Morgunblaðið - 20.06.1971, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚNl 1971
7
Hrós og þökk
EINS og líkaminn þarf fæðu
daglega og meira að segja
sérstaka samsetningu fæðu-
efnanna til vaxtar og við-
halds, þannig þarf manns-
sálin einmig á andlegri fæðu
að halda til þess að fínna
frið og sælukennd, hamingju.
Margt fólk, sérstaklega kan-
ur, sem vantar til lengdair
vítamín eða lifefni andlegrar
fæðu leita til lækna og sál-
fræðinga og biðja um viðtal
og pillur, af þvf að þær
finna sig yfirkomna af leiða,
einmanakennd og angist.
„Hjartað heimtar meira en
húsnæði og brauð.“ f>að er
alveg rangt að ímynda sér
að velferðarríkið með öll-
um sínum lífsþægindum geti
fullnægt hamingjuþörf og
sæluþrá mannshjartans. Þar
eru ísskápar, ryksugur og
uppþvottavélar aðeins smá-
þáttur í sælukemnd, og
heimtufrekja margra kvenna
og jafnvel barna líka, þar
sem sífellt er krafizt meira
af fíhni fötum og fallegum
hlutum, peningum og leik-
fömgum, er oft ekki annað
en ummyndaður sársauki
og vamsæld yfir skorti á and
legri fæðu, andlegum vita-
mínum, sem kristinn dómur
hefrjr kallað dyggðir og kær
leika.
Gjöf og þægindi sem veitt
eiru af tómlátri hönd og
köldu hjarta, án andlegrar
hlýju eru litilsvirði til að
skapa mannlega hamingju.
Lítil gjöf með brosi og af
alúð er betri en milljónir,
sem hent er eins og beini í
hund. Gjöf frá köldu hjarta
er ekki sálarfæða, heldur
kaupgreiðsla.
Ðg nú er nýjasta nýtt hjá
vansælum konum, sem kalla
sig rauðsokkur (um uppruna
þeirar nafngiftar er mér lítt
kunnugt), að leita inin á svið
stjórnmálanna til að finna
þar það, sem viðtöl sálfræð-
inga og pillur lækna hafa
ekki megnað að veita. En
varla verða þær fundvísari
á þeim akri. Stjórnmálavaíst
ur veitir varla mikla ham-
ingju þeim, sem þrá innst
inni ástúð og þökk, hrós og
viðurkenningu. En í þessum
orðum felur sönn speki efnið
í þeim andlegum lyfjum,
sem þessar vansælu eálir
vantar, þeim lífefinum, sem
samfélagið má ekki án vera
hversu auðugt sem það er af
aurum og lífsþægindum.
Ekkert vitnar skýracri lit-
um um þennan skort á hrósi,
þökk og ástúð en ýmislegt
af því, sem hjón sem eru að
skilja segja líkt og ósjálfrátt.
„Aldri fær maður hrósyrði
fyrir neitt. Maður stritar og
baslar í öllu því versta dag
eftir dag við uppþvott og
bleyjur, hreingemingar, gólf
þvott og matargerð og
„vinnur úti“ annan hvern
dag — en aldrei eir nóg, allt
er talið sjálfsagt og sízt af
öllu þakkarvert. Svo á að
taka við karlinum meira og
minna drukknum tvo og þrjá
daga í viku, ef hann þá læt-
ur sjá sig. Og allt sem mað-
ur fær eru aðfinmslur, ónot
og skammir. Nei, þetta legg
ég ekki á mig lengur. Ég vil
hafa frið. Lái mér hver sem
vill.“
Eitthvað á þessa leið orð-
aði ein frúin þetta vanda-
mál héma um daginn. Og
þær eru orðnair margar,
meira að segja margar á mán
uði, jafnvel á viku, sem gefa
þenman vitnisburð.
Og eitthvað á þessa leið
orðar svo eiginmaður sitt
sjónarmið:
„Ég reyni að sjá um mitt.
Fæ henni oftast alla penimga,
sem ég vinn mér imn, nema
þá að ég geti stungið undan
einhverjum aurum fyrir
,,auka-djobb“. Ég annast um
þau öll og sé fyrir heimil-
imu. Þá finnst mér réttlátt
að hún sjái um að allt sé í
lagi heima og sé ekki sí-
kvartandi og kveinandi,
heimtandi og önug. Ekki
þakkar hún, finmst allt sjálf-
sagt, og að hún skilji mín
kjör, mi'tt erfiði, nei takk,
ekki aldeilis. Við erum þó
að minnsta kosti fullorðið
fólk og ættum að hafa augu
og eyru opin fyrir tilver-
unni.“
Þetta hljómar næstum
eins og rök fyrir Tétti og
dómstólum. En þessir vitnis-
burðir opna heilan afgrunm
og undirdjúp af kulda og
skilniingsleysi, þar sem tvær
manneskjur, sem eru saman
daglega og eiga allt saman,
gamga hvort sina götu, eins
og heil heimsálfa væri á
milli.
Það er ekki nóg að gefa
og þiggja, ef það er gjört á
vélræman hátt. Það er ekki
nóg að þakklætið sé í hjart-
anu, ef það birtist aldrei í
brosi, atlotum og orðum.
Ástim kulnar í kulda van-
þakklætis og misskilnings.
Er nokkur í nokkru starfi
á mokkru sviði hamingjusam
ur án hróss, uppörvunar og
viðurkenmimgair? „Ekki er
seimma vænna,“ sagði eimn
af helztu spekimgum Is-
lands með sínu' töfrandi
brosi, þegar honum var veitt
einhver almenin viðurkenming
áttræðum eða hvað þau nú
voru mörg árin, sem hann
hafði þá lifað.
Jafnvel hinm sjálfstæðasiti
og dugmesti persóinuleikl
getur ekki orðið hamingju-
samur án hróss og þakklæt-
is. Allir þrá að hljóta lof
fyrir vel unnin störf, jafmvel
þótt þeir viðurkenni það
hvorki fyrir sjálfum sér né
öðrum. Það er andlegt lífs-
lögmál. Vex hver við vel
kveðin orð. Þar gildir einu
hvort starfssviðið er í fjósi
eða á ráðherratróni, í eldhúsi
eða predikunarstóli.
Og hrós er tvöfalt, já,
margfalt meira virði frá
þeim, sem við elskum en
mokkrum öðrum. Sjálfur kær
leikurinn visnar og verður
að kræklun, fái hanm engam
yl af hrósi og þökk eða enga
aðstöðu til að ilma móti nein
um.
Ástin verður að geta tjáð
sig á einhvern hátt og njóta
tjánimgar frá þeim, sem hún
umvefur. Án þess getur hún
jafnvel breytzt í fyrirlitn-
ingu, ógeð og hatur — orðið
afturganga af sjálfri sér.
Algengt tilfmningalegt fyrir
brigði við hjómaskilnaði. Eng
imn er verri né hættulegri en
ástvinur, sem fylltur er
slikri andlegri ranghverfu
ástar.
An hróss og þakklætis
verður allt svo gleðivana og
kallt.
„Hvað er svo helsnautt í
heimsins rann sem hjarta
er aldrei neitt bergmál
fann?“
„Ég“ Og „Þú“ eru sam-
stæður, sem verða að berg-
mála hvor aðra, áin þess
verður veröldin eyðimörk
vamsælu og vandræða.
Sambandið, temgslin þarna
á milli heita þökk og hrós,
ástúð og viðurkenmimg fyrir
það, sem vel er gert.
Þetta gildir jafnit milli
Guðs og manns og milli með
bræðra á vegi hversdagslífs-
ins.
Skólauppsögn
í Skógum
HÉRAÐSSKÓLANUM í Skógum
undir Eyjafjöllum var sagt upp
laugardagimn 29. maí. í yfirliti
skólastjórama, Jóns R. Hjálmars-
aonar, koon fram að nemendur
höfðu lengst af verið 127 þetta
akólaár, fastir kenmarar 7 og 2
atundakennarar. Gagnfræðaprófi
luku 35 nemendur og hæstur á
því prófi varð Guðjón Baldvims-
son, Eyvindarhólum, Rang., með
8,4 í aðaleimlkunm. I öðru sæti
tneð 8,1 var Gumnar Valdemars-
son, Eyvik, V.-Skaft., og í þriðja
með 7,9 var Vigfús Helgaison,
Hraumkoti, V.-Skaft.
Lanidspróf þreyttu 32 nememd-
tir og máðu liðlega tveir þriðju
framhaldseinkunm. Hæstur á
lamdsprófi var Þorvaldur Þór
Garðarsson, Ormstöðuim, Gríms-
nesi, með 7,9 í aðaleinkunn.
Aðra hæstu einkunn, 7,3 fékfk
Sigríður J. Sigurðardóttir,
Kirkjubæ, Rang. og í þriðja sæti
voru jöfn með 7,2 þau Elín B.
Hartmarsdóttir, Frammesi, N,-
Þing. og Sighvatur B. Hafsteims-
som, Smáratúni, Rang.
Almennu miðflkólaprófi í 3.
bekk lulku 33 nemendur. Hæstu
eimkunm, 8,6, hlaut Ómar
Halldórsson, Brekkum, Mýrdal.
Næstur með 8,2 var Viðar Magn-
ússon, Miðfelli, Árn., og í þriðja
sæti með 8,1 var Bjami Þór Jak-
obsson, Skaiftafeíli í Öræfum.
Unglingapróf þreyttu 26 nem-
endur og hæstu einkunn 9,1 hlaut
Halldóra Jómsdóttir, Skógum.
Næstur með 8,7 var Gísli Þ.
Júlíusson, Norðurhjáleigu, Álfta-
veri, og í þriðja sæti voru jöfn
með 8,5 þau Gunnar Á. Gunn-
arsson, Vatnsskarðsshólum, V.-
Skaft. og Iða Brá Þórhallsdóttir,
Skógum.
Minningargjöf
frá eldri
borgurum
NÝLEGA söfnuðu eldri borgar-
ar í skoðunarferð á söfn í Rvík
um 2 þús, krónum, til miiming-
ar um frú Hildi Sívertsem, sem,
eftir ósk frú Geirþrúðar Beoi
höft, dóttur Hildar, var látið
renna til Krabbameinsfélags ís-
lands.
Vill Krabbameinsfélagið
þakka þessa góðu gjöf alveg
sérstaklega.
(Frétt frá
Krabbameinsféiaginu)
f
V.
SLIMMA
Nútíma-stúlkan, frjóls og sjálfstæð
velur þægileg föt sem klæða hana
— hún velur SLIMMA.
J
Ungbarnafatnaður
Ný sending. Dönsk gæðavara.
BELLA, Barónsstíg,
BELLA, Laugavegi 99.
Fylgizt með tízkunni — Prjónið úr
HJARTAGARNI
VIÐ HÖFUM NÝJUSTU LITINA OG MIKIÐ
ÚRVAL AF PRJÓNAMYNSTRUM.
Verzl. HOF
Þingholtsstræti 2.
Sími 16764.