Morgunblaðið - 12.08.1971, Síða 5

Morgunblaðið - 12.08.1971, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1971 • ' Gestur Ólafsson, arkitekt: FÖGUR BORG ÞEIM, sem í'lýgur yfir Reykjavík nú i fegrunarvik- umni efti;- ferðalag um stór- borgir heims, dylst ekki að umhverfi höfuðborgar íslands er fagurt, hreint og friðsælt. Hin stórfenglegasta fjallasýn myndar baktjald fyrir mann- virki höfuðborgarinnar, allt frá Reykjanestá að Snæfells- jökli, en i vesturátt glampar á silfurskyggðan Faxaflóann. Sæbarin strandlengja höfuð- borgarsvæðisins, eyjar, sund, ár, vötn og hæðir auka á fjöl breytni landslagsi.ns og mynda í sameiningu eitt hið fegursta umhverfi, sem unnt væri að óska til handa nokkurri höfuð borg. En þetta fagra umhverfi, sem forsjónin lét okkur í hendur, endur fyrir löngu fyr- ir alls ekki neitt, gerir miklar kröfur til allra þeirra sem standa að gerð mannvirkja og viðhaldi þeirra. Þetta um- hverfi gerir óneitandega kröfu til þess bezta sem arkitektar og þeir sem standa að gerð mannvirkja geta skapað. Þair sem þe.ssa hefur verið gætt getum við vel við unað — þar sem þessa hefur ekki verið gætt ætti nærvera viðkom- andi mannvirkja að vera okk- ur hvatning til að gera betur á komandi árum. Það vill stundum gleymast að við erum að skapa borg fyr ir okkur sjálf og afkomendur okkar, sem ef til vill á eftir að standa að mikiu leyti í meira en 300 ár sem minnia- varði um menningu Reykvik- inga nútímains. Þessi borg á eftir að verða okkur til augna yndis eða óánægju, allt eftir því hvernig að framkvæmd- um er staðið. Með þvi að vanda framkvæmdir, og kosta kapps um gott viðhald þeirra leggjum við skerf, ekki ein- ungis til lífshamingju okkar sjálfra, heldur einnig til gleði allra þeirra sem horfa á þessi manmviirki og umgaingast þau. Uppbygging og vöxtur Reykj avíkur hef ur verið mjög ör á undanförnum ár- um, og í hita þeirra fram- kvæmda hefur ýmislegt átt sér stað, eða verið ógert, sem eftir á að hyggja hefði betur verið á annan veg. Víða á iðn- aðarsvæðum er t. d. útlit bygginga og umgengni langt frá því að vera heppilegur forgrunnur fyrir Esjuna, og njólagi'óður og drasl á óhirt- um opnum svæðum dregur óneitanlega talsvert úr fegurð aðliggjandi skrúðgarða. En fátt er auðveldara en að gagnrýna eftir á. Hitt er mik- ilvægara að læra af reynsl- unni og halda uppbyggingn og fegrun Reykjavíkur áfram í þeim anda, sem umhverfi borgarinnar sæmir. Reykjavík hefur enn að miklu leyti sneitt hjá þeim vandamálum, sem nú hrjá margar stórborgir erlendis þótt þróun næstu ára ltunni að verða afdrifarík á ýmsum sviðum. Okkur hefur t.d. enn að talsverðu leyti tekizt að varðveita menningu liðinna ára í miðbæ borgarinnar, bæði í byggingum, trjágróðri og umhverfi, s>em vart á sinn líka i nokkurri höfuðborg Evrópu. Okkur hefur eininig tekizt víða á höfuðboi'gansvæðinu að mynda heildarumhverfi í samræmi við fegurð fjalla- hringsins, þótt arnnars staðar skorti nokkuð á. Það hlýtur einnig að verða markmið kom andi ária að halda áfram stækkun, fegrun og endur- byggingu borgarinnar í þess- um anda. Útlit og gerð, umhirða og viðhald sérhvers landsvæðis og manmvirkis í Reykjavík er sket'fur borgarbúa, til heild- arumhverfis á íslandi, sem óumdeilanlega hlýtur að varða alla laindsmenn. Án stöðugr- ar umhirðu og skilnings allra íbúa Reykjavíkur ber árleg fegrunarvika lítinn ávöxt. Raunhæfs árangurs er því að- eins að vænta að við tökum höndum saman um fegrun Reykjavikur á öllum tímum árs \lndlr0l/\ /A<?A Nlu$amur starfsmaður hótelsins óskar eftir 3ja til 4ra herbergja íbúð í 1—2 ár. Upplýsingar í síma 20600 frá klukkan 15—18 og í símum 34726 eða 36031 á kvöldin. SUSS! ÞETTA Á EKKI AÐ FARA HÁTT En okkur þykir rétt að láta við- skiptavinina vita, að nokkrar vör- ur verða seldar með sérstökum kjörum næstu tvær vikur, bæði heilsárs- og sumarvörur (sem verða í tízku næsta sumar !íka). Heilsárssundbolir, blússur, peys- ur, sumarkápur og sumarkjóla- sett (m. a. hagkvæmt fyrir þær, sem ætla til sólarlandanna). Nýjar blússur og ótrúlega ódýrir kjólar nýkomnir. Tízkuverzlun ungu konunnar, Kirkjuhvoli. Sími: 12114 # Stiglaus, elektrónisk hraðastilling # Sama afl á öllum hröðum # Sjólfvirkur tímarofi # Tvöfalt hringdrif # Oflugur 400 W. mótor # Yfirólags- öryggi # Hulin rafmagnssnúra: dregst inn í vél- ina # Stdlskól # Beinar tengingar allra tækja. '&aá<k&c>— HAND-hrærivél Faest með standi og skól. öflug vél með fjölda tækja. STÓR-hrærivél 650 W. Fyrir mötu- neyti, skip og stór heimili. BaUerup VANDAÐAR OG FJÖLHÆFAR HRÆRIVÉLAR Hræra • Þeyta • Hnoða • Hakka • Móta • Sneiða Rífa • Skilja • Vinda • Pressa • Blanda • Mala Skræla • Bora • Bóna • Bursta • Skerpa • Sfm 2 44 20 • SI WI IIUATA IO +

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.