Morgunblaðið - 21.07.1971, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MDÐVIKUDAGUR 21. JÚLl 1971
Útgafandi hf. Árvakur, Raykjavík.
Framkveamdastjóri Haraldur Svainsson.
Rilstjórar Matthías Johannassen.
Eyjólfur KonréS Jónsson.
AðatoSarritstjóri Styrmir Gunnarsson.
Ritatjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttaatjóri Björn Jóhannsson.
Auglýaingastjóri Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjóm og afgreiðsla Aðalstraati 6, sími 10-100
Auglýsingar Aðalstreeti 6, simi 22-4-80.
Áskriftargjald 195,00 kr. i mánuði innanlands.
I lausasölu 12.00 kr. aintakiS.
HÆKKUN Á BÓTUM
ALMANNATRYGGINGA
k síðastliðnu vori samþykkti
Alþingi breytingar á lög-
um um almannatryggingar,
sem fólu í sér umtalsverðar
hækkanir á ýmsum bóta-
greiðslum trygginganna. Sam
kvæmt ákvæðum laganna
áttu þau að koma til fram-
kvæmda 1. janúar 1972. Ríkis-
stjóm Ólafs Jóhannessonar
hefur nú gefið út bráða-
birgðalög, þar sem gildistaka
þessara laga er ákveðin 1.
ágúst nk.
Það er fagnaðarefni, að nú
þegar skuli koma til fram-
kvæmda þær verulegu hækk-
anir á bótagreiðslum, sem
samþykktar voru á síðasta
Alþingi. Þannig koma nú til
framkvæmda hækkanir á
elli- og örorkulífeyri, barna-
lífeyri, mæðralaunum, ekkju-
bótum og ekkjulífeyri. Þá
taka einnig gildi ákvæði
laganna um lágmarkslífeyri
elli- og örorkulífeyrisþega.
Bráðabirgðalögin gera einnig
ráð fyrir því nýmæli, að fæð-
ingarstyrkur skuli aldrei vera
lægri en svo, að hann nægi
fyrir sjö daga dvöl á fæðinga-
deild.
Þó að hækkanir þær, sem
nú koma til framkvæmda séu
ekki fullnægjandi í alla staði,
er ljóst, að hér er um veru-
legt átak að ræða. í forystu-
grein sl. vor nefndi dagblað-
ið Tíminn þetta frumvarp
„loddaraIeik“ og dagblaðið
Þjóðviljinn lýsti frumvarp-
inu þannig: „Hver eftir ann-
an bentu þingmennirnir á, að
hér væri ríkisstjórnin að
veifa kosningaplaggi fyrst og
fremst, þar sem hún ætlaðist
til að önnur ríkisstjórn að
kosningum loknum sæi um
að afla þess fjár sem þyrfti
til að framkvæma lögin. Auk
þess sem lífeyrisupphæðir
samkvæmt frumvarpinu
væru smánarlega lágar, og
hækkanirnar yrðu að enn
minna gagni á næsta ári ekki
sízt, ef hrollvekja Ólafs
Björnssonar, enn ein stór
kollsteypa í efnahagslífi þjóð-
arinnar, hefði þá farið fram.“
Það var haft á orði, þegar
frumvarpið var borið fram,
að það væri í raun kosninga-
víxill, þar sem næsta ríkis-
stjórn yrði að afla fjár til út-
gjaldanna. Nú hefur ríkis-
stjórnin hins vegar ákveðið,
að lögin skuli koma til fram-
kvæmda og kostnaðaraukann
eigi að greiða úr ríkissjóði, án
nokkurra sérstakra ráðstaf-
ana um fjáröflun. Þetta sýn-
ir, að staða ríkissjóðs er mjög
góð um þessar mundir. Þessi
hækkun mun kosta um það
bil 160 til 170 milljónir króna,
samkvæmt því, sem trygg-
ingamálaráðherra hefur upp-
lýst. Til viðbótar þessu hefur
ríkisstjórnin ákveðið að halda
áfram niðurgreiðslum úr rík-
issjóði til þess að unnt verði
að framlengja verðstöðvun-
ina. Þessar niðurgreiðslur
munu kosta ríkissjóð um 160
milljónir króna miðað við
óbreytt ástand að öðru leyti,
en ríkisstjórnin hefur ekki
boðað neinar ráðstafanir til
tekjuöflunar í þessu skyni.
Það verður því ekki vart
við „hrollvekju“ í efnahags-
og fjármálum ríkisins nú.
Þvert á móti er afkoma ríkis-
sjóðs svo góð, að hann get-
ur tekið á sig stóraukin út-
gjöld. Þær framkvæmdir,
sem nú eru boðaðar, eru því
góður dómur um trausta fjár-
málastjóm fráfarandi ríkis-
stjórnar.
Stoðum kippt undan
verðjöfnunarsjóði
IT'ráfarandi ríkisstjórn beitti
*• sér fyrir því á sínum
tíma, að verðjöfnunarsjóði
sjávarútvegsins var komið á
fót. Þessi sjóður hefur það
hlutverk að tryggja rekstrar-
grundvöll útvegsins, þegar
sveiflur á verðlagi og afla-
brögðum valda erfiðleikum.
Það hefur löngum verið ljóst,
að aflabrögð eru háð veru-
legum sveiflum og verðlag á
sjávarafurðum á erlendum
mörkuðum er mjög breyti-
legt. Tíðar sveiflur af þessu
tagi hafa oft og tíðum vald-
ið útgerðinni verulegum
áföllum. Verðjöfnunarsjóður-
inn hefur það hlutverk að
koma í veg fyrir, að slíkar
breytingar hafi áhrif á at-
vinnu- og afkomuöryggi
þeirra fjölmörgu, er við sjáv-
arútveg vinna.
Sjávarútvegsráðherra hef-
ur nú í undirbúningi ráðstaf-
anir, sem látið er í veðri
vaka, að séu til þess að bæta
kjör sjómanna. Þessar fyrir-
huguðu ráðstafanir munu
vera í því fólgnar, að taka fé
úr verðjöfnunarsjóði til þess
að standa undir hækkun
fiskverðs. Með þessu er raun-
verulegum stoðum kippt und-
an sjóðnum, og kjarabætur
Eru bókmenntaverð-
laun Norðurlandaráðs
raunhæf ?
Bókmenntaverðlaunum
Norðurlandaráðs var í ár út-
hlutað í tíunda sinn og- hlaut
þau danski rithöfundurinn
Xhorkild Hansen eins og
kunnugt er. Til verð-
launanna var stofnað 1961 og
fyrsta úthliitun fór fram ár-
ið eftir, en þá hlaut þau
!'* Eyvind Johnson. Siðan komu
Vainö Linna 1963, Tarjei
Vesaas 1964, William Heines-
en og Olof Lagercrantz 1965,
Gunnar Ekelöf 1966, Johan
Borgen 1967, Per Olof Sund-
man 1968, Per Olof Enquist
1969 ogr Klaus Rifbjerg 1970.
Allan þennan tíma hef-
ur vinningsupphæð verið
óbreytt þ.e. um 600.000 ísl.
kr., en dómnefnd hefur mælt
með hækkun upp í tæpar 900.
600 ísl. kr.
En nú að undanförnu hef-
ur deila risið á Norðurlönd-
um um hvort þessum peninga
verðlaumim Norðurlanda-
ráðs sé vel varið og hvort
núverandi fyrirkomulag sé
raunhæft. Hér á eftir fer út-
dráttur úr Huvudstadsbladet
úr grein eftir Nils-Börje
Stormbom ritstjóra og síðan
svargrein eftir J.O. Tallvist
ritstjóra. Báðir þessir menn
hafa átt sæti í úthlutunar-
nefndinni fyrir hönd Finn-
lands.
Stormbom segir að hann
dragi mjög í efa að verðlaun-
in geri sitt gagn. „Tilgangur-
urinn með verðlaunaveiting-
unni er auðvitað ágætur: að
vekja athygli hins aimenna
lesenda á bókmenntum hinna
Norðurlandanna og þar með
örva áhugann. En er nú í
rauninni unnt að greina
verulegt samband milli hinn-
ar tiltölulega lágu peninga-
upphæðar og áhrifa verð-
launanna? Engin kerfisbund
in athugun hefur farið fram
á þessu, en allnáin kynni
mín segja mér að áhrif verð-
launanna á útbreiðslu bók-
mennta séu óveruleg."
Stormbom telur að ahnenn-
ur áhugi á veitingunni sé
hverfandi, ritgerðir og við
töl í fjölmiðlum varðandi
verðlaunahafana séu mun
færri en fyrstu árin. „Þetta
þýðir að verðlaunin hafa
ekki tilætluð áhritf,“
Síðan íhugar Stormbom þá
röksemd, að hvað sem áhuga
almennings líði, þá hafi verð-
launin hvetjandi og styrkj-
andi áhrif á rithöfund-
anda sjálfa. „Þetta er auðvi.t-
að mikilvægt sjónarmið. En
staðreyndin er sú, að þeir
höfundar sem hlotið hafa
verðlaunin hafa langflest-
ir verið vei þekktir og vel
stæðir fyrir, og hljóta ríflega
styrki og skáldalaun í heima-
löndum sínum þetta er
ósköp eðlilegt miðað við eðli
og baksýn verðlaunaveit-
ingarinnar. „Stormbom álítur
að flestir höfundanna haufi
l'ítið við peninga að gera.
„í Finnlandi eru bók-
mennta- og menningarsam-
tök sem kennd eru við Eino
Leino og veita þau árlega
bókmenntaverðlaun, en ekki
er þar um peninga að ræða.
Heiðursmerki, heiðurskjal
eða þ.u.l. er viðurkenningin
sem rithöfundurinn hlýtur.
„Þetta segir greinarhöfundur
hafa aukið veg og virðingu
verðlaunanna, bæði meðal al-
mennings og bökmennta-
manna. Síðan spyr hann
hvort ekki megi hafa sama
hátt á um bókmennta-
verðlaun Norðurlandaráðs,
— að breyta viðurkenn-
ingunni í heiðurskjal t.d.,
í stað peningaávísunar.
„1 staðinn yrði peningun-
um (og upphæðina mætti
gjarnan auka) varið í að
styrkja norrænar bókmenntir
á áhrifameiri hátt. — En
hvernig? Um marga mögu
leika er að ræða í þessu
efni og flest er enn ógert i
bókmenntalegum samiskipt-
um Norðurlandaþjóðanna.
Hér á eftir fara nokkrir
kostir, en vafalaust eru til
fleiri:
— Styrkir til ferðalaga og
fyrirlestra;
— stuðningur við samnorr-
æna þýðingarmiðstöð;
J.O. Tallqvist
— stuðningur við tímarit
sem fjalla um norræn bók-
mennta- og menninganmál
— skipulagður rekstur á
samnorrænu tímariti
— styrkur við samnorrænt
útgáfufyrirtæki sem ekki
yrði rekið út frá gróðasjón-
armiði;
— styrkur til bókmennta-
rannsókna og gagnrýni, svo
og almennrar kynningarstarf
semi á norrænum bókmennt-
um.
Ekki væri úr vegi að
Norðurlandaráð tæki þetta
mál ti'l umræðu á næsta fundi
þess,“ segir Nils-Rörje
Stormbom að lokum.
1 svargrein J.O. Tallqvist
segir að peningaverðlaunun-
um sé vel varið. Við röksemd
inni um að þau hljóti aðeins
velstæðir og þekiktir rithöf-
undar, gefur hann eftirfar-
andi mótrök'. „En hvenær
eru rithöfundar orðnir
þekktir og fullmetnir utan
heimalands sins, utan eigin
málsvæðis? Að minnsta kosti
gefa verðlaunin einum norr-
ænum rithöfundi á ári tæki-
færi til þeirrar frægðar sem
eftirsóknarverð þykir í
þessu samibandi. Nánari at-
hugun gæfi ótvirætt til
Nils-Börje Stormbom
in í núverandi formi hefur
mikla þýðingu fyrir hlut-
skipti verðlaunabókarinnar
og höfund hennar. Bókafor-
tögin fá hvatningu um að
þýða og gefa verkið út,
og gagnrýnendur taka fjör-
kipp.“
Taiiqvist vekur athygli á
því, að á fundi Norðurlanda-
ráðs í Osló í janúar 1970
„var ákveðið að segja opin-
berlega frá því fyrir-
fram, hver séu verkin tíu
sem útnefningu hafa hlotið, i
því augnamiði að auðvelda og
hvetja umræður og vekja
áhuga.“ Hann bendir einnig á
mikilvægi þess, að rithöfund-
ar og stjórnmálamenn leiði
saman hestá sina við úthlut-
unina og geta þar deilt hverjir
við aðra; þar beri hæst
skammasúpu Klaus Rifbjergis
í Reykjavík 1970.
Þá segir Tallqvist:
Bókmenntaverðlaun Norður
landaráðs hafa með árunum
orðið hefð. Það er ekki raun-
hæft að afnema þau sem pen-
ingaverðlaun, ef maður á
annað borð á að taka slíkar
tiltögur alvarlega. Það er
ekki unnt að líkja þeim við
t.d. Eino Leino verðlaunin;
heiðursmerkjaverðlaun sem
peningar koma hvergi ná-
lægi. Hins vegar má líkja
þeim við bókmenntaverð-
laun Sænsku akademíunn-
ar fyrir sænskar bókmenntir,
en þar ber hæst Rellmans-
verðlaunin upp á 50.000
s.kr.“ (ca. 850.000 ísl.).
Að lokum segir Tallqvist:
Bóbmenntaverðlaun Norður
landaráðs hafa hlutverki
að gegna. En að sjálfsögðu
þarf að endurbæta og endur-
skoða þær aðferðir sem not-
aðar eru við val bóbmennta-
verkanna. Mér dettur í hug
hvort ekki væri hægt
með vissu miJlibili, að tak-
marka val ársins við ákveð-
in bókmenntaform, sem
nú eru útundan; taka
eitt árið ljóð til meðferðar
(aðeins ein Ijóðabók hef-
ur hlotið verðlaun, eftir
Gunnar Ekelöf), annað árið
leikrit (ekkert hefur enn ver-
ið verðlaunað), það þriðja
barnabækur o.s.frv. Þess
verður að gæta við mótun
aðferða við verðlaunaveit-
inguna, að vekja sérstaka at-
hygli á finnskum og íslenzk-
um bókmenntuna, sem vegna
þess að þær verður að þýða,
— eiga erfitt uppdráttar í
samkeppninni um verðlaun-
kynna, að verðlaunaveitmg- in.“
sjómanna verða framkvæmd-
ar með því, að taka fjármagn
úr sjóði, sem tryggja á af-
komuöryggi þeirra sjálfra.
Þannig er sjómönnum sjálf-
um ætlað að standa undir
þeim kjarabótum, sem þeim
nú eru ætlaðar. Hér er um
næsta furðulegar ráðstafanir
að ræða og eflaust einsdæmi,
að kjarabætur séu tryggðar
með þessum hætti.