Morgunblaðið - 12.03.1971, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1971
23
meiri en það, að full ástæða er
til að ætla að skipstjóri, til
dæmis á stórum úthafstogara,
þurfi að kunna flest það, sem
skipstjóri á flutningaskipi þarf
að kunna.
1 þriðja lagi er rétt að benda
á, að nú geta menn hætt að
ioknu hverju stigi fyrir sig og
fengið sin tiiteknu réttindi, not-
að þau um skeið en byrjað svo
aftur þar sem frá var horfið, ef
þeir síðar óska meiri eða ann-
ars konar réttinda.
Þess eru mörg dæmi, að ungir
menn hafa kosið fremur fiski-
mennsku en farmennsku, en þeg
ar þeir svo tóku að letjast,
vildú þeir leita á verzlunarskip
in. Nú geta þessir menn fengið
sin fiskiskipstjóraréttindi úr 2.
stiginu, og tekið svo 3ja stigið
síðar á ævinni og fengið þar
með rétt til skipstjórnar á fragt
skipi. Það þarf auðvitað ekki að
taka fram, að öll réttindi sem
skólanámið veitir eru háð marg
vislegum ákvæðum um siglinga-
tíma, og það verður óhjákvæmi-
lega að breyta lögunum um at-
vdnnuréttiridi skipstjóra til sam
ræmis við frumvarp þetta til
nýrrar löggjafar fyrir Stýri-
mannaskólann.
UM ÞÖRFINA FYRIR
SKIPSTJÓRNARMENN
Það er alveg á takmörkunum
að skólinn útskrifi nægjanleg-
an fjölda fiskimanna. Það braut
skráðust ekki nema 25 úr fiski-
mannadeild í fyrra og það er
varla nægjanlegur fjöldi. Hins
vegar brautskráðu.st 35 úr far-
mannadeildinni, sem er kannski
óþarflega margt, miðað við
hvað lítið verzlunarflotinn hef-
ur aukizt. Það stendur þó til
bóta og á það er einnig að líta
að margir farmenn eru jafn-
framt fiskimenn og stunda fiski
mennskuna, því að eins og áður
segir gengur þetta mjög á vixl
hér hjá okkur.
UM FRAMTÍÐINA
Það er víða, bæði hér og ann
ars staðar verið að þreifa^ sig
áfram með heppilegasta kennslu
formið til að mæta hinum sí-
auknu kröfum um menntun skip
stjóra, ekki sizt fiskiskipstjóra,
þar sem tæknin hef-ur breytzt
og er að breytast mjög ört og
allar aðstæður við fiski-
mennsku. Við munum reyna hér
að fylgjast með því sem er að
gerast, hvar sem er i heiminum.
Það er ekki alltaf víst að það
sem í fljótu bragði virðist eink
ar álitlegt henti okkur, þegar
nánar er athugað málið, en von
andi berum við gæfu til að fylgj
ast með tímanum í menntun
skipstjórnarmanna okkar, því
að enn verður það nú að teljast
eitt mikilsverðasta atriðið í
menntunarkérfi þjóðarinnar.
Menntim skipstjóra:
Jónas Sigurðsson
1 hérlandinu
Eins og að líkum lætur hefur
Jónas Sigurðsson, skólastjóri
Stýrimannaskólans, fylgzt með
þróun kennslumála sjómanna-
stéttarinnar í nágrannalöndun-
um og víðar. Hér fara á eftir
nokkrir punktar, sem Jónas lét
Sjómannasíðunni i té, vegna
undangenginna skrifa á þessari
síðu um menntun skipstjórnar
manna, einkum fiskiskipStjóra.
UM „SIMULATOR" EÐA
EFTIRLÍKIN G ARKERFIÐ
— Þessi aðferð, að líkja sem
mest eftir náttúrlegum aðstæð-
um á sjó úti við kennsluna í
landi er áreiðanlega mjög árang
ursrík aðferð, en mér vitanlega
er hún þó hvergi það vel á veg
komin að hún sé notuð, nema að
einhverju litlu leyti. Ég hef
fylgzt með þessum tilraunum og
mér finnst þær mjög athyglis-
verðar, en ég held eins og áður
segir, að þær séu hvergi komn-
ar í gagnið. Þetta er vafalaust
mjög dýr kennsluaðferð, en mín
skoðun er að hver aðferð, sem
skilar góðum árangri á því sviði
að gera skipstjórnarmenn okkar
færari í starfi hljóti að marg-
toorga sig.
Þó að við hér höfum ekki
,,simulator“-brú, eins og þeir
eru að berjast við að koma sér
upp í Húll og víðar, þá á skól-
inn nýtízku fiskileitartæki og
nokkuð af siglingarkennslutækj
um — og hér höfum við mjög
reynda kennara — bæði i bók-
legum — og verklegum efnum.
— En það er einn mikili hæng
ur á — við getum ekki farið i
bili inn á nýjar brautir eða auk
ið raunhæfu kennsluna — vegna
húsnæðisvandræða — við höf-
um ekki húsrými til meiri tækja
kennslu, en þegar er fram-
kvæmd hér við skólann.
Skilningur á aukinni „prakt-
iskri“ kemnslu hefur mjög auk-
izt hjá ráðamönnum og um það
vitnar nýleg fjárveiting — að
upphæð 7 milljónir króna, til
byggingar húsnæðis fyrir tæki
— en þetta er bara ekki komið
1 gagnið, því miður, eins og það
hefði þó þurft að vera.
Það verður þó hafizt handa
fljótlega í þessu efni og von-
andi fæst meira fé, því að þessi
fjárveiting nægir hvergi nærri
til þeirra framkvæmda, sem fyr
irhugaðar eru og bráðnauðsyn-
legar..
NÝBREYTNI
Mér finnst rétt að benda á þá
nýbreytni, sem upp hefur verið
tekin við skólann hér, að nem-
endur fara út með skipum Haf-
rannsóknastofnunarinnar. Þeir
hafa þegar farið einu sinni hver
deild, og vonir standa til, að
fileiri ferðir verði farnar fyrir
prófin í vor. Auk þess að á skip
unum eru vitaskuld þaulreyndir
skipstjórnarmenn, þá eru reynd
ir kennarar með í för. Þarna eru
sýndar veiðiaðferðir, og nemend
ur sjá þarna mjög glögglega,
hvernig ýms siglingatæki og
fiskileitartæki vinna við raun-
hæfar aðstæður og það er að
sjálfsögðu mikils virði.
Það er vonandi að áframhald
verði á þessari starfsemi og hún
verði víðtækari.
SPÓLUSAFN
Mér lízt ekki illa á þá hug-
mynd, að skólinn eignist spólu-
safn, sem tekið hefði verið upp
á um borð við raunverulegar að
stæður. Það gæti verið mjög líf
rænt við kennsluna að geta grip
ið til spólu með lifandi lýsingu
á starfi skipstjóra við einhverj-
ar tilteknar aðstæður. Þetta er
vitaskuld angi af „simulator"
kerfinu, sem áður er á minnzt.
Sjómannasíðan
í umsjá Ásgeirs Jakobssonar
REYNSLAN OG
skólanAmið
Það vil ég sérstaklega taka
fram, þó að ég sé fylgjandi mjög
aukinni raunhæfri kennslu í
skólanum, að ég tel að ekkert
skólanám geti komið fyllilega í
staðinn fyrir þá reynslu, sem
skipstjórnarmaður öðlast við að
vinna sig upp hörð.um höndum.
Reynsiutiminn um borð er hverj
um nemanda nauðsynlegur áður
en skólanámið hefst. Ég vil alls
ekki að það sé gengið framhjá
hásetatímanum. Mér finnst sá
undirbúningur svo nauðsynleg-
ur úndir skipstjóranámið og
hann er ekki sízt nauðsynlegur
nemandanum til þess, að hann
geti gert sér ljóst áður en hann
leggur i skólanámið, hVort hann
viU leggja þetta starf fyrir sig
um ævina og hvort hann hefur
þá hæfileika, aðra en námsgáf-
urnar á bókina, sem skipstjórn
armaður þarf að vera gæddur.
UM NÝJA FRUMVARPIÐ
Meginefni þessa frumvarps
hefur verið rakið i Morgunblað
inu og óþarfi að gera það hér
aftur í smáatriðum. Megintii-
gangur þess er að auka og bæta
menntun skipstjórnarmanna.
Helztu umbæturnar frá því sem
var, eru þær, að nú getur skip-
stjórnarmaður haldið áfram stig
af stigi, þannig að hann þarf
aldrei að stiga til baka og læra
meira eða minna af námsefni
upp aftur. Þegar hann er búinn
með fyrsta stig tekur hann
til við námsefni annars stigs,
hvenær sem hann óskar að
taka það stig. Þó að hitt sé æski
legast og beinlínis til þess ætl-
azt að námið verði sem samfelld
ast. Þannig koll af kolli þar til
hann hefur tekið öll fjögur stig
in, ef hann kærir sig um það.
Með þessu gengur námsefnið
ekki neitt á misvíxi, eins og
var, meðan hvert námsstig var
einangrað fyrirbæri.
Annað atriði er sérstök ástæða
til að benda á, og það er það,
að með frumvarpinu er gerð til-
raun til að samræma farmanna
og fiskimannanámið. Það er að
minum dómi mjög nauðsynlegt.
Þessi tvenns konar skipstjómar-
störf eru svo skyld hérlendis og
menn þurfa svo mjög að gegna
þeim jöfnum höndum. Fiskiskip-
in fara sistækkandi og stunda
veiðar um öll heimsins höf vænt
anlega og munurinn á þeim og
fragtskipum er ekki ýkja xnik-
ill, eða að minnsta kosti ekki
World Fishing
sýning í Dublin
The World Fishing (bóka- og
tímaritaútgáfa og ýmis önnur
þjónusta við sjávarútveginn) —
hefur á undanförnum árum
(síðan 1963) efnt til stórra sjáv
arútvegssýninga í London ann-
að hvert ár.
I fyrra var brugðið af þess-
ari venju að hafa sýninguna i
London, og haldin mikil sýning
í Aberdeen i S'kotlandi og nú á
að halda hana í Dutolin i Irlandi,
dagana 24.—30. m'airz. Af þeirri
skrá að ráða, sem Sjómannasíð-
unni hefur borizt um þá aðila,
fyrir smæstu bátana — og þarna
verður vafalaust mikið úrval af
alls kyns elektroniskum fiskileit
ar- og siglingartækjum, ef dæma
má af skránni yfir fyrirtækin,
sem sýna. Skipasmíðafyrirtæki
víða að auglýsa þarna og sýna
model.
Þarna verður ,,fiskivika“,
í fiskdokkinni, þar verður sýnd
alls kyns framleiðsla úr fiski og
fisktegundirnar sjálfar. Þarna
verður alþjóðleg ganghraða-
keppni milli togara (ekki veit ég
hvaða tilgangi það þjónar), sér-
Götumynd frá Dublin.
sem sýna þarna frá ýmsum lönd
um svo og lista um einstök sýn-
ingaratriði, þá verður þarna
margt gimilegt til fróðleiks,
ekki sízt fyrir frystihúsamenn
og bátasjómenn. Það verður
sýnt mikið af ýmiss konar tækj-
um og úttoúnaði fyrir báta. Svo
nokkuð sé nefnt af því, sem
sýnt verður, má nefna ýmsar
gerðir frystitækja, pl'astfiski-
kassa af ýmsum stærðum og
gerðum, slægingar-flökunar og
roðflettingarvélar fyrir sild og
þorsk, margs konar vörpugerð-
ir bæði stórar og smáar fyrir
botn- og uppsjávarfisk, og
mætti kannski sérstaklega
benda á humar- og rækjuvörp
ur, en einnig er um ýmsar botn
trollgerðir að ræða fyrir þorsk
svo sem Aberdeenvörpuna, sem
athugandi væri fyrir bátaflot-
ann okkar, sem er að þreifa sig
áfram um heppilegar vörpugerð
ir vegna sívaxandi togveiða
bátanna. Þarna virðist einnig
eiga að sýna margs kons fiski-
leitar- og siglingatæki fyrir
smærri báta, til dæmis, ratar fyr
ir smábáta, einnig ratarspeglar
stakar ferðir verða um nágrenn
ið og hina fögru borg og yfir-
leitt virðist þessi sýning hin
markverðasta fyrir islenzka
fiskimenn, útgerðarmenn og
frystihúsaeigendur.
lEnn um plóginn
Mikið hefur verið spurt um
I enska og skozka skelfisk-
(pióga, ekki sízt þennan, sem
| lýst var hér á siðunni bæði ?
' fyrra og nú i ár.
Bolvíski plógurinn hefiur
(verið notaður um allt land og
j þar sem Bolungarvíkurverk-
stæðið hefur haft forgöngu
1 um smíðina og þreifað sig
I áfram af eigin rammleik, l
| væri ekki úr vegi að það yrði
. styrkt úr Iðnlánasjóði eða ein
' hverjum öðrum sjóði til að
I kynna sér þær beztu gerðir
skelfiskplóga sem um væri
, að ræða i nágrannalöndunum,
eða þar sem aðstæður eru
I svipaðar og hér.