Morgunblaðið - 24.03.1971, Side 20

Morgunblaðið - 24.03.1971, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1971 Verzlunarpláss Óska eftir verzlunarpiássi við Laugaveginn eða í Miðbaenum. Gott pláss — góð leiga. Tilboð óskast send fyrir 28. þ.m. til Mbl. merkt: „7210"± Húsnœði óskast Vegna móttöku erlendra gesta óskar Félag viðskiptafraeði- nema að taka á leigu ibúð eða einbýlishús 4ra—8 herb. á timabilinu 1. júlí — 1. sept. Æskilegt, að einhver húsgögn fylgi. Upplýsingar í síma 19162, eftir hádegi. FVFV — AIESEC. Flugfreyjur Aðalfundur Flugfreyjufélags fslands verður haldinn í Tjarnar- búð þriðjudaginn 30. marz kl. 3 e.h. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Fjölmennið. STJÓRNIN. Auglýsing fra sauðfjársjúkdómanefnd um heyflutninga Að gefnu tilefni vill sauðfjársjúkdómanefnd vara við kaupum og flutningum á heyi af bæjum eða svæðum, þar sem garna- veiki hefur verið staðfest. Bannað er að flytja hey úr sveitum eða af bæjum þar sem garnaveiki hefur orðið vart til staða, þar sem garnaveiki hefur ekki gert vart við sig, nema sérstakt leyfi sauðfjársjúkdóma- nefndar komi til í hvert sinn. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri sauðfjársjúkdómanefndar, Bændahöll. SAUÐFJARSJÚKDÓMANEFND. Y FÉLAGSSTARF SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS BIN GÓ-SKEMMTUN sem fólk bíður eftír! Hverfasamtök Nes- og Melahverfis halda eitt af sínum vin- sælu skemmtikvöldum að HÓTEL BORG þriðjudaginn 30. marz og hefst klukkan 8,30. MJÖG GÓÐIR VINNINGAR ásamt skemmtiatriðum. Nánar auglýst síðar. — Upplýsingar í síma 26686 milli klukkan 5—7 eftir hádegi. Öllum heimill aðgangur. NÁMSKEIÐ UM ATVINNU- LÍFIÐ OG STJÓRNMÁLIN Miðvikudaginn 24. marz kl. 19,30 í Skipholti 70, efri hæð, heldur námskeiðið áfram og verður þá rætt um: LANDBÚNAÐ Fyrir svðrum sitja: Ingólfur Jónsson, landbúnaðarráðherra og Gunnar Bjarnason, ráðunautaur. Þátttakendur eru beðnir að mæta stundvíslega kl. 19,30. Samband ungra Sjálfstæðismanna. Akureyri — Akureyri FEL AGSM AL AN AMSKEIÐ Vörður F.U.S á Akureyri gengst fyrir félagsmálanámskeiði dagana 26.—28. marz n.k. og hefst það á föstudagskvöld kl. 20.00 I húsakynnum Sjálfstæðisflokksins, Kaupvangs- stræti 4 efri hæð. Dagskrá: Föstudag kl. 20.00 UM RÆÐUMENNSKU. Laugardag kl. 13,30 UM FUNDARSKÖP OG FUNDARFORM. Sunnudag kl. 13,30 UMRÆÐUFUNDUR UM SJALFSTÆÐISSTEFNUNA. Leiðbeinandi verður Friðrik Sophusson, stud. jur. öllu Sjálfstæðisfólki er heimil þátttaka. S.U.S. Vörður F.U.S. — Minning Framh. af bls. 18 fermingaraldri, og þaðan í frá, var hann fyrirvinna móður sinn ar allt til þess að hann stofn- aði sitt eigið heimili. Hann hóf þegar sjóménnsku á unga aldri, fyrstu 10—15 árin á togurum, en upp frá því að heita mátti óslitið á skipum Eim- skipafélags Islands til æviloka, að fáum árum undanskildum, alla tíð sem vélgæzlumaður. Mér sem þessar línur rita var kunnugt, að Ottó var vel virtur og vinsæll af vinnufélögum sín um, vegna handlægni, dugnaðar og samvizkusemi í starfi, svo og annarra mannkosta. Ottó var sjómaður í þess orðs fyllstu merkingu, þvi þegar hann var enn á miðjum aldri eignaðist hann sinn eigin far- kost sem var IStill vélbát- ur (trilla) og það var hans mesta yndi að mála og prýða hann á allan hátt. Og það munu hafa verið hans mestu ánægju- stundir að fara á sinum eigin bát, hér út í flóann til fiskveiða. LSk,t sem bændur fara í útreiðar túra á gæðingum sínum. Ottó Guðjónsson, var í alla staði hinn ágætasti heimilisfaðir, umhyggju- og hugsunarsamur um alla velferð eiginkonu og bama, og þá ekki sízt barna- bamanna, sem segja mátti að hann bæri á höndum sér. Einn- ig var hann hugsunarsamur og nærgætinn við aldraða móð- ur, til hennar síðustu stundar. Ottó var yngstur fjögurra systk ina. Einn bróður átti hann, Ágúst, sem látinn er fyrir nokkrum árum. Tvær systur á hann á lífi, sem þakka honum alla þá bróðurlegu hlýju, er þær urðu aðnjótandi af hans hendi. Ottó Guðjónsson kvæntist 4. janúar 1930 eftirlifandi konu Einbýlishús í Lougorneshverfi til sölu Á hæðinni sem er öll nýstandsett eru 5 herb., eldhús og bað. Kjallari með 3 herb. og eldhús. I risi er stór geymsla. Bílskúr er 50 fm„ hann mætti nota fyrir léttan iðnað eða verzlun. Garðurinn er ræktaður með fallegum trjám. Upplýsingar eru aðeins gefnar á skrifstofunni, þar eru einnig teikningar. FASTEIGNASALAN, Eiríksgötu 19, Jón Þórhallsson, Hörður Einarsson, Óttar Yngvason. Auglýsing vegna útgátu á markaskrám Vegna útgáfu á markaskrám víða um land á þessu ári, vill Sauðfjársjúkdómanefnd minna á eftirfarandi: Mikilvægt er að markaverðir í nágrannahéruðum beri saman markalista sína, svo að hægara sé að draga sem mest úr varhugaverðum sammerkingum. Skylt er að prenta í markabækur litakort, sem sýni löggilta merkiliti um allt land. Litakort þessi eru fyrirliggjandi á Til- raunastöð Háskólans í meinafræði, Keldum og verða afhent endurgjaldslaust, þegar þess verður óskað og eintakafjöldi tilgreindur. Skylt er einnig að prenta í markaskrár lista með tölunúmerum bæja í hverjum hreppi. Þessi númer bæjanna (eða heimila fjáreigenda í þéttbýli) skal samræma innan hvers hrepps eða sveitarfélags, að höfðu samráði við markavörð. Þeim fjáreigendum, sem hyggjast nota lituð eyrnamerki í bú- pening sinn, ber að merkja þannig, að númer bæjarins, sýslu- bókstafur og hreppsnúmer komi fram á hverju merki, og skal helzt merkja í þeirri röð sem upp var talið. Fyrst komi númer bæjarins, síðan einn sýslubókstafur en síðast hreppsnúmer. Fyrir númerum bæja, sýslubókstaf og hreppanúmerum skal gera glögga grein í markaskrá. SAUÐFJÁRSJÚKDÓMANEFND. Hvers vegna ekki oð spara 33,3°/o á hjólbarðoviðgerðum o.ll. FÍB vill vekja athygli bifreiðaeigenda á eftirfarandi: Gúmbarðinn, Brautarholti 10, 8% afsláttur af hjólbörðum og öðrum vörum og þjónustu. Hjólbarðaviðgerðin Múla v/Suðurlandsbraut, 8% afsláttur af hjólbörðum, og öðrum vörum og þjónustu. Hjólbarðaviðgerð Vesturbæjar v/Nesveg, 8% afsláttur af hjólbörðum, og öðrum vörum og þjónustu. Dekk h/f Borgartúni 24, 10% afsláttur af allri viðgerðarvinnu, 5% afsláttur af sólningu. Ennfremur: Þjónustuskrá F.Í.B. fyrir árið 1971, er komin út. Félagsmenn er þegar hafa greitt árgjald sitt fyrir árið 1971 eru góðfúslega beðnir að nálgast þjónustuskrána á næstu benzínstöð, hjá umboðsmönnum F.I.B., eða á skrifstofu félagsins að Eiríks- götu 5. Þá vill F.Í.B. minna á að stuðningslisti vegna „ÚTVARPSMÁLSINS" liggur frammi á flestum benzínstöðv- um höfuðborgarinnar. hjólbörðum, sinni Svanhvíti Guðmundsdótt- ur, ættaðri al Snáefellsnesi, hinni ágœtustu sæmdarkonu, sem alla tíð stóð sem hetja við hlið manns síns í bliðu og stríðu, og annaðist heimili og uppeldi barna sinna með prýði. Og mætti Ottó mæla myndi hann segja, að vart hefði hann getað fundið betri lífsförunaut. Ottó og Svanhviti varð 7 barna auðið, tvö þeirra dóu í frumbernsku, en hin öll eru bú- sett hér í borg. Öll eru þau hið myndarlegasta fólk, vel upp al- in og prúð, og í alla staði hinir ágætustu þjóðfélagsþegnar. Þau eru: Guðjón Árni, kvæntur Dóru Friðleifsdóttur Friðriks- sonar. Sigriður, gift Ingólfl Böðvarssyni. Erla, gift Jóni Þormarssyni. Sjöfn, gift Markúsi Sigurðssyni. Svandís, gift Pétri Guðmundssyni. Ottó átti 21 barnabarn er hann lézt. Mér er Ijúft að minnast þessa ágæta mágs míns, enda féll aldrei skuggi á vináttu okkar, og ég fullyrði að ekki hafi faM- ið styggðaryrði okkur í millum alla tíð. Ég kveð hann því með söknuði í huga, og þakka hon- um samfylgdina, og bið þess að friður og blessun guðs megi vera með sálu hans. Konu hans, börnum og bama- börnum, og öðrum aðstandandi ættingjum, sendum við hjónin, okkar innilegustu samúðarkveðj ur og biðjum þeim blessunar guðs. Kristjón Ólafsson. 1 dag verður borinn til hinztu hvíldar Ottó E. Guðjónsson sjó- maður er lézt að heimili sínu Mosgerði 18, 16. þessa mánaðar. Með Ottó er kvaddur enn einn af þeim mönnum tuttugustu ald arinnar, sem vissu hvað raun- veruleg lífsbarátta var, en þeim fækkar óðum, og með þeim marg ur fróðleikur, sem ungmennum nútimans væri akkur í að heyra. Þessir menn gengu ekki í skóla til þess að fá prófskírteini til að sýna ef þeir vildu fá vinnu, nei, það, sem gilti á þeirri tíð, var að sýna hendurnar og sanna þrekið, að geta tekið á, vera sterkur, það var þeirra prófskir teini, sem dugði að sýna. En það varð að sýna fleira ef menn vildu standa á eigin fótum með að bjarga sér, og það var harka. Þessir menn klæddust brynju hörkunnar því ekki dugði að sýna viðkvæmni það sæmdi þeim ekki. Slíkur var háttur kvenna. Eitt er víst að áfram komust þessir menn, oft með stóran bamahóp og án alira styrkja. Þeir treystu á mátt sinn og meg- in. Enginn má sikilja orð min svo að tengdafaðir minn blessaður hafi verið eitt hörkutól, þótt ég telji hann óneitanlega til þess- ara manna og honum til gildis, því þeir, sem þekktu manninn, vita, að þar gekk dfesngur góð- ur sem Ottó fór. Þótt skapmikill væri eins og titt er um dugmikla menn, vissu þeir sem nær voru að undir sló viðkvæmt hjarta, sem öllum vildi vel, og er bezti vitnisburður, sem hægt er að fá um það, hve barngóður hann var. Betri afa var ekki hægt að eiga því þeirra óskir urðu hans um leið og hann vissi þær og rættust svo framarlega að það væri á hans valdi að uppfylla þær. Heimili sínu unni hann og er gott tii þess að vita að hon- um skyldi auðnast að leggja það an í sína hinztu för, því af öll- um sínum eigum taldi hann konu sína, Svanhvíti Guðmunds dóttur, sina dýrmætustu eign og er ekki ofsagt sem allir vita er til þekktu. Reyndist hún honum með þeim ágætum að ekki varð á betra kosið og votta ég henni börnum þeirra svo og öðrum ætt ingjum samúð mina, og nú að lokum, Ottó minn, bið ég þér blessunar og þakka liðið. Hvíl í friði. D.F.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.