Morgunblaðið - 21.07.1971, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1971
18
Húsafellsmót iðnnema
Athugasemd frá embætti
sýslumanns Borgfirðinga
Blaðinu hefnr borizt eftir-
farandi frá skrifstofu Mýra-
<>g Borsrarfjarðarsýslu:
Að gefnu tilefni vegna rang-
færslu „forráðamnanna iðnneona“
um samskipti þeirra við sýslu-
mannsembsettið í Borgarnesi
vegna „landsmóts Iðnnemasam-
bands Islands" í Húsafelli 26.—
27. júni s.I. — er embættið knúið
til að rekja eftirfarandi stað-
reyndir:
1. Á hverju ári veitir embætt-
ið misjafnlega mörgum félaga-
samtökum samþykki sitt til inn-
antfélagsmóta og samkoma í hér-
aðinu, enda sé þess þá gætt af
háífu viðkomandi förráðamanna
að þær samkomur brjóti ekki í
bága við sérstaka úthlutun emb
ættisins á öllum almennum/op-
inberum samkomum í héraðinu,
en þeim er ráðstafað formlega á
sérstökum úthlutunarfundi að
vori ár hvert fyrirfram fyrir
tímabilið 1. maí — 1. öktóber.
Þessi úthlutun á öl'lum alrnenn-
um/opinberum samkomum
(þ.m.t. alm. dansleikjum) bygg-
ist á sérstöku samkomulagi emb
ættísins og allra forráðamanna
samkomustaða í héraðinu, og á
rætur að rekja ti'l ársins 1963
að þetta fyxirkomulag var tek-
ið upp og hefur síðan þróazt
m,a. í viðtækara samstarf um
bætt samkomuhaid í héraðinu.
Samvinna embættisins og sam-
komuaðila hefur að þessu leyti
verið mjög góð enda með því
verið reynt að tryggja sem rétt-
látasta skiptingu aimennra/op-
inberra samkoma einkum dans-
leikja í héraðinu og tryggja
jafnframt, að hægt væri að
halda uppi allsherjarreglu og
almannafriði með þeim fáu lög-
gæzlumönnum sem það hefur yf
ir að ráða. Nauðsyn þessa fyrir
komulags hefur margsannazt
ekki sízt síðari ár eftir að Borg
arfjarðarhérað er orðið eitt etftir
sóttasta útivistar- og samkomu
svæði a.m.'k. í nágrenni þéttbýlis
ins við Faxaflóa. Á þennan hátt
hefur hingað til tekizt m.a. að
gera enn gleggri greinarmun en
eJla annars vegar á almennum
samkomum í lögsagnarumdæm-
inu þar sem nær öllum er heimill
aðgangur og fastri löggæzlu er
haldið uppi á vettvangi án und-
antekninga, og hins vegar þeim
„lokuðu", sem ýmsir aðrir aðilar
halda, þar sem aðganigur er m.a.
takmarkaður við ákveðinn fé-
lagsskap og e.t.v. nokkra gesti
og sérstök löggæzla yfirleitt
óþörf. Leytfi til hinna síðast-
nefndu hafa venjulega ekki ver
ið formleg (skrifleg) gagnstætt
þvi sem gilt hefur um þær fyrr
nefndu. Það fyrirkomulag hefur
enigum vandræðum valdið fyrr
enda ábyrgir aðilar staðið
að þessum samkomum og má þar
nefna Bandalag íslenzkra
skáta, samtök ungra bindindis-
manna, Borgf irðingafélagið og
f jöimarga aðra.
2. í byrjun júní skýrði sýslu-
maður undirrituðum frá símtali,
sem iðnnemi nokkur hefði átt
við sig um leytfi fyrir iðnnema
til félagsmóts í Húsafelli.
Kvaðst sýslumaður hafa vísað
viðkomandi á undirritaðan, sem
hefði að mestu með afgreiðslu
þessara mála að gera hjá embætt
inu og mælt jafnframt með því
að umbeðið leyifi yrði veitt, ef
annað væri þvi ekki til fyrir-
stöðu.
Þá þegar var gengið út frá
þvi, að hér væri um innantfélags
mót iðnnema að ræða sem ekki
væri opið aimenningi, enda mál-
ið þá og síðar kynnt fyrir emb-
ættinu sem slikt.
Nokkru síðar hringdi einn af
forráðamönnum iðnnema til und
irritaðs, gat fyrmefnds samtals
við sýslumann og spurðist fyrir
um leyfi f.h. I.N.S.Í til félags-
móts þess, sem ætlunin væri að
halda í Húsafelli 3.—4. júlí en
samþykki landeiganda væri
fengið. Þessum aðila var strax
tjáð í stiittu máli, að Iðnnema-
sambandi íslands væri af emb-
ættisins háifu heimilt að halda
innanfélagsmót sitt í Húsafelli,
þar sem ekki væri nm að ræða
almenna og öllum opna fjölda-
samkomu eða aimennan dans
leik, heldur mót bundið við fé-
lagsmenn og e.t.v. nokkra gesti.
Á dagskrá mótsins var ekki
minnzt enda ekki venja af
háltfu embættisins að hafa atf-
skipti af þeim málum á innan-
félagsmótum. En vegna þess að
félagsheimilinu Logalandi i
Reykholtsdal hafði verið veitt
leytfi til almenns dansleiks 3.
júlí og sá staður er nálægt Húsa
félli var m.a. gert að skiiyrði að
iðnnemar fyndu aðra mótsdaga
sem betur hentuðu. Ástæður fyr
ir þvi ættu að vera flestum Ijós-
ar og skýringar óþarfar. En þó
er rétt að netfna, að embættið
vildi með þessu m.a. koma í veg
fyrir hugsanleg óþægindi á fé-
lagsmóti iðnnema atf völdum sam
komugesta í Logalandi að af-
lokinni þeirri skemmtun og úti-
loka jafnframt aðra hugsanlega
árekstra milli þessara tveggja,
að því er embættið taldi þá og
lengst af, ólí'ku samkoma.
Af þvi sem síðar gerðist virð-
ist nú augljóst að þessi forráða
maður hafi annað hvort alls
ekki skilið það sem honum var
beint og óbeint sagt um skil-
yrði og takmörk þessa væntan-
lega mótshalds og átti að vera
fullljóst eftir nefnt samtal. Þessi
forráðamaður rseddi ekki oftar
við undirritaðan um þessi mál.
Þegar þessi misskilninigur varð
Ijós miklu síðar reyndi undirrit-
aður til hins ýtrasta og á sem
þægilegastan hátt fyrir alla að-
ila að firra iðnnema og aðra
hlutaðeigandi fyrirsjáanlegum
vandræðum. En þegar þær til-
raunir reyndust ekki nægja var
embættið knúið til þeirra vam-
aðarráðstafana sem dugðu til
hins sama og því var lögskylt
að gera.
3. Nokkru eftir fyrmefnt sam-
tal átti annar forráðamaður iðn-
nema simtöl við undirritaðan.
Varð úr að þeir færðu mótsdag-
ana á 26.—27. júni í samráði við
embættið, sem m.a. lét þess þá
getið, að Hreðavatnsskála hefði
verið úthlutað leyfinu til al-
menns dansleiks þessa helgi, sem
þó væri ekki víst að yrði hald-
inn, en þó svo yrði, væru þess-
ir mótsdagar mun betri en hinir
fyrri vegna fjarlægða milli þess
ara tveggja staða. Þarfnast það
sjónarmið ekki frekari Skýringa.
Þar með var síður en svo frekar
en áður verið að veita iðnnem-
um leyfi til almenns dansleiks á
innanfélagsmóti þeirra. En svo
virðist nú sem þeir hafi hvorki
fyrr né síðar skilið fyrirkomu-
lag þessara mála hér i lögsagn-
arumdæminu og að á sam-
kornu þeiira væri litið sem inn-
anfélagsmót en ekki almennan
dansleik. Þessi forráðamaður lét
þó greinilega ekkert annað á sér
skilja en að mótið myíidu nær
eingöngu sækja iðnnemar víðs-
vegar að af landinu. Embættið
taldi m.a. þess vegna óþarft að
endurtaka eða auka við það sem
áður var sagt af þess hálfu við
annan forráðamann iðnnema,
enda visaði þessi aðili í upphafi
tii fyrra samtals hins við emb-
ættið. í þessu samtali kom einn-
ig fram atf hálfu embættisins, að
Framhald á bls. 20
- Chile
Framhald af bls. 17
Kjánalegt væri að horfa
íramhjá þeim neikvæðu hlið-
um, sem vitaskuld má finna á
ástandinu. Efnahagsmálin ber
þar hæst: horfurnar eru
skuggalegar og hættulegar í
pólitísku tilliti. Á undanförn-
um sex mánuðum hafa orðið
miklar kauphækkanir, sem
hafa leitt til þess að dregið
hefur úr iðnframleiðslu, at-
vinnuleysi hefur aukizt mikið
og alvarlegur samdráttur hef
ur orðið í fjárfestingu í land-
búnaði og landbúnaðarfram-
leiðslu. Óvissan, sem rikir, hef
ur komið þeim orðrómi á
kreik að bændur verði tregir
að »á í haust.
<♦ HÆTTULEG ÞRÓUN
Raunar virðist enginn fjár-
festa neitt á nokkru sviði efna
hagslífsins. Erlendir kaup-
sýslumenn eru hræddir og
svartsýnir. Hins vegar er mikið
af peningum í umferð af því
margir virðast greinilega eyða
sparifé sínu af ótta við að nú
sé síðasta tækifærið til að
kaupa það sem hugurinn gim-
ist. Þessi ótti getur verið á
rökum reistur, því að verðbólg
an það sem af er þessu ári
hefur verið meiri en í meðal-
lagi. Chilemenn hafa búið við
verðbólgu, sem hefur numið
30% á ári, í heilan mannsald
ur. í ár getur hún numið 50%.
Bilið milli hins skráða gengis
dollarans og verðs hans á
svörtum markaði er meira en
100%. Gera má þvi ráð fyrir
alvarlegri gjaldeyriskreppu og
sennilega afturhvarfi til hafta
stetfnu síðar á þessu ári. Að
öllum líkindum takmarkar
þetta vemlega það fé sem fáan
legt er til utanlandsferða. Póli
tiskar afleiðingar slíkra ráð-
stafana eru ófyrirsjáanlegar.
í öðru lagi sitja í stjórninni
vinstrimenn, sem sú hóflega
bjartsýni er ég hef gert grein
fyrir mundi orka á eins og
þegar rauðri dulu er veifað
framan í naut, því að það sem
þeir vilja sízt af öllu er að
varðveita hina borgaralegu
etjórnarskrá. Þegar maður eins
og Carlos Altamirano, nýkjör
inn aðalritari sósíalistafiokke-
ine, heldur ræðu og lætur móð
ím mása um stéttastríð og
heimsvaldastefnu, meinar
hann sennilega ekki það sem
hann er að segja og hugsar
í raun og veru aðeins um at-
kvæði, því að hann undirbýr
baráttu til þess að taka við
af Allende sem frambjóðandi
vinstrisinna í forsetakosningun
um 1976 (forsetar Chile geta
aðeins setið eitt kjörtímabil).
En til eru menn, sem þannig
tala í fullri alvöru. Þeir eru
einkum í röðum MIR (Movi-
miento Izquierda Revolucionar
ia), sem aðallega stendur sam
an af miðstéttastúdentum og
stendur einkum sterkt að vígi
í háskólanum í Coneepción.
Þessi hreyfing háði virka
baráttu í mynd hryðjuverka-
starfsemi í borgum síðustu
mánuði stjórnartíðar Freis,
rændi banka til þeas að útvega
fé í sjóði sína og stal vopn-
um. Sumir félagar þessarar
hreyfingar hafa skipað allfjöl
mennan lífvörð Allendes siðan
í kosningunum. Smábændur
úr hreyfingunni hafa látið mik
ið að sér kveða á landsbyggð
inni, tekið eignarnámi sveita
býli í suðurhluta landsins og
þannig reynt á ólöglegan hátt
að flýta fyrir jarðaskiptinga-
áætlunum.
Þessi starfsemi hefur komið
stjórninni í nokkurn vanda.
Hún hefur ekki bolmagn til
að eiga í útistöðum - við MIR
af þvi hreyfingin gæti með
orku sinni, ofstæki og miskunn
arleysi reynzt nauðsynlegt
tæki ef til einhverra alvar-
legra vandræða kæmi við
hægri sinna. Ef MIR yrði brot
in á bak aftur eða leyst upp,
væri vinstrihreyfingiin ofurseld
hernum og lögreglunni, sem er
vægast sagt haldin takmörk-
uðum byltingareldmóði. (Sagt
er að Allende hafi að engu
gert áhrif herafflans með lof
gerðarollum og launahækkun-
um. Þetta virðist orðum aukið.
Það sem hanm hefur gert er
að halda hemum utan við
stjórnmálalífið á þeirri for-
sendu að hanm hafi stjórnar-
skrána í heiðri. Færi hann út
fyrir ramma hennar, gæti eng
inn spáð nokkru um hvað ger
ast mundi). En starfsemi MIR
til sveita hefur að langmestu
leyti náð til smábænda, það
er að segja bænda á búum,
sem eru ekki miklu stærri en
100 hektarar, en ekki stór-
bænda. Stjómin vill engan veg
inn baka sér óvild þessa þjóð
félagshóps. í svipiim vinnur
CORA (jarðaskiptingastofnun-
in undir forystu hugkvæms
forstöðumanns, David Baytel-
manns) að því að finna sæmi-
lega stjórnsýslumenn til þess
að taka við stórbýlunum, sem
hafa verið tekin eignamámi,
og að halda áfram þeirri
stefnu, sem var fylgt í stjórn
artíð kristilegra demókrata og
útvikka hana. Þrátt fyrir þetta
hafa um 300 bú verið tekin
ólöglegu eignarnámi af MIR
siðan kosningarnar fóm fram,
og eftir nokkurt hlé hefur þess
ari eignarupptökustarfsemi
(tomas) verið haldið áfram. í
sumum þessum aðgerðum hef
ur gömlu eigendunum og fjöl
skyldum þeirra bókstafflega ver
ið haldið í gislingu, en öðrum
hefur verið vísað á brott.
Afleiðingarnar hafa verið
furðulegar og bera vitni um þá
sjálfsstjórn, sem er ríkjandi á
mörgum stigum stjómmálakerf
isins í Chile. Herinn og lög-
reglan hafa fengið fyrirmæli
um að hafast ekkert að gegn
þessari starfsemi, og þeir hafa
hlýtt þessum fyrirmælum og
varðveitt aðstöðu stjómarinn
ar gagnvart MIR. En hlutaðeig
andi bændur hafa einnig feng
ið fyrirmæli um það frá Smá
bændasambandinu, að taka
þessum aðgerðum með brosi
og jafnaðargeði, því að reynt
er eftir beztu getu að komast
hjá örlagaríkum átökum, sem
gætu bundið enda á hinn góða
orðstir sem Chilemenn hafa
getið sér, að land þeirra sé
„England Rómönisku Ameriku“
og yfirleitt hafa smábændur en
svo vill til að þeir em margir
af þýzkum uppruna og af kyn
slóð ársins 1848, sætt ®ig
við ástandið og eýnt stillingu.
Nokkurt ofbeldi hefur átt sér
stað, en furðulega lítið. Otto
nokkur Grunner veitti viðnám
þegar bú hans var tekið eign
amámi 17. apríl og særði
nokkra menn og önnur svipuð
átök virðast hafa átt sér stað,
þótt þeirra hafi ekki verið
getið i blöðum.
Þetta ástand í sveitunum
gæti valdið sprengingu. Ég
held eftir viðræðum við bænd
Ur að dæma, að örvænting
muni fljótlega grípa um sig
og að þýzku bændumir í suð
urhlutanum, sem em harðir í
horn að taka, muni valda mikl
um erfiðleikum, ef ffleiri býli
verða tekin eignarnámi og ekk
ert verður aðhafzt. Mér finnst
það bersýnilegt að MIR haldi
áfram þessum eignaupptökum
hvað sem stjórnin segir og
gerir og ali eins mikið og hægt
er á óánægju Indíána, sem em
einkum fjölmennir í Cautín.
Við þetta bætast ýmsar aðr
ar hugsanlegar ástæður, er
geta leitt til erfiðleika og eiga
þar hlut að máli bæði hægri
menn og vinstri menn. Nokkr
ir herskáir hópar hægrisinna
em vissulega starfandi, og
þótt þeir verði litils megnugir
án stuðnings hersins, gætu
þeir vel með hótunum og að
gerðum neytt stjómina til að
grípa til raunvemlegrar kúg-
unar. Þá ber þess að gæta, að
sum þeirra ofbeldisverka, sem
hafa sett mark sitt á stjórnmál
Chile á undanfömum mánuð-
um, em óupplýst: tilræðis-
menn fyrrverandi yfirmanns
hersins, Schneiders hershöfð-
ingja, hafa ekki verið dregnir
fyrir rétt. Hins vegar var
skjót handtaka öfgamanna, sem
myrtu kunnan forystumann
kristilegra demókrata í júní,
skref i rétta átt.
Kommúnistar þeir sem
skutu á Mirista-stúdent hafa
heldur ekki verið leiddir fyrir
rétt. Önnur uggvænleg hlið á
ástandinu er sú staðreynd, að
allt æðra menntakerfið og mik
ið af menntaskólastiginu hef-
ur verið ofurselt pólitík. Há-
skólarnir virðast hafa lamazt,
að mimnsta kosti hvað snertir
kennslustarfsemi: allir töldu
rektorskosningar við Chile-
háskóla skipta næstum því eins
miklu máli og bæja- og sveita
stjórnakosningarnar (óháður
frambjóðandi sigraði vinstri-
sinna í þessum kosningum sem
fram fóm 10. júní). Sumir her
skólamir hafa verið yfirtekn
ir: sundurleitir hópar stúd-
enta og starísmanna virðast
hafa tekið í sinar hendur
stjórn rannsóknastotfnunar al-
þjóðamála, aðdáunarverðrar
stofnunar, sem hefur notið
prýðisgóðrar forsjár dr. Claud
io Véliz. r
❖ SUNDRUNG
Líklegt er að pólitík verði
allsráðandi á menntaskóla- og
gagnfræðastiginu: sú þróun er
hörmuleg, því að landið úir og
grúir nú þegar aí marxistum,
sem hafa litla sem enga hug-
mynd um hver Marx var, og
fólki, sem af tízkuástæðum tek
ur ákveðna pólitíska afstöðu
kornungt og heldur í hana hvað
sem á gengur af þrjózku eða
þrautseigju, hvað sem öllum
rökum líður. Sannleikurinn er
sá, að pólitísk skipting Chile-
manna á ekki rætur sinar að
rekja til „stéttar" eða einhvers
annars, sem er álíka einfalt:
annars væri óhugsandi, að rúm-
lega helmingur landsmanna i
nýafstöðnum kosningum væri
annaðhvort fjandsamlegur
nýju stjórninni eða léti sig hana
engu skipta. Aldur fremur en
stétt ræður atkvæðum fólks í
Chile eins og annars staðar, en
með hliðsjón af því, að margir
þeir, sem greiða kommúnistum
atkvæði eru tiltölulega gamlir,
þá er slík skilgreining alltof
einföld.
Loks má nefna það, sem kalla
mætti neikvæða grundvallar-
reglu. Það er sá möguleiki, að
eftir hálft eða eitt ár verði All-
ende eins og flestir Chile-for-
setar á undan honum farinn
að glata þeim vinsældum, sem
hann naut fyrstu mánuðina I
embætti. Kosninigaloforð hans
eins og fyrirrennara hans geta
virzt hafin yfir það, sem er á
valdi nokkurrar ríkisstjórnar
að framkvæma: skuggahverfin
sunnan og vestan við Santiago
verða ef til vill ekki aðnjótandi
nægilegs vatns, skóla, strætis-
vagna, heilbrigðisþjónustu og
rafmagns. Ókeypis mjólk, sem
hefur verið gefin börnunum á
undanförnum mánuðum, skipt-
ir ekki öllu máli. Gifurlega há-
leitar vonir hafa verið vaktar
nú þegar, en vegna efnahags-
ástandsins má vera að það sé
ógerningur að gera nóg.
Að þvi rekur að finna verður
syndaseli til að skelía skuldinni
á. Tíminn leiðir i ljós, hvort
Chile er eins stranglýðræðislegt
land og það virðist vera. Það
verður líka raunverulegur próf-
steinn stjómar Allendes, því
ekki er nóg að láta i ljós undr-
un á því, að rikisstjóm marx-
ista komist til valda með lýð-
ræðislegum aðferðum: það,
sem raunverulega væri eftir-
tektarverðast, væri, að ríkis-
stjórn marxista tæki þá áhættu
að missa völdin samkvæmt
sömu leikreglum, og með því
myndi Salvador Aiiende áreið-
anlega vinna sér ódauðlegan
sess, hvernig sem á þáð er litið.