Morgunblaðið - 27.08.1971, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.08.1971, Blaðsíða 16
16 MORGUN’BLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1971 Otgsfandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvsemdastjóri Hsraldur Sveinsson. Rilstjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur KonráO Jónsson. Aðstoðarrítstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjómarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fráttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstraati 6. sími 10-100 Auglýsingar Aðalstraeti 6. sími 22-4-80. Askriftargjald 195,00 kr. i mánuði innanlands. I lausasölu 12,00 kr. sintakið. SKRÍPALEIKUR í S-VÍETNAM rsetakosningar þær, sem fyrirhugaðar eru í Suður- Víetnam í byrjun október nk., eru augljóslega að snúast upp í hreinan skrípaleik. Upphaf- lega var gert ráð fyrir, að þrír frambjóðendur yrðu í þessum kosningum, þ.e. þeir Thieu, forseti landsins, Ky, varafor- seti, og Minh, hershöfðingi, sem hafði forystu fyrir þeim öflum innan hersins, sem á sínum tíma steyptu Diem af stóli, en Minh fór síðar úr landi og hrökklaðist frá völd- um. Thieu forseta tókst að fá þingið í Suður-Víetnam til þess að setja lög, sem gerðu Ky, varaforseta, í rauninni ókleift að fá nægilega marga meðmælendur til þess að bjóða sig fram. Ky áfrýjaði til hæstaréttar Suður-Víet- nam, sem úrskurðaði ,að hann hefði ekki rétt til framboðs. Skömmu seinna ákvað Minh, hershöfðingi, að hætta við framboð sitt, þar sem hann taldi sig hafa sannanir fyrir því ,að Thieu, forseti, hefði undirbúið víðtæk kosninga- svik. Þá gerðust þau furðu- legu tíðindi ,að hæstiréttur Suður-Víetnam breytti fyrri úrskurði sínum og ákvað, að Ky hefði þrátt fyrir allt rétt til að fara í framboð til for- seta. Hafi einhverjir verið í vafa um það áður, að fyrirhugaðar forsetakosningar væru skrípa leikur einn, þurfti enginn um það að efast, eftir þessa skyndilegu breytingu á af- stöðu hæstaréttarins. Þá hef- ur það einnig vakið athygli, að Bunker, sendiherra Banda- ríkjanna í Suður-Víetnam, hefur setið á stöðugum fund- um með Thieu, forseta, síð- ustu daga, augljóslega í þeim tilgangi að hafa áhrif á forset- ann, þannig að fleiri fram- bjóðendur verði í kjöri til for- seta en hann einn. Þessi af- skipti Bandaríkjanna af inn- anlandsmálum Suður-Víet- nama eru ógeðfelld, jafnvel þótt þeim sé ætlað að stuðla að lýðræðislegri kosningum í landinu. Því hefur verið margsinnis lýst yfir af hálfu talsmanna Bandaríkjastjómar að til- gangurinn með þátttöku Bandaríkjanna í styrjöldinni í Víetnam sé sá, að tryggja sjálfsákvörðunarrétt fólksins í Suður-Víetnam. Augljóst er, að fari forsetakosningamar fram í október byrjun eins og nú er ástatt í Suður-Víetnam, á það ekkert skylt við sjálfs- ákvörðunarrétt kjósenda þar. Eðlilegasta leiðin úr því, sem komið er í Suður-Víet- nam, er sú, sem Ky, varafor- seti, hefur lagt til, að bæði hann og Thieu, forseti, segi af sér embættum, bráða- birgðastjórn taki við um nokkurra mánaða skeið í landinu, sem undirbúi for- setakosningarnar að nýju, kosningar, sem fari lýðræðis- lega fram og þar sem ekki er beitt hvers kyns bolabrögð- um til þess að aftra því, að þeir bjóði sig fram, sem þess æskja. Stjórnmálaástandið í Suð- ur-Víetnam er mjög ótryggt um þessar mundir og það litla, sem eftir kann að vera af trú sumra manna á það, að Bandaríkin hafi blandað sér í Víetnam-málið til þess að tryggja frelsi og sjálfs- ákvörðunarrétt þjóðarinnar í Suður-Víetnam, hverfur eins og dögg fyrir sólu, ef þeim skrípaleik verður haldið áfram, sem nefnist forseta- kosningar í Suður-Víetnam. Áfall fyrir EBE Pfnahagsaðgerðir Nixons, Bandaríkjaforseta, hafa m.a. leitt í ljós, að Efnahags- bandalag Evrópu er ekki enn orðin sú samstæða heild, sem margir hafa viljað vera láta. Þegar til úrslita dregur fara aðildarríki Efnahagsbanda- lagsins sínar leiðir, ef það hentar þeim. Þetta kom glögglega í Ijós, er Efnahags- bandalagið reyndi að marka sameiginlega stefnu í gjald- eyrismálum, sem svar við efnahagsaðgerðum Nixons. Það mistókst gersamlega. Frakkar höfðu eina skoðun á því, hvernig við ætti að bregðast og V-Þjóðverjar aðra. Hvorugt ríkið gaf sig og afleiðingin varð sú, að ekkert samkomulag náðist, Frakkar fóru sína leið og V-Þjóðverj- ar sína. Þetta sýnir, að enn er langt í land að Efnahags- bandalagið verði grundvöll- ur þeirrar sameinuðu Evrópu, sem svo marga dreymir um. Raunar þarf engurn að koma þetta á óvart. Það verður ekki gert á einum áratug eða tveimur, að þurrka út landa- mærin milli ríkja Evrópu og sameina efnahags- og þjóð- félagskerfi þeirra. En eitt- hvað hefur áunnizt á undan- fömum árum og aðild Breta að EBE mun mjög verða til þess að styrkja þessi samtök. ^y%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%<& TJST í leit að Marcel Proust 100 ára ÞEGAR menn rabba saman í hugguleg- heitum um bókmenntir, jafnvel þó sé undir fjögur augu, þá er oft eins og um- ræðurnar frjósi um stund og hangi í lausu lofti, er Marcel Proust ber á góma; augnaráð manna verður flökt- andi, þeir stara í gaupnir sér og vita ekki alveg hvar handfestu er að finna í áframhaldandi umræðu. Á þessu ári, nánar til tekið 10. júlí eru 100 ár liðin frá fæðingu þessa manns, sem veitt hefur bókmenntafræð- ingum svo ærinn starfa undanfarna ára- tugi og lesendum einkennilegar ánægju- stundir. Þessa afmælis skáldsins hefur verið minnzt vitt og breitt um heims- byggðina með greinum og úttektum á verkum hans, krufningum á persónu- leika hans, og þar fram eftir götum. Öruggt er þó að Proust og verk hans verða aldrei afgreidd í eitt skipti fyrir öll í allri sinni flúruðu margslungni. Það verk sem einkum og sérilagi er nú tengt nafni Prousts, er „A la Rech- erche du Temps Perdu“ eða „1 leit að horfinni tíð“, stórvirkið óviðjafnanlega upp á um 2250 bls., upphaflega gefið út í 15 bindum. Það hefur löngum verið deiluefni að hve miklu leyti þetta verk er sjálfsævisögulegt, en þótt ekki megi taka það of bókstaflega sem slíkt, þá fer ekki milli mála að það er sálar- stríð og ótrúlega næm lifsskynjun Marcel Prousts sjálfs sem liggur ber- strípuð undir flúrfarginu. Þetta verk er skáldatími Prousts. í öðrum skáldatíma, — Halldórs Lax- ness — segir skáldið: „Ég held ég hafi aungvan höfund lesið sem komist hafi nær því en þessi að láta mig hætta við að setja saman bækur." Það hefur orðið hlutskipti þessá verks að verða fáum rithöfundum að leiðarljósi, en mörgum skelkur í bringu. Þótt „A la Recherche“ sé viðurkennt eitt af mestu verkum bók- menntasögunnar, gætir áhrifa þess til- tölulega litið í ritum annara höfunda. Verkið er svo einstakt að sá rithöfund- ur sem tæki sér það til fyrirmyndar ætti umsvifalaust á hættu að vera sak- aður um stælingu. En auðvitað kemst enginn er les, hjá því að hrífast og verða fyrir nýrri lífsreynslu sem ber síðan óbeinan ávöxt. Þess má geta að Laxness hefur bent á, að efnisval Gunn- ars Gunnarssonar í „Fjallkirkjunni" kunni að vera undir áhrifum Proust, en einnig má greina proustískan blæ i sumum verkum Laxness sjálfs, t. d. i skopgervingum og táknanotkun. Svo maður hætti að býsnast, fæddist Marcel Proust árið 1871 i Autrieul í Frakklandi og var sonur mikilsvirts pró- fessors í læknisfræði og konu hans, sem var af Gyðingaættum. Móðir Prousts var að miklu leyti þráhyggja sonarins, og í „A la Recherche . . .“ er sam- bandið milli sögumannsins, Mar- cels, og móður hans dulbúin sam- svörun úr lífi höfundar. Proust var ákaflega hændur að móður sinni. Alla tíð var Proust veikbyggður og pervisinn og fékk 9 ára að aldri asthma. Heilsuleysi það sem bagaði hann alla ævi er mikill áhrifamáttur í „A la Recherche . . .“ Likami og sál Prousts voru ótrúlega viðkvæm og auðveld bráð fyrir hvers konar sveiflur I umhverfinu. Það væri að æra óstöðugan að telja upp þá kvilla sem angruðu skáldið, en t. d. þjáðist hann af ofnæmi af ýmsu tagi, — ofnæmi fyrir ryki, raka, reyk, ilm- vötr.um og angan blóma; þá þoldi hann ekki kulda, áreynslu og móðganir; fékk sífelld þunglyndisköst og meltingartrufl- anir, krampa og taugatitring, hnerra og hósta. Hávaði hafði slik áhrif á skáld- ið, að einangra varð svefnherbergi hans með korki o.s.frv. Þetta heilsuleysi kom þó smám sam- an og Proust gat lokið menntaskóla- námi og herþjónustu. Að þessu loknu, á árunum eftir 1890, gerðist hann sam- kvæmisfugl hinn mesti í úrkynjuðu yfir- stéttarlífinu í París. Hann var af mörg- um talinn spjátrungur og snobbari, hélt hin flottræfilslegustu samkvæmi og lagði allt kapp á að kynnast listamönn- um og höfuðpaurum. Ljóst var að hann stefndi vísvitandi að því að verða skáld. Fyrstu verk hans voru þó tæpast tekin alvarlega. Hið fyrsta, „Les Plaisirs et les Jours'* var myndskreytt af þekktri listakonu, með tónlist eftir þekkt tónskáld og lofsam- legum formála eftir Anatole France, en samt fékk þetta þokkalega safn ljóða Marcel Proust og sagna dræmar undirtektir. Sama er að segja um næstu verk; Proust var aðeins talinn menningarsnobbari með ofurlitla hæfileika. Faðir Prousts lézt 1903 og móðir hans 1905. Eftir það dró hann sig að mestu út úr skarkala samkvæmislífsins, heilsu- leysi hans ágerðist og hann einangraði sig í korkherberginu fræga að Baule- vard Haussmann númer 102 í París. Hann mun um þetta leyti hafa bein- línis tekið ákvörðun um að skrifa meistaraverk, — nokkuð sem Sigurður Nordal myndi nefna ófyrirgefanlega „ásetningssynd". Réð þarna miklu, að svo til öll bókmenntaiðja Prousts mið- aðist við að gleðja móður hans; hann þráði ekkert heitar en að hún gæti ver- ið stolt af honum sem skáldi. Þegar hún svo lézt áður en slíkt tækist, varð skáldið gagntekið „af þessu fyrirheitna meistaraverki. Bókmenntafræðingar seinni tíma hafa getað rakið ýmsa þræði frá fyrri verk- um Prousts að „A la Recherche . . .“, en í kringum 1950 fundust áður óþekkt plögg, sem gefa til kynna að skáldið hafi byrjað að undirbúa verkið 1895. Þetta var skáldsagan „Jean Santeuil" sem í rauninni er ekkert annað en drög að „A la Recherche . . .“ Það er athyglisvert að í einu rita sinna, „Contre Sainte-Beuve" eða „Gegn Sainte-Beuve", ræðst hann harkalega á hina ævisögulegu bókmenntanálgun sem Sainte-Beuve var forsprakki fyrir. Þar íhugar hann þá kenningu, að allar góð- ar skáldsögur opinberi dulbúið sjálf höf- undarins. Hans eigið verk, „A la Recherche du Temps Perdu“, hefur valdið mönnum meiri heilabrotum I þessu sambandi en flest önnur. Uppbygging „A la Recherche du Temps Perdu" er nokkuð sérstæð; verk- ið er hringformað eða gormlagað. End- irinn á að gerast á undan upphafinu, og þessa tvo hluta ritaði Proust fyrst, en bætti síðan miðkaflánum inn í og jók hann stöðugt af smáatriðum og skrauti. 1 upphafi er sögumaðurinn, Marcel, miðaldra maður en kastar sér út í iðu endurminninga; hann ætlar sér að end- urlifa líf sitt frá barnæsku, að leita að horfinni tíð. Það liggur í augum uppi Franihald á bls. 18. &%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%% i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.