Morgunblaðið - 20.06.1971, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.06.1971, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚNl 1971 — Siglingafræði Fmmhald af hls. 11 Þessi aðferð var fundin upp um miðja síðustu öld, og hún byggist á endurteknum staðar- ákvörðunum með hæðarmæling um á himinhnöttum. Ef menn vita hæðina á tilteknum himin- hnetti, þá draga þeir línu á kortíð samkvæmt þeirri hæðar- mælingu og vita þá að skip þeirra er statt einhvers staðar á þessari línu. Hæðarmæling á öðrum himinhnetti gefur þeim síðan aðra línu og þar sem þess ar línur skerast, þar er staður skipsins. Þessi aðferð er al- mennt notuð um allan heim nú á dögum. (Þetta er nú kannski orðin dálítið hæpin fullyrðing, sem stafar af því að bókin, sem kaflinn er þýddur úr, er gefin út fyrir nokkrum árum. Nú eru staðarákvarðanir eftir him- inhnöttum sífellt að verða minna og minna notaðar, þó að til þeirra sé gripið endrum og eins á langsiglingum. Langdræg ar ratsjár, langdrægar miðim- arstöðvar, dekka og lórankerfi hafa gert þessar himinhnatta- mælingar og útreikninga óná- kvæma, tíma- og vinnufreka miðað við þessar nýjustu aðferðir til staðarákvarðana, þýð.) Á síðustu árum hafa svo margar nýjar aðferðir rutt sér til rúms í siglingafræði að við getum aðeins nefnt nokkrar þeirra. Fyrsta markverða nýj- ungin var sú, að hægt var að nota útvarpstæki til að taka við tímamerkjum frá stöðvum í landi, og þessi tímamerki voru nákvæmari en hinir ná- kvæmustu krónómetrar. Dýpt- armælingar með hljóðend- urvarpi var önnur markverða nýjungin og ratsjár og önnur rafeindatæki voru tekin í notk un til leiðbeiningar í slæmu skyggni, bæði til að forðast land og önnur skip eða ísjaka. Þegar hægt var orðið að stunda rannsóknir á.löndum og höfum úr lofti, voru siglinga- aðferðir sæfarenda nothæfar fyrir loftsiglingamenn. Ljós- myndun úr lofti tók mjög snöggum framförum og nú er hægt að ljósmynda og mæla svæði, sem 111 eru yfirferðar eða jafnvel ófær. Sú stað- reynd að kjarnorkuknúinn kaf bátur hefur siglt þúsundir sjó- mílna undir ísinn á heimskaut inu, sýnir, hversu geysilega há þróuð og nákvæm nútíma sigl ingafræði er orðin. — Fær nýja Framhald af bls. 9. Mannfjöldasjóðurinn hóf virka starfsemi fyrir rúmlega ári. Nam fjárhagsáætlun hans 15 milljónum dollara árið 1970. Alls styrktu 24 þjóðir sjóðinn með samanlögðum framlögum, sem námu heldur meira, en loka tölu fjárhagsáætlunarinnar. Bandaríkin, Bretland, Vestur- Þýzkaland og Norðurlöndin fjög ur veittu rikulega til sjóðsins. Sökum vaxandi skilnings og vilja til gagnráðstafana gegn mannfjöldaþenslunni er gert ráð fyrir að starfsemi UNFPA aukist til muna á næstu árum og hefir fjárhagsáætlun sjóðsins fyrir árið 1971 verið ákveðin 25 miiljónir doillara. Noregur og Danmörk hafa lofað stóraukn- um framlögum, t.d. veitir Noreg- ur 1,5 millj'ónum dollara til sjóðs ins í ár. Bandaríkin hafa lofað fjárveitingu tii sjóðsins, sem nemi helmingi á móti öllum öðr- um samanlögðum framlögum, að 12,5 milljón dollara upphæð. Sjóðurinn styirkir skipulagðar ráðstafanir, sem gerðar eru í þeim tilgangi að hindra of- þenslu í mannfjölgun. Sjóð- urinn tekur hins vegar ekki að sér sjálfar framkvæmdimar i þessum efnum. Framkvæmdir annast aðallega sérstofnan- ir S.Þ. Aðalforstjóri Mannfjölda- sjóðs Sameinuðu þjóðanna er Paul Hoffmann, sem stjórn- ar Framfaraáætlunarstofnun- inni, en framfcvæmdastjóri er Rafael Salas, fyrrum ráðuneytis stjóri og ráðherra í stjóm Fil- ippseyja. — Munchen Framhald af bls. 1 vissu, að naxistum höfðu borizt samskonar fréttir. Hvað sem þessu leið seg- ir Butler, að sú skoðtrn hafi verið útbreidd heima I Eng- landi, að Bretar hafi bægt Rúss um frá þátttöku í Evrópumál- unum og það hafi ráðið úrslit- um fyrir síðari þróun málanna. Butler segir, að Churdhill hafi jafnvel aðhyllzt þessa skoðun, haarn hafl eftár sfriðið stað- hæft að Stalín haffl viljað koma Benes til aðstoðar vegna þess, að Benes haffl árið 1936 komið upp um samsæri gegn Stalín. Á hinn bóginn kveðst But'ler vita eftir góðum heim- ildum, að Benes hafl sagt franska sendiherranum í Prag, að Tékkar vildu ekki aðstoð Rússa án Frakka. Margir Tékkar hefðu barizt gegn bol- sjevikum 1918 og óttuðust yf- inráð Sovétmanna. „Við viljum ekki Rússa inn í land okkar, vegna þess að við losnum þá aldrei við þá aftur," er haft eftir Jan Syrovy, hershöfð- ingja. Frestur sem réð úrslitum Butler segir, að hið stjóm- málalega og diplómatíska ástand Evrö p u r í kj anna og Þjóðabandalagsins haffl hald- izt óbreytt fram á næsta ár. Frakkar og Rússar voru jafh óákveðnir og Þjóðabanda- tegið jafin lítils megnugt. En það sem gerðd Bretum fært að spyrma við fótum, segir Butler, var þessi timi, sem þeir fengu til frekari undirbúnimgs styrj- aldar. Þessi ársfrestur var not- aður eftiæ mætti til þess að efla flugflota Bretlands og byggja upp andstöðu íbúanna í land- inu. 1 september 1938, segir Butl- er, að brezki flugiierimn hafi að eins ráðið yflr einni nothæfri ffliugsveit, er hafði Spitfire-vél- ar, og fimm hálfskipuiögðum sveitum, sem verið var að búa Hurricane-vélum. Sumarið 1939 var flugherinn kominn upp í 26 sveitir búnar nýtízku orrustuflugvéium og ári síðar voru sveitimar orðnaæ 47. Vamár á jörðu niðri gegn loft- árásum höfðu eiinnig verið hætt ar gífurlega á þessu eina ári og tala loftvamarbyssa fjórfaldað ist. Mikilvægast af öllu hafi þó verið, að ratsjárkerfið brezka, sem ekki náði nema til Thames svæðisins um það leyti sem M únehenarsamnin gurinn var gerður, var ári síðar búið að endurbæta svo, að það náði allt frá Wight-eyju til Qrkn- eyja. Á þessu tímabili höfðu verið gerðar mjög víðtækar ráðstafanir immarn annanra greina hersins og meðál óbreyttra borgara, búið var að sMpuleggja ney ðar.s j úkrahús og sjúkraskýli viðs vegar um landið og búið að undirbúa flutning bama úr borgum til sveita. Þessi atriði telur Butler hafa ráðið úrslitum fyrir Bretland. Því sé aJils ekki rétt að segja eins og Wheeler Bennett, að Múnchenarsamkomulagið hafj verið formáli að barmsögu, hann hafi þvert á móti verið sá frestur, sem gerði Churchill á sínum tíma fært að leiða þjóð sina til sigurs. Þá segir Butler að það hafi skipt miklu máli, að á þessu eina ári tók almenningsálitið í Bretlandi og annars staðar miklum breyttingum. Súdeta máílið hafi verið mjög umdeilt árið 1938 og því af mörg- um haldið fram að tæpast væri réttlætanlegt að neita Súdeta Þjóðverjum um sjálfsákvörðun arrétt af því einu, að þeir væru Þjóðverjar eða af því að þeir nytu stuðnings nasista. „Bn þegar fram kom á sumarið 1939,“ segir Butfler, „var eng- tan iengur í vafa um, að Þjóð- verjar ætluðu sér að teygja sig langt út fyrir öli landamörk þýzflcumælandi manna, enginn efaðist lengur um að þeir ætl- uðu með validi eða ótta manna við vald sitt að steflna að heims yfirráðum. Og þetta hafði ekki einungiis mikil álirif á Breta og þjóðir Evrópu heldur og á af- stöðu stjórna brezku samveldis ilandanna og á skoðanir for- ytsitumanna í bandariskum stjómmálum. Halifax mark- aði stefnuna „16. marz 1939, daginn eftiff að TékkóslóvaMa féll og Hitl- er hertók Prag,“ segir Butler, „snæddi ég hádegisverð í for- sætisráðherrabústaðnum að Downingstræti 10 með Neville Chamberlain og Edward Hali fax. Þá sagði forsætisráðherr- ann hátíðlega: „Ég hef ákveð- ið, að ég geti ekM flramar treyst leiðtogum nasista." Upp frá þessu sýndi Chamb- erlain síauMrm kraft og hörku gegn Þjóðverjum en Butier kveðst hafa verið þess fullviss, að sú stefna hafi að verulegu leyti verið mörkuð af Halifax. Hann hafi ákveðið að taka upp á heimavelli baráttu gegn stefnu nasisita og byggja þjóð- ina upp til andstöðu. Hann hafi átt reglulega fundi með Churc- hilil, Eden og forystumönnum Verkamannaflokksins og hann hafi fylgzt geysilega vel með þróun málanna á öllum vig- stöðvum, bæði heima og erlend is. Butler segir, að meðferð Halifax á málunum megi líkja við, að hann hefði fyrir sér langt loftnet, sem fylgdist með hverri hreyfingu innanlands og snerti hvern mann. Þannig hafi hann fylgzt með öllum hræring um og beitt áhrifum sínum hvar sem við varð komið. Inn- an þingflokksins hafi hann átt í baráttu við aðra Ihaldsmenn fyrir þvi að breikka stjórnina og hann hafi viljað fá í hana bæði OhurdhiM og Eden — hafði raunar, að þvl er Butler segir, barizt fyrir því allt frá þvi MiinchenarsaminingurÍMh var gerður. Butler segist hafa sannfærzt um að Chamberiain væiri skap- ferlis síns vegna ófær um að mynda þjóðstjóm á breiðum grundvelli. Hann lýsti farsætis ráðherranum svo i bréfi til for- eldra sinna um þessar mundir: „Hann er lítt gefinn fyrir óljóst og kanteislegt orðalag, hann vill ganga beint að and- stæðingum sínum og segja hreint út það, sem hann mein- ar. Orðalag, sem venja er að nota til að mýkja mótstöðu- manninn svo sem „hinn hátt virti heiðursmaður gerir sér ijóst . . .“ o.s.frv. er fjarri hon- um og hann strikar slíM ævin- lega út, sé það sett í uppköst að béfum hans. Það fer hins vegai engimn í grafgötur um tryggð hans við vini sína og hugrekM hans . . .“ „Þegar ég sat við hlið hans í neðri mél- stofumni," heldur Butler áfram, „sá ég oft dæmi þess, hve illa harm gat leynt óþolinmæði sinni í gasrö forystu- manna Verkamannaflokksins og Frjálslyndra.“ Butler segist aflidrei hafa sannfærzt alveg um að sú bylt- ing, sem varð á stefnu Halifax hefði fyllilega náð inn fyrir ytra borðið á Chamberlain og tiltekur sem dæmi til stuðnimigs þeárri staðhæfingu: „Á föstu- daginm langa, 1939, daginn sem Mussolini valdi til innrásarinn ar í Alibaniu, flýtti ég mér ut- an af lamdi, þar sem ég var staddur, og fór þegar til Down ingstrætis 10 til að fá þar fyr- irsMpanir. Mér var vísað inn í lítið herbergi uppi á lofti, sem forsætisráðherrann notaði fyr- ir vinnustofu. Gluigginn sem sneri að garðinum var hálfop- inn og þar fyrir utam sást dá- lítil hilla með fuglamat." „Neville virtist hálfargur yf ir komu minni og umdramdi á áhyiggjum mínum. „Ég er viss um,“ sagði hann, „að Mussolini ætflar ekM að berjast gegn okk ur.“ Þegar ég fór að tala um þá allúherjar hættu, sem að Balkanrikjunum steðjaði, þagg aði hann miður í mér með þess- um orðum: „Veirtu ekM með þessa vitleysu, farðu heim að sofa.“ Og svo héilt hann áfram að gefa fugJunum." ~N

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.