Morgunblaðið - 12.05.1971, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.05.1971, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1971 Sltfflgtyii&IflfrttÞ Útgafandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraidur Sveinsson. Rilstjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur KonráS Jónsson. Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Bjöm Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóm og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100 Augtýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 196,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 12.00 kr. eintakið. FELAGSLEGT ORYGGI ¥ stjórnmálayfirlýsingu lands fundar Sj álfstæðisflokks- ins er lögð megináherzla á frelsi einstaklingsins til orðs og æðis. Það er vafalaust, að sjaldan hefur þörfin verið brýnni en nú að huga að stöðu mannsins í umhverfi sínu og þjóðfélagi. Það er virðingin fyrir manninum sjálfum, sem nú verður sett ofar öðru. Andstæðingar sjálfstæðis- stefnunnar halda því oft og tíðum fram, að baráttan fyrir einstaklingsfrelsi sé háð til þess að hinir sterku verði ofan á; í þeim efnum ríki lög- mál frumskógarins. Þetta er rangt mat, því að einstakl- ingsfrelsið byggist á jafnrétt- isaðstöðu allra þjóðfélags- þegna. Enda er það eitt af grundvallaratriðum sjálf- stæðisstefmmnar að tryggja landsmönnum öllum félags- legt öryggi. Félagsleg samhjálp verður því ávallt eitt af meginvið- fangsefnum Sjálfstæðisflokks ins. í stjómmálayfirlýsingu landsfundarins segir svo um þetta efni: „Almannatrygg- ingar og félagslega samhjálp ber að efla með því að bæta aðbúnað og auka bsetur, þar sem þeirra er þörf. Fram- kvæmd þessara mála sé hag- að þannig, að ekki dragi úr athafnavilja einstaklinganna og komið verði í veg fyrir misnotkun. Aldraðir og aðrir, sem við skerta starfsorku búa, fái aðstoð, svo að þeim sé kleift að búa sem lengst á eigin heimilum og fullnægja starfslöngun sinni. Ríkisvald- ið stuðli að byggingu hentugs húsnæðis fyrir aldrað fólk, m.a. í tengslum við fyrirhug- aðar læknamiðstöðvar. Fella ber fjölskyldubætur inn í skattakerfið við skatta- og útsvarsálagningu og tryggja þeim, sem eigi ná þannig lág- markslaunum greiðslu, sem svarar því, er á vantar. Telja verður að nýgerð endurskoð- un almannatryggingalaga sé ekki fullnægjandi, þótt til bóta hafi verið, og því beri að taka málið upp að nýju með framangreind sjónarmið í huga.“ í þeíssari yfirlýsingu er sér- staklega bent á nauðsyn þess að auka bætur, þar sem þeirra er sérstaklega þörf. Engum dylst, að með þeim hætti má á auðveldari hátt og á skemmri tíma stuðla að meiri félagslegum jöfnuði en nú er og um leið leysa vanda fj ölmargra þ j óðf élagsþegna eins og t.a.m. ellilífeyrisþega. í þessu efni eins og raunar mörgum öðrum, sýnist ágrein ingurinn vera fremur um leiðir að m-arkmiðum en markmiðin sjálf. Fæstir draga í efa skyldu velferð- ar- eða hagsældarríkisins til þess að koma þeim til aðstoð- ar, sem af einhverjum ástæð- um eiga þess ekki kost að njóta gæða þjóðfélagsins á sama hátt og aðrir. Félagsleg samhjálp á þó ekki að vera með þeim hætti, að hún dragi úr athafnavilja einstaklinganna, heldur þvert á móti. Félagsleg samhjálp er undirstaða þjóðfélagsjafn- réttis og á þann hátt hvati framfara og velferðar. Skattskráin egar skattafrumvarpið var til meðferðar á Alþingi voru gerðar þrjár veigamikl- ar breytingar á frumvarpinu, sem miða allar að því að vemda hinn almenna skatt- greiðanda og auka rétt hans gagnvart skattyfirvöldum. I fyrsta lagi er gert ráð fyrir, að einungis löggiltir fulltrúar skattstjóra megi gefa út úr- skurði um kærur. Þá er í öðru lagi gerð sú krafa, að úr- skurðir skattstjóra um kær- ur séu ávallt rökstuddir. Loks er í þriðja lagi gert ráð fyrir, að breyting á skatti sé ekki gerð öðru vísi en hún sé til- kynnt skattþegni í ábyrgðar- bréfi og hún komi ekki til innheimtu fyrr en að loknum kærufresti til skattstjóra eða að loknum úrskurði þeirrar kæm. Það er augljóst, að þessar auknu starfsskyldur, sem lagðar eru á skattyfirvöld, hafa í för með sér töluverðar breytingar. Þegar þess er nú krafizt, að úrskurðir verði rökstuddir, er óhjákvæmilegt að gefa skattstjórum lengri tíma til úrskurðar en áður var. Upphaflega álagningu verður þvi að leggja til grund vallar innheimtu; í kjölfar þessa fylgir að gefa verður skattstjórum lengri tíma til fyrstu yfirferðar framtals. Það er því í fyllsta samræmi við þær breytingar, sem gerð- ar hafa verið á skattalögum, sem framlagningu skattskrár er seinkað um tæpar þrjár vikur. Auk þess, sem þessi tímasetning er í samræmi við framlagningu útsvarsskrár. Þeir aðilar, sem nú gera mki|ii W U %SWJF w 1 FAN tí RH IEIMI Ást ;ralla og nærvera Rússa á Indlandshafi AUKINN flotastykur Rússa á Indlandshafi er Ástralíustjóm mikið áhyggjuefni um þessar mundir. Ástralíumenn eru uggandi um öryggi siglinga- leiðarinnar fyrir Góðravonar- höfða eins og Suður-Afríku- stjórn og íhaldsflokkurinn í Bretlandi, en þeir óttast ekki síður, þótt minna sé látið á því bera opinberlega, að land þeirra verði mikilvægt skot- mark kjarnorkuárásar í hvers konar styrjöld, sem Rússar, Kínverjar eða Bandaríkja- menn mundu dragast inn i. Síðan Harold Holt fyrrver andi forsætisráðherra hét Johnson fyrrverandi forseta heilshugar stuðningi í Víet- nam-stríðinu, hafa Ástralíu- menn látið mikið að sér kveða á Kyrrahafi. Samband ið við Japani hefur sífellt orð ið nánara, og óðum er að myndast möndull frá Wash ington um Toyko til Can- berra. Ástralía nýtur verndar Bandaríkjanna gegn kjarn- orkuárás, en verður að greiða það gjald fyrir varnarmála- stefnu sína, sem byggist á ANZUS-sáttmálanum, að sam þykkj a smíði rafeindastöðva, sem eru ætlaðar til hernaðar og mikil leynd hvílir yfir, á afskekktum stöðum eins og Norðvesturhöfða í Vestur- Ástralíu og Furuopi og Woo mera á eyðimörkinni í mið- hluta Ástraliu. Þessar stöðv- ar eru mannaðar prófessor- um og tæknifræðingum, sem eru sérmenntaðir í rafeinda- fræðum, og ljósfræði, og þeir ráða meðal annars yfir þekk ingu til.að nota lasergeisla, og útfjólubláa geisla, þeir eru sérfræðingar í fjarskiptum við gervihnetti og þeir eru sérfræðingar í tölvum og stærðfræði. William McMahon, hinn nýi forsætisráðherra, hefur eins og fyrirrennari sinn, John Gorton, neitað að skýra leiðtoga stjórnarandstöðunnar frá því, hvaða hlutverki þess ar stöðvar gegni, og nokkr- ir bandarískir öldungadeildar menn eru einu stjórnmála- mennirnir, sem hafa fengið að skoða þær. Sá hagur, sem Ástralíumenn hafa af þessum stöðvum, er meðal annars fólginn í því, að þeir hafa aðgang að bandarískum her- leyndarmálum ásamt örfáum öðrum bandalagaþjóðum Bandaríkjanna. Jafnframt hafa þeir aðstöðu til þess að koma fótunum undir háþró- aðan tækniiðnað af eigin rammleik. Þannig hafa orðið svo miklar framfarir í ný- stofnaðri vopnarannsókna- stöð í Suður-Ástralíu, svo að dæmi sé nefnt, að Ástraliu- menn eru orðnir forystuþjóð á sumum sviðum, einkum í sumum greinum ljósfræði. Ó kosturinn er sá, að Ástralía er mikilvægt skotmark kjarn orkuárásar — einkum borgir eins og Adelaide, sem ræður yfir þeirri tækni, sem er grundvöllur þeirrar æðri tækni, sem Ástralíumenn ráða nú yfir. Fáir Ástralíumenn gera sér grein fyrir þessu og vita held ur ekki, að þessar stöðvar eru til. Þó vakti það tölu- vert uppnám í Tasmaníu, þeg ar McMahon forsætisráð- herra tilkynnti skömmu eftir að hann varð forsætisráð- herra, að Ástralíumenn mundu koma á fót stöð á eynni, er yrði hlekkur í keðju svokallaðra Omega- stöðva. McMahon reyndi að lægja öldurnar með því að lýsa yfir, að Omega væri „leiðbeiningakerfi, ætlað til almennra nota um allan heim fyrir skip og hvers kon ar flugvélar . . . en ekki nógu nákvæmt til þess að eldflaugakafbátar gætu notað það“. En menn drógu orð hans í efa, þegar blað í Mel bourne birti bækling útgef- inn af Fiotamálastofnun Bandaríkjanna, þar sem sagði að Omega-kerfið yrði mikil vægt skotmark í kjarnorku- árás. Blaðið hafði einnig eftir bandaríska flughernum, að vel væri til fundið að reisa sem flestar slíkar stöðvar í öðrum löndum, þar sem með því móti væri hægt að draga úr fjölda þeirrar fyrsta flokks eldflauga, sem miðað væri á Bandaríkin. Af opinberri hálfu er nær vera sovézka flotan talin ógn un við siglingaleiðir og vest ræn áhrif meðal þróunarríkj anna í Afríku og Suður-Asíu. Óopinberlega eru ástralskir ráðamenn ekki endilega kvíðafullir vegna komu sov ézku herskipanna, heldur ótt ast þeir allan þann rafeinda búnað, sem þau kunna að vera búin. Herskipin geta til dæmis verið búin tækjum til að granda rafeindatækjum. Ástralíumönnum var það þess vegna fagnaðarefni, þeg ar Bretar og Bandaríkja- menn hófu fyrir nokkrum vikum vinnu við smíði nýrr ar rafeindastöðvar, sem ætl uð er til fjarskipta við gervi hhetti, á kóralrifunum á Di- ego Garcia á Mið-Indlands- hafi. Ástralíumenn tóku ekki þátt í smíði þessarar stöðvar, þar sem þeir hafa þegar reist samskonar stöð)var, sem verða hlekkir í alþjóðlegri keðju slíkra stöðva. Banda- ríkjamenn eru samstarfsmenn Ástralíumanna á þessu sviðti á Austur-Indlandshafi, en Bretar taka að sér að verða samstarfsmenn þeirra á Vest ur-Indlandshafi, á Diego Garcia. En öll þessi starfsemi hef ur leitt til þess, að nauðsyn- legt hefur reynzt að reisa venjulegar þjónustustöðvar á vesturströnd Ástralíu. Unnið er að því að reisa flotastöð við Cockburn-sund fyrir fjög ur fylgdarskip og þrjá kaf báta. Unnið er að endurnýjun ástralska flotans fyrir um 300 milljónir dollara. í öllum þessum varnarmála umræðum hefur að sjálf- sögðu borið talsvert á góma, að Suður-Afríka geti gegnt mikilvægu hlutverki í sam- vinnu við Ástralíu á Ind- landshafi. Suður-Afríkumenn hafa róið að því öllum árum að löndin geri með sér varn arsamning, og þessi hugmynd hefur hlotið töluverðan stuðn ing, einkum í blöðum. Slíkt bandalag er útilok- að af stjórnmálaástæðum, og því hefur McMahon forsætis ráðherra lýst yfir. Ástæðan er einfaldlega sú, að Ástralía hefur fengið tryggingu fyrir öryggi sínu í sáttmálum og með því mikilsverða hlut- verki, er það hefur tekið að sér í samvinnu við Bretland og Bandaríkin. Hví skyldu Ástralíumenn þá taka að sér nýjar skuldbindingar? Auk hagsmuna á Indlands- hafi eiga Ástralíumenn og S- Afríkumenn tvennt sameigin legt, sem máli skiptir: áhuga á íþróttum og margskonar viðskiptahagsmuni. En Ástra líumenn telja þetta ekki nóg til þess að réttlæta varnarsamning, og vísa þeirri hugmynd á bug, bæði opinberlega og óopinberlega. Og verði engin breybing á kynþáttaaðskilnaðarstefnu S- Afríkustjórnar verða aldrei náin eða sterk tengsl milli stefnu landanna. Ástralíu- menn eru mjög viðkvæmir fyrir algengum getgátum um, að þeir hafi vissa samúð með stjórn Vorsters vegna þess að þeir takmarka inn- flutning fólks til landsins. — Fyr.rverandi ráðuneytisstjóri ástralska utanríkisráðuneytis ins, Sir James Plimisoll, sem nú er sendiherra í Washing ton, sagði nýlega: „Þetta er alröng túlkun á stefnu Ástra líu gagnvart Suður-Afriku. Því fer fjarri að Ástralíu- menn hafi samúð með stefnu Suður-Afríkustjórnar, þvert á móti er stefna hennar Þránd- ur í Götu góðra samskipta landanna.“ OFNS: Öll réttindi áskilin. þesisa seinkun tortryggilega, hljóta því að vera andsnúnir því aukna öryggi, sem skatt- þegniunum er nú veitt. And- staða þeirra verður tæpast skilin á annan veg en þann, að stefna þeirra sé sú, að gera stöðu borgarans verri gagnvart skattyfirvöldum. Humar- verð ákveðið VERÐLAGSRÁÐ sjávarútvegs- inis hefur ákveðið lágmarksverð á ferskum og slitnum humar á humarvertíð 1971. Hvert kg af fyrsta flokks óbrotnum humar- hölum 30 gr og yfir, 160,00 kir. og annar flokkur óbrotinn hum- arhali 10 gr að 30 gr og brot- iinm humarhali 10 gr og yfir, 75 krónur. Verðflokkun byggist á gæða- flotokun FLskmats ríkisina og er verðið miðað við að seljamdi af- hendi humarinm á flutningstæki við h!ið veiðiskipa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.