Morgunblaðið - 12.08.1971, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. ÁGOST 1971
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Fremkveemdaetjóri Haratdur Sveinsson.
Rilstjórar Matthías Johannessen.
Eyjóifur Konráð Jónsson.
Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstrœti 6, sími 10-100
Auglýsingar Aðalstræti 6, simi 22-4-80.
Áskriftergjald 195,00 kr. á mánuði innanlands.
f lausasölu 12,00 kr. eintakið.
AUKIN HAGKVÆMNI f
FÓÐURBÆTISINNFLUTNINGI
lll'eð því að löndunarkerfi
og korngeymslur Kom-
hlöðunnar hf. við Sundahöfn
eru tekin í notkun, hefur ver-
ið stigið verulegt skref í þá
átt að stuðla að nútíma hag-
kvæmni í innflutningi á fóð-
urbæti og þannig gert mögu-
legt að lækka fóðurbætis-
verðið frá því sem nú er. Er
í því sambandi einkum mik-
ilsvert, að þeir aðilar, sem á
undanfömum árum hafa haft
á hendi megnið af fóðurbæt-
isinnflutningnum til landsins
hafa sameinazt um rekstur og
stofnun Komhlöðunnar hf.
Af þeim sökum verður unnt
að hafa fóðurbætisfarmana
stærri en áður og ósekkj-
aða, en sekkjainnflutn-
ingurinn hefur í för með sér
margvíslegt óhagræði og
aukakostnað, sem nú verður
hægt að komast hjá.
Þá er það ekki síður mikils-
vert, að með Kornhlöðunni
hf. hefur verulega þokazt í
þá átt, að öll fóðurblöndun og
verzlun með fóðurbæti verði
alveg í íslenzkum höndum, en
nú mun tæplega helmingur
fóðursins blandað hér. Hefur
Reykjavíkurborg þegar úthlut
að þeim þremur aðilum, sem
að Komhlöðunni hf. standa,
lóð við Sundahöfn fyrir fóð-
urblöndun, en ekki mun af-
Framfarir í
ryrir þjóð, sem byggir svo
* mjög á sjávarútvegi sem
við íslendingar, er mikilsvert,
að möguleikar til hvers kyns
nýtingar á sjávarafla séu
ávallt sem bezt nýttir og
menn hafi augun opin fyrir
nýjum veiðiaðferðum eða
sjávarfangi. Þannig er það
ekki ýkja langt síðan ís-
lendingar hófu veiðar á ýms-
um krabbategundum hér við
land eins og humar og rækju,
sem síðan hefur orðið þýðing-
armikil útflutningsgrein og
mikilsverð lyftistöng fyrir
viðkomandi byggðarlög, ekki
sízt á Vestfjörðum og við
Húnaflóa. En þar gjörbreyttu
rækjuveiðarnar öllu atvinnu-
ástandi og sköpuðu nýja
vaxtarmöguleika í sjávar-
plássunum.
Á árinu 1969 var enn aukið
einum þætti við íslenzkan
sjávarútveg, þegar Bolvíking-
ar undir forystu Einars Guð-
finnssonar hófu hörpudiska-
veiðar í ísafjarðardjúpi, en
framleiðslan var send á
Ameríkumarkað. Þótti til-
raun þessi gefa góða raun og
á sl. ári nam heildarfram-
leiðsla þessara afurða um 240
smálestum. Minni bátar hafa
síðan hafið slíkar veiðar í æ
ráðið, hvort þessir aðilar reisi
fóðurblöndu hver fyrir sig
eða sameinist um eina stóra.
Stjórnarformaður Kom-
hlöðunnar hf., Hjalti Pálsson,
gat þess m.a. við opnun henn-
ar, að það hefði verið að til-
lögu Ingólfs Jónsson, fyrrver-
andi landbúnaðarráðherra, að
fráfarandi ríkisstjóm ákvað
að veita Kornhlöðunni hf.
nauðsynlegan stuðning og
kvað hann ráðherrann hafa
hvatt þá Komhlöðumenn
mjög til dáða.
Eins og fyrr er sagt, er með
Komhlöðunni hf. stigið vem-
legt skref til aukins hagræð-
is og hagkvæmni við inn-
flutning á fóðurvömm, sem
kemur bændum og þar með
öllum neytendum landbúnað-
arvara til góða. Er Kornhlað-
an hf. þannig enn eitt talandi
tákn þeirrar endursköpunar í
atvinnurekstrinum, sem ein-
kennt hefur síðasta áratug,
ekki sízt í landbúnaðinum, en
á síðustu árum hefur búvöm-
framleiðs;lan tvöfaldazt vegna
aukinnar ræktunar og tækni-
þróunar. Jafnframt er full-
vinnsla á landbúnaðarafurð-
um orðin þýðingarmikill
þáttur í iðnaði landsmanna
og er talið, að hún skapi um
2 þúsund manns atvinnu.
skelfiskveiði
ríkari mæli og nú síðast
beittu Skagstrendingar sér
fyrir mjög athyglisverðri til-
raun með brezkan skelfisk-
plóg í Húnaflóa, en aðal-
hvatamaður þess var Einar
Guðmundsson, skipstjóri. Til-
raun þessi þótti gefa mjög
góða raun og töldu þeir, sem
að henni stóðu, að hún stór-
yki möguleika til skelfisk-
veiða hér við land.
Þótt fram til þessa hafi lít-
ið verið vitað um hörpudisk
hér við land, er talið fullvíst,
að hann sé allútbreiddur við
norðanvert landið, og ný
hörpudiskamið fundust þessa
dagana út af Norðaustur-
landi og önnur á önd-
verðu þessu ári út af Vest-
fjörðum. Það má því ætla, að
hörpudiskaveiðamar verði
stundaðar í auknum mæli á
næstu árum. Er í því sam-
bandi einkum þýðin.garmikið,
að rannsóknum á krabba- og
skeldýrum verði haldið áfram
og þær auknar frá því sem
nú er, því vafalaust er, að þar
bíða íslendinga nýir og ónýtt-
ir möguleikar, sem gætu í
senn gjörbreytt afkomumögu-
leikum hinna ýmsu sjávar-
plássa og orðið þýðingarmikil
útflutningsgrein.
Kristján Albertsson:
Glæfraleg léttúð
1.
Það er auðvitað en.girin
flugufótur fyrir þeirri fullyrð-
ingu Þjóðviljans, að ég hafi i
grein I Morgunblaðinu i fyrra
beðið þess „lengst orða að
Bandaríkjamenn hafi vit fyrir
Islendingum ef meirihluti
þeirra vill senda erlent her-
námslið úr landi.“ Enda var-
ast blaðið að taka ummæli mín
upp orðrétt, eins og eðlilegast
hefði verið ef það hefði viljað
segja frómt frá. En við hvaða
ummæli muni átt veit ég af
sams konar útúrsnúningi blaðs
ins í fyrrasumar. Ég hafði
minnst á þá hættu, sem að Is-
landi gæti steðjað ef til þess
kæmi að Bandaríkin teldu ekki
lengur aðstöðuhlunnindi að
herstöð hér á landi, vestrænt
varnarkerfi gæti með öðrum
orðum án hennar verið •— eða
þá að Bandarikin teldu „hvort
eð er samkvæmt samningum
skylt að láta undan óviturleg-
um óskum islenzkra stjórnar-
valda um heimkvaðningu varn
arliðsins. Þá gæti þess verið
skammt að bíða, að úti væri um
tsland."
Um það er ég sannfærðari
með hverju ári. Enn sannfærð
ari nú en i fyrra sumar, þegar
ég skrifaði um þessi mál.
í orðum mínum fólst engin
bón tiil Bandaríkjanna um að
þverskaillast við islenzkum ósk
um um brottflutning varnarliðs
ins, heldur einmitt talið sjálf-
sagt að þau verði við slíkum
óskum í samræmi við samninga
landanna.
Svona blaðamennska er þá
enn til á Islandi. En hún mun
hvergi þekkjast annars staðar
á Vesturlöndum.
Hvergi.
2.
Morgunblaðið minntist í síð-
asta sunnudagsbréfi á ummæli
sem féllu í viðtali sem ég
átti við Halvard Lange, en
hann var sem kunnugt er utan-
ríkisráðherra Noregs hátt á
annan áratug upp úr síðari
heimsstyrjöld. Ég vil gjaman
sjálfur segja frá því, hvernig
þau ummæli komu til.
Það var Halvard Lange sem
einna fyrstur vakti athygli á
nauðsyn þess að þjóðir Vestur-
Evrópu, Kanada og Bandari'kj-
anna hæfust handa urn mynd-
un hernaðarlegs varnarsam-
bands. Noregur og Kanada
áttu síðan frumkvæðið að
stofnun Atlantshafsbandalags-
ins. Lange hefur í stuttri bók
gert grein fyrir rökum og að-
draganda þeirra aðgerða. Eftir
styrjaldarlok 1945 höfðu allar
þjóðir Evrópu dregið úr liðs-
afla og vígbúnaði, svo sem
frekast þótti fært — nema
Rússar einir.
Að unnum kosningasigri
1956 mynduðu þrir íslenzkir
þingflokkar svokallaða vinstri
stjórn og höfðu áður lýst yfir
þeirri stefnu, að binda skyldi
bráðan endi á dvöl bandaríska
varnarliðsins, sem við höfðum
beðið um 1951 eftir að Kóreu-
stríðið hófst og óttast var að
ný allsherjarstyrjöld væri í að-
sigi. En ekki var vinstristjórn
in fyrr tekin við völdum en
Lange utanríkisráðherra bað
sinn íslenzka kollega að koma
til fundar við sig í Noregi til
að flytja honum eindregna að-
vörun stjórnar sinnar gegn fyr
irhuguðu varnarleysi Islands.
Nokkrum mánuðum siðar
barði rússneskur her niður
uppreisn ungverskra verka-
manna og stúdenta gegn of-
beldi og fantaskap kommún-
istastjórnar, sem hafði verið
þröngvað upp á land þeirra.
Þær aðfarir gerði islenzka
vinstri stjórnin að rökum fyrir
þvi, að telja ekki rétt, eins og
á stæði um öryggi smáþjóða, að
fylgja fram óskum sínum um
brottflutning bandaríska varn
arliðsins.
Halvard Lange var ekki leng
ur utanrífcisráðherra, en einn
af fulltrúum lands síns á alls
herjarþingi Sameinuðu þjóð
anna, þegar ég i samtali við
hann vék að þeim mikla greiða,
sem hann og Noregur hefðu
gert íslandi 1956, og ég minntiist
á hið nána samband íslenzkra
kommúnistaleiðtoga við stjórn-
ina í Moskvu, tíðar ferðir
þeirra austur þangað — þá al-
kunnu staðreynd, að for-
sprakkar flokksins í öllum
löndum sæktu „línu“ sína til
Kreml, enda þess krafist af
Rússum. Ég sagði að mér væri
með öllu óskiljanlegt að stjórn
hins mikla heimsveldis gæti í
sjálfu sér haft minnsta áhuga
á hag eða hátturn þjóðar, sem
frá sjónarmiði okk-ur óskyldr-
ar miilljónaþjóðar væri auðvit-
að ekki nema svo sem fáeinar
hræður. Hér hlyti annað að
búa undir. Myndu ekki Rúss-
ar hafa hug á því, við hent-
ugt færi, á striðstímum, eða á
friðartímum þegar ekki þætti
hætt við að af hlytist styrj-
öld, og með hjálp islenzkra
manna — að skella hrömmum
yfir Island — eignast það? Það
var þá sem Halvard Lange
svaraði: „Bæði ísland og Norð-
ur-Noreg.“ Hann bætti við:
„Þeir hafa mælt upp hvern
fjörð í Norður-Noregi.“
Að ekki hafi síðan dregið úr
ugg Norðmanna má meðail ann-
ars ráða af ummælium forsætis-
ráðherrans Trygve Bratteli fyr
ir einum mánuði, um ógrynni
rússnesks herliðs skammt frá
landamærum Noregs.
Ekki langt frá þeim hafa
Rússar nú komið sér upp
mestu herflotastöð í heimi, í
Murmansk. Sá floti heldur nú
árlegar æfingar í hafinu milli
Noregs og Islands. Um þær seg
ir Lars Ranggard í grein sem
nýlega birtist í þýðingu í Morg
unblaðinu: „1 flotaæfingum á
síðari árum hafa flotadeildir
frá Murmansk æft upp-
haf sóknaraðgerða gegn
Noregi — en að sjálfsögðu hef-
ur eiginleg árás ekki ver-
ið æfð. Þannig gerðist það í
sovézku flotaæfingunum
„Okean" árið 1970 að sbipalest
ir og landgöngusveitir frá
Eystrasalti og Murmansk sótbu
í hálfhring gegn Noregi og
æfðu landgöngu með land-
gönguprömmum."
Danski aðmíráillinn J. Peter-
sen, sem starfar nú í þjónustu
Atlantshafsbandalagsins í Nor
egsdeild herstjómarinnar, seg-
ir m.a. í kroniku i Politiken
1. maí þ.á.: „Hin sovézka aukn
ing norðurflotans og Eystra-
saltsflotans er ískyggileg stað-
reynd, sem vel mætti standa
ábyrgum aðilum vestrænna
þjóða fyrir svefni. Hér er ekki
rúm til að gera grein fyrir
þróun í einstökum atriðum, en
í mörgum tímaritum og sérfræði
legum greinagerðum eru öllum
aðgengilegar upplýsingar, sem
NÝLEGA er komið út sönglaga-
hefti með 15 sönglögum eftir hið
knnna tónskáld, Eyþór Stefáns-
son, sem nýlega var kjörinn heið-
ursborgari Sauðárkróks. Er laga-
safn þetta gefið út í tilefni sjö-
tugsafmælis tónskáldsins fyrr á
l>essu ári.
I þessu safni eru 15 lög við
texta eftir ýmsa þjóðkunna höf-
unda, og meðal þeirra lög eins
og Lindin og Mánaskin. — Hafa
ýrnsir okkar fremistu söngvara,
eiins og María Markan, Stefán Is-
landi, Guðrún Á. Símonar og
Guðmundur Guðjóasson haft
gefa rétta hugmynd um hvern-
ig er komið.“ Hann segir að
enginn sem þekki til vígbúrtað-
araukningar rikja Varsjár-
bandalaigsins fái trúað því, að
hún miðist eingöngu við vam-
arþarfir þessara landa.
3.
Eina trygging fyrir því að
við Islendingar getum áfram
búið óáreittir í landi okkar, er
ameríska herstöðin í Keflavík,
því vegna hennar verður árás
á Island að árekstri við Banda
ríkin. Nú er talið snjallræði að
Losa okkur sem fyrst við þessa
einu vemd.
Og þó ekki af öllum. Mér er
sagt úr ýmsum áttum að vlðs
vagar af landinu berist þær
fréttir að fólk af öllum floklk-
um — ekki sízt Framsófcnarmemm
— sé algerlega andvígt brott-
vísun vamarliðsins, geri sér
fulla grein fyrir hvernlg þá
myndl komið öryggi landsins.
Samningurinn um stjómar-
myndun talar líka um brottför
hersins fyrir næstu kosningair
— áður en þjóðinni gefist kost
ur á að taka í taumana. Þetta
klókindabragð ber öll merfci
þess að vera runnið undan rif j-
um rússneskra hirðmanna á Is-
landi.
En þeir sem ekki eru í þeirri
hirð hafa komið þeim vamagla
inn í stefnuskrá stjórnarinnar,
að taiað er um „endurskoðun“
eða uppsögn varnarsamninigs-
ins.
I sjónvarpsviðtali í gær-
kvöld minnti Ölafur Jóhann-
esson forsætisráðherra á, að
upphaflega hafi ekki verið
gert ráð fyrir her á Islandi á
friðartímum, þegar við gerð-
umst aðilar að Atlantshafs-
bandalaginu.
Mér þykir þó ekki annað lík
legt en að ráðherrann viður-
kenni, að síðan hafi mjög sikip-
ast veður í lofti á norðurslóð-
um.
Og þegar ég horfði á ráðherr
ann í sjónvarpinu, fannst mér
annað ötrúlegt en að þessi mað
ur muni skilja þá, sem finnst
það vera glæfraleg léttúð, eins
og nú er komið, ef Island
fleygði frá sér þeirri einu
vernd sem því stendur til boða,
í heimi sem verður Okkur með
hverjum áratug hættulegri.
Við ætlurn að verða áfram í
Atlaintshafsbandalaginu, er
okkur sagt — þjóðum þess á
að leyfast að koma okkur til
hjálpar, ef með þarf, enda þótt
við vilduim ekkert á okkur
leggjá til eflinigar vestrænu
vamarkerfi.
En hver segir að ríki banda-
lagsins myndu framvegis vilja
taka í mál að bera ábyrgð á
landi, sem ekki vildi af því vita
að hér væru neinar hervamir
— heldur kysi þjóðin fremur að
verða einfaldlega á valdi þess
sem yrði fljótastur til að
hremma land hennar, hvenær
sem yfir skylili ný styrjöld?
11. ágúst 1971.
milkið dálæti á sönglögum Eyþórs
og kynnt þau víða.
Lindin var fyrsta lagið eftir
Eyþór Stefánsson, sem kom á
prent og var það gefið út árið
1946. Átta þeirra laga, sem eru i
þessu safni, hafa verið gefin út
áður, en sjö þeirra eru nú gefin
út í fyrsta sinn.
Hamnes Flosason söngkenmari
hefur teiknað nóturnar, en lögin
eru ljósprentuð hjá Litbrá hf. Út-
gefandi er frú Guðrún, dóttir
tónskáldsinis. Sönglagahefti þetta
er gefið út í takmörkuðu upp-
lagi, en miargir hafa gerzt áskrif-
endur að því.
15 sönglög Eyþórs
Stefánssonar