Morgunblaðið - 12.05.1971, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.05.1971, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. MAl 1971 — Hversu stór er skipastóll Ólafsfirðinga? .— Nú eru gerðir út 5 tog- bátar frá 100 400 lestir að stærð. Auk þeirra 4 minni þilfarsbátar og 20—30 trillu bátar. Meirihluti Ölafsfirð- inga byggir afkomu sína á sjó sókn og vinnslu aflans. Nú er mikill hugur í mönnum að endurnýja bátaflotann og í athugun eru kaup á nýtízku 500 lesta skuttogara. — Hver eru brýnustu verk efni Ólafsfirðinga? -— Þar ber fyrst að telja endurbætur hafnarinnar, bæði stækkun svo og að gera hana öruggari og fullkomn- ari. Höfnin er lykillinn að efnahagslífi bæjarbúa og eft ir því sem skipin stækka þarf meira og betra legupláss. Nú hefur verið ákveðið að bora meira eftir heitu vatni, en hitaveita Ólafsfjarðar er ein elzta hitaveita landsins, byggð um svipað leyti og hitaveita Reykjavíkur. Jarð- fræðingar hafa gefið góða von um árangur af bor- unum. Varanleg gatnagerð er ofar lega á baugi og þegar hefur verið steyptur fyrsti kaflirm, 200 metrar á lengd. Hefur verið ákveðið að halda áfram að endurbyggja gatnakerfið. — Hvernig er afkoma Ól- afsfirðinga? — Hún er góð. en fólk á stöðum eins og Ólafsfirði þarf að hafa meira fyrir lif- inu en aðrir vegna veðráttu og snjóþyngsla á vet- urna. Samgöngur eru eðli- lega stór þáttur í að við getum lifað góðu lífi. Samgöngur á landi hafa verið erfiðar, en við teljum að hægt sé að bæta úr því með kaupum á stórvirkum snjó- blásara, því að það hefur sýnt sig að miklu betri árang ur fæst með því að blása snjónum í burtu og leggjum við áherzlu á að slíkur blás- ari verði keyptur sem allra fyrst, svo að við getum feng ið þær samgöngur, sem við eigum rétt á. eru hér í smíðum 6 einbýlis hús og fjögurra íbúða rað- hús. Raðhúsið er byggt af byggingafyrirtæki í Ólafa- firði, sem síðan selur íbúðirn ar. Þá er einnig í smíðum hér nýr gagnfræðaskóli og verður hluti byggingarinnar tekinn í notkun næsta haust. Það er mjög aðkallandi fyrir bæjar félagið að hlúa að iðnaðar- mönnum og öðru fólki, sem ekki getur aðlagazt vinnslu sjávaraflans, til þess að það flytjist ekki í burtu. í vetur hefur bæjarstjórnin látið vinna að áætlunargerð í sam bandi við byggingu spóna- verksmiðju og er nú verið athuga hvort fyrirgreiðsla fæst. Bygging slíkrar verk- smiðju væri mjög æskileg, því að við verðum að fá eitt hvað til að halda í fólkið. Það má skjóta því inn hér, að í Ólafsfirði búa nú um 1100 manns og hefur farið heldur fjölgandi á undanförn um árum. Afkoma fólksins góð — þrátt fyrir slæma vertíð framan af — FYRRIHLUTI vertíðarinn ar hjá okkur einkenndist af ógæftum og aflaleysi, einkum hjá smærri bátunum, en stærri togbátar gátu verið meira að. Segja má að ver- tíðin hjá þeim hafi verið all góð og hæsti báturinn, Sigur björg, er búinn að fá röskar 700 lestir. Þannig mælti Jak ob Ágústsson fréttaritari Mbi. í Ólafsfirði, er Morgunblaðið ræddi við hann nú fyrir skömmu. — Seinni hlutinn var aftur á móti hagstæðari og við feng um okkar páskahrotu, sem stóð í tvær vikur og þá barst mikill afli á land. Nokkrir erfiðleikar voru á að koma affanum í verðmæti, því að mikií flensa herjaði á byggð arlagið um þær mundir, en með því að gefa frí í skólum blessaðist það. — Hvað er að frétta af grá sleppuveiðum? — Viðbúnaður var allmik- ill, en svo virðist, sem vertíð in þar hafi brugðizt. Bátarn ir urðu líka fyrir miklu veiða færatjóni í sumarmálahvell- inum, en þá gerði rok og stór hrið. Alla vega er aflinn mikiu lakari en í fyrra. — Hvernig er ástandið í at vinnumálunum? — Atvinna hefur verið ágæt seinni hluta vetrar og yí irleitt nóg að gera við vinnslu sjávarafurða. Sömu sögu er raunar að segja um iðnaðarmenn í sambandi við byggingaframkvæmdir, en nú •lakob Ágústsson. Fréttir frá Ólafsfirði Rætt við Jakob Ágústsson, fréttaritara Morgunblaðsins Tillögur í s veitarst j órnarmálum Á fulltrúaráðsfundi Sambands íslenzkra sveitarfélaga, sem haldinn var í félagsheimili Sel- tjamarneshrepps 19. og 20. apríl, var meðal annars samþykkt eftir farandi: 1. Kostir og gallar kaupstaðar- réttinda. Að fela stjórn sambandsins að kanna kosti þess og ann- marka, að sveitarfélög á stærð við Selfoss, Garðahrepp og Sel- -tjarnarneshrepp öðlist kaup- staðarréttindi 2. Samræming aðgerða við leit að ne.vzltivatni. Að fela stjórn sambandsins að boða til fundar með ýmsum aðilum í þvi skyni að sam- ræma aðgerðir við leit að góðu neyzluvatni og vemdun vatnsbóla við kaupstaði og kauptún. 3. Löggjöf tim almenninga — yfirlitsskiptilag nm landnotknn. Að beita sér fyrir því, að sam- in verði löggjöf um almenn- inga og óbyggðir landsins og í þvi sambandi verði höfð í huga gerð yfirlitsskipulags um landnotkun. Ankin k.vnning á sveitarstjórn- amiálum. Fundurinn lýsti ánægju sinni með þá fræðslustarfsemi, sem sambandið hefur haldið uppi í þágu sveitarstjórnarmanna, m.a. á þremur ráðstefnum, sem haldn ar voru síðast liðinn vetur, og hvatti til aukinnar fræðslu- og upplýsingastarfsemi, sem ætluð Stykkishólmur: Vetrarstarfi tón- listarskólans lokið Stykkishólmi, 7. maí. TÓNLISTARSKÓLI Stykkis- hólms lauk 7. starfsári sínu með nemendatónleikum í Hljómskál- anum, sunnudaginn 2. maí sl. 1 skólanum stunduðu nám í vetur 44 nemendur, þar af 19 í píanó- leik. Á hljómleikum þessum komu flestir nemendur fram og léku einnig tvær lúðrasveitir nokkur lög, en lúðrasveitir þess- ar eru skipaðar ungum nemend- um sem hafa verið æfðir upp í vetur. Nemendafjöldi í ár hef- ur verið með því mesta síðan skólinn byrjaði. Skólastjóri hef- ur verið frá upphafi Víkingur Jóhannsson. — Fréttaritari. væri almenningi, um starfsemí sveitarstjórnanna í landinu. 1 ályktun fundarins er varpað fram þeirri hugmynd, að haldinn verði kynningardagur á starf- semi sveitarfélaga, þar sem al- menningi yrði gefinn kostur á að kynna sér af eigin raun starf- semi kaupstaða og kauptúna- hreppa á skrifstofum sveitarfé- laganna og stofnunum þeirra. Áherzla var lögð á aukna út- breiðslu tímarits sambandsins, Sveitarstjórnarmál. l'Y-lagsstofiuin ríkis og sveitar- féiaga. Fundurinn heimilaði stjórn sam bandsins að semja við ríkisvald- ið um stofnun fyrirtækis, fast- eignastofnunar, sem yrði sam- eign rikis og sveitarfélaganna og annaðist viðhald fasteignaskrán- ingar og nýtingu þeirra gagna, sem aflað hefur verið um fast- eignir í lanðinu. Kaus fundur- inn þrjá menn, Ólaf B. Thors, borgarfulltrúa í Reýkjavík, Björn Friðfinnsson, bæjarstjóra á Húsa vik og Erlend Árnason, oddvita Austur-Landeyjahrepps, til að vera stjórn sambandsins til ráðu neytis um undirbúning samstarfs samnings og löggjafar um þetta efni. Ennfremur var þessum mönn- um falið að vera stjórn sam- bandsins til ráðuneytis við end- urskoðun laga um tekjustofna sveitarfélaga, sem fyrirhuguð er. f,a<rafriimvörp um skólakerfi og "■runnskóla. Fulltrúaráðið fagnaði laga- frumvörpum um skólakerfi og grunnskóla. Taldi þó mjög mið- ur farið. að ekki var haft sam- ráð við sambandið við samn- ingu frumvarpanna, en trevstir því, að náið samstarf verði haft við sambandið og sveitarfélögin varðandi þær breytingar, sem þessir aðilar telja að gera þurfi á frumvörpunum í þeirri athug- un, sem fram á að fara milli þinga. Fundurinn lýsti ánægju sinni yfir þvi, að sett hefur verið reglu gerð um rekstrarkostnað skóla, en beindi þeim eindregnu tilmæl um til menntamálaráðuneytisins, að ákvæði um endurgreiðslu tann læknaþjónustu verði breytt á þann veg, að sömu reglur gildi um skiptingu kostnaðar af allri heilbrigðisþjónustu í skólum. Tilliigiir iiin nýskipan lieillirigð- ismála. Fulltrúaráðið fagnaði fram- komnum tillögum að frumvarpi um heilbrigðismál, sem það taldi í verulegum atriðum byggt á hugmyndum sambandsins um verkefnaskiptingu rikis og sveit- arfélaga. Fundurinn tók ekki af stöðu til efnis tillagnanna, en kaus þrjá menn, Birgi fsl. Gunn- arsson, borgarfulltrúa í Reykja- vik, Óla Þ. Guðbjartsson, oddvita á Selfossi og Jóhann Einvarðsson, bæjarstjóra í Keflavík, til að vera stjóm sambandsins ráð- gefandi við athugun málsins. ÍSLENZKIR húsgagnaframleið- endur hyggjast taka þátt í hús- gagnakaupstefnu í Kaupmanna- höfn dagana 12. til 16. maí n.k. og sýna þar alls konar húsgögn, setustofu- og borðstofuhúsgögn, eldhúsinnréttingar og skrifstofu FuIItriiar sanihanclsins í stjcírn Innheimtustcifnunar sveitarfélaga Fundurinn kaus tvo menn í stjórn Innheimtustofnunar sveit arfélaga, sem sett var á laggirn ar með lögum frá seinasta Al- þingi til að annast innheimtu meðlaga. Kosnir voru Guðmund- ur Vignir Jósefsson, gjaldheimtu stjóri í Reykjavík og Alexander Stefánsson, oddviti í Ólafsvik, sem aðalmenn og Sigurgeir Sig- urðsson, sveitarstjóri í Seltjarn- arneshreppi og Magnús H. Magnússon, bæjarstjóri í Vest- mannaeyjum til vara. Fundur um stöðu og hlutverk landshliita.sanitakanna. í framhaldi af fulltrúaráðs- fundinum efndi stjóm sambands ins til fundar með fulltrúum landshlutasamtakanna 21. apríl. Á fundinum var rætt um skipu- lag landshlutasamtakanna og samræmingu á verkefnum þeirra. Ákveðið var, að stjórn sambands ins skyldi setja á fót nefnd með fulltrúum landshlutasamtakanna, sem nú hafa verið stofnuð í öllum kjördæmum landsins. Yrði verkefni þeirrar nefndar að gera tillögur um stöðu landshluta- samtakanna í stjórnkerfinu, hlut verk þeirra og tekjuöflun. stóla. Nefnist kaupstefna þessl „Scandinavian Furniture Fair". Þau íslenzk fyrirtæki, sem þátt taka í kaupstefnunni eru Trésmiðjan Víðir, Kristján Sig geirsson, Dúna, Stáliðjan í Kópa vogi og J.P.-innréttingar. íslenzk húsgögn á norrænni kaupstefnu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.