Morgunblaðið - 12.05.1971, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.05.1971, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1971 C oooooo ooooo o C oooooo ooooo c unum. Sem snöggvast hurfu þeir báðir og hún heyrði frú Dilling svara kurteislega, eftir beztu getu. Á næsta andartaki kom hr. Llewellyn inn og frú Dill- ing á eftir honum, berandi körf- una, sem bílstjórinn hafði afhent henni. Karfan var full af ávöxt- um og þeim svo glæsilegum, að þeir liktust mest ávöxtum úr vaxi, sem notaðir eru til skrauts, og kunnáttulega fyrirkomið, eins og blómasali hefði gengið frá þeim. Frú Dilling setti körf- y>cr fáió yðar feró hjá okkur hringió í síma 25544 FERÐASKRIFSTOFA HAFNARSTRÆTl 5 una á borðið og dró sig síðan í hlé, sárnauðug. Hr. Llewellyn, hvíthærður og og með yfirskegg, grannur og íklæddur hvitum fötum i sam ræmi við árshátíðina, hélt á hattinum sínum í hendinni og hneigði sig, og gerði henni bendingu að liggja kyrr. — Verið þér ekki að reyna að setjast upp. Ég kom bara tii þess að láta í ljós þakklæti mitt fyrir þessa hetjudáð yðar, og sjá, hvort ég get gert nokk- uð til að flýta fyrir bata yðar. Ég sé, að hér er engin lærð hjúkrunarkona hjá yður. Finnst yður ekki, að þér ættuð að fá hana? Hann stóð í sömu sporum og Nancy gat ekki hert upp hug- ann til að bjóða honum sæti. Henni fannst einhvern veginn sem slíkt væri ósvifni. Og hún ætlaði varla að geta komið upp neinu orði. — Þakka yður fyrir, hr. Llewellyn, þess gerist ekki þörf. Evans læknir telur ekki neina ástæðu til að fá hjúkrunarkonu. Þetta sár er óverulegt. Hann segir, að ég verði komin til vinnu eftir hálfan mánuð. Langa granna höndin á hr. Llewellyn strauk yfirskeggið. — Hvað sem við getum gert, og hvers sem þér þarfnist . . . ég vildi sýna yður, að við kunnum að meta . . . — Þetta var ekki neitt. Nancy vissi, að hún gerði óþarfiega lít- ið úr þessu öllu. Það er það minnsta, sem við getum gert. Þér verðið að láta okkur vita, ef þér þarfn- ist einhvers. Svo hneigði hann sig með gamaidags virðuleik og gekk hægum skrefum út úr stofunni og út að bílnum, þar sem bíi- Veí varið hús fagnar vori.... Eyáingarofl sjávar og seltu ná lengra en til skipa á hafi úti. Þau ná langt inn i land. Hygginn húseigandi ver þvi þök og tréverk með skipamálningu PELS Hún er þrautreynd við erfiðustu aðstæður hér/endis. Hygginn húseigandi notar Hempels í Framleiðandi á íslandi: Slippfétagið íReykJavíkhf Málningarverksmiðjan Dtigguvogi — Simar 33433 og 33414 stjórinn beið hans, til að opna hurðdna. Það var einmitt þetta, sem Frank Dillon hafði árum saman verið að leitast við að afnema. Hr. Llewellyn fannst enn, að hann ætti að sýna áhuga á hög- um starfsmanna sinna. Hann hafði enn ekki gert sér að góðu, að verksmiðjurnar skyldu vera komnar í vinnuveitendasamband ið, enda þótt hann hrósaði happi með sjálfum sér, af því að verk smiðjurnar voru alltaf heldur fyrir ofan sambandið um kaup- greiðslur og önnur fríðindi, og eftirlitsmennirnir, sem þangað komu gátu ekki fundið neitt um að bæta. Hann hafði orðið neyddur til að láta verkamannafélögin taka að sér flest „velferðarmálin", en ennþá vissi hann samt, hvað rétt var og skylt. Eldri starfs- mennirnir voru orðnir vanir honum, en sumir þeir yngri voru ekkert hrifnir af þvi þegar „lík- bíilinn" birtist við dyrnar hjá þeim og spurt var um misling- ana í krökkunum eða þess hátt- ar. Og konurnar kunnu þó enn verr við þetta. Þær kölluðu það hnýsni og ekkert gat sannfært þær um, að hann væri ekki að sieikja sig upp við almúgann. Þegar hr. Llewellyn var farinn, kom frú Dilling tafarlaust inn. - Viltu bara sjá . . . og meira að segja ferskjur! Hvar ætti hann að geta fundið ferskjur í júnímánuði í Ohio? Það er nú sama hvað þú segir . . . hann er nú fallegasti maðurinn í Lloydstown, sama hve gamall hann kann að vera. Það er nú maginn á honum sem ég er hrifnust af. Ég er ekkert hrifin af ístrubelgjum. Og svo brotið í buxunum hans — ég get nú ver- ið hrifin af þessum ný- tízku kæruleysislegu fötum, eins og hver annar, en þau eru nú drusluleg. En hr. Llewellyn er alltaf eins, hvaða mánuður árs sem er, og ég held ekki að hann svitni eins og aðrir menn. Viltu að ég afhýði ferskju fyrir þig? — Æ nei, Dilly, lofðu mér bara að sofa. Seiðingurinn í öxl- inni var nú orðinn að sárum verk, og það iá við, að hún æpti að Dilly. Gott og vel, ailt í lagi En má ég éta fáein vínber? — JÁ, þú mátt éta körfu- skrattann með öllu saman, ef þú vilt. En farðu bara burt og lofðu mér að sofa. Hún iðraðist þessara orða sinna, þegar hún sá móðgunar- svipinn á frú Dilling, en hún gat samt ekki farið að gera sér neitt samvizkubit af þessu, llrúturinn, 21. niarz — 19. apríl. Þú ferð allra þinna ferða eins og ekkert hafi í skorizt. Nautið, 20. apríl — 20. niaí. Hver hefur fuilyrt, að þú eigir ekkert erindi í fréttirnar? Tviburarnir, 21. niai — 20. júní. Velgengni þín heldur áfram, Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Þú heldur, að gæfan ætli að snúa baki við þér, en það er rangt, í.jónið, 23. júlí — 22. ágúst. Þú ert steinhissa á því, að aðrir skuli ekki vilja vera með í for dómum þínum. Meyjar, 23. ágúst — 22. september. Þig lengir eftir samhygð, en gleymir »ftð láta eitthvað á móti koma. Vogin, 23. september — 22. október. Þú ert heldur skammsýnn núna, en ef þú gætir vel að, mi gera gott úr gömlum deilum. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Sumt er þér til byrði. sem aðrir telja til kosta, Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Ef þú leggur mikla áherzlu á framgang mála, geturðu vonazt eftir einhverjum árangri. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Þú hefur gert vel, og átt eftir að ná ennþá betri árangri. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Þú stendur þig sæmilega, en ekki eins og við hafði verið búizt. Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz. Þú væntir þér einskis ills. Það er óvarlegt. þar eð hún vissi, að ekkert nema harðneskja hefði getað komið konunni út. Hún gróf andlitið í koddann og ásetti sér að kæra sig ekki um verkinn, sem vildi ekki láta skáganga sig. Væri hún píslar vottur úr frumkristninni, þá þá þóttist hún viss um, að hún mundi afneita trú sinni jafn- skjótt sem hert væri á skrúf- unni og færa hverju heiðnu goði brennifórn, að þarlendum sið. Henni var meinilla við allan sárs auka. En svo furðulega vildi til, að hún sofnaði. Skipasmiðir Vantar nokkra vana skipasmiöi nú þegar, næg vinna. Bótanaust hf. vjElliðavog Reykjavík, Sími 34631 og 34630. Þér akib betur í Hversvegna!— vegna þess að SAAB er framleiddur með aksturseiginleika í huga framar öllu. SAAB er órangur þrotlausrar viðleitni ó því hvernig bezt megi samræma fógað útlit, akstursöryggi og vandaðan frógang. Hvert smóatriði í SAAB 99 er þaulhugsað og yfirfarið af færustu sérfræðingum. I SAAB finnið þér samankomnar allar óskir hinna vandlátu. SAAB er fyrir hina vandlátu. &«íh^B]öRNSSONACo. SKEIFAN 11 SÍMI 81530

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.