Morgunblaðið - 02.06.1971, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÖIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNl 1971
15
Einkaumboð
Hiidjón G. (H*iaAan F
simi 20000.
í landi
s
ekki
sporin
eftir
CAMEL
m
P.IIHMI
KEX
Ragnhildur hefur líka látið
stjórnmálin til sín taka, því að
þau hjón hafa ætíð verið góðir
stuðningsmenn Sjálfstæðisflokks
ins og unnið vel fyrir má'lstað
hans og hugsjónir.
Um aldarfjórðungs skeið hafa
þau Ragnhildur og Samúel búið
í húsi því, sem nefnt er Bjarg
við Selj alandsveg. Þar var jafn-
an mannmargt meðan börnin
voru heima og mikill gestagang-
ur bæði af utan- og innanbæjar-
mönnum. Allir njóta þar mikill-
ar gestrisni og þeirrar glaðværu
hlýju, sem laðar til sín gesti og
lætur þeim líða vel.
Við hjónin erum í þeim fjöl-
KING
Sextug i dag:
Ragnhildur Helga-
dóttir ísafirði
EIN ágæt húsfreyja á ísafirði
er sextug í dag. Það er Ragn-
hildur Helgadóttir á Bjargi við
Seljalandsveg, sem fædd er 2.
júní 1911. Foreldrar hennar,
Dagbjört Kolbeinsdóttir frá Ögri
og Helgi Kr. Jónsson frá Snæ-
fjöllum bjuggu þá góðu búi á
Laugabóli í ögursveit. Síðar
fluttust þau i ögurnes, þar sem
þá yar blómleg verstöð við hið
forðum fiskisæla Djúp. Þar ólst
Ragnhildur upp. í manntalsbók-
um frá þessum tíma eru taldir
um 40 íbúar á Ögurnesi á 6
heimilum. Þar er einn húsbónd-
inn titlaður „fisktökumaður".
Nú er þarna auðn og þögn, þar
sem áður var líf og fjör og starf.
Þegar fiskurinn hvarf fluttist
fólkið brott. Því var það, að
Ragnhildur Helgadóttir varð
ekki húsfreyja einhvers útvegs-
bóndans í Djúpinu. Leið hennar,
eins og svo margra annarra, lá
til þéttbýlisins, fyrst hingað til
Reykjavikur, þar sem hún
dvaldi nokkur misseri við sauma
skap og fleiri störf. Síðan flutt-
ist hún aftur vestur, þá til fsa-
fjarðar, þar sem hún giftist
Samúel Jónssyni frá Langeyri
við Álftafjörð vorið 1934.
Hann vann fyrst við Smjör-
líkisgerð ísafjarðar, sem hann
keypti síðar og hefur rekið við
vaxandi traust og vinsældir.
Þau Ragnhildur og Samúel
hafa eignazt 5 börn. Þrjár dæt-
ur þeirra búa hér syðra. Eldri
sonurinn er húsasmiður á ísa-
firði, sá yngri við nám í læknis-
fræði.
Um langt skeið hefur Ragn-
hildur Helgadóttir tekið mikinn
þátt í félagsmálum ísafjarðar-
bæjar og komið þar víða við
sögu eins og t.d. í leikhúslífi,
barnaverndarstarfi, almennu fé-
lagsstarfi kvenna að velferðar-
og líknarmálum. Þá hafði hún
um mörg ár forstöðu saumanám-
skeiða á ísafirði og víðar um
Vestfj örðu.
menna hópi, sem notið hefur
góðra stunda heima á Bjargi.
Það var á heitu, björtu sumri
þegar tign landsins, blómi hafs-
ins og fegurð himinsins buðu að
komumenn velkomna á ísafjörð.
Blómin í fallega garðinum á
Btjargi opnuðu krónur sinar fyr-
ir sól sumarsins og buðu okkur
velkomin eins og hinir gestrisnu
húsbændur, 'sem tóku okkur opn
um örmum. Þetta voru dýrðleg-
ir dagar eins ,,og raunar allar
samverustundir með þessum
mætu hjónum í hinum prúðu
híbýlum þeirra á Bjargi.
Nýtl fllíze prjonogorn
Kostar aðeins 45,00 krónur pr. 50 grömm.
Þolir þvottavélaþvott. Verzlunin HOF, Þingholtsstræti 1.
Við þökkum þeim liðna tíð um
leið og við óskum þeim og börn-
um þeirra allra heilla og guðs-
blessunar á þessum tímamótum
í ævi húsfreyjunnar.
G. Br.
Laghentur maður
er getur leyst af hendi smá .viðgerðir og lagfæringar á tré,
múr og málningu, óskast til starfa í sumar við Skíðaskálann
í Hveradölum.
Fæði og húsnæði á staðnum.
Gott starf fyrir laghentan, vinnusaman mann.
Upplýsingar veita Jón Hjaltason, sími 12388 eða 10243 og Þórir
Lárusson, simi 81181.