Morgunblaðið - 12.08.1971, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 12.08.1971, Qupperneq 15
MORGUNÐLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1971 15 ) VÉLBÁTURINN Hrímnir ÍS 140 hefur undanfarna tvo mánuði verið Við skelfiskleit fyrir Norð- ur- og Austurlandi. Hefur leit þessi borið misjafnan árangur, og ný veiðisvæði fundust aðeins á Bakkaflóa og í Vopnafirði. Á föstudaginn hófu leitarmenn til- raunir með nýja gerð veiðar- færa við hðrpudisksveiðar á Húnaflóa, sem Einar Guðmunds- son, útgerðarmaður á Skaga- strönd keypti til landsins fyrir niokkru, Veiðarfæri þessi eru frá eyjunni Mön, og hafa verið í notkun þar í þrjú ár. Þau voru nú í fyrsta sinn reynd hér við land, og bar tilraunin mjög góð- an árangur. Áhöfnin talið frá vinstri: Guðmundnr skipstjóri, Logi, Guðmundur, Páll, Rögnvaldur kokkur, Lawrence Leadiey, Benedikt og Einar Guðmundsson, en fyrir ofan þá er Guðmundur Viðar. lands framleiðanda þessara veið arfæra og skipstjóra, sem fiefuir að baki mikla reynslu í meðferð þeirra, og hafa þeir leiðbeint okk ur og aðstoðað við þessar tiilraun ir. — Hefur þetta framtak ekki haft í för með sér mikinn kostn- að? — Jú, vissulega hefur það ver ið köstnaðarsamt. Nærri lætur að heildarkostnaður við þetta sé milli 500 og 600 þúsund krónur, þar af veiðarfærin um 250 þús- und, og hitt er kostnaður við ferðalög og það að fá þessa menn hingað frá Mön, Ef til vill mætti segja að það hefði staðið opinberum aðilum nær að standa Með skelfiskveiðimönnum á Húnaflóa: „Miðin hér eru gullnáma" Blaðamaður Mbl. brá sér í veiðiferð með þeim félögum á Hrímni s.l. þriðjudag. Haldið var frá bryggju á Blönduósi um há- degisbilið, í glampandi sólskini og blíðu. Svolítil norðangjóla var, enda „landsins forni fjandi" haf- isinn ekki langt undan. Auk skip verja á Hrímni voru með í för inni Einar Guðmundsson, útgerð armaður, Lawrence Leadley, skipstjóri frá Mön, Guðmundur Einarsson frá Blönduósi, Logi Jó hannsson, útgerðarmaður, og tveir strákar, Guðmundur og Valdimar, sem hjálpuðu til við að tina skelina. Að loknu hál'ftíma „stími" var slegið af, og Guðmundur skip- stjóri fyrirskipaði að gera klárt. Voru snör handtök við að koma veiðarfærunum út fyrir borð- stokkinn og koma þeim fyrir í 'gálganum. Eftir að gengið hafði verið frá vírnum kallaði Guð- mundur „fara“ og 75 faðmar voru gefnir út af spilinu, tog- stefnan tekin og vírunum læst. Togað var í 15 mínútur og á meðan notuðu skipverjar tímann til að undirbúa móttöku aflans. Þegar togað hafði verið i 15 mínútur var byrjað að draga. Menn spáðu í aflann og virtust misjafniega bjartsýnir, því þessi mið höfðu verið talin mjög treg. Þegar pokinn var innbyrtur sneisafullur af skel, hýrnaði held ur yfir mannskapnum, og eftir að hafa losað, hófust menn handa um að flokka skelina og sekkja það sem nýtilegt var. Þegar plógurinn var á ný farinn að kemba botninn notuðu menn tækifærið til að fá sér kaffisopa hjá Rögnvaldi kokki, en hann hafði borið á borð bæði tertur og brauð, og gerðu rnenn þvi góð skii. Blaðamaður ræddi við Einar Guðmundsson, útgerðarmann, en hann á heiðurinn af þvi að þessi veiðarfæri. eru komin hingað til lands. Einar hefur stundað skel- fiskveiðar um nokkurt skeið á Húnaflóa, og er nú í vikunnii að fá nýjan bát, sem skipasmiða- stöð Guðmundar Lárussonar á Skagaströnd er að smíða, og er hann sérstaklega útbúinn til skel fisk- og rækjuveiða. Einar fór í marz s.l. til Dubl- in á Irlandi til þess að skoða sýningu sem þar var haldin á — sagði skipstjórinn frá Mön, Lawrence Leadley Plógurinn kominn upp að síðunni. Gamli plógnrinn. veiðarfærum og ýmsu öðru sem varðar sjávarútveginin. — Á sýningu þessari sá ég fyrst þessa skelfiskplóga, sem framleiddir eru hjá Vincent Blake á eyjunni Mön. Ég sá strax, að þessir plógar mundu henta vel íslenzkum aðstæðum. Þeir eru mun léttari í meðförum en þeir gömiu, og grafa sig ekki eins mikið niður og þeir sem hér hafa verið notaðir til þessa. Með þessum plógum er hægt að toga á hvort sem heldur er leir- eða sandbotni, og auk þess hafa þeir þann kost, að fara mun betur með skelina. — Plógur þessi samanstendur af járngrind sem liggur á þrem- ur sleðum. Neðan á þessa grind kemur svo keðja, svokölluð skrapkeðja, sem hefur það hlut- verk að „kitla“ skelina svo að hún stöfck upp. Ofan á grind- inni er svo trollnet sem hörpu- diskurinn lendir í þegar hann fær styggð af keðjunni. Á grind inni eru svo skástifur sem gera það að verkum, að plógurinn tek ur ekki grjót i sig, og einnig er á grindinni þrýstiplata sem held ur henni þétt við botninn og kem ur i veg fyrir að plógurinn „taki stökk" eins og sá íslenzki gerir. Aftan úr grindinni neðanverðri kemur stálhringanet og aftast er svo skúffujárn sem heldur netinu kláru í sjónum. Að ofan er trollnet sem fest er á grind- ina ofanverða og aftur á skúffu- járnið og myndar þannig troll- poka, en i þann poka safnast skelin. Fram úr grindinni kem- ur svo beizli sem togVirinn er tengdur í. — Þessi veiðarfæri hafa verið i notkun um þriggja ára skeið á eyjunni Mön, og vekur það furðu mína að enginn íslendingur skyldi fyrr hafa komið auga á þau jafnvel þótt þau hafi verið til sýnis á fjölmörgum þeim sýn ingum sem fuliitrúar íslenzkra fiskimanna hafa sótt undanfarin ár. Á eyjunni Mön hafa þeir stund að skelfiskveiðar i um 30 ár, og hefði mér ekki þótt undarlegt að opinberir aðilar hefðu leitað til eyjarskeggja eftir reynslu í veiði tækni á þessu sviði. -—■ Ég keypti strax 6 plóga, fjóra sex feta og tvo átta feta, og reynslan af þeim tilraunum sem hér hafa verið gerðar hef- ur verið mjög jákvæð, og má segja að hér sé um byltingu á þessu sviði fiskveiða að ræða. Ennfremur fékk ég hingað til straum af þeim kostnaði sem þessu hefur verið samfara, þvi augljóst er að með þessum nýju veiðarfærum kemur skelfiskveiði til með að aukast til muna hér við land, og þannig skapá aukn- ar tekjur í þjóðarbúið. Þá var plógurinn kominn að borðstokknum á ný, og Einar flýtti sér upp úr lúkarnum til að hjálpa til við að innbyrða. Held- ur var minna í pofcanum í þetta skiptið, og þegar plógurinn var horfinn i djúpið á nýjan leik ræddi blaðamaður stutta stund við Guðmund Rósmundsson skip stjóra. Guðmundur er manna reyndastur við skelfiskveiðar hér við land, en hann hóf skelfisk- veiðar við Vestfirði snemma á ár inu 1969. Auk þess hefur hann mikið stundað skelfiskleit á veg um Hafrannsóknastofnunarinn- ar. — Þau veiðarfæri sem notuð hafa verið við skelfiskveiðar hér við land hafa flest verið mjög Framh. á bls. 17 Pokinn innbyrtur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.