Morgunblaðið - 27.08.1971, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.08.1971, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1971 Tvö götuskilti og ordatiltækið; „Eitt skot — ein kind 44 — á herdeild Guy Gauvreaus, sem nú er aðalræðismaöur íslands í Montreal, til minja um íslandsdvölina AÐALRÆÐISMAÐUR okkar í Montreal er Guy Gauvreau. Hann er fransk- ur Kanadamaður og einn af mestu athafnamönmun borgarinnar, forseti stór- fyrirtækisins Concordia, sem tekur að sér að standa fyrir stórframkvæmdum víðs vegar um Kanada og Bandaríkin. Fyrir heims- sýninguna í Montreal 1967 stóð Guy Gauvreau til dæmis fyrir því, að koma upp annarri stærstu bygg- ingasamstæðu í Norður- Ameríku, La Bonaventura, og setja þar af stað marg- víslega starfsemi og gerði það á 2Vi ári. Hlaut hann þar af góðan orðstír, Nú er Guy Gauvreau hér á fundi íslenzkra ræðis- manna ásamt konu sitmi. Louise, sem einnig er af frönskum ættum í Kanada, og dótturinni Lulu. Guy Gaiuvreau komisit fiyirsit í tengsl við ísland á strtðs- árunum — og alveg óvæmt. — Það var í júlímánuði 1940, þegar kamadísha herdeildin Les Fusiliers Momt Royial var semd til íslands, sagði aðal- ræðismaðurinn, er fréttamað- ur Mbl. ræddá við hann. Við vissum ek'kert um Island. Hafði verið sagt við brottför ina með skipimu, að við ætt- um að fara til Bermuda. Og til að blekkja óvinina, feng- um við aðeins eitt þunnt teppi hver. En áður en lanigt var komið, var bætt við þremur teppum. l>á vissum við að okkur var ætiaður kaldari staður. Þegar svo var tilkymnt að ákvörðunar- staðurinn væri fsland, þá ruku allir upp til handa og fóta til að leita i alfræðiorða bókinni í bókasafninu að fs- landi. En við fundum að bú- ið var að rífa blaðsíðuna úr. Einhver hafði orðið á undan otokur. Við vorum svo á Sel- foss- og Hveragerðissvæðimu tU 31. obtóber. f fyrstu var okkur fálega tekið, sem ekki er undarlegt. Við vorum í her, og fólkið hafði aidrei séð herdeild. Brátt sáu marg- ir að við vorum ekkert slæm- ir strákar. Þegar við fórum áttum við margir góða vini. Við skildum við landið með sökruuði, og ég held að fOieisifciir okfcar, sem vorum alls 800 tailisimis, hafli borið fsilanidli gott orð síðan. Þegar við vorum komnir um borð í skipið í Reykjavíkurhöfn, tiikynnti hinn frægi Lord Haw-Haw i J ** L! þýzka útvarpinu sem sendi ú,t á emstau, að kainadíska hier- deildin Les Fusiliers Mont Royal, sem væri um borð í skipi í Reykjavíkurhöfn mundi hljóta vota gröf. Svo Þjóðverjamir vissu svo sainn arlega hvað var að gerast hér, — HerdeUdin á nú minja- grip frá íslandi, er það ekki? — Jú, tvö stór og þung götuskUti hanga á heiðuris- stað í liðsforingjasal her- deUdarinnar í Montreal. Á öðru stendur Reykjaivík og á hinu Grýta. Þessuim sfciiltum sitóillu meðilimiir herdeáilöanimm)- ar tU minja áður em þeir yf- irgáfu ísland. Lögreglan kom um borð og sagði að tvö götuskilti hefðu horfið. Hvort við visstim nokkuð um þau. Ég er hræddur um að við höfðum sniedtt swo- iffitið hjá saininllieilkiamium þá. Það vissu iögregluiþjón am ír líka. Þeir brostu baira og sögðu: Góða ferð! Þessi þungu síkilti fyfligdiu okfcur svo tU Englands, þar sem við vomm næstu árin og til meg- inlandsiins og herdeildin hafði þau enn þegar hún kom heim að stríðimu loknu. Þau höfðu verið of þung, tifl að nokkrum dytti í hug að stela þeim. Sjálfur hafði ég særzt iUa í bardögum í Hol- landi og átti lengi í því — <yg á enn. — Annað afrefc vamn þessi kanadíska herdeild í Hvera- gerði, sem enn er haift í mlnni í stöðvunum í Montreai? — Jú, jú, þú átt við kind- ina sem sfcotin var. Þainniig var, að einn af okfcar her- mönnum var á verði. Hanm hafði ekki séð neiit nema nið ursoðinn mat i marga mán- uði. Þegar hann sá svo aiUt í eimu koma kind, hélt hamin að þetta væri villibráð og sfcaut hana. Af þvi hiauzt auðvitað mikii rekistefna og hanm var dreginn fyrir her- rétt. Aumingja pilturinn var franskur Kanadamaður og tai aði litla ensku. Þegar hann hvar spurður hvað hefði gerzt, sagði hann bara: „One bullet — one mutton", (Eitt skot — ein kimd) og þetta er haft að orðspori, þegar afrek her deildarinnar eru rædd heima í klúbbmum. Þá segja menn gjarnan: „One bullet — one mutton“. Annars unnum við nú meiri afrek hér, bætir Gauv- reau við og hlær. Á þessuim þnemur mánuðum gerðum við flugvöll nálægt Selfossi Umruum eiiins og þræfeur og vor um ákaifflega stolbiir af hon- um. En að þessum þremur mánuðum liðnum, kottra Bandarijkjameninirair með sín stórvirku vimnutæki og gátu frambvæmt á 3 vilkum það, sem við höíuim stritað við á þremur mánuðum, Við urðum mjög sárir og gramir. - En hvenær urðuð þér svo ræðismaður fyrir Is- ‘Iand? — Það var fyrir 12 árum, að komið var að máli við mig og ég beðinn um að verða ís- tenzkur ræðisimaðuir. Islamd heiflði enigan rgeðismiainn í Montreal og ég hafði þó séð landið. Thor Thors sendi- herra bað mig um að koma og hitta sig í New York og við spjöliuðum þar saman yf ir hádegisverði. Á eftir sagði hann mér, að eftir slæma reyinsiki í einhveirjiu tiíLvilki hefði hann áfcveðið að áður en nokkur yrði Skipaður ræð ismaiðuir á hans svæði Viildli hann sjá hann persónulega og ræða við hann. Það gerði hann sér að reglu. Síðan hefi ég verið ræðismaður Islands á staðmum. Við höflum ekki svo mikið að gera núna. Það hefur minnkað mikið síð- an hætt var að krefjast árit- unair á vegabréf. En Islend- ingar koma stöku sinnum á sfcrifstofuna og þurfa aðstoð, sjómenn af skipum og ffleiri. Ég get ekki gert mikið fyr- ir fsland á sviði iðnaðar og verzlunar, því ég er ákaf- lega önnum kafimn. En á svliðii Landlkyniniinigar og við að stuðla að aufcningu ferða- manna til Islands er mikið hægt að vinna, ef maður hef ur efnivið til þess. Og það er sannarlega þess virði. Þvi ætía ég að koma á framfæri á þessuim fundum núna. Við Kanadamennimir ætflum að hittast í fyrramálið og bera saman bækur okkar, áður en við berum fram tiliögur okk- air á því sviði. fsiiamd ar Stór kostlega fallegt land, og eft- Lrsókmairvert fyrir ferðaimienní. Kanadamenn eru tiil dæmis mjög mifcið fyrir að veiða í ám og vötnum. Nú orðið haf- ið þið nægi'Iega mörg hótel og aðra aðstöðu fyrir ferða- menn, svo óhætt er að fara að hvetja þá til að fara til fslands. — Byggimgarsamstæðan mifcla, sem þér eruð svo þekktur fyrir að hafa gert að veruleika i Montreal var gíf- uirlega uimifanigsmikiil vair það efcfci? — Jú, það er þriggja millj- ónia flenmetira byigging, oig tiaJl- in næst stærsta byiggingasam stæða af þessu tagi i Norður- Ameríku. Chicago Mart er stænri. Þarna eru sýniinigiar- sælir, þar sem alltaf er efnt til stórsýninga og þar sem hægt er að aka járnbrautar- lestum og trukkum beint inn á sýningarsvæðið. Neðanjarð arbrautin í borginni stanzar undir byggingunni og þar eru öll þjónustufyrirtæki. Uppi yfir eru svo smáverzl- anir á heilum götum og ail- þjöðleg heildsölufyrirtaski og viðskiptaSkrifstofur ým- i.ssa þjóða á efri hæðujm, en Aðalræðismaður Islands í Montreal, Guy Gauvreau og frú Louise, ásamt dótturinni Luiu, efst er hótel með 400 herbergjum. Það er ákaflega fallegt, garðar á milli hús- anna á þakinu, þar sem hótel herbergin eru og teikningar allair ákaflega nýtízfculegar. Hver hæð i byggingunni er 220 þúsund ferfet. Þetta kost aði um 87 V2 milljón dollara og markmiðið var að koma þessari bygginigu í Mon- trealborg upp og í gang fyr- ir heimssýninguna. Það tókst og við opnuðum daiginn fyr- ir opniun heimssýningarinnar. Með sérstöku leyfi borgarinn ar höfðum við látið vinna diaig og nótt og verkinu var lokið á 2Vz ári. Það var mifcii vinna. Gg nú er öll starfsem- in þarna í fuilum gaagi. En við erum ekki lengur aðiiar að þvl, því við rekuim ekfci fyrirtækin, heldur tökum að ökkur að koma þeim á legg. — Hvað eruð þið þá að gera núna? — Concordia-fyrirtækja saimstæðan tetour ýmist að sér verkefni eða vinnur fyr- ir eigin rei'kning og við er- um með stórverkefni viða í Ameríku. Við höfum rétt lát- ið okkur detta í hug að færa út kvíarnar til Evrópu, en við svona viðfangsefni þarf maður að vera svo ákaflega kuninugur öllu og ölium. Við höfuim tékið að okkur ýmiss konar verkefni fyrir áfcveðna borgun og veljum ofckur svo arfcitekta, bygg- ingarfyrirtæki o.ffl. En við sendum ekki tilboð í verk- efni. Það er eiginlega alveg að verða búið að vera í svona stórverkefinum. Við er um valdir til að taka verkin að ofckur, vegnia reynslu og þess sem við höfum þegar gert. Maður veit aldrei hver sendir tilboð og hvers konar fólk verður iægstbjóðandi. Við byiggjum og komum verk efhunum upp, en rekum þau ekki. Þannig verkeflni höfum við núna í Vancouver, á Prince Edmond eyju, í Banda ríkjunum, Toronto, New Yark-ifiyllfci og víðar. Tii dæm- is vorum við eitt af 20 slík- um fyrirtækjum, sem valin voru úr 200, er sendu inn áætlanir og aðferðir sínar, þegar stjómin í Washimgton ákvað að stuðla að því að láta leysa stórverkefini í byggingarmálum. Og við er- um að byggja hverfi sam- kvæmt þvi í New Jersey og St. Louise í Missisippi. En okfcar eigin stóra verfcefni I Montreal er það, sem ballað er City Concordia, sem er í rauninni heil ný borg í miðri Montreal. Það er 250 míiilllijánia dolliara yiiðíanigsefhi og á okkar eigin vegum. Það eru íbúðarbyiggingar, Skrif- stofur, miðbæjarkjami, verzl amahverfi o.s.frv. og alit lok- að að mestu frá umferðinni annars staðar í kring. Við höfuim á undanfömum árum verið að kaupa upp gamlar byggimgar á þessu svaeði, en auðvitað látum við gamlar kirkjur og þess háttar standa. Þetta er það verk- efni, sem ég er nú mest að fást við. — Eruð þér búinn að sj'á Hveragerði aftur? — Nei, ekki ennþá. Þanig- að förum við á föstudaginn og ég hlakka mikið til. Satt að segja var ég ákveðinn í að leigja mér bál og aka þang að, ef tækifæri gasfist ekki öðruvísi. — Og héðan? — Héðan höldurn við ti'l Luxemburg, Sviss og Suður- Frakklands og endum ferð- iina í London, þar sem son- ur akkiar er Við ilistmiám. Og svo þurfum við að ná heim fyrir brúðkaup döttur okk- ar. — E, Pá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.