Morgunblaðið - 12.05.1971, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. MAl 1971
11
Gefa lóð undir verzl-
unarskóla við Mývatn
Björk, Mývatnssveit, 10. mal
1 GÆR, sunnudaginn 9. maí
efndi kjördæmisráð Framsóknar-
flokksins í Norðurlandskjör-
dæmi eystra til ráðstefnu um
feröamái í Hótel Reynihlíð. Að-
sókn var allgóð og komu menn
viða að úr héraðinu. Stjórnandi
var Ingi Tryggvason á Kálfhóli
í Reykjadal. Sigurður Þórisson
oddviti á Grænavatni, setti ráð-
stefnuna með ræðu, síðan hóf-
ust ræður frummælenda. Fyrst-
ur tók til máls Björn Friðfinns-
son, bæjarstjóri á Húsavík, þá
Heimir Hannesson, síðan Jónas
Jónasson, ráðunautur, þar næst
Birgir Þórhallsson, forstjóri og
siðast dr. Finnur Guðmundsson
fugiafræðin gur.
Að loknum ræðum frummæl-
enda hófust almennar umræður.
Fjölmargir tóku til máls. Sner-
ust umræðurnar að meginíhluta
um ferðamál hér í héraðinu, svo
og um náttúruverndarmál. Kom
m.a. fram að gistrými hótelanna
hér við Mývatn er langt frá því
að vera nægjanlegt á mesta ann
tímanum, enda er ferðamanna-
straumurinn þá sífellt vaxandi.
Meðal annars kom eftirfarandi
fram á þessari ferðamálaráð-
stefnu:
„Að undanförnu hefur nokk-
uð verið rætt um nauðsyn þess
að ríkið stofnsetji og reki verzl-
unarskóla í landinu. Margir telja
að rétt væri að staðsetja slíkan
skóla utan Reykjavikur og m.a.
hafa Akureyringar skorað á rík-
isvaldið að stofnsetja verzlunar-
skóla á Akureyri. Þær skoðanir
hafa verið settar fram að rétt
Útivistarsvæði
í Nauthólsvík
— til umræðu í borgarstjórn
A FUNDI borgarstjórnar Reykja
víkur síðastliðinn fimmtu-
dag var til umræðu tillaga Guð-
mundar G. Þórarinssonar um
uýtingu Nauthólsvíkur. Það kom
fram í ræðu Markúsar Arnar
Antonssonar, að gerðar hafa
verið tíllögur um útivistarsvæði
í Nauthólsvík og nágrenni.
Hafnar eru framkvæmdir við
vatnsleiðslu frá Öskjuhlíð niður
í Nauthólsvík og er áætlað, að
því verki verði lokið í júlí n.k.
Guðmundur G. Þórarinsson
Hglsagði, að nú
Iværi mikið rætt
lum aðstöðu
Ifólks til úti-
jveru og ósjald-
jan hefði sjóböð
t '^borið á góma í
SSéss þyj efni. Oft
Ihefði verið rætt
um Nauthólsvík
ina í þesisu
sambandi og hugleitt hefði ver-
ið að koma þar upp sjóbaðstað í
tengslum við útivistarsvæði í
Öskjuhlíð. Víkin hefði nú verið
iokuð í tvö sumur og líkur
bentu til, að svo yrði einnig í
sumar. Fá ætti niðurstöður rann
sókna, sem fram hefðu farið á
þessu svæði fyrir sumarið, svo
að unnt yrði að opna víkina í
sumar.
vistarsvæði í Nauthólsvík. í til-
lögum þessum væri gert ráð fyr
ir, að væntanlegur vegur neðan
Öskjuhlíðar og inn Fossvogsdal
yrði lagður það fjarri ströndinni
að hann truflaði ekki útivistar-
líf. Nauthólsvík yrði lokað með
garði og í hana leitt vatn frá
hitaveitugeymum, sem ekki væri
nýtt til annarra þarfa á sumrin.
Á þennan hátt fengist 8000 m2
laug með upphituðum sjó. Aust-
an Nauthólsvíkur yrði svo kom-
ið upp góðri aðstöðu til róðrar-
íþrótta og nauðsynlegri aðstöðu
fyrir skemmtisiglingar. Síðan
sagði Markús, að forsenda frek-
ari útfærslu á þessum hugmynd
um væri sú, að skólpi frá
Reykjavík og Kópavogi yrði
veitt nægilega langt út.
Lítil örvænt-
ingarfull
mamma
Markús Örn Antonsson sagði,
• að nú þegar
Ifæri fram þrótt
Imikið útivistar-
jstarf í Nauthóls
I vík, þar sem
Iværi Siglinga-
Iklúbbur ungs
Ifólks. Það væri
hins vegar
jmjög miður,
’að jafn vin-
sæll staður skyldi vera óhæfur
til sjóbaða. í fyrra hefðu um-
fangsmiklar rannsóknir farið
fram á sjónum
Reykjavík. Nú væri
LlTIL sex ára telpa var vart,
mönnum sinnandi um helg-
ina. Báðum börnunum henn-
ar — tveimur fallegum og |
stórum brúðum var stolið úr |
brúðuvagninum hennar í
Bogahlíð, þar sem hún á \
heima.
Önnur brúðan var ljóshærð |
en hin dökkhærð. Sú Ijós-
hærða var með fléttur, en hin
bara með tikarspena sem kall1
aðir eru. Báðar voru klæddar I
í þjóðbúninga af útlendri i
gerð.
Brúðumar voru ekkert ’
venjulegar brúður. Þær gátu '
talað og sungið barnalög. Hali |
einhver orðið var við brúðurn j
ar þá er eitt víst að lítil stúlka ’
i Bogahlíð bíður þeirra í of- 1
umhverfis i væni og yrði þakklát að fá I
verið að { aftur börnin sín.
vinna að niðurstöðum þessara
rannsókna og álitsgerðar væri að
vænta á miðju sumri. Reykvík-
ingar stæðu frammi fyrir þeirri
staðreynd ,að mengunin á þessu
svæði væri ekki þeirra einna,
heldur einnig Kópavogsbúa.
Þess væri þó að vænta, að sam-
atarf tækist við nágrannasveitar
félögin, þegar niðurstöður rann-
sóknanna lægju fyrir. Af þess-
um sökum væri óraunhæft að
búast við opnun víkurinnar í
sumar; niðurstöðut rannsókn-
anna yrðu að liggja fyrir áður.
Síðan gerði Markús Örr grein
fyrir tillögum nefndar um úti-
Borgarst j órn:
væri að stofnsetja verzlunar-
skóla við Mývatn með það fyrir
augum að nýta hann sem hótel
að sumrinu og bæta þannig úr
mjög brýnni þörf íyrir aukið
gistirými í Mývatnssveit á svip-
aðan hátt og gert er að Bifröst
í Borgarfirði. í Reykjahlíð eru
starfandi tvö sumarhótel, sem
hvergi nærri nægja eftirspum,
enda er Mývatn sem kunnugt er
einn eftirsóttasti ferðamanna-
staður. landsins. Akureyringar
háfa sýnt lofsverðan dugnað við
að koma á fót margs konar
þjónustu við ferðamenn og einn
ig hefur ríkisvaldið lagt þar
hönd að verki. En vert er að
vekja athygií á því að ferða-
mánnastraumur til Akureyrar
að sumrinu byggist að allmiklu
leyti á tilvist Mývatnssveitar. í
Mývatnssveit, sem kölluð hefur
verið paradís ferðamanna, hef-
ur hins vegar uppbygging ferða
mannaþjónustu hvergi nærri ver
ið í samræmi við þörfina, enda
vafasamur grundvöllur fyrir
mikilli fjárfestingu í fyrirtækj-
um, sem tæpast er hægt að reka
nema 4 mánuði á ári. í Reykja-
hlíð er Vaxandi þéttbýli og
þangað verður m.a. Iðgð hita-
veita á þessu ári. Rætt er um
stofnuh heilsuhælis á staðnum,
enda flestra álit að það sé kjor-
inn staður fyrir slíka stofnun.
Flest bendir til þess að Reykja-
hlíð verði öflugur þéttbýlis-
kjarni í frámtíðinni og verzlún-
arskóli yrði þessu þéttbýli og
sveitinni allri ákaflega mikil
lyftistöng, auk hins mikiívæga
hlutverks varðandi móttöku
ferðamanna, sem áður er nefnt.
í Ijósi þess, sem að framan
greinir hafa landeigendur í
Reykjahlíð, ákveðið að gefa rík-
inu lóð fyrir verzlunarskóla, er
yrði rekinn sem hótel að sumr-
inu. Um stærð lóðarihnar og
staðsetningu skal fara eftir nán-
ara samkomulagi. Jafnframt
lýsa sömu landeigendur yfir því
að þeir eru reiðubúnir til að
gefa lóð fyrir heilsu- eða hreíss-
ingarhæli og heita stuðningi sín
um við hugmyndir, sem fram
hafa komið við stofnun slíks
hælis að Reykjahlíð.“
— Kristján.
Rakst á
ísjaka
BREZKI skuttogarinn Lord Nel-
son írá Hull leitaði hafnar hér
í Reykjavlk um helgina, en leki
kom að honum er togarinn var
að veiðum út af vesturströnd
Grænlands og rakst á ísjaka. 1
fyrstu var talið að skemmdirn-
ar hefðu orðið það miklar en lek
inn kom að framlest, að ekki
yrði hjá því komizt að fylgja
togaranum alla leið til Reykja-
vikur, — nær 1000 sjómílna leið.
Svo var þó ekki og komst tog-
arinn án aðstoðar alla leiðina.
1 slippnum var sett 3 metralöng
plata yfir rifu á síðu 3 fet undir
sjólinu og þrjú bönd vorú styrkt,
en þau slitnuðu við áreksturinn
við ísjakann. Gert er ráð fyrir
að viðgerð verði lokið á morgun,
miðvikudag.
Löggæzla við höfnina
Á FUNDI borgarstjórnar Reykja
víkur sl. fimmtudag var til um-
ræðu tillaga Steinunnar Finn-
bogadóttur um aukna löggæzlu
við höfnina. Samþykkt var með
samhljóða atkvæðum að visa til-
lögunni til hafnarstjórnar.
Tillaga Steinunnar Finnboga-
dóttur var svohljóðandi: „Borg-
arstjórn Reykjavíkur ákveður,
að lögreglueftirlit á svæði Reykja
vikurhafnar verði stóraukið hið
bráðasta. 1 því skyni skal koma
á fót tveim varðskýlum a.m.k.
með góðri útsýnisaðstöðu og
nauðsynlegum búnaði, þar sem
lögregluþjónar gegna vavðþjón-
ustu allan sólarhringinn."
Einhamar sf. hefur hafið afhendingu íbúða við Vesturbcrg í
Breiðholti. Hér sjáum við forráðamenn byggingafélagsins sýna
fréttamönnum eldhús einnar íbúðarinnar.
Ahugi á Svart-
árvirkjun
Sauðárkróki, 10. maí.
Á SÍÐASTA Alþingi voru sam-
þykkt lög um virkjun Svartár
við Reykjafoss í Skagafirði. Við
árslok 1968 var kosin 10 manna
nefnd, sem lilaut nafnið raforku-
málanefnd Norðurlandskjördæm-
is vestra. Nefndin var skipuð
fulltrúum sýslunefnda og bæjar
stjórna í kjördæminu. Áður
hafði Rafveita Sauðárkróks látið
gera áætlanir og rannsóknir
varðandi virkjun Svartár,
Nefndin hefur haldið marga
fundi á hinum ýmsu stöðum í
kjördæminu og er formaður
hennar Jón ísberg, sýslumaður,
Blönduósi.
Á fundi á Blönduósi 10. apríl
síðastliðinn samþykkti nefndin
að skrifa raforkumálaráðherra
og óska eftir að hafizt yrði
handa um virkjun Svartár hið
bráðasta. Einnig var sýslunefnd
um og bæjarstjórnum á orku-
svæðinu skrifað og spurzt fyrir
um áhuga þessara aðila á aðild
að virkjuninni. Þess skal getið
að fullnaðarhönnun virkjunar-
innar hefur þegar farið fram
á vegum nefndarinnar og gerð
af verkfræðifyrirtækinu Virki
h.f. í Reykjavík.
Á fundi Bæjarstjórnar Sauð-
árkróks, sem haldinn var 5. mai
síðastliðinn var samþykkt eftir-
farandi tillaga:
„Bæjarstjórn Sauðárkróks
fagnar setningu laga um Svart-
árvirkjun í Skagafirði og treyst-
ir því að virkjunarframkvæmd-
ir verði hafnar hið bráðasta.
Jafnframt lýsir bæjarstjórn yfir
fullum stuðningi við þá hug-
mynd, að sýslu- og bæjarfélögin
á orkuveitusvæðinu gerist aðil-
ar að Svartárvirkjun og öðrum
orkuverum, samkvæmt 6. gr.
laga, enda náist hagkvæmir
samningar þar um. Bæjarstjórn
felur rafveitustjóra og rafveitu-
stjórn að vinna áfram að fram-
gangi málsins.“ — jón.
Mariner 8
mistókst
Reynt verður ad senda
Mariner 9 til Mars
Kentnedyhöfða, 10. maí.
AP, NTB.
BANDARÍSKIR visindamenn
hyggjast reyna að skjóta könn-
unarhnettinum Mariner-9 á loft
samk\ æmt áætlun 18. þessa mán
aðar þrátt fyrir misheppnaða til
raun þeirra til að skjóta upp
Mariner-8 á laugardagskvöld.
Hnöttunum báðum var ætlað
að fara á braut umhverfis reiki-
stjÖŒ'nuna Mairs og semda þaðan
margvíslegar upplýsingar til
jarðar. Mariner-8 var skotið á
loft á tilsettum tima á laugar-
dagskvöldið, en skömmu eftir
flugtak kom í ljós galli á stjórn-
tækjum annars þreps eldflaug-
arkmar, sem notuð var, og féli
flaugin og hnöttnrinn í Atlants-
hafið um 1500 kílómetrum suð-
austur af Kennedyhofða úr 140
kílómetra hæð.
Vegna mistakanna í sambandl
við Mariner-8 er hugsanlegt að
eimhver dráttur verði á geiim-
skoti Mariners-9, en vísinda-
mennirniir verða þó að sikjóta
hnettinum á loft íyrir 17. júná,
meðan Mars er i réttri afstöðu,
eða biða ella í rúm tvö ár.
Áætlað var að kostnaðurinn
við að senda báða hnettina til
Mars væri 153,6 m lljónir doll-
ara. Má því segja að mistökin
varðandi Mariner-8 hafi kostað
rúmlega 75 milljónir dollana
(nærri sjö milljarða króma).