Morgunblaðið - 12.03.1971, Page 25

Morgunblaðið - 12.03.1971, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1971 25 — Bókmenntir I' ramli. at bls. 8 brennivín, koníak eða viský, svo að Ófeigur ók til héraðsiæknis- tns. Sá maður kom ekki auga á nein þau ráð, sem dugðu við verkjum Ófeigs, og sendi hant) þvl til „meistaranna í Reykja- Uar beið hiann tengi í bið- sbofu dr. Gísla Jónssonar, yfir- læknis á Vatnsendaspítala, og komst þar í nokkurn vanda, því að við lá, að hann lenti i hönd- um fæðingarlæknis og hlyti þar sömu meðhöndlun og barnshaf- andi konur — eða ófrískar, sem nú þykir virðulegra orð en van- fær, sem algengast var fyrir nokkrum áratugum yfir það á- stand, sem óhjákvæmilegt er enn að jafnvel rauðsokkótt- ar konur komist í, ef þær eiga að viðhalda mannkyninu . . . En Ófeigur slapp, hitti dr. Gísla næsta dag, og var honum vel tekið, en ekki var unnt að taka hann þegar til rannsóknar og dvalar á Vatnsendaspitala, því að þar var hvert rúm skipað — og varð svo Ófeigur okkar að doka við og meðal annars nota tímann til að láta háls-, nef- og eyrnalækni skoða sig. Hann varð að blða marga klukkutíma hjá þeim eðla sérfiræðingi, en vel fór á með þeim, þegar til kom, og bar margt á górna. t>egar svo læknirinn hafði hreinsað tvær tegundir af hinum ótóttlegustu islenzku skordýrum út úr eyr- um hins roskna bónda og hlust- að á margar sögur af hans munni, vildi hann geyma atihug- un háls og nefs til síðari sam- funda og sagði, um leið og hann kvaddi skordýrabúhöldinn: „Mér er ekki ljóst, hvað að þér gengur, en sú er bót i máli, að ég er einn af sérfræðingum þeirra á spítalanum. Vonandi sjáumst við síðar og getum þá talað um hrúta og önnur andleg efni.“ Ekki þurfti Ófeigur að kvarta yfir vistinni á Vatnsendaspátala. Yfirlæknirinn, dr. Gisli, reynd- ist einstakur öðlingur, sem góð og blessunarrík áhrif hafði á atla sjúklinga, og hjúkrunarkon urnar dásamlegar verur — nema hvað einn nýliðinn var svolítið ógætinn um val og inngjöf svefn lyfs. Svo var það ungur kandi- dat, — hann og sérfræðingur í taugasjúkdómum komu Ófeigi lít ið eitt á óvart með sumum spum ingum sínum. En Ófeigur lenti samt ekki í vandræðum, — hann kunni að koma fyrir sig orði og gat frætt læknana um ýmislegt úr reynslu sinni og annarra, og þá einkum Borgfirðinga. Hann sagði til dæmis kandídatinum söguna af því, þegar 'héraðs- læknirinn var svo önnum kaf- inn við að sigra sýslumanninn í lomber, að hann fól hinum brot- lega Gísla homópata að bólu- setja 36 ára ógifta kvinnu, sem reyndist hafa orðið afstans við lögboðnar bólusetningar. Gísli datt og braut bóluefnisglasið, en fékk í staðinn hjá Jóni kaup- manni í Bæ bráðapestarbólu- efni. „Hver veit nema bólan komi út samt,“ sagði hann. „Og þá var það, sem Gugga fékk stórubóluna.“ „Lifði hún hana af?“ spurði kandidatinn. „O ekki bar á öðru. Þær fara nú sjaldn- ast úr henni,“ svaraði Ófeigur. Geð- eða taugalæknirinn spurði Ófeig: „Hefur ekki eitt- hvað átakanlegt komið fyrir þig um ævina, eitthvað, sem liggur í dulardjúpi sálar þinnar og orm étur lífsmeið þinn dag og nótt?“ „Að minnsta kosti þótti mér ekki gott að missa hana Möllu. Og árum saman var ég að vona, að hún kæmi aftur. Auðvitað var þetta falsvon, en ég hugg- aði mig við, að svo gæti farið. Er ekki líka blekkingin mikill þáttur í lífi mannsins ?“ Svo lætur Björn Ófeig lýsa Möllu fagurtega, en hér skal sleppt þeirri lýsíngu, rúmsins vegna . . . En síðan mælti Ófeigur: „Hún væri hjá mér enn, ef hún hefði ekki glæpzt á að elta hann Óla fram á heiðina. Náttúrulega án þess að ég vissi nokkuð um það. Eini ókostur hennar var, að annar framhófurinn var hvítur.“ „Ha?“ sagði sérfræðingurinn. „Hafði hún hófa? Ég hélt þú værir að tala um stúlku." „O- nei,“ anzaði Öfeigur, „hún Malla min var grámósótt meri. En það eru fleiri lærðir menn, sem hross in hafa blekkt." f>á kom Ófeigi okkar engan veginn illa saman við þjáninga- bræður sína, sem lágu í sömu stofu. Bezt féll þó á með honum og sjómanni, sem víða hafði far- ið og margt séð, — og marga söguna úr lífsirts leik sögðu þeir hvor öðrum, sumar ofurlitið skrýtnar, en fráleitt ýktar! Þama voru annars ýmsar all- kostulegar mannkindur. Meðal þeirra var maður nokkur yfir- Ieitt dremibinn á svip. Hann hrðp aði stundum hátt upp úr svefni: „Pétuir! Ég vil fá engil í heild- sölu!“ Svo er það atómskáldið Franz, sem hefur fengið viður- nefnið fótur, „hugsjónamaður og léttfleygur andi,“ að sögn sögu- höfundar. Nafngift sína hefur hann fengið, sem hér segir: „Þrisvar hefur hann í krafti skáldskapar síns afneitað þyngd arlögmálinu og svifið út um glugga á helztu spítölum borgar innar. Afleiðingarnar hafa ekki orðið í samræmi við gáfur hans og getu, þvi að hann hefur jafn- an fótbrotnað . . .“ Franz er ljúf ur maður og vill meira en gjam an láta sjúklinga njóta skáld- sníllt sinnar. Eitt sinn hefur hann ekki mælt orð í tvo sóliair- hringa, en gengur nú „milli rúm anna og les lágum rómi. Flestir taka honum vel, en þó enginn betur en skósmiðurinn, sem bók staflega faðmar hann að sér. Hann er heyrnarlaus. Þegar skáldið kemur til sjómannsins og "Ófeigs, virðist Ófeigur sofa. Franz ýtir við honum og segrr: „Ertu að yrkja?“Bóndi glennir upp skjáina og svarár? „Það mætti ef til vill kalla það svo, Að minnsta kosti er ég I anzi andlegum hugleiðingum. Ég er nefnilega að hugsa um að skrifa honum Halldóri mínum Pálssyni og biðja hann að útvega henni Stórhymu minni dropa norðan úr Þistilfirði. Það væri nógu gaiman að sjá hvað út úr því kæmi.“ Það er síður en svo, að skáldið, Franz fótur, hneykslist á þessum orðum Ófeigs, bóndans úr því héraði, sem á þessarl öld hefur gefið íslenzku þjóðinni fleiri góðskáld, en nokkurt ann- að hérað á landinu, þar á meðál mjög efnileg ungskáld órímaðra ljóða . . En hvað sem líður skáldskap hins léttfleyga afneitara þyngd- arlögmálsins og „svefnljóðum", hans, hygg ég, að lestur sögunn ar A heljarslóð muni ekki al- mennt reynast sérlega virkt svefnlyf. Guðmundur Gíslasou Hagalín. Verzlunarhúsnœði Um 400 ferm. er til leígu í 2—3 mánuði, Upptýsingar á skrifstofunni: horvaldur Lúðviksson hrl.„ Svanur Þór ViJhjálmssoini Skólavörðustíg 30, sttni 14600 oq "6330 Lokoð vegna jarðnriarar föstudaginn 12. marz. STANDBERG H.F., Hverfisgötu 76. í Notaðir bílar tli sölu Moskwitch Station árg. 1968 — 1970, Volga árg. 1965, Willys jeep árg. 1968. Biíreiðar & Landbúnaðarvélar hí. Suðuriandsbraut 14 - Reykjavik - Síini Hótel FELL, Grundarfirði Seljum fast fæði og sérrétti. Sími 8613. Pantíð með fyrirvara. Plastskolvaskar í þvottahús fyrirliggjandi. Hagstœtt verð J, Þorláksson & Norðmann hf. Dömur — Likamsrækt Líkamsrækt og megrun fyrir konur á öltum aldrL Ný námskeið hefjast miðvikudagínn 17. marz. þriggja vikna kúrar, fjónr tímar á viku, morgun-, dag- 03 kvöldtímar. 18 tíma kúr, tveir tímar í viku, morgun-, dag- og kvöldtímar. Dömur á biðlista vinsamtegast hafið samband við skólarm sem allra fyrst. Upplýsingar og innrrtun í síma 83730 í dag frá kl. 1—6. JAZZBALLETSKÖL! BARU. Stigahiið 45. Aðolfundur Félags íslenzkra stórkaupmanna verðor haldinn að Hótel Sögu laugardaginn 13. marz n.k. og hefst með borðhaldi í Súlnasal kl. 12,15. Dagskrá: Bjarni Bragi Jónsson forstjóri Efnahagsstofnunar- innar ræðir um TEKJUMALASTEFNU OG VIÐHORF I VERÐLAGSMÁLUM. Venjuleg aðalfundarstörf. Félagsmenn eru beðnir að fjölmenna á aðalfundinn og til- kynna þátttöku sína til skrifstofu félagsins í síma 10650 fyrir kl. 5 I dag föstudag. Þeir félagsmenn sem eigi geta mætt. geta gefið öðrum félags- mönnum eða starfsmönnum sínum umboð til fundarsetu á þar til gerðu eyðublaði. Stjóm F.Í.S. H Helgafell 59713127 VI. — 2. 1.0.0.F. 12 = 1523128'/2 = E.R. 1.0.0.F. 1 = 1523128V2 = 9.0 Stúkan Freyja nr. 218 Fundur í kvöld kl. 8.30 í Templarahöllinni, Eiríksgötu 5. Venjuleg fundarstörf. Móttaka nýrra félaga. Kaffi eftir fund. FéSagar fjölmennið. — Æt. Kvenfélag Laugarnessóknar býður eldra fólki í sókninni fil skemmtunar og kaffidrykkju í Laugarnesskóla sunnudaginn 14. marz kl. 3. — Nefndin. Frá Guðspekifélaginu „Hugans leynda femd" nefnist erindið, sem frú Sigurveig t Guðmundsdóttir flytur á Bafd- | ursfundi í kvöld kl. 21.00. Öllum heimill aðgangur. ---------r---------------------- | Kvenfélag Neskirkju býður ekdra fófki í sókninni í síðdegtskaffi sunnudaginn 14. marz kl. 3 að iokinni messu. Þeir, sem þurfa á bíl að balda, hringi ! síma 16093 og 15688. ILETTA Á NÆSTA LEITI • eítir John Saunders og Alden McWilliams LEE R0V HA5 APPLIED FOR W0RK A3 A 3UMMER REPLACEMENT SERVICE STATION/ FIHDIN' TT WA3 NOTROUBLE, JAy/.„ FIXIN' IT 13 GONNA BE SOMETHIN' JERRY R6WE0 IT UP TOO TIQHT/... HE'S BU3TEDTHR CAM5HAFT. ■. AM0NQ OTHER THIN65/ Fanastii liilunina. I.ee Roy? Það var aaðvelt. 11/V finna hana, Jay, j»að er svo anaað mál að gera við hana. (2. mymd) Jerry gaf of niikið bensín og braut sveif- arásinn m.a. (3. niynd) Ég get gert við þetta, en það tekur nokkra daga að fá varahluti. Við höfum ekki nokkra að spila úr, Jerry, hvað eigum við að gera?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.