Morgunblaðið - 20.06.1971, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIB, SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1971
11
íert úr bambusviði og skeljum.
ngurnar tákna sjólag og flókna
ásamt stórsiglunni, lítið og hall
andi mastur fyrir framan hana,
og þetta mastur þróaðist síðan
í bugspjótið á miðaldaskipun-
um.
Sjómenn þessara tíma voru
að byrja að komast upp á lag
með að beita nœr vindi en áð
ur var, og til þess þurftu þeir
lítið segl fram á skipinu, sem
auðvelt var að hagræða eftir
vindstöðu.
Við strendur Atlantshafsins
í Norðvestur-Evrópu var von
iegt að skipagerðin yrði með
nokkuð öðrum hætti en við
Miðjarðarhaf. Á þessum slóð
um var mikill munur flóðs og
fjöru og strendur langar sem
sigla þurfti grunnt meðfram.
Þegar Ceasar ruddist inn
Bretland kvartaði hann yf-
ir þvi, að skipasmiðir sínir
gætu ekki smíðað jafn nothæf
skip og hinir innlendu menn á
Bretlandseyjum. Það var ekki
langt um liðið frá þessari inn
rás, þegar skip við þýzku
og skandinavisku strönd
ina höfðu þróazt til hinnar
frægu langskipagerðar víkinga
skipanna.
Þessi skip voru notuð aðal
lega í árásarferðir. Þau voru
tvístafna og grunnskreið og
reist og ætluð til tíðra lend
inga fremur en að liggja fyr-
ir akkerum.
Víkingaskipin voru knúin
áfram með þversegli og árum
og ræðararnir voru víkingarn
ir sjálfir.
Skipin voru vel fallin til
skyndiárása upp eftir grunn-
um árósum ensku og frönsku
strandarinnar.
Á tíundu öldinni var farið að
byggja þessi skip breiðari og
siglt á þeim með fjölskyidur og
bústofn til Islands og Græn-
lands. Fornleifafræðingar hafa
grafið upp nokkur víkingaskip
úr haugum þeim, sem þau
höfðu verið heygð í með höfð-
ingjanum en það var grafsið-
ur á víkingatimanum. Jafnvel
hin minnstu þessara skipa virð
ast hafa verið mjög góð sjó-
skip, eins og sannað var síð-
ast á næstliðinni öld, þegar eft
irlíkingu af Gaukstaðaskipinu
var siglt af Norðmönnum, af-
komendum víkinganna, til
Ameríku.
Eftir innrás Norðmanna i
Bretland, tóku þjóðirnar við
Atlantshaf að fara fram úr
Miðjarðarhafsþjóðunum í
skipasmíðalistinni. Stýrisblaðið
kom í stað stýrisárarinnar, sem
var sein í vöfum, afturmastur
fyrir messansegl og síðar meira
fríborð og margar þiljur.
Úr bókinni Discovery
and Exploration e.
Frank Dedenham
Þýðandi Ásgeir Jakobsson
Skip Kólumbusar, Santa
Maria er oft notað sem dæmi
um hinar frægu húkkortur
fimmtándu og sextándu aldar-
innar, enda þótt það skip væri
langt frá þvi að geta talizt til
beztu skipanna af þeirri gerð
og væri heldur lélegur siglari.
Hún var þrimastra og aftasta
mastrið var með þrihymu.
Hún var níutíu feta löng,
tuttugu feta breið og áhöfnin
var 52 menn.
Skip á öld hinna miklu landa
funda stækkuðu ekki svo mjög,
þó að þau yrðu að flyftja með
sér miklu meiri birgðir af vatni
og öðrum vistum en skip fyrri
tíma. Skip Drakes Gullna
htndin var ekki nema hundrað
tonn og á'höfnin sextíu menn.
Lengsta sjóferð hans frá Kali-
forníu til Filippseyja tók sex-
tíu daga. Það var erfiðara að
athafna sig á stórum skipum
en smáum s'kipum við ókunnar
strendur. Skip Dampiers,
Roebuck, sem smíðað var um
1700, var aðeins 300 tonn, og
skip Cooks, Endeavonr var
ekki nema 360 tonn.
Allt til loka seglskipatimans,
var mest áherzla lögð á að
skipin væru sterk og lipur í
vendingum, þetta átti að
minnsta kosti algerlega við um
landaleitarskipin. En þó að
stærðin breyttist lítið um langa
hrið, tók margt miklum fram-
förum um borð, svo sem reiða-
búnaður, akkerisbúnaður,
blokkir og trissur fyrir hlaup-
ara og yfirleitt öll þau hundr-
uð smáatriða, sem samanlagt
gera sjómennskuna að þeirri
atvinnugrein, sem alltaf kreifst
leikni og kunnáttu.
Járnskip knúin gufuafli ger-
breyttu öllum eiginleikum
skipa og það er engin ástæða
til að rekja þróunina frekar.
Nú á tímum siglum við tíu þús
und tonna ísbrjótum, sem geta
á sextán hnúta hraða mulið
undir sig 10 feta þykka
ishellu, og við höfum kafbáta
knúna kjarnorku, sem geta
siglt þúsundir mílna undir ís.
Þegar svo var komið, að
menn voru farnir að byggja
skip, sem gátu borið þá langt
frá landi, þurftu þeir að fara
að hyggja að kerfi til að sigla
eftir. Polynesíumenn og aðrir
siglingamenn fornir hljóta að
hafa stuðzt við öll náttúrleg
merki, sem um var að ræða, svo
sem stjörnur, sól, þrálátan
vind, strauma, flug fugla og ým
is önnur teikn. Það er mikið til
af lýsingum á þvílíkum siglinga
aðferðum og er þær að finna i
kvæðum og munnmælasögum,
eins og í Ódysseifskviðu Hom-
ers, þar sem segir frá siglingu
Ódysseifs eftir stjörnum, og í
biblíunni, þar sem segir frá sigl
ingu Nóa, sem sendi út dúfu
til að vísa leiðina.
Löngu áður en menn gerðu
sér nokkrar hugmyndir um átta
vita, hafa þeir þekkt austur og
vestur eftir sólrisi og sólsetri,
og þeir hafa getað áttað sig á
norðri og suðri af því að þeir
þekktu nokkrar stjörnur, sem
eru jafnan yfir norðurheim
skautinu.
Þegar siglt hefur verið eftir
sól og stjörnum á þessum tíma
hefur siglingafræðingurinn
eða skipstjórinn orðið að gera
ráð fyrir jöfnum gangi þessara
'himintungla yfir himininn.
Þekking hans á siglingu eftir
stjömum hefur því mótazt af
langri reynslu. Hann hefur
smám saman lært að átta sig á
skekkjum, sem komu fram i
gangi leiðarstjarnanna á tíðfar
inni siglingaleið.
Fyrri tima siglingafræðingar
á Miðjarðarhafi, hafa ekki ver
ið í neinum verulegum vand-
ræðum með að finna land, þar
sem þeir hafa aldrei verið
nema mest 150 sjómílur frá
landi. Þeirra leikni og
kunnátta hefur því legið helzt
í þvi að þekkja landið, sem
þeir komu að og mæla dýpi.
Þar sem seglabúnaður þessara
skipa var fyrst og fremst þver
segl, þá þurfti að halda skip-
unum sem lengst frá landi og
forðast ströndina til hlés með-
an á ferðinni stóð.
Hinn frægi veðurturn í
Aþenu sýnir, að Grikkir hafa
notað sér mjög af stöðugum
vindáttum, sem þeir sögðu f jór-
ar og lægju milli hinna fjög-
urra höifuðpunkta áttavitans.
Gríski heimspekingurinn,
Ptolemy, sem uppi var 150 ár-
um fyrir Kristburð, fann upp
kerfi, sem ekki er ólikt okkar
kerfi nú af lengdar- og breidd
arbaugum, en þetta kerfi var
ekki notað af sjómönnum fyrr
en þúsund árum síðar. Á þess
um timum voru heldur ekki til
kort í þeirri merkingu, sem við
leggjum nú í orðið, en samt
hafa verið þekktar einhverjar
siglingastefnur. Við þekkjum
meira en eina lýsingu frá þess-
um tíma af siglingu meðfram
ströndum, þar sem lýst var
höfnum, sem leiðin lá hjá,
annesjum og fjarlægðum milli
staða, ásamt upplýsingum imi
hvaða vindar væru hagstæðast
ir á þessari siglingaleið, og
hvaða verzlun væri hægt að
stunda á hinum ýmsu höfnum.
Eina siglingatækið, sem sigl-
ingafræðingurinn hafði sér til
aðstoðar, var mælistöng eða lóð
lína, allt annað varð að byggj-
ast á dómgreind og reynslu.
Enda þótt eiginleikar leiðar-
steinsins eða seguljárnsins
væru þekktir frá fornu fari af
Grikkjum og Kínverjum, þá
hugkvæmdist mönnum ekki að
nota segulnálina fyrr en á
tólftu öld, og sú notkun var
upptekin af sjómönnum á Mið-
jarðarhafi. Fyrsta skrifaða heim
ildin um notkun segulnálar er
frá 1218 en þá er líka talað
um hana sem tæki, sem almennt
sé notað. Þetta var nál, sem
stungið var gegnum strá og
látin fljóta á vatni í skál. Það
ieið alllangur tími þar til ein-
hverjum hugkvæmdist að láta
nálina vega salt á prjónsoddi
og snúast yfir merkt spjald og
það leið siðan enn langur tími,
þar til einhverjum öðrum hug-
kvæmdist að koma nálinni fyr-
ir undir spjaldinu og láta
spjaldið snúast ytfir henni.
Notkun áttavitans leiddi
það af sér að farið var að setja
stefnur milld staða og fylgja
þeim og einnig að mæla tím-
ann á siglingunni eftir stunda
glasi með sandi í.
Að finna breiddina á hafi úti
með því að athuga norðlægar
stjörnur hefur líklega fyrst
verið notað á Indlandshafi.
Marco Polo lýsir slíkri aðferð
um 1290. Arabar virðast einn-
ig hafa fyrstir fundið upp
,krossstafinn“, sem síðar var
svo mjög notaður af Vestur-
landamönnum. Þessi krossstaf-
ur voru stuttar spýtur festar
þvert á langa spýtu og merkt-
ar. Hornið milli stjörnunnar og
sjóndeildarhringsins var siðan
fundið með því, að bera spýt-
una fyrir augað og færa hana
til fyrir auganu, þar til horn-
ið var fengið og lesa síðan af
mælikvarðanum.
Evrópskir sjómenn tóku
ekki til að notfæra sér stjarn-
fræðilegar athuganir til að
finna breiddina fyrr en á dög
um Hinriks siglingafræðings,
þegar kvaðrantinn varð al-
mennt notað tæki til ákvörðun
ar breiddar. Þegar kvaðrant
var notaður til að mæla hæð
stjörnu (og þar af breiddina)
horfði siglingafræðingur til
hliðar yfir skipssíðuna. Lóðlína
var látin hanga frá einu horni
kvaðrantsins og sýndi hún
hallahornið, sem lesið var af
bogmynduðum mælikvarða,
sem lóðlínan lá yfir.
Annað tæki svipaðrar gerð-
ar, svonefndur stjörnumæl-
ir var einnig nötaður, og var
það gert af þungum málmi
hringmynduðum og gráðu-
merktum og var á honum
hreyfanlegur armur með göt-
um til að kikja í gegnum
á stjörnuna eða sólina. Þetta
tæki létu menn hanga á fingr-
um sér í hringum, sem komu þá
í stað lóðlínunnar á kvaðrant-
inum.
Bæði þessi tæki var erfitt að
nota á sjó, vegna hreyfinga
skipsins, en með ítrekuðum at
hugunum mátti ná hornamæl
ingum, sem ekki skeikaði nema
hálfri gráðu eða svo. Kólum
bus notaði bæði þessi tæki á
ferðum sínum, en það hefur
þýtt það, að hann hefur þurft
tvenns konar töflur, aðra fyr
ir hina reglulegu göngu sólar
fytrir norðan eða sunnan mið
baug, og aðra fyrir helztu
stjömurnar.
Athuganirnar á sól og stjörn
um varð að gera þegar sólin
eða stjarnan gekk yfir hádeg-
isbaug skipsins, svo að ekki
gat verið nema um eina athug-
un á sólinni að ræða daglega,
og einnig einungis eina athug-
un á hverri stjörnu í töflunni
á nóttum.
Þar sem miklu auðveldara
var að ákveða breiddina held-
ur en lengdina, höfðu siglinga
menn þá venju að miða við
stað fyrir austan sig eða vest-
an á þekktri breidd og halda
frá þeim stað eftir breiddar-
baugnum.
Þetta var mjög örugg aðferð
og notuð, þar til menn fundu
betri aðferðir til að ákvarða
með lengdina. Þeir urðu samt
fyrst að endurbæta aðferðim-
ar til að mæla með hæð himin-
hnattar. Þessi bætta hæðar-
mælingaaðferð fannst snemma á
átjándu öld, þegar John
Hadley — og um leið, þó að
hvorugur vissi af hinum,
Thomas Godfrey og á eftir
honum kom Newton — bjuggu
til eða smíðuðu fyrsta sextant-
inn. Það tæki var miklu betra
til mælinga á veltandi skipi en
kvaðrantinn og með sextantin-
um var hægt að mæla hornið
með nákvæmni allt að sextánda
hluta úr gráðu.
Með tilkomu sextantsins var
breiddarákvörðun orðin til-
tölulega einfalt siglingaatriði,
en lengdarákvörðunin var enn
um hríð mjög ónákvæm og á
löngum sjóferðum, þegar ekki
sást land langtímum saman, gat
skekkjan hjá skipstjóranum í
ákvörðun lengdarinnar numið
hundruðum sjómílna.
Þessi vankunnátta í því að
ákveða lengdina olli mörgum
slysum, og þess vegna var
það, að brezka stjórnin bauð
verðlaun að upphæð 20 þús-
und sterlingspund, þeim manni,
sem gæti fundið aðferðir til að
ákveða lengdarbaug á hafi úti.
Skýrslur hinnar svonefndu
„lengdarbaugsnefndar", eru
fullar af fáránlegustu hug-
myndum um það hvemig leysá
megi þetta verkefni. Þegar
Newton var beðinn að taka
þátt í störfum þessarar nefnd-
ar, svaraði hann íýlulega, að
hann vissi ekki tii að lengdar-
baugurinn hefði nokkru sinni
týnzt.
Vegalengdin milli lengdar-
bauga er í rauninni munurinn
á staðartíma og Greenwich
tíma, svo að viðfangsefnið var
það, að búa til klukku, sem
sýndi jafnan Greenwichtíma á
siglingunni með allmikilli ná-
kvæmni. Þetta var það, sem
John Harrison, syni smiðs í
Yorkshire, tókst að leysa.
Síðan það var hefur klukku
smiðunum tekizt að smíða hinn
fullkomna krónometer, sem orð
inn er hefðbundið mælingatæki
bæði við sjó- og loftsiglingu.
Þróun sjókortsins, sem einn-
ig verður að líta á sem slgl-
ingatæki, varð hægari en áð-
urnefndra siglingatækja.
Fyrsta raunverulega siglinga-
kortið var gert 1 byrjun fjórt-
ándu aldar af siglingafræðing-
um á vestanverðu Miðjarðar-
hafi og hið fyrsta þessara
le^rta mótaði þau, sem á eftir
komu. Þessi kort voru nefnd
„Portolano kort,“ og voru not-
uð við siglingar og gengu frá
manni til manns um tveggja
alda skeið.
Kortin voru dregin á"Tsauð-
skinn og öll sömu gerðar. Það
var einungis merkt inn á þau
hin ýmsu einkenni strandarinn
ar með nöfnum á skögum og
höfnum og þess háttar kenni-
leitum. Á kortin var síðan dreg
ið mi'kið net lína og hringa,
sem höfð var hliðsjón af við að
ákveða stefnu frá einum stað
til annars. Þessi portolanosjó-
kort viku smám saman fyrir
kortum, sem landkortagerðar-
menn drógu og af þeim mönn-
um varð Gerardus Mercator
sjómönnum mestur bjargvætt-
ur.
Um 1560 fann Mercator upp
þá kortagerðaraðferð sem við
hann er kennd. Merkatúr-
aðferðin var gerbylting í korta
gerð, þvi að nú gat sjómaður-
inn ákveðið kompásstefnu sína
einfaldlega með þvi að draga
beina linu á kortið til þess stað
ar, sem hann ætlaði til, enda
þótt sú lína væri ekki ævinlega
stytzta leiðin. Nú á tímum
eru í reyind öll kort til almennr
ar notkunar dregin með merka
túraðferðinni, þrátt fyrir þá
mælikvarðaskekkju, sem kem-
ur fram á þessum kortum, þeg-
ar fjarlægðin frá miðbaug er
orðin mikil og vex sifellt eft-
ir þvi sem nær dregur heim-
skautunum.
Á merkatúrkortin er mjög
auðvelt að rekja slóð skpisins
og ákveða stað þess með þeirri
aðferð, sem er eina framförin i
siglingafræði, sem hér þarf að
fjalla um.
Framhald á bls. 12