr embætti aðstoðarforsætis- ráðherra. Síðan hefur frú Gandhi orð- ið að styðjast við atkvæði óháðra þing- manna, kommúnista og marxista á þingi til þess að halda völdunum. Andstæðingar frú Gandhi bera henni óspart á brýn, að hún sé hliðholl kommúnistum í inmanlandsmálum og Rússum í utanríkismálum. Síðan Kon- gressflokkurinn klofnaði hefur komm- únistaflokkurinn, sem stendur í tengsl- um við Moskvu, veitt stjórn Indiru Gandhi dyggilegan stuðning, bæði á þingi og í hinum ýmsu fylkjum, eins og Kerala og Uttar Pradesh, sem var sett beint undir stjórn forsetans vegna órólegs ástands. Hins vegar beygði stjóm Gandhis sig fyrir mótmælum kommúnista og annarra gegn því, að sett yrðu lög í Vestur-Bengal, er heim- iluðu yfirvöldum að setja menn í gæzluvarðhald fyrir hryðjuverkastarf- semi, og þar hafa hryðjuverk færzt í aukana. Frú Gandhi segir, að komm- únistar verði að hlíta þeim skilmálum, er hún setji, en aðrir velta því fyrir sér, hvort stuðningur þeirra geti ekki reynzt henni dýrkeyptur. Um leið hefur gætt vaxandi áhrifa Rússa á Indlandi. Fyrirrennari frú Gandhi, Shastri, lézt í sovézku borg- inni Tashkent, þar sem hann tók þátt í viðræðum um áætlun, er Rússar höfðu gert um frið við Pakistan. Árið 1968 taldi frú Gandhi sér ekki fært að „fordæma" íhlutun Rússa í Tékkósló- vakíu, þótt hún „harmaði“ hana síðar. í fyrra ferðaðist frú Binh, „utanxíkis- ráðherra“ Viet Cong um Indland sem opinber gestur. Þegar tilkynnt var, að Rússar væru í heimildarleysi að reisa upplýsingamiðstöð í Kerala, var lokað bókasöfnum bandarísku upplýsinga- þjónustunnar í fimm indverskum borg- um. Það sem ugglaust hefur hvað mest áhrif á þá ákvörðun frú Gandhi að ganga til þingkosminga var niðurstaða fylkiskosninganma í Kerala-fylki í september. Kommúnistar hafa löngum verið öflugir í fylkinu, og frú Gandhi gerði við þá opinbert bandalag með þeim árangri, að Kongressflokkurinn hefur aftur náð völdúnum í þessu mik- ilvæga fylki á Suður-Indlandi. Spurt er, hvort samstarfið í Kerala sé undanfari víðtækara samstarfs, en frú Gandhi heldur öllum leiðum opn- um. „Við fylgjum þeim ekki. Þeir fylgja okkur. Þeir hafa fallizt á stefnu okkar, og við vinnum með öllum, sem fallast á hana,“ segir frú Gandhi. Hún hefur lýst yfir því, að hún gangi ekki til kosninganna í bandalagi með öðr- um flokkum, en hefur nægilegt svig- rúm til þess að semja við vinstri- flokka um samstarf í kosningunum, þótt það kallist ekki bandalag. Hún segir, að hún fari sínar eigin götur og að fólki með „svipaðar skoðanir“ sé velkomið að eiga með henni sam- fylgd. Þessa yfirlýsingu frú Gandhi mætti túlka þannig, að hún gæti einnig hugs- að sér samstarf við hina gömlu sam- starfsmenn sína úr hægri arminum, sem klofnað hefur úr Kongressflokkn- um, en vinstri afstaða frú Gandhi hef- ur verið svo eindregin, að of lítill tími er til stefnu til þess að hún geti tal- ið stuðningsmenn sína á að söðla um og vinna með hægrimömnum. Það virðist líka eitt helzta markmið frú Gandhi að knýja fram í kosningunum uppgjör milli vinstri og hægri, eða „sósíalisma og kapítalisma“, eins og hún hefur komizt að orði. Hún Frú Indira Gandhi keppir að því að hljóta traustsyfirlýs- ingu við þjóðnýtingu og aðrar grund- vallarráðstafanir. Hægri flokkamir, það er hægri arm- ur Kongressflokksins eða „Gamli Kon- gressflokkurinn“ undir forystu Desai, Swatranta-flokkurinn, sem er uindir forystu þeirra C. Raj agopalachari, gamals samstarfsmanns Mahatma Gandhi, og Minoo Masani og loks Hindúaflokkurinn Jan Sangh, eru í óhægri aðstöðu vegna þess hve kosn- ingarnar eru boðaðar með stuttum fyr- irvara. Þeir hafa flýtt sér að samein- ast, en samstarf þeirra virðist laust í reipunum. Samstarf þessara flokka hef- ur lengi verið á döfinni, en þeiir hafa farið sér hægt, og um það hefur verið deilt í marga mánuði, hvemig sam- vimnu flokkanna skuli hagað og hvern- ig sameiginleg stefna þeirra skuli vera. Andstæðingar frú Gandhi ganga ekki með bjartsýni til kosninganma. Það eina sem ritari „Gamla Kongressflokks ins“ hefur fengizt til að segja um kosningahorfurnar er, að flokkurinn muni „bæta aðstöðu sína“. Frú Gandhi og samstarfsmenn hennar virðast hins vegar í engum vafa um, að Kongress- flokkurinn fari með sigur af hólmi. Kommúnistar gera sér vonir um að komast í samsteypustjórn með frú Gandhi. En staða frú Gandhi virðist býsna sterk, og með því að lýsa yfir að hún fari sínar eigin götur og gefa í skyn að svigrúm sé til samkomulaga við fólk með svipaðar skoðanir, virð- ist hún hafa treyst aðstöðu sína. Vin- sældir hennar meðal almennings á Ind- landi skipta ef til vill meginmáli. Per- sónudýrkun er rík í Indverjum, og hvað vinsældir snertir kemst enginn indverskur stjórnmálamaður með tærnar þar sem hún hefur hælana. G.H. ur yfir milli útgerðarmanna og yfirmanna á togurum og að bátakjarasamningum verði komið í höfn. Ríkis- sfcjómin mun hafa heitið því að beita sér fyrir hækkun á fæðispeningum sjómanna, og ætti það einnig að greiða fyr- ir hagkvæmum málalokum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.