Morgunblaðið - 12.03.1971, Page 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1971
Nær og f jær
son frá Svíþjóð og Niels Hen-
rik Linnet, Danmörku.
BVRÓPUMEISTARAMÓTIÐ
Evxópumeistaramótið í frjáls-
um íþróttum innanhúss feríram
í Sofia dagana 13. og 14. marz.
Þátttakendur í mótinu verða um
250, frá 34 þjóðum. Rússland
sendir stærsta þátttakendahóp-
inn, 61 keppanda, A-Þýzkaland
verður með 60 keppendur, Pól-
lamd 44, Ungverjaland 37, og V-
Þýzkaland með 36. Minnsti þátt
takendahóparnir verða frá Dan-
mörku og Grikklandi, 5 frá
hvoru landL Tvær Norðurlanda
þjóðir, ísland og Noregur, senda
•ngan keppanda á mótið.
Besson — snýr sér að stjóm-
málum.
BESSON SNÝR SÉR AÐ
STJÓRNMÁLUM
Framska stúlkan Colette Bess-
on, sem vann hug og hjörtu
áhorfenda á Olympíuleikunum
í Mexíkó, er hún tók grátandi
við gullverðlaunum sínum fyr-
ir 400 metra hlaup, hefur nú
ákveðið að snúa sér að stjóm-
málum í heimalandi sinu. Fer
hún í framboð utan flokka í
Sveitarstjórnarkosningunum í
heimaborg sinni, Saing Georges
de Didonne, sem er borg
skammt frá Bordeaux. Talið er
að, hún eigi góða möguleika á
að ná kosningu, enda mjög
þekkt í heimalamdi sínu. Er jafn
vel talið að hún sé þekktari þar
og umtalaðri en sjálf Brigitte
Bardot.
DAMM OLSEN í FRÍI
Damska frjálsíþróttakonan
Annelise Damm Olsen, sem
hlaut silfurverðlaun í 800 m
hlaupi á Evrópumeistaramótinu
í Aþenu, mun ekki keppa í ár.
Ástæðan er sú, að . hún á von
á fyrsta barmi sínu í ágúst. Ol-
sen ætlar hins vegar, að æfa
af kappi mæsta vetur og reyna
að komast á Olympíuleikana í
Miinchen 1972.
JAFNAÐI HEIMSMETIÐ
Á innanhúsmóti er fram fór
í Moskvu jöfmuðu tveir rússn-
eskir hlauparar heimsmetið í
100 metra hlaupi innanhúss, er
þeir hlupu á 10,3 sek. Hlaup-
ararmir heita Vladislav Sapeja
og Aleksander Lebedjev.
HÖRÐ STANGARSTÖKKS-
KEPPNI
Á innanhúsmóti í Álaborg í
Danmörku um helgina, var
keppni í stangarstökki mjög
jöfn og tvísýn. Henni lauk með
sigri John-Erik Blomqvist frá
Svíþjóð, sem stökk 4.50 metra
— en næstu fjórir menn, allir
Danir, stukku 4,40 metra. í há-
stökki sigraði Sven Breum, sem
stökk 2.00 metra, en þá hæð
stukku einnig þeir Olle Johans-
FINNSKA MEISTARAMÓTIÐ
Góður árangur náðist í flest-
um greinum á finnska meistara
mótinu í frjálsum íþróttum inn
anhúss, er fram fór um síðustu
helgL í stangarstökki sigraði
Antti Kalliomaki, stökk 5.10 m,
í 3000 metra hlaupi Rune Holm-
én á 8:05,0 mín., í 800 metra
hlaupi Raimo Karsikas á 1:53,4
mín., í langstökki Kari Palm-
én, stökk 7,50 metra og í 60
metra hlaupi sigraði Ossi Kar-
tunen á 6.7 sek. Lennart Blom-
qvist frá Svíþjóð varð annar í
þeirri grein á 6.8 sek.
DAVIES EKKI MEÐ
Athygli vakti að Lynn Davies,
Olympíusigurvegarinn í lang-
stökki 1964, komst ekki í
enska flokkinn, sem keppir í
Evrópumeistaramótinu innan-
anhúss, þrátt íyrir að hann hafi
æft vel í vetur og náð góðum
árangri.
Bruch — kastaði 19.73 mctr.
BRUCH 19,73
Kraftajötunninn Ricky Bruch
setti nýlega sænskt met í kúlu-
varpi innanhúss, er hann kast-
aði 19,73 metra á móti í Málm-
ey.
SUNDMÓT í BREMEN
Um helgina fór fram aiþjóð-
legt sundmót í Bremen og náð-
ist þar mjög góður árangur í
mörgum greinum. í 200 metra
fjórsundi kvenna sigraði Susie
Atwood, USA, á 2:26.8 mín. í
200 metra bringusundi kvenna
sigraði Stepanova, Rússlandi, á
2:41,4 mín. og í 100 metra skrið-
sundi karla sigraði Schiiler, V-
Þýzkalandi á 52,9 sek.
LARSSON SIGRAÐI
Á sundimóti er haldið var á
Long Beach í Bandaríkjunum
sigraði Gunnar Larsson frá Sví
þjóð í 200 yarda skriðsundi á
1:58,8 mín. Á sama móti setti
hann einnig sænskt met í 200
yarda fjórsundi og synti á
1:55,31 mín. Hann varð banda-
rískur stúdentameistari í báðum
greinunum.
SUNDMÓT I SAM PEDRO
Á alþjóðlegu sundmóti í Sam
Pedro sigraði Sverre Kile frá
Noregi í 500 yarda skriðsundi á
4:48,7 mín. Hann tók einnig þátt
í 200 yarda skriðsundi og varð
þar fimmti á 1:52.4 mín. Sigur-
vegari í því sundi varð Andrew
Strenk frá Bandaríkjunum á
1:48,5 mín.
SUNDMÓT I SAN PEDRO
Á alþjóðlegu sundmóti í San
aði Hans Fassnacht frá Vestur-
Þýzkalandi í 1650 yarda skrið-
sundi á 16:03,4 mín. Annar varð
Graham White, USA, á 16:03.6
mín. og þriðji Gunnar Larsson,
Svíþjóð, á 16:34.8 mín/ í 1650
yarda skriðsundi kvenna sigraði
Shirley Babashoff, USA, á
18:02,4 mín.
RUSSLAND — EL SALVADOR
Rússland sigraði E1 Salvador
í landsleik í knattspynnu með
1 marki gegn engu. Fór leikur-
inn fram í E1 Salvador. í heims
meistarakeppninni í Mexíkó
mættust lið þessara þjóða og
sigraði þá Rússland 2-0.
ÍSRAEL SIGRAÐI SVÍÞJÓÐ
fsrael sigraði Svíþjóð í lands-
leik í knattspymu er fram fór
í Tel Aviv með 2 mörkum gegn
1. Skoruðu ísraelar bæði sín
mörk í fyrri hálfleik, en sænska
markið gerði Ove Eklund, þeg-
ar hálf mínúta var til leiks-
loka. Áður höfðu landslið þess-
ara þjóða leikið tvo óopinbera
leiki, og þeim báðum lokið með
sigri Svía.
62 MILLJ. KR. RIKARI
Óvænt úrslit í ítölsku knatt-
spymunni fyrra sunnudag urðu
til þess að allir getraunaspá-
menn á ftalíu brugðust í spám
sínum, utan eins, sem var með
alla leiki rétta. Fyrir það fékk
hann 441,5 millj. lirur, sem svar
ar til rúmlega 62 millj. ísl. kr.
TCNIS SIGRAÐI
Undankeppnin í knattspymu
fyrir Olympíuleikana 1972, er
nýlega hafin í Afríku. Þar hef-
ur Túnis sigrað, fyrst Egypta-
land með 3 mörkum gegn 0 og
siðan Arabíu, einnig með 3—0.
SKOZKA KNATTSPYKNAN
Aberdeen hefur enn forystu í
skozku 1. deildinni og hefur 42
stig, eftir 26 leiki. Síðan kemur
Celtic með 41 stig eftir 25 leiki
og St. Johnstone með 34 stig
eftir 27 leiki og Rangers með 31
stig eftir 25 leiki. Neðst í
deildinni er St. Mirren — liðið
sem Þórólfur Beck lék með á
sínum tíma. Það hefur 17 stig
eftir 27 leiki.
ÍTALSKA KNATTSPVRNAN
Tvö efstu liðin í ítölsku 1.
deildinni léku saman um sið-
ustu helgi og sigraði Inter í
þeim leik með 2 mörkum gegn
engu. Milan var þó enn efst í
deildinni og hefur 30 stig eftir
20 leiki. Inter er með 29 stig
og Napoli er í þriðja sæti með
27 stig.
V-ÞÝZKA KNATTSPYRNAN
í efsta sæti í v-þýzku 1. deild
arkeppninni eru nú Munchen
Gladbach með 32 stig eftir 22
leiki og Bayen Munchen sem
einnig hefur 32 stig, en hefur
leikið tveimur leikjum færra. í
þriðja sæti er svo Schalke 04
með 29 stig eftir 23 leiki.
FREM SIGRAÐI í JAPAN
Danska knattspymuliðið Frem
er nú í keppnisferð í Japan
og lék þar nýlega gegn jap-
önsku úrvalsliði og sigraði með
2 mörkum gegn engu.
KNATTSPYRNA
Bobby Moore hefur nú hlotið
uppreisn æru eftir næturævin-
týrið í Blackpool um áramótin.
Sir Alf Ramsey hefur skipað
Moore fyrirliða úrvalsliðs ensku
deildanna, sem leika skal gegn
úrsvalsliði skozku deildanna
n.k. miðvikudag. Enska liðið er
þannig skipað: Banks (Stoke),
Reahey (Leeds), Parkin (Wolv-
es), Kendall (Everton), McFar-
land (Derby), Moore (West
Ham), Coates (Bumley), Brown
(W.HA.), Hurst (West Ham),
O’Neill (Southampton) og
Storey-Boore (Nott. Forest).
Þess skal getið, að engir leik-
menn Arsenal, Liverpool og
Tottenham voru valdir í þetta
úrvalslið vegna bikarleikja fé-
laganna n. k. mánudag og
þriðjudag.
HUNDUR Á VELLINUM
Óboðinn gestur blandaði sér
i leiknum, í einum af 1. deildar
leikjunum í Englandi fyrir
skömmu. Það var hundur, sem
einn af leikmönnum Sheffield
Wednesday á, og hafði haft með
sér á völlinn. I miðjum leiknum
slapp hundurinn úr gæzlu og
Peter Grummit ber hinn óboðna
gest út af vellinum.
hljóp óðar inn á völlinn, þar
sem hann eltist geltandi við bolt
ann. En einn af leikmönnum
Sheffield, Peter Grummit, mark
vörður var fljótur að bregða
við, náði í seppa og bar hann út
af. Hentu áhorfendur mikið
gaman að þessu atviki, svo og
dómarinn í leiknum, sem þótt-
ist ætla að gefa hundinum
áminningu, en náði ekki til hans.
AiV
MÖRG LYFTINGAMET SETT
Mörg landsmet voru «ett á
danska meistaramótinu í lyft-
mgum, er fram fór um helgina.
f millivigt setti t.d. Erling Jo-
Erling Johansen — setti dönsk
lyftingamet
hansen met er hann lyfti sam-
tals 400 kg, og í þungavigt setti
Bent Harsmann met í pressu,
er hann lyfti 137.5 kg. Hann
sigraði í þeim flokki, lyfti 427.5
kg. í milliþungavigt sigraði
Flemming Krebs, sem lyfti 410
kg og í léttvigt sigraði Aage
Nielsen, sem lyfti 355 kg.
m
MERCKX
Flestir frægustu hjólreiðakapp
ar heims mættust í keppni á
Sardeníu um síðustu helgi. Sig-
urvegari varð hinn ókrýndi kon
ungur hjólreiðamanna, Eddy
Merckx frá Beigíu, sem hjólaði
vegalengdina á 19:17.32 klst.
Svíinn Gösta Pettersson veitti
honum þó óvænta keppni og var
aðeins með 2.43 mín. lakari
tíma, eða 19:20.15 klst. Þriðji
varð van Springel frá Hollandi
á 17:21,29 klst.
DANSKI HANDKNATTLEIK-
URINN
Línurnar í dönsku 1. deildar
keppninni í handknattleik skýrð
ust nokkuð um helgina, en þá
foru fram sex leikir. HG vann
sinn leik og hefur nú tekið for-
ystu í deildinni með 26 stig eft-
ir 17 leiki. Efterslægten er í
öðru sæti með 24 stig eftir jafn
marga leiki og Helsingör IF er
í þriðja sæti með 23 stig. Ann-
ars urðu úrslit leikja um helg-
ina þessi:
Skovbakken — HG 13-18
Helsingör IF — AGF 16-15
Efterslægt. — Árh-KFUM 19-19
Stadion — Bolbro 27-18
Stjernen — Fred. KFUM 27-19
SPARTAK KIEV 1 ÚRSLIT
Rússneska kvennaliðið frá
Spartak Kiev hefur tryggt sér
Framh. á bls. 3,1