Morgunblaðið - 24.03.1971, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 24.03.1971, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24 MARZ 1971 fe'X-'-N - BLÓÐ- TURNINN l . . 44 . . skildi þá. Hann sagði meii’a að segja, að Caleb væri ekki rækt arlegri við föður sinn en svo, að hann kúgaði hann. Og Arthur var stórmóðgaður við Caleb, af því að hann fylgdi ekki móður hans til grafar. En sú ástæða get ur nú varla verið nægileg til þess að fara að myrða manninn tíu árum seinna. — Sagði Benjamín yður, hve- nær hann hitti bróður sinn síð- ast? — Já, það var þegar hann kom hingað í febrúar síðastliðn um. Þeir rifust þá út af pening- um. Benjamín sagði mér, að hann hefði alltaf látið færa líf eyrinn sinn inn á reikning föð- ur síns, en Caleb kvartaði yfir því, að það væri ekki nóg. Appleyard kinkaði kolli. — Þetta með lífeyrinn er dagsatt, sagði hann. — Ég talaði aftur við Templecombe í gær, áður en ég fór i Drekann. — Ég skal segja yður það bráðum. Sjáið nú til. Ég er farinn að líta á þetta frá dálítið annarri hlið. Þér viðurkennið, að maðurinn, sem fiktaði við skotið hlýtur að hafa haft einhverja þekkingu á sprengiefnum og verið handlag- inn? — Já, þar er ég á sama máli, sagði Jimmy. — Munduð þér telja, að vél- stjóri hefði þessa kunnáttu til að bera? — Jimmy brosti. — Já, að sjálfsögðu meiri kunnáttu en al gjörlega ómenntaður maður. — Gott og vel. Ef við nú telj um Benjamin vera þann seka, þá höfum við látið blindast af þeirri augljósu staðreynd, að dauði bróður hans gerir hann að erfingja að eigninni. Hins veg ar er okkur kunnugt, að hann hefur alls engan hag af þessu. Þess vegna teljum við, að hann hafi enga hugsanlega ástæðu til að myrða Caleb. En setjum nú svo, að hagsmunirnir komi þarna alls ekki við sögu, heldur hafi hann myrt bróður sinn ein faldlega vegna þess, að hann gat alls skki þolað hann lengur. - Mér skálst nú, að þeir bræð urnir hafi ekki hitzt svo oft, sagði Jimimy. —- Kannski ekki, en þeir ri£- ust eins og hundar, hvenær sem þeir hittust. Spurðuð þér Benja mín nokkuð um, hvað hann ætl aði að gera við Klaustrið? — Já, hann sagðist ætla að reyna að fá föður sinn til að selja það og setjast að annars staðar. — Jæja, hvort sem það tekst eða ekki, þá hefði það að minnsta kosti aldrei tekizt, að Caleb lifandi. Hann játaði fyrir yður að Caleb hefði kúgað föð ur. sinn. Gamia manninn hefur sennilega grunað, að Caleb hirti meira en bróðurpartinn af tekj um þeirra, eí tekjur skyldi kalia. Er það ekki hugsanlegt, að Benjamín hafi ályktað sem svo, að ástandið mundi batna ef bróðirinn væri frá? Það er auðvitað hugsan- legt, svaraði Jimmy dræmt — Þér fáið nú tækifæri til að tala við nann bráðlega. Hann kemur hingað á sunnudag eða mánudag og hann lofaði mér að tala við yður undir eins og hann kasmi. En ar.nars skal ég, ef þér kærið yður um, gefa yður itarlega skýrslu um samtal okkar. Appleyard hlustaði svo með at hygli á sögu Jimmys. — Þetta líkist nú ekki mikið orðræðum morðingja, skal ég játa sagði hann. En annars hafði hann nú nægilegan tíma til að hugsa um væntanlegar spurning ar. En nú þykist ég vita, að þér ■Royal Flugvirki óskasf Flugfélagið Vængir h/f., óskar eftir að fastráða flugvirkja. Laun eftir samkomulagi. Upplýsingar í síma 26060. TIL SÖLU 5—6 herb íbúð í Fossvogi. Rúmlega tilbúin undir tréverk. FASTEIGNASALAN Skólavörðustíg 30, sími 20625 og 32842. Fjögnrra herbergjn íbúð við Efstasund, svo til alveg ný, er til sölu. ibúðin er á annarri hæð, u.þ.b. 90 ferm. að stærð. Upplýsingar gefa PALL s. pálsson, hrl., Bergstaðastræti 14, sími 24200 — og HÖRÐUR ÓLAFSSON. HRL., Austurstræti 14, símar 10332 og 35673. Mntreiðslumenn Framhaldsaðalfundur verður haldinn að Óðinsgötu 7 miðvikudaginn 31. marz kl. 15. Stjórnin. ATVINNA Óskum eftir að ráða sem fyrst röskan mann til lagerstarfa. Þarf að hafa bíipróf. Skriflegar umsóknir sendist í pósthólf 5275 fyrir nk. föstu- dagskvöld. OSTA- OG SMJÖRSALAN SF. Snorrabraut 54. viljið gjarna heyra um viðtal mitt við Templecombe i morgun. Ég fór til hans, án þéss að vera neitt að hugsa um tilganginn með morðinu. Ég vildi bara vita hvaða áhrif fráfall Calebs gæti haft á ástandið þarna í Klaustr inu. — Templecofnbe sagði mér, að á mánudaginn var hefði hann farið að finna Símon gamla til þess að útskýra fyrir honum ástandið. Hann virðist hafa sagt honum, að jafnvel þótt Benja- mín héldi áfram með styrkinn sinn, þá gæti þetta samt ekki svo til gengið. Allar tekjur Klaustursins færu í vexti og af borganir, svo að ekikert yrði eft ir handa fólkinu að ldfa af. Templecombe bað um umboð til þess að ráðgast við veðhafana um það, hvort eignin skyldi seld í heilu lagi eða bútuð niður. Því að selja yrði hana áður en hún væri ennþá verr farin en nú er. Templecoimbe vissi um lítið hús í útjaðri borgarinnar, þar sem Símon gæti lifað góðu lífi og haft Horning til að hugsa um sig. Sem sagt þetta var á mánu- dagsmorgun. Símon gamli hlust- aði á hann með athygli og virt ist skilja ástandið. Hann þakk- aði lögfræðingnum fyrir ómak- ið. Sagðist þurfa einn eða tvo daga til að ihuga málið. Templecombe stakk upp á að biða þangað til þeir hefðu tal- að við Benjamín, en skipið var væntanlegt á miðvikudag. En Símon var sýnilega með einhverjar eigin hugmyndir. Undir eins og Templecombe var farinn sendi hann Horning til Lydenbridge með skilaboð til Woodsprings að koma og tala við sig tafarlaust. Woodspring brá við skjótt og þeir Simon áttu langt samtal. Að því loknu virt ust þeir komnir að samkomulagi sem báðir gátu við unað. -— Hvers konar samkomulag var það? spurði Jimmy. — Að Woodspring skyldi kaupa móann, með vissum skil- yrðam. Ég hef nú ekki séð skjal ið, en Templecombe, sem samdi það, sagði mér efni þess í morg- un. Woodspring átti að greiða fimm hundruð pund fyrir kaup- réttinn að svæði, sem kallað er móinn og er um það bil fimm ekrur. En kaupin ganga ekki í gildi meðan Símon eða neitt. barna hans býr á nokkrum hluta Farningcoteeignarinnar. Og Woodspring á að greiða tvö hundruð og fimmtiu pund, þeg- ar skilyrðin leyfa, að kaupin séu fullgerð. — Þetta finnst mér einkenni- legur samningur, sagði Jimmy. — Já, en það er Líka einkenni legt fólk sem að honum stendur. Við verðum að líta á hann frá sjónarmiði beggja aðila, hvors um sig. Ég býst við, að Símon líti á hann sem hér segir: Hann Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. Líttu um öxl og reyndu að vitkast eitthvað af reynslunni. Nautiö, 20. april — 20. mai. Þú getur áhyggjulaus lyft þér eitthvað upp eftir daglegt amstur. Tvibtirarnir, 21. inaí — 20. júní. í dag ættirðu sízt af öllu að liggja í leti Margt er það, sem kallar að, og þú getur áorkað ótrúlega miklu. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Þú ert allt of eftirlátssamur við sjálfan þig, og það er ósiður. Iteynirðu ekki að bæta ráð þitt eitthvað, getur svo farið, að þú nagir þig síðar í handarbökin fyrir það. Lijónið, 23. júlí — 22. ágúst. Nú má engu ofgera. Betra er að halda sig við gömul bréf og minningar en fara út. Meyjan, 23. ágrist — 22. september. Ef þú lítur vel í kringum þig, sérðu hve þörfin er brýn á því að gera einhverjar endurbætur. Vogin, 23. september — 22. október. Þú verður að reyna að afla þér betri upplýsinga um, hvað er að gerast i umhverfi þínu. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Ef þú ert hygginn, læturðu berast með straumnum um hríð. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Þú græðir ekkert á því að halda kyrru fyrir of lengi. Þú skalt byrja á einhverju verkefni, ekki of erfiðu samt. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Ekki er til neins að vera með eilífar getgátur. Þú kemst ekkert nema með hjálp sérfróðra manna. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Þegar þig langar mest til að eiga rólega stund heima, steðja vandamá) að þér hvaðanæva að. Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz. Þú skalt annaðhvort fara í ferðalag, eða iáta hugann reíka. Þetta opnar fyrir þér nýjar leiðir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.