Morgunblaðið - 02.06.1971, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNl 1971
Útgafandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraidur Sveinsson.
Rilstjórar Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráó Jónsson.
Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson.
Ritstjómarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100
Augiýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80.
Áskriftargjald 196,00 kr. á mánuði innanlands.
i lausasölu 12,00 kr. eintakið.
VIÐHORFIN í HAUST
Róleg
kosninga
barátta
NÚ ERU aðeins tæpar tvær vikur þar
til alþingiskosningar fara fram hinn 13.
júní n.k. Það sem af er, hefur kosninga
baráttan verið óvenjulega róleg og eru
það vissulega mikil umskipti frá því,
sem tíðkast hefur undanfarna áratugi.
Ýmsir kunna þessari friðsemd illa og
spyrja hverju sæti.
Til þess liggja ýmsar ástæður, að
kosningabaráttan hefur verið svo ró-
leg fram til þessa, sem raun ber vitni
um. í fyrsta lagi er óhætt að fullyrða,
að tiðarandinn er á þann veg, að það
gerir aðeins illt verra, ef stjórnmála-
flokkar og stuðningsblöð þeirra fara
fram með miklum æsingi og hamagangi.
Kjósendurnir sjálfir vilja stutta kosn-
ingabaráttu, hófsama og málefnalega og
sanngjarnan málflutning. Dagblöðin
hafa í mismunandi ríkum mæli að vísu,
— gert sér grein fyrir þessum breyttu
viðhorfum, enda hafa skrif þeirra verið
mun rólegri en áður hefur tíðkazt, þótt
gera megi ráð fyrir, að nokkur hiti fær
ist í leikinn nú síðustu úagana fyrir
kosningarnar.
f öðru lagi er ljóst, að sjónvarpið og
aðild þess að kosningabaráttunni hefur
breytt mjög viðhorfum manna til þess,
hvernig haga skuli kosningabaráttu og
kosningaáróðri. Fylgi flokkanna í dreif-
býlinu úti um land er að visu mjög
fast og á því verða yfirleitt litlar breyt
ingar frá einum kosningum til annarra.
Hins vegar er sífellt stærri hópur á
höfuðborgarsvæðinu, þ.e. í Reykjavík
og Reykjaneskjördæmi, sem er óráðinn
og sveiflast milli flokka, eftir aðstæð-
um hverju sinni. Enginn vafi leikur á
því, að framkoma frambjóðenda í sjón-
varpi hefur mikil áhrif á afstöðu þessa
hóps kjósenda til kosninganna. Þetta er
reynslan annars staðar og þessi verður
reynslan einnig hjá okkur.
í þriðja lagi má nefna þá ástæðu
fyrir rólegri kosningabaráttu, að
mikil velmegun ríkir nú i landinu. —
Vegna þessarar miklu velmegunar, sem
er a.m.k. jafnmikil, ef ekki meiri, en á
toppárunum 1965 og 1966, er ekki jafn-
mikið rætt um stjórnmál og kosningarn
ar og verið hefði, ef þessar alþingis-
kosningar hefðu til dæmis farið fram
á erfiðleikaárunum 1967—1968. Góð af-
koma fólks gerir það einnig að verkum,
að stjórnarandstæðingar eiga mun erf-
iðar með að finna gagnrýnisefni á
stjórnarvöldin, og það dregur að sjálf
sögðu úr baráttumóði þeirra í þessari
kosningabaráttu.
Landhelgismálið og
verðstöðvunin
En hvað er það sem sett hefur svip
sinn á kosningabaráttuna til þessa utan
það, hversu róleg hún hefur verið?
Umræður um landhelgismálið og hvað
gerast muni í háust, þegar verðstöðv-
unartímabilinu lýkur, hafa á undanförn
um vikum mótað mjög allar umræður
í blöðum og á stjórnmálafundum víðs-
vegar um landið. Stjórnarandstæðingar
ætluðu sér bersýnilega að gera land-
helgismálið að aðalkosningamáli gínu og
var það í sjálfu sér til vitnis um, að
þeir treystu sér ekki til að heyja kosn
ingabaráttuna á verkum núverandi rík
isstjórnar og stjórnarflokka. En nú tæp
um tveimur vikum fyrir kjördag, er
komið í ljós, að landhelgismálið er að
fjara út sem kosningamál á höfuðborg
arsvæðinu a.m.k. þótt það sé enn ofar
lega í hugum manna við sjávarsíðuna
út um land, eins og fram kemur í frétta
samtali við Sverri Hermannsson í Morg
unblaðinu í dag. Ábyrgðarlaus afstaða
stjórnarandstöðunnar í þessu máli hef-
ur ekki orðið þeim flokkum til framdrátt
ar í kosningunum, eins og þeir höfðu
gert sér vonir um. Jafnframt þvi sem
landhelgismálið er að hverfa í skuggann,
hafa aukizt umræður um horfur í efna
hagsmálum i haust. f þeim efnum má
einnig búast við, að stjórnarandStöðu-
flokkarnir finni fljótt, að þeir vinna
ekki kosningarnar á þeim vettvangi. Af
hálfu ríkisstjórnarinnar hefur verið
sýnt fram á með augljósum rökum, að
ef rétt er á haldið, er ekki ástæða til
að ætla, að undur og stórmerki verði
1. september n.k., eins og forsætisráð-
herra, Jóhann Hafstein, komst að orði
í samtali við Morgunblaðið sl. laugar-
dag. Og í herbúðum stjórnarandstæð-
inga hafa menn verulegar áhyggjur af
því, að því meira sem þeir reyna
að magna upp ótta fólks við
1. september í haust, þeim mun stærri
hóp kjósenda muni stjórnarandstæðing
ar reka í faðm stjórnarsinna vegna
þess, að fólk vilji heldur treysta þeim
fyrir vandanum, sem kjósendur hafa
góða reynslu af, en hinum, sem hafa
sýnt það i verki, að þeir eru ekki færir
um að takast á við vandamálin.
Deilur vinstri
flokkanna
Síðustu dagana hafa deilur milli
vinstri flokkanna sett æ sterkari svip
á málgögn þeirra. Þannig hefur Þjóð-
viljinn lagt á það vaxandi áherzlu, að
beina spjótum sínum að Framaóknar-
flokknum og Tíminn hefur svarað í
sömu mynt. Til dæmis sagði Tíminn í
forystugrein sl. laugardag:
„Það fór eins og vænta mátti, að
Alþýðubandalagið hætti að beina geiri
sínum aðallega gegn ríkisstjórninni og
srtjórnarflokkunum, þegar drægi að loka
þætti kosningabaráttunnar, heldur gengi
í lið með þeim gegn FramsóknarflokkiT
um.“ Og síðar í forystugrein Tímans
segir, að þessi vinnubrögð beri þess aug
ljósan vott „að þeir stjómast nú meira
af taumlausri afbrýðisemi í garð Fram
sóknarmanna en áhuga á því, að vinna
gegn undanhaldsstefnu stjórnarflokk-
anna í landhelgismálinu." í forsíðugrein
í Tímanum sama dag sagði ennfremur:
„Tiltrúin, sem Framsóknarflokkurinn
nýtur, veldur skiljanlegri afbrýðisemi
hjá Alþýðubandalaginu, en ekki batnar
heldur hlutur þess við það að láta þessa
afbrýðisemi snúast upp í róg um Fram
sóknarflokkinn, en gleyma að berjast
gegn undanhaldsstefnu stjórnarflokk-
anna, eins og gert var í forystugrein
Þjóðviljans í gær."
Ástæðuna fyrir þessari reiði Tíroans
í garð Alþýðubandalagsins er að finna
í forustugrein Þjóðviljans sl. föstudag,
en þar sagði m.a.: „Þegar fjórir fram-
sóknarlegir Framsóknarmenn ræddu
um flokk sinn í sjónvarpi í fyrrakvöld,
vörðu þeir miklum tíma til þess að
fjalla um landhelgismálið og létust vera
Framh. á bls. 23
ITerðstöðvunin og það sem
* við tekur að verðstöðv-
unartímabilinu loknu er
mjög til umræðu meðal al-
mennings um þessar mundir.
í viðtali sem Morgunblaðið
birti við Jóhamn Hafstein,
forsætisráðherra sl. laugar-
da gerði hann þessi mál að
umtalsefni og sagði m.a.:
„Hefði sú þróun, sem við
blasti, haldið óhindrað á-
fram, var sú hætta yfirvof-
andi, að of mikill þungi hefði
lagzt á atvinnuvegina, sem
kynni að hafa leitt til sam-
dráttar á ýmsum sviðum og
minnkandi atvinnu. Það gagn
stæða hefur gerzt, að at-
vinnu- og viðskiptah'f hefur
þróazt áfram í örum vexti.
Samtímis er svo hin stað-
reyndin, að kaupmáttur laun
anna er meiri en ella og það
skiptir meginmáli í þessu
sambandi. Atvinnuvegirnir
og efnahagskerfið er því bet-
ur undir það búið að kljást
við vandann 1. september
n.k. en síðastliðið haust. Þau
2% í vísitöluhækkun kaup-
gjalds, sem frestað var í 6
mánuði að greiða, koma þá
óhindrað fram án þess að
valda muni tilfinnanlegum
vandkvæðum. Ég teldi óráð-
legt að hætta verðstöðvun í
einu vetfangi og réttast væri
að feta sig út úr henni í
áföngum. Ef verðstöðvun er
haldið alveg óbreyttri áfram,
er talið, að það kosti til ára-
móta um 130 til 150 milljónir
króna. Fyrir þeirri fjáröflun
var ekki séð á sl. hausti, en
ég tel, að staða ríkissjóðs sé
svo sterk, að hann ætti að
geta tekið á sig þá eða meiri
byrði. Á tvennt er einnig að
lita í þessu sambandi. í októ-
bermánuði kemur saman ný-
kjörið Alþingi, sem eðlilegt
er að taki framhaldið til með-
ferðar, en þá liggur væntan-
lega einnig fyrir niðurstaða
kjarasamninga sem eru laus-
ir frá 1. september n.k.“
I framhaldi af þessum um-
mælum gefur Jóhann Haf-
stein, forsætisráðherra, þá
yfirlýsingu í viðtalinu við
Morgunblaðið, að verði Sjálf-
stæðisflokkurinn áfram í
stjómarforustu að kosning-
um loknum, muni hann beita
sér fyrir viðræðum við verka
lýðssamtökin og samtök
vinnuveitenda um viðhorfin
í haust, en það gefur auga
leið að til þess að hægt verði
að halda stöðugu verðlagi í
landinu, þarf þróun kaup-
gjaldsmála að vera í sam-
ræmi við þá stefnu.
Jóhann Hafstein ræddi í
þessu samtali um þann stóra
hóp ungra kjósenda, sem
gengur nú í fyrsta skipti að
kjörborðinu í þingkosning-
unum, sem fram fara 13. júní
n.k. Hann sagði um þetta
unga fólk: „Ég veit að það
man ekki vinstri stjórnina og
getur heldur ekki byggt af-
stöðu sína á þekkingu á þró-
un mála á hinurn pólitíska
vettvangi sl. 12 ár. En ég veit
að í því býr sama íslendings-
eðlið og okkur hinum, sem
einu sinni vorum á þeirra
reki. Sjálfstæðisflokkurinn
hefur alltaf átt því láni að
fagna að njóta fylgis ungs
fólks í ríkum mæli, vegna
þess, að því geðjast hugsjón-
ir sj álfstæðisstefnunnar, sem
leggja áherzlu á einstaklings-
þroskann, manngildið og
mannhelgina. Það gerir sér
grein fyrir því, að eitt meg-
inatriðið í mennta- og skóla-
málastefnu Sjálfstæðisflokks-
ins er að efla þroska hvers
og eins, en ekki að útskrifa
hópsálir úr skólunum. Við
vitum, að það gerir auknar
kröfur til meiri menntunar
og þannig á það að vera. Það
kostar peninga, en ég tel, að
bezta fjárfesting ríkisins sé í
því að auka menntun og
manngildi emstaklingsins.
Það hefur mikið verið gert
og mikið fé lagt í skólamál
og menntamál, en það er mik-
ið ógert og þannig verður
það ætíð. Þessi þáttur þjóð-
lífsins verður að vera líf-
rænn í stöðugum breytingum
í samræmi við kröfur tím-
anna. Það er mikilvægt að
bæta aðstöðu unglinga, hvar
sem þeir eru búsettir til að
njóta menntunar, þannig að
einn standi ekki öðrum fram-
ar vegna búsetu eða fjár-
muna. Sennilega verður
þetta eitt veigamesta við-
fangsefnið á sviði uppeldis-
og skólamála á næstu ár-
um.“
Nú er skammur tími til
stefnu, þar til þingkosningar
fara fram. Þæsar kosningar
eru hinar örlagaríkustu og
jafnframt hinar tvísýnustu
um langt skeið. Fleiri stjórn-
málaflokkar bjóða fram til
Alþingis, en í þingkosningum
að undanförnu og sú stað-
reynd getur haft óvænt á-
hrif á úrslit kosninganna.
Það sem máli skiptir er, að
kjósendur geri sér grein fyr-
ir því, að Sjálfstæðisflokkn-
um er betur treystandi til
þess að hafa með höndum for
ustu í landsmálum, en öðr-
um flokkum. í þeim efnum
nægir að vísa til samfelldrar
12 ára stjórnarforustu Sjálf-
stæðisflokksins, hvort sem
er á uppgangs- eða erfiðleika-
tímum. Ef menn hafa nú á-
hyggjur af því, hvað gerast
muni í haust, þegar verð-
stöðvunartímabilinu lýkur, er
þeim mun meiri ástæða til að
efla Sjálfstæðisflokkinn og
fela honum að fást við þau
viðfamgsefni, sem þá steðja að.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
sýnt það, að hann er fær um
að leysa hinn alvarlegasta
vanda. Það er rétt, sem Jó-
hann Hafstein, forsætisráð-
herra, segir í viðtalinu við
Morgunblaðið, að fólk veit,
hvað það kýs, þegar það kýs
Sjálfstæðisflokkinn, en það
hetfur enga hugmynd um,
hvað það ballar yfir sig, ef
það veitir sundruðum vinsfcri
flokkum atfylgi sitt. Þessa
staðreynd hljóta kjósendur
að hafa í huga, þegar þeir
ganga í kjörklefann hinn 13.
júní.