Morgunblaðið - 20.06.1971, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 19T1
DOMURINN HEFUR
1 VERIÐ ÓGILTUR
Menn, sem dæmdir eru í
þrælkunarvinnu verða fyrir
miklu aðkasti frá starfsmönnum
samyrkjubúa, sem sletta því
framan í fangana, að þeirra hlut
ur sé í engu betri, þeir eigi þess
engan kost fremur en starfs-
menn búanna, að komast
nokkru sinni burtu aftur. 1 aug-
um samyrkjubúsmannanna eru
þrælkunarvinnumenn ekki að-
skotadýr, heldur réttlausir af-
brotamenn. Starísmenn sam-
yrkjubúa eru lægsta stéttin í
sovézka mannfélagsstiganum og
þegar fangar eru sendir, til að
hjálpa til við vinnuna á búun-
um, setja starfsmennimir sig á
háan hest og segja: „Ég
get farið í gönguferð, þegar mig
langar til, en færir þú í göngu-
ferð fengir þú dóm fyrir tiltæk-
ið.“
Rétt er að ,,sníkjudýrin“ eru
verst sett allra manna. Þeim eru
fengin þau störf, sem starfs
menn búanna neita að vinna.
Séu þeir fjarverandi frá vinnu
3 daga og forsendur fjarvistar-
innar ekki teknar gildar af yf-
irvöldum, eiga þeir yfir höfði
sér, að dómur þeirra verði
þyngdur um 2 ár, án þess að sá
tími sé talinn með, þegar skráð-
ur er refsingartími fanga.
1 Starfsmenn samyrkjubúa fá
hvorki sumar- eða vetrar-
frí. Kerfið er svo mót-
sagnakennt, að þeir, sem dæmd-
ir eru til þrælkunarvinnu fá
meira frí en starfsmenn búanna,
(23. sept. 1965 fékk Amalrik
skeyti, þar sem honum var til-
kynnt, að faðir hans ætti
skammt eftir ólifað. Hann fékk
18 daga fararleyfi til Moskvu
og þegar þangað kom, varð
hann þess visari, að faðir hans
hafði látizt sama dag og skeyt-
ið var sent. Hann dvaldi í
Moskvu til 9. október, hitti unga
konu, málara, sem hann þekkti
áður, Gouzel að nafni, kvongað-
ist henni og hélt með hana með
sér aftur tii Síberíu.)
Þegar Gouzel og ég komum að
húsi mínu, minnti það á amer-
íska popplist að utan. Stúdent-
arnir, sem búið höfðu þar í fjar
veru minni, höfðu skreytt fram-
hliðina með gömlum skóm, bux-
um og húfum. Inni var tómlegt
og kuldalegt.
Ég tók niður borðin, sem
stúdentarnir höfðu sett upp og
haft til að liggja á og kveikti
upp í ofninum, en Gouzel sópaði
gólfið og breiddi köflótt efni
yfir rúmið.
Húsið var nú orðið miklu vist
legra.
Ég hafði áhyggjur af því,
hvernig takast mætti að afla
matfanga til vetrarins. Hvorki
kjöt né egg voru lengur á boð-
stólnum í verzluninni, en enn
fékkst sykur, smjör, dáiitið
korn og makkaronL Ég fór þess
á leit, að fá tvo lítra mjólkur
daglega, en fékk þau svör, að
einungis stjórn samyrkjubúsins
gæti tekið slika ákvörðun og
ólíklegt væri að leyfi hennar
fengist, þar eð ég skuldaði bú-
inu mikið fé. Ég hélt þessu
ekki til streitu.
Mér var þó sagt, að ég mætti
birgja mig upp af kartöflum, og
fluttum við Gouzel 10 kartöflu-
sekki heim í hús okkar á hjól-
börum og komum þeim fyrir í
kjallaranum. Kartöflunum var
það að þakka, að við dóum ekki
úr hungri um veturinn.
Fyrsta kastið komu margir að
heimsækja okkur. Allir vildu
sjá Gouzel og skoða hvernig
umhorfs væri hjá Moskvufólk-
inu. Gestirnir kvöddu ekki
dyra, heldur gengu rakleitt inn
og settust á þröskuldinn. Annað
veifið klóruðu þeir sér i
hnakkanum Þetta var löng
þögn, enda ekki um margt að
tala. Við Gouzel sátum á bekkn-
um við borðið og horfðum þegj-
andi á aðkomumenn.
Kuldinn var illbærilegur. Við
áttum eina fíltskó og gekk Gou-
zel á þeim. Seinna sendi systir
hennar henni skó, en þeir voru
óhentugir til nota i Síberíu. Ein
hver hafði skilið hér eftir rifna
hrútsgæru, sem Gouzel stagaði
i og notaði sem yfirhöfn. Á næt-
urnar höfðum við hana fyrir
ábreiðu. Ég átti ullarjakka og
gamlar skíðabuxur. Gouzel var
margt betur gefið en hagsýni og
þegar hún bjó sig i skyndi til
fararinnar austur með mér,
stakk hún sundbol í tösku sína,
en tæplega var þar nokkur flík
til vetramota,
1 byrjun desember skaut hér-
aðsdómaranum óvænt upp i
Gourievka og bar ég þá fram
kvörtun við hann um, að búið
hefði ekki séð mér fyrir mat-
föngum til vetrarins. Þetta var
vörpulegur maður, hvitur fyrir
hærum, fullur að vöngum og
hálsdigur, en röddin vesældar-
leg. Hann svaraði þvi til, að
fyrir kaup mitt frá búinu, væri
mér frjálst að kaupa allt, sem
mig lysti i verzluninni. Frá sín-
um bæjardyrum séð væri það
furðulegt, að samyrkjubú axlaði
þá byrði, að fæða „sníkjudýr"
af minu sauðahúsi. Ég svaraði
að búið greiddi mér aðeins upp
í launin og bæri mér því að fá
að taka út vörur í verzluninni
enda þótt reikningamir' væru
ekki gerðir upp fyrr en i árslok.
Ég yrðá þó að hafa i mig áð éta.
Nú rifjaðist alit í einu upp
fyrir dómaranum hinn pólitíski
barnalærdómur hans og hann
hreytti út úr sér: „Samyrkjubú-
ið hérna er ekki Morozovskaia
verksmiðjan, gættu að því.“
1 Sovétríkjunum hefir ævin-
lega verið vitnað til Morozov-
skaiaverksmiðjunnar, sem hins
allra versta vinnustaðar, þar
sem þrælkun verkamanna á Zar-
timunum var skelfilegri en orð
fá lýst. Verkamenn tóku út vör
ur í verksmiðjuverzlunmni og
þegar átti að greiða kaupið,
kom í ljós, að þeir skulduðu
verksmiðjunni .
Samyrkjubúið er nú txu sinn-
um verra en Morozovskaiaverk-
smiðjan," sagði ég. „Ég vinn
erfiðisvinnu og þarf mat.“
„Ég skal segja þér hvemig
fara á með menn af þínu tagi,“
sagði nú dómarinn, „það á að
fá þeim þyngstu skófluna og
láta þá vinna þar sem frostið
er mest. Þurrt rúgbrauð er full-
góð fæða I þá.“
Ekki hafði Gouzel dvalið
lengi hjá mér, þegar kerlingarn
ar í þorpinu tóku að stinga sam-
an nefjum um, að ekki væri
hún farin að láta skrá sig til
vinnu.
Blskeyttustu nöldurskjóðum-
ar hótuðu að kæra okkur fyrir
lögregtunni. Þær kröfðust þess,
allar sem ein, að annaðhvort
hefði Gouzel sig á brott eða
hæfi vinnu á bænum.
Ástandið var, út af fyrir sig
mótsagnakennt. Hjá manni, sem
dæmdur var til þrælkunar-
vinnu, vegna þess, að hann neit-
aði að vinna, dvaldi kona hans,
án þess að hún hefði nokkurt
opinbert starf og var ekki einu
sinni skráð hjá lögreglunni, sem
þegn á staðnum. 1 janúarbyrj-
un, þegar lögreglufulltrúinn
hafði komið í þorpið, hafði hann
spurt, hvort Gouzel ynni í sam-
yrkjubúinu. Ég hafði sagt hon-
um, að hún hjálpaði mér við að
hreinsa gripahúsin, en væri
bráðlega á förum Siðan var nú
liðlega mánuður og maður-
inn gat skotið upp kolinum ein
hvern næsta daginn. Ef Gouzel
tæki til við að sinna kálfunum
eða mjólka kýrnar, hefði hún
verið látin afskiptalaus um hrið,
a.m.k., því í strjálbýli Síberiiu
er vegabréfaeftiirlitið ekki jafn
strangt og i stóru borgunum. Ég
var þó algjörlega andvígur
þessari lausn. Ég leit svo á, að
þó að ég væri neyddur til að
vinna, væri kona min frjáls
manneskja og ekki á nokkurn
hátt réttmætt, að hún færi að
vinna kauplaust á samyrkjubúi.
Annars kostar áttum við völ,
en hann töldum við óaðgengi-
legan, og höfnuðum við honum
þvi. Sá var, að Gouzet tæki
að sér forstöðu „klúbbsins" í
Novokrivocheino og dveldi hjá
mér, þar til útlegð mín væri á
enda. Þar fylgdi sú kvöð, að
hún hefði orðið að skrá sig hér
— skrá sig burt úr Moskvu og
glata að eilífu borgararéttS þar.
Þá eru einnig i gildi þær regl-
ur, að enginn íbúi, sem skráður
er á manntal í Moskvu, getur
dvalið annars staðar lengur en
% ár og þessar reglur giltu
vitanlega um Gouzel, eins og
aðra. Enn var svo sú áhætta,
að Gouzel hefði atveg fallið
burt af manntali, og hefðum við
þá aldrei komizt neins staðar á
skrá.
Gouzel var ófús að fara og
við áttum heldur ekki peninga
fyrir fargjaldi hennar. 1 febrú-
ar höfðu mér verið greiddar 7
rúblur — laun fyrir janúar —
það var aleigan.
Við urðum tafarlaust að grípa
til einhverra ráða og það varð
úr, að ég skrifaði gömlum vini
föður mins og sagði honum frá
vanda okkar. Við réðum það
með okkur, að Gouzel ryki til
að sinna kúnum, strax og eitt-
hvað benti til að látið yrði til
skarar skríða gegn okkur.
Við vorum orðin vonlaus um,
að úr rættist, þegar okkur barst
allt í einu ávísun á 50 rúblur
og í kjölfarið fylgdi elskulegt
bréf frá vini föður míns. Við
urðum ákaflega glöð.
Brottför Gouzel dróst samt á
langinn, hún frestaði förinni frá
degi til dags og hafði að yfir-
varpi, að í hönd færu illviðrin,
snjóstormarnir. Þannig leið
vika. En ekki dugði að þráast
við. Við urðum að beygja okkur
fyrir staðreyndum. Þann 8. marz
skildum við og var allt i óvissu
með endurfundi okkar.
Þann 28. maí var ár liðið frá
þvi að dómurinn hafði verið
kveðinn upp yfir mér. Eftir 3
mánuði — í ágúst — myndi ég
hafa afplánað helming þrælkun-
arvistarinnar. Eftirvænting mín
var mikil. Skyldi ég verða lát-
inn laus. Ég hafði fært þetta í
tal við yfirmann lögreglunnar
og hann svarað því, ef að sam-
yrkjubúið væri því samþykkt
að sleppa mér, myndi hann ekki
mæla gegn þvL Yfirmaður
vinnuflokks míns og ritari
„flokkssellunnar“ höfðu einni.g
lofað að vera mér hliðhollir, og
mæla með því, að mér yrði
sleppt, raunar tæplega í ágúst,
en í október, þegar búið væri
að ljúka stærstu verkefnunum.
Ég lagði samt ekki miikinn trún-
að á fullyrðingar þeirra.
Ég brá mér til þorpsins að
morgni dags 9. júli, að loknum
gegningum, til að kaupa mér
lauk, og vissi þá ekki fyrr en
póstafgreiðslukonan vatt sér að
mér og sagði: „Þú átt eitthvað
hjá mér, ég held skeyti.“ Siðan
rétti hún mér gult umslag. Það
greip mig ótti um að eitthvað
hefði hent Gouzel og þess vegna
skildi ég ekki strax það, sem
ég las. „Dómurinn hefur verið
ógiltur."
Þetta kom svo flatt upp á mig,
að ég gekk lengi fram og aftur
í lausamölinni á veginum bak
við gripahúsið og hugsaði um
það undur, sem hafði hent mig.
Ég skildi ekkert í því, hvers
vegna dómurinn hafði verið
ógiltur. Greinilegt var, að lög-
fræðingur minn hafði ekki látið
hrella sig, heldur haldið áfram
að rannsaka mál mitit, þó að ég
sjálfur hefði ekki gert mér nein
ar vonir.
Viku siðar barst mér bréf
frá lögfræðingi minum, sem
hljóðaði svo: „Rannsókn kæru
minnar á hendur dómstólum
varðandi mál yðar hefur dreg-
izt mjög á langinn. Það var þvi
ekki fyrr en 20. júní, að hæsti-
réttur kvað upp þann úrskurð,
að ógilda hina óréttmætu hand-
töku yðar, sem alþýðudómstóU-
inn hafði dæmt.
Daginn eftir fór ég með
bréfið til lögreglunnar. Yfirmað
urinn tvílas bréfið hægt og
lyfti brúnum furðu lostinn.
Hann sagðist engin fyrirmæli
hafa fengið um þetta mál, en
bætti svo við, að raunar hefði
komið böggull frá Moskvu, þá
um morguninn og væri ritarinn
væntanlegur með hann á hverri
sturxdu.
f bögglinum voru skjölin, þar
sem skýrt var frá því, að hæsti-
réttur hefði ógilt dóm minn. Úr-
skurðurinn hafði verið kveðinn
upp 20. júní, en það hafði tekið
mánuð að koma vitneskju um
það til Novokrivocheino. „Við
vitum ekki hvernig við eigum
að snúa okkur í þessu
máil, sagði deildarstjórinn, við
höfum ekkert fordæmi slíks.
„Við verðum að biða ákvörð-
unar dómsyfirvalda. Þú skalt
bara halda áfram að vinna, þú