Morgunblaðið - 10.06.1971, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.06.1971, Blaðsíða 3
Nákvæmt skal það í Svíann. tlr niðiirlagrningfarverksmiðjn Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. heldur veitt þá þjónustu, sem bezt er, vegna manneklu. Það er hægt að hafa sæmilegt kaup við þetta, en til þess þarf mikla vinnu — aukavinnu, því dagkaupið eitt er ekki nógu freistandi. Þess vegna heizt okk- ur líka illa á þeim fagmönnum, sem við útskrifum. Margir fara í Vélskólann og svo missum við þá á bátana, þegar sjórinn lokk- ar með betra kaupi.“ Dráttarbrautin hf. var stofnuð 1941. Samvinnufélag útgerðar- manna og hafnarsjóður eru MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JÚNl 1971 3 ij Frá Neskaupstað stærstu eigendumir. Reksturinn er þríþættur: skipasmiðastöð, vélaverkstæði og slippur, sem reyndar hafnarsjóður á einn. „Við höfum alltaf verið fyrst og fremst í viðgerðum," segir Reynir. „Á tímabili voru smiðuð nokkur tréskip, frá 20 upp í 80 tonn. Nú erum við aftur byrjaðir í trésmíðinni; skiluðum 16 tonna trébát um mánaðamótin apríl—- maí og búið er að leggja kjöl og byrjað að reisa bönd að öðr- um 26 tonna. Svo byrjuðum við á stálskipasmíðinni í vetur.“ Hjá Dráttarbrautinni hf. vinna 40—50 nfanns að staðaldri. I slippinn má taka upp allt að 400 tonna fiskiskip, en stálbáturinn er stærsta nýsmíðin til þessa. „Við skulum nú fyrst sjá, hvern- ig hann kemur út, áður en við spáum nokkuð í framtíðina," seg ir Reynir. „En inni getum við tæplega smíðað stærri báta en hann, þannig að verði framhald á stálsmíðinni, reikna ég með, að við verðum að iaga eitthvað til fyrir okkur úti.“ Reynir segir mér, að lítið sé um framleiðsluiðnað á staðnum. Þó starfar þar trésmiðja; Tré- smiðjan Hvammur og framleiðir innréttingar alis konar og piast- einangrunarverksmiðja, sem eitt sinn var og hætti; er nú að fara í gang aftur með nýrri og betri tækjakosti. „Ég tel samgöngumálin okkar brýnasta hagsmunamál nú,“ seg- ir Reynir, „því eins og er háir samgönguleysi öllum oikkar sam- skiptum. Samkvæmt Austurlandsáætlun á að vinna að vegamálum fyrir alit að 300 milljónir króna næstu fimm árin og skilst mér, að það eigi að duga frá Norðfirði suður að Lónsheiði. Við Austfirðingar vonum líka, að aukafé fáist til að leggja veg fyrir Lónsheiðina; út fyrir Hvaisnes, þannig að trufl- analaus samgangur fáist við Hornafjörð og nærsveitir hans.“ HUGURINN STENDUR TIL STÆKKUNAK „Hér í Neskaupstað blaktir allt í góðri samvinnu," segir Jóhann K. Sigurðsson, útgerðarstjóri Sildarvinnslunnar. „Bæði félags- skapurinn og einstaklingsfram- takið.“ Sildarvinnslan hf. í Neskaup- stað rekur útgerð, frystihús, síld arverksmiðju og niðurlagningar- verksmiðju og vinna um 230 manns hjá fyrirtækinu. Aðaleig- endur eru Samvinnufélag útgerð- armanna og bæjarfélagið. Sildar- vinnslan gerir út 4 stóra báta, þar á meðal skutskipið Barða, og auk þeirra eru þrir stórir bátar gerðir út írá Neskaupstað og smábátaútgerð er mikil. Ver- Reynir Zoéga tíðin gekk þokkalega vel að sögn Jóhanns og næg atvinna hefur verið í írystihúsum í allan vet- ur og er enn. „Það er mikið um það, að menn hætti á stóru bátunum á vorin og fari yfir á smábátana," segir Jóhann. „Og þeir fá þá námsmennina í staðinn. Litlu bát amir hafa hjálpað okkur vel á sumrin með hráefni fyrir frysti- húsið, svo við höfum getað sent stóru bátana til dæmis í Norð- ursjó. Með tilkomu skuttogarans og niðurlagningarverksmiðjunnar teljum við oíkkur hafa tryggt at- vinnumálin hérna nokkuð vel, þó hugurinn standi auðvitað alltaf til stækkunar." Sildarverksmiðjan, sem malar nú íiskúrganginn, tók á móti 12,300 tonnum af loðnu í vetur og frystihúsið hefur yfir vertið- ina fengið um 2000 tonn af bol- fiski. Á síðasta ári framleiddi frystihúsið 48.000 kassa. Niðurlagningarverksmiðjan tók til starfa í febrúar sl. „Við ætl- uðum henni að brúa bilið í skammdeginu," segir Jóhann „en nú lítur út fyrir að við verðum að láta vinna í henni í allt sum- ar.“ ' Seldar hafa verið 150 þúsund dósir að sjólaxi til Rússlands og hafa um 100 þúsund þeirra ver- ið kláraðar og nú er verksmiðjan að byrja á niðurlagningu sildar til Svíþjóðar, en þangað er búið að selja um 700 þúsund dósir. Jóhann K. Sigurðsson Fáskrúðsfjörður: Að spjara sig í friði ÞAÐ er víða fallegt með strönd- imni, þegar Reyðarfjörður er ek inn lit til F áskr úðsfjarðar. ís- lemzkir firðir eru þó með þeim ósköpum gerðir, að þeir virðast geta teygt sig endalaust fyrir óþoiinmóðan ferðalang og loks þegar hann hefur gefið upp alla von um að ferð hans endi annars staðar en á heimsenda. er fjallið skyndilega á enda til þess eins að snúa nú hinni kinn hinmi að honum. Og þá er hann aftur á leið á heimsenda. Skrúðsbóndinn þagði, er ég ók hjá. Hins vegar gerðist Ingvar Ásmundsson mér góður ferða- félagi inn Fáskrúðsfjörð með skákþætti sínum og stóð heima, að þegar Uhlman gaf einvígis- skák sina við Larsen, renndi ég í hlað i Búöakauptúni, i dag- Jegu tali Fáskrúðsfjörður. Á sínum tíma höfðu Frakk- ar Austfjarðabækistöð sína á Fáskrúðsfirði. Þeir reistu þar sjúkrahús — „Franska spítal- ann“ og kapellu, sem nú er reyndar ibúðarhús. Á frönsku árunum var fiandrarabrauð, pompólabrauð og konjakk ætið fait í Fáskrúðsfirði fyrÍT sjó- verttktnga, kjöt og mjólk og rauð hærða krakka. Þá iærðu Fá- skrúðsfirðingar frönsku; bæði háfrö-nisku og fiandraramál. Nú er þetta hins vegar liðin tíð, því Frakkarnir komu aldrei aftur eftir stríðið (1914—1918). REIDILESTUR SKIPASMIÐ- ANNA Hjá Trésmiðju Austuriands h.f. á Fáskrúðsfirði eru nú í smiðum þrír 26 tonna trébátar fyrir Reykvíkitnga, einn sex tonna fyrir staðarmenn og tveir opnir fjögurra tonna; aninar fyr ir staðarmann, en hiinn fer til Norðfjarðar. Fjórða 26 tonna bátnum er Trésmiðja Austur- lands nýbúin að skila af sér — til Reykjavíkur. Smíðanúmer eru orðin rösklega 100 talsins, en það var 1926, að Einar Sig- urðsison stofnaði Trésmiðju Ausiturlands. Hann rak hana svo einn tdl ársiins 1967, etn þá var stofnað um hana hlutafélag. Hjá fýrirtækinu starfa um 30 manins. Það voru þeir Páll Gunmairs- son, forstjóri, Guðlaugur Sig- urðsson, trésmiður, og Guðlaug ur Einarsison, skipasmiðux, sem urðu fyrir svörum. Þeir kváðu engin áform uppi um að fara yfir í stálsmiði að svo komnu máli, enda nóg að gera í tré- smíðinni. Kváðust þeir hafa efni fram á mitt næsta ár. Stærsti báturinn, sem Trésmiðj an hefur smíðað, er 38 tonn, en þeir þrementningar segjasit geta smíðað allt að 50 tonna bát imni í smiðjuhúsinu, sem reis sSð- asta haust. Helztu erfiðleikana segja þeir vera að fá faglærða mentn. „Vlð höfum hér lagtæka menn og gamalvana," segja þeir, „og hiins vegar unga og óreynda menin. Þetta er að vísu góð blanda, en nú eru réttimdin mikils virði.“ Þegair ég spyr, hvort eimhver samvinna sé milli skipasmiðj- anna á Austurlandi, hrista þeir höfuðin og svara að segja megi, „að algjört afskiptaleysi“ ríki á þvi sviði. Tal okkar berst síð- an að því, hvemig aðstaða is- lemzks skipasmíðaiðnaðar sé nú og kemur þá í Ijós, að þar hafa þeir ýmislegt fram að færa. Og þeir byrja á að gagmirýna vinmubrögð sigUmgamálasttofn- unarinnar. „Við viljum meina það,“ segja þeir, „að ýmsar reglur, sem stofnunin gefur út séu óvið unandi. Tökum til dæmis, að um opna báta gilda sömu sityrk leikareglur og fyrir lokaðan skarsúðaðan bát. Með þessu er síglingamálastofnunin að knýja alla opna báta yfir í lokaða, sem við teljum ófært. Opinn bátur á að vera grann- byggður og léttur og á að fylgja báruniná, meðam dekkbáturinni Frá Fáskrúðsfirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.