Morgunblaðið - 20.06.1971, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1971
Sveinn Björnsson, verkfræðingur:
Áframhaldandi þjálfun
og menntun á starfsævi
FLESTIR okkar hafa á yngri
árum stundað einhvers konar
nám heima eða eriendis og lok-
ið einhvers konar prófum.
Þegar við vorum að afla okk-
ur þessarar þekkingar, var litið
svo á, að við værum í eitt skipti
fyrir öM. að búa okkur undir
ævistarfið og þar þyrfti litlu
eða engu við að bæta.
Hafi nokkurn timann verið
heil brú í þessu sjónarmiði, tel
ég að það sé orðið algjöriega úr
elt. Hvers konar menntun, sem
ekki er haldið við, úreldist á fá-
um árum. Þetta er f jölda manns
orðið ijóst og þess vegna hefur
eftirmenntun svokölluð verið of
arlega á baugi í mörgum starfs
greinum.
í rauninni má spyrja, hvort
það vandamál, sem hér um ræð-
ir, sé ekki í eðli sinu nokkuð,
sem snertir þjóðfélagið allt.
Sú skoðun, að svo sé, á stöð-
ugt vaxandi fyligi að fagna hjá
þeim þjóðum, sem hafa verið
leiðandi í þróun mienntamála
eins og t.d. Svíum. Fæ ég ekki
séð annað en við Islendingar
munum á næstu árum tileinka
okkur sömu stefnu.
Dagana 7. tíl 10. júli 1970 var
haldiin í Kaupmannahðfn OECD
ráðstefna, sem f jallaði um áfram
haldandi þjálfun og menntun yf
:ir starfsævina. Þátttakendur
voru um 250 manns frá flestum
OECD löndium. Voru þetta aðal-
lega fulLtrúar frá verkalýðs-
hreyfingunni, samtökum vinnu-
veitenda, háskólum og stjórn-
vökJum.
Þátttakendur héðan voru þrír,
þeir Jón S. Ólafsson, deildar-
stjóri í félagsmálaráðuneytinu,
Guðmundur H. Garðarsson frá
Alþýðusambandi Islands, auk
mín.
1 þessu spjaHi mínu er ætlun-
ín að reyna að skýra í stuttu
máli frá nokkrum helztu niður-
stöðunum, sem fram komu á ráð-
stefnu þessari. Þetta er engan
veginn auðvelt, þvi að þarna
komu fram ekki færri en 15
meiri háttar erindi um málefn-
i'ð, þar sem mádin voru rædd frá
ýmsum sjónarmiðum.
Ég vil taka vara fyrif þvi, að
þótt ég hafi verið með þarna,
tel ég mig engan sérfræðing á
þessu sviði.
Það fór hvorki fram hjá mér
né öðrum, sem þátt tóku í ráð-
stefnunni, að viða um lönd er
risin hreyfing, sem beinist að
grundvaliarehdurskoðun og end
urmati á tilgangi, skipulagi og
fyrirkomulagi menntunar og
þjálfunar.
Vissulega höfum við fslend
ingar ekki farið varhluta af
hreyfingu í þessa átt. Islenzkt
skólakerfi hefur aldrei undir-
gengizt eins yfirgrrpsmikla end
urskoðun og einmitt um
þessar mundir. Það sem skilur
hið nauðsynlega og tímabæra
átak, sem hér er verið að gera
frá grundvallar sjónarmiði
OECD ráðstefnunnar er, að í
stað þess að þekkingaröflun sé
hugsuð eingöngu sem viðfangs-
efnl æskuáranna til undirbún-
ingis Mfsstarfi, verði að dreifa
þessu viðfangsefni yfir alla
starfsævina.
Það liggur i augum uppi, að sú
nýja stefna, sem er i þessu fólg
in, að dreifa þjálíun og mennt-
un yfir starfsævina, hefur i för
með sér grundvaHarbreytingu á
högum einstakMngsins, en jafn-
framt á tilhögun skólakerfisins
almennt og gripur jafnframt inn
í fyrirtækjareksturinn og máí-
efni launþega og samtaka
þeirra.
Breytingin myndi hafa í för
með sér margþætt vandamál.
Þótt þessi nýja stefna sé hvergi
fuMmótuö, virðist markvisst
unnið að því í sumum löndum að
koma henni í framlkvæmd.
Það er þá rétt að vikja að hin
um ýmsu sjónarmiðum, sem
fram komu hjá ræðumönnum á
ráðstefnunni.
Ræðumenn virtust vera saitir
mála um, að hinn sivaxandi
hraði tækndþróunar og þjóðfé-
lagslegra breytinga, hefði í för
með sér vaxandi þörf fullorðins
fólks til að endurskoða og end-
urbæta þekkingu sína og starfs-
hæfni. 1 inngangserindi ráð
stefnunnar, sem Sven Moberg,
ráðherra frá sænska mennta-
málaráðuneytinu ffl'Utti, vitnaði
hann til forseta Tanzaníu, JúM-
us Nýerere: „Við verðum að
mennta þá fullorðnu fyrst. Börn
okkar munu ekki hafa áhrif á
efnahagsþróun næstu 5—10 ára
jafnvel 20 ára. Aðstaða hinna
fullorðnu, hins vegar hefur
áhrif nú þegar.“ Moberg taldi,
að þessi skoðun ætti einnig rétt
á sér í flestum þróuðum löndum,
ekki sizt fyrir það, að þau
hefðu átt frumkvæðið að mennt
unarbyltingu, sem leitt hefði af
sér kynslóðaskil miili þeirra,
sem hefðu 6 ára skólagöngiu að
baki og barna, sem hefðu fengið
10—12 ára skólagöngu. Það
vandamál, hvernig ætti að bæta
þeim þjóðfélagsþegnum, sem
hefðu farið á mis við velgjörð-
ir núverandi menntakerfis
menntunarskortinn, var því of-
arlega á baugi. Svo notuð séu
orð prófessors Bertrands
Schwartz frá háskólanum í
Nancy í Frakklandi, en hann er
Svoinn B.jömsson.
jafnframt ráðunautur við
franska menntamálaráðuneytið i
framhaldsmenntunarmálum: „Ef
við viljum koma í veg fyrir, að
hagsveiflubundið atvinnuleysi
verði að tæknilegu atvinnuleysi,
þannig að milljónir fólks verði
aftur úr vegna tækniþróunar,
er óhjákvæmilegt að gera veru
legt menntunarátak. En þessi
menntun getur ekiki aðeins orð-
ið starfsmienntun, hún verður að
vera grunnmenntun, sem gerir
öMu starfandi fólki, hvenær sem
það óskar og hvenær sem það
getur, kleift að njóta góðs af
starfsmenntun og vera eigin
herrar, frjálst að þvi að velja
sér starf. SMlk grundvaldar-
menntun er jafnvel nauðsyn-
legri fyrir þá einstaklinga, sem
ekki hafa notfært sér það, sem
Húsnœði — Hjólbarðaverkstœði
Einn stærsti hjólbarðainnflytjandi landsins óskar að taka á leigu i Reykjavík hentugt húsnæði
fyrir hjólbarðaverkstæði.
Einnig kemur til mála að ganga til samstarfs við starfandi verkstæði ef það vildi taka að sér
söluumboð fyrir innflytjandann.
Tilboð merkt „7197" sendist blaðinu fyrir 24. þessa mánaðar.
þeir lærðu á ungum aldri. Flest i
af þessu fólikt, einkum ef það
hefur fengið lélega menntun,
hefur ailgjörlega gieymit þvl
sem það lærði á yngri árum.“
Markmið — hagræn og
félagsleg
Það er fyrirsjáanlegt að ýmiss
konar form mermtunar og þjálf-
unar fyrir . fullorðna, munu fá
váxandi áíhrif og hlutdeild í
þjálfun, menntun, starfi og fri-
stundum á komandi áratugum.
Forsjáilni gagnvart þessari þró-
un mun forða stjórnvöldum og
samtökum frá dýrkeyptum mis-
tökum og stuðla að hagrænum
og félagslegum áviinnmgi til
góðs fyrir alla. Það er unnt að
hafa nú þegar áhrif á sitthvað,
sem er að gerast gagngert með
langtíma sjónarmið fyrir augum,
sé litið á áframhaldandi þjálfun
og menntun sem óhjáikvæmilega
og æskilega þróun. Verkíiskipt-
ing og ábyrgðarskipting milli
stjórnvalda, vinnuveitenda,
launþega og samitaka þeirra í
sambandi við beinar aðgerðir og
fjárhagsleg framlög er nokkuð
sem ber að atbuiga, bæði frá hag
rænum og félagslegum sjónar-
miðum.
Kerfið þyrfti að vera svo úr
garðd gert, að sveigjanleiki og
aðlögunarhæfni gagnvart nýj-
um aðstæðum á vinnumarkaðn-
um, væru innbygigðir eigi'nleik-
ar. Forðast verður tilhneigingu
til ósveigjanleika, sem einkenn-
ir flest menntakerfi. Aðeins með
þessu móti getur áframhaidandi
þjálfun og menntun lagt si'tt af
mörkum til öruggis hagvaxtar og
llfsánægju einstaklingsins.
Ráðstöfun tínia milli vinnu,
náms og frístunda.
Það sjónarmið kom fram á ráð
steíinunni, að sú stefna, sem fól'g
in er i áframhaldandi þjálfun
og menntun yfir starfsævina,
myndi ekki eingöngu hafa I för
með sér grundvallaráhrif á hin
ýnrusu skólasti'g, eins og við
þekkjum þau í dag, heldur
myndi hún einniig hafa mikil
áhrif á vinnuhugtakið sem slíkt.
Svo notuð séu orð Mobergs ráð-
herra: „1 framtiðiinni á menntun
fullorðinna ekki að eiga sér
stað í frístundum og á helgum
eða frídögum. Hver einstakl-
ingur ætti að eiga rétt á því að
nota einhvern hiuta vinnutím-
ans til náms vikiulega eða mán-
aðarlega. Ákveða ætti með laga
setningu eða samningum milli að
ila vinnumarkaðarins að veita
einstaklingum frí frá störfum
til að leita menntunar án nokk-
urs fríðindamissis. Og tryggja
yrði að hann ætti afturkvæmt
til starfs að námstimanum lokn-
um. Með samkomulaigi eða laga-
setningu mætti hugsa sér að
koma slíku skipulagi á likt og
giidir um fjarvistir vegna barns
fæðinga eða herþjönustu.“
Sjónarmið varðandi þetta atr-
iði fara að sjálfsögðu eftir því
hver borga á brúsann. Þóttt sum
ir vinnuveitendur kynnu að
vera því sammála, að þeim bæri
að taika á sig kostnað vegna
þekkinigaröflunar starfsmanna
sem ieiddi til meiri starflshæfni,
teldu þeir, að ef ekki væri um
beint starfsnám að ræða, ættu
hJutaðeigandá starfsmenn aS
teita menntunar á eigin kosta.-
að og í eigin tinaa.
1 nýjium kjarasamnintgium miMi
franska vinnuveitendasambands-
ins og verkalýashreyfinigarinn-
ar, sem tóku gildi meðan ráð-
stefnan stóð, er einmitJt þessum
atriðum gerð skil. Virðist það
fyrirkomiulag þegar hafa hlotíð
viðurkenningu í Frakklandi, að
veita beri starfsmönnum frí á
fullum launum tdl náms eftir
álkveðnum skilyrðum.
Ábyrgðin á þvi að skipufoggja
og f.járntagna áframhaldandi
þjálfun og menntim.
Ein leiðin til þess að sbuðia
að þvi, að áframihaldandi þjáíf-
un og menntun verði tekin upp
á vtðum grundvelM er að setja
alunennar reglur til þess að
jafna samkeppnisaðstöðu miilá
fyrirtækja, sem láta slíka þjálf-
un og menntun i té og hinna,
sem það gera ekki. Önnur leiO
gæti verið að gera það í gegit-
um hið opinbera. Skipting
ábyrgðar á hinni beinu framr
kvæmd og útvegun fjármuna
eru spurningar, sem athuga
verður í samhenigi við félagsleg
og hagræn markmið og stjóm-
máiakerfi í hverju landi.
Gera verður greinarmun á því
varðandi kostnað, hvort þjáífun
in eða menntunin svarar tii
þarfa fyrirtækis, sem einstakl-
ingurinn starfar hjá eða hvort
einstaklin'gurinn er að betrum-
bæta sjálfan sig eftir eigln geð-
þótta og þörfum. I.jóst er, að sér
hvert fyrirkomulag, sem miðar
að þjálfun og menntun fullorð-
inna í stórum stil verður hluti
af framieiðslukostnaði fyrir-
tækja og mun hafa áhrif á það
verð, sem néytendur þurfa að
greiða. Hins vegar verða neyt-
endurnir, þegar til lengdar læt-
ur einmi'tt aðnjótandi hins hag-
ræna ávinnings sem af hlýzL
Sameiigi’nleg fjármögnun gætt
lagt hinn pólitíska og sálræna
grundvöli að hinum almenna
rétti til áframihaídandi þjádfun-
ar og menntunar fyrir alia,
þetta gæti einnig stuðlað að
méiri sveigjanleik starfsævi’nn-
ar.
Vinnuveitandi mun að öðm
jöfnu leggja áherzlu á að þjálifa
þá starfsmenn sina, sem fyrir-
tækinu eru mest virði. Mismun-
andi fyrirtæki hafa mi'smunandi
möguleika á að þjálfa starfs-
menn sína. Stór fyrirtæki, sem
geta verið nokkurn veginn ör-
ugg um að mikill hluti starás-
manna þeirra haldi áfram í
þjónustu fyrirtækjanna eftir
þjálfun, geta hugsanlega haft
einn af hverjum tíu stiarfS'manna
samtímis á þjálfunarprógrammd.
Þetta geta lítil fyrirtæki ekki
leyft sér. Þegar vel gengur geta
vinnuveitendur haft fé til af-
l'ögu til þjálifunar starfsmanna,
miklu siður þegar afkoman er
lakari. Til að tryggja jafnari
dreifingu á þj'álifun allra stanfls-
manna væri hægt að hugsa sér
ýmsar leiðir, svo sem samnings-
bundin námsfrí eins og i Frakk-
lamdi, eða lagalegan rétt tii
þjálfunarst'yrkja, eins og i
Þýzkalandi. í nýllegri lögigjöf i
Bretlaindi, iðnþjáifunarlögunum,
er beinMnis gert ráð fyrir þjáitf
un fuliorðinna.
VEGGFÚDUR
Okumenn
Ný sending komin, úrvalið aldrei meira. Cjörið svo vel
og lítið við í verzlun okkar að Bankasfrœti 11. Veljið
það sem henfar, við höfum það sem þér leitið að.
J. Þorláksson & Norðmann hf.
Upprifjunarnámskeið fyrir ökumenn verður haldið í Templara-
höllinni við Eiríksgötu kvöldið 29. og 30. júní og 1. júlí n.k.
Efni námskeiðsins verður:
Umferðarlög.
Leiðbeiningar i umferðinni.
Tryggingamál.
Maðurinn í umferðinni.
öryggi ökutækja.
BFÖ vill hvetja ökumenn til að sækja námskeiðið, sem verður
öllum opið.
bátttöku skal tr.kynna til Ábyrgðar h.f., Skúlagötu 63, simi
17455 eigi síðar en 25. júní n.k.
BINDINÐISFÉLAG ÖKUMANNA.