Morgunblaðið - 27.08.1971, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.08.1971, Blaðsíða 18
18 MOKGUN'BLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27- AGÚST 1971, Opið bréf til borgarráds; Hundar og menn I GREIN í Morgunblaðinu þ. 19. ágúst sl., birtist frétt með fyrirsögninni „Hundaeigendur biðja um endurskoðun.“ 1 frétt þessari segir m.a.: „Hundavina- félagið hefur skrifað borgarráði bréf þar sem farið er fram á endurskoðun á afstöðu borgar- stjómar frá 17. desember sl., um bann við hundahaldi í Reykja- vik. Var þetta erindi lagt fram á fundi borgarráðs á þriðjudag." Vegna umræddrar fréttar settist ég niður og tók mér penna í hönd. Finnst borgarráði ekki komið nóg af þessu þvargi um hundahald? Ég og reyndar fjöl- margir Reykvíkingar töldum vist, að búið væri að forða borg- inni frá öllu hundahaldi frá og með 1. september 1971. Við vor- um hreykin af því að eiga yfir- völd, sem ætluðu ekki að fara að dæmi annarra þjóða, sem fyrir löngu hafa kallað hunda- haídið yfir sig en þrátt fyrir slæma reynslu geta ekki komið þessum ósóma af sér, þótt fegn- ar vilji. En mörgum Reykvík- ingum brá í brún, þegar borgar- ráð samþykkti að vísa erindi Hundavinafélagsins til heilbrigð- ismálaráðs. Var ekki búið að taka afstöðu til hundahaldsins í þvi ráði, og var ekki sú afstaða einöregin gegn hundahaldi? Til hvers að fara að eýða tima í nýít þvarg um þessa hluti? Er þá ekki verið að þóknast fólki, sém um Iengri eða skemmri tíma hefur brotið lög með því að halda hund í óleyfi? Slíkt sem þetta var í mínu ungdæmi kallað að heiðra skúrkinn. Hvers vegna vísar borgarráð ekki er- indi Hundavinafélagsins til föð- urhúsanna með rökstuddri dag- skrá, þar sem þetta var afgreitt mál? Fyrir þá borgarráðsmenn og aðra ábyrga aðila, sem um hundahaldið þurfa að fjalla, langar mig að rifja upp eftir- talin atriði, sem mæla gegn hundahaldi: 1. Slæm reynsla af hunda- haldi á Akureyri, í Reykjavík og í mörgum stórborgum erlendis. 2. Slysahætta, óhreinlæti, mik- il útgjöld á kostnað skattborg- ara vegna eftirlits, hreinsunar, skráningar, kvartana, lógunar eða gæzlu í lengri eða skemmri tíma. 3. Aukin útgjöld fyrir heimili, sem hafa nóg með að fæða og klæða heimilisfólkið, þótt hund- ur bætist ekki við (börnin heimta hund, hvort sem foreldr- ar hafa efni á slíku eða ekki). 4. Hætta er á, að vangefið fólk, ratar, rýnur eða fólk vanheilt á geðsmunum sækist eftir því að eignast hund, en reynist ekki fært um að sinna honum þegar til kastanna kemur. Höfum við ekki nú þegar dæmi um slíkt hér í Reykjavík? 5. Óþægindi fyrir vegfarendur, farþega almenningsvagna og verzlunarbúðafólk. 6. Hundahald í borgum heyrir tvímælalaust undir slæma með- ferð á dýrum, hvort sem reyk- vískir dýravinir skilja það eða ekki. 7. Hundahald, ef leyft yrði, myndi útheimta aukna þjón- ustu áf hendi borgaryfirvalda. Má í því sambandi nefna gæzlu- velli fyrir hunda, getnaðarvamir fyrir hunda, velli fyrir hunda- veðhlaup og loks elliheimili fyr- ir hunda, sem eigendur vilja ekki lóga. Ein röksemd hundavina fyrir því, að hundur á heimili sé nauð- synlegur er sú, að hundurinn sé góður félagi, t.d. fyrir einstæð- inga, sjúklinga eða menn, sem eru svo leiðinlegir, að þeir geta ekki eignazt vini manna á meðal og fá sér af þeím ástæðum hund. önnur röksemd hundavina er sú, að frá sálfræðilegu sjónar- miði komi hundurinn að miklu gagni, t.d. fyrir menn, sem engrar virðingar njóta hjá sam- borgurunum — hundurinn þeirra bæti nokkuð upp það sem á vanti í þessu efni. Til þess að bæta einstæðing- um upp hundsmissi mætti stofna samtök áhugamanna um hunda- hald og reka slíkan félagsskap með svipuðu sniði og AA-sam- tökin. Með þvi móti eignuðust menn kunningja með sömu áhugamál, þeir gætu skipzt á skoðunum, sagt sögur af hund- um, sýnt kvikmyndir, farið í ferðalög yfir í byggðarlög, sem leyfa hundahald og fleira og fleira. En nóg um það. En við borgarráðsmenn vil ég að lokum segja þetta: Vitið þið hversu miklar fjárhæðir dönsku tryggingafélögin greiddu á síð- astliðnum tveim árum i bætur fyrir tjón af völdum hunda, sem tryggðir voru hjá þeim? Hafið þið ekki lesið fréttina um hjónin, sem áttu ungbam og stóran hund, og hundurinn beit barnið til bana í afbrýðiskasti og það fylgdi frétt þessari síð- ar, að hjónin væru búin að fyrir- gefa hundinum, af því að hann hefði gert þetta vegna afbrýði- semi? Þarf að hafa þessi skrif lengri? Ég held ekki. En borgar- ráðsmenn: 1 öllum guðanna bænum léttið af okkur skatt- borgurum þeirri plágu, sem hundahaldið er og sýnið okkur og öllum þeim útlendingum, sem bera sig illa út af hundahaldi stórborganna, að þið séuð karl- ar í krapinu og gerist nú einu sinni heimsfrægir einmitt fyr- ir þá skynsamlegu ákvörðun að banna hundahald í eitt skipti fyrir öll og gerið engar undan- tekningar. Með vinsemd og virðingu, Ragnh. Steingrímsdóttir. — John F. Sigurðsson Framhald af bls. 11 svo til Vancouver og setti á stofn trésmíðaverktakafyrir- tæki, sem nú er eitt hið öflug- asta þar í borg. Sjálfur hefur Sigurðsson dregið sig i hlé frá athafnalífinu fyrir stuttu. Hann talar allgóða íslenzku, og var siðast hérlendis fyrir 8 árum. Kom hann þá með hópi V-fslendinga, er hingað komu beint frá Vancouver með flug vél. Hann á allmarga ættingja í Borgarfirðinum, og kvaðst hafa haft af því mikla ánægju, er þeir heimsóttu hann og konu hans meðan á dvöl þeirra hér stóð. Kona hans er einnig úr Borgarfirði, fædd i Hörgárdal. — Oscar Larsen Framhald af bls. 11 fylgdu dæmi þeirra, yrði það þungur róður fyrir Norðanenn til hráefnisöflunar. Reglur um landhelgina væru nú mis- munandi í löndiunum. f Nar- egi rnætrbu t. d. erlend veiðí- skip ekkd koma nær landi en 12 mílur, norsikir togarar inn að 4 mfflium, en smærri límu- bátar rruættu veiða þar sern þeim sýndist. Að loku-m sagði Oscar Lar- sen: . „Þetta er i fyrsta skipti, sem ég kem til íslands, og höfum við konan mín haft, óblandna gleði af heimsókn' þessari. Það var svo, á fyrstu ræðisimannsárum minum, að þá héldu Norðmenn helzt, að á íslandi byggju eintómir vík- ingar, sem sinæddu dilkakjöt o.g skoluðu þvi niður með miði allan daginn. Þessi skoð- un hefur breytzt. Nú vifa all- ir, að hér býr þjóð, sem er jafn nýtízkuleg og aðrar Evrópuþjóðir, getur staðið jafnfætis þeim öMum.“ — Fr. S. I f ^^Iorgunblaósins V esturlandsmótið AÐ tilhlutan FRf verður dag- ana 4.—5. sept. haldið Vestúr- landsmót í frjálsum íþróttum. UMSB og ÍA múnu í sameiningu sjá um framkvæmd mótsins, en það verður að þessu sinni haldið á Akranesi. Þau Iþrótta- og héraðssambönd sem þátttökurétt hafa á mótihu eru: UMSB, ÍA, HSH, HSS (Strandamenn), HVÍ (Héraðss. Vest-ísf.), fBÍ, USD (Dalamenn) og Héraðssambandið Hrafna- flóki. Hver þátttökuaðili hefur rétt — List erlendis Framhald af bls. 16 að þetta karlæga skáld hefur sína eig- in ævi í huga, þótt deila megi um að hve miklu leyti. Því má skjóta hér inn í, að Combray, en svo nefnist þorp það sem sögumaður elst upp i, á sér furðu nákvæma sam- svörun í ævi Prousts. Hann dvaldist í æsku langdvölum í litlu þorpi í Suður- Frakklandi, og nú á hundrað ára af- mæli skáldsins hefur þetta þorp breytt nafni sínu í Combray, og væntir af því góðra tekna af ferðamönnum og bók- menntalegum pílagrimum. Proúst ætlaði sér að aftíma tímann, steypa hann í bókstafi. „A la Rech- erche . . .“ er samtvinnun ýmiss konar stefa og lífsþráða, iðandi af lífi og myndum, líkingum og hugleiðingum. Á hinum 2250 síðum verksins birtast' rað- ir atburða og staða, og ekki sízt fólks sem sögumaður (Proust?) hefur kynnzt á lífsleiðinni. Persónusköpun Prousts er stórkostleg og það sem merkilegast er, að maður sér persónumar þroskast, skynjar hvemig atburðir breyta þeim og hafa áhrif á þær; verkið er i stöð- ugri þróun, eins og lífið sjálft — og tíminn; það tútnar út i ófyrirsjáanlegar víddir. Kynferðislíf afbrigðilegt og eðlilegt er gnæfandi þáttur í sögumanninum og umhverfi hans. Maroel Proust hafði sjálfur sterkar kynviliutilhneigingar, og frægt er ástarævintýri hans og ungs listamanns, sem síðar lézt í bílslysi, Proust til sárrar sorgar. Skáldið var alla tið kvalinn af kynferðislegum ótta, og afbrigðileiki hans olli honum sálarstríði ofan á allt annað. 1 „A la Recherche . . birtist þetta, — þó undir rós sé; kyn- villa er t. d. ekki áberandi hjá sögu- manni, en hins vegar hjá mörgum hin- um persónunum. „A la Recherche . . .“ er bók um bók- menntalega köllun og í henni eru marg- ar bollaleggingar um eðli listarinnar. Það er á tvennan hátt sem Marcel tekst að finna horfna tíð: fyrir áhrif listar- innar og með hughrifum, fyrir áhrif skilningarvitanna (t.d. er Marcel bragð- ar eftir langt hlé á litlum madeleinekök- um, minnist hann þess tíma er hann borðaði í æsku slíkar kökur í Com- bray). Verkið speglar einnig sviptingar í þjóðfélagsbyggingu Frakklands, stétta- hroka og veilur samfélagsins; það er öðrum þræði félagslegur skopleikur. Proust er mikill og næmur stílisti; mál verksins er ákaflega kynngimagn- að og fjölbreytilegt, enda veltur mikið á því. Þetta gerir það torþýtt og er ekki vitað að nokkur Islendingur hafi lagt líf sitt I hættu við að reyna að snúa þvi yfir á „ástkæra, ylhýra málið." Hins vegar er til mjög góð ensk þýðing á öilum bindunum nema einu og er hún gerð af C. K. Scott Montcrieff. Þar sem frönskukunnátta þarf að vera á háu stigi til að njóta frumtextans, er senni- iegt að flestum sé fyrir beztu að nota ensku þýðinguna. Sumir telja að nú sé farið að slá í heimspeki og sálfræði verksins og þjóð- félagsmynd þess hafi ekki sinn „sjarma“ lengur; að mesta nýjabrumið sé horfið af því. Þeir hinir sömu álíta að þegar fram líði stundir, muni verkið einkum lifa af stíl sínum, en jafnvel hann sé þó sjálfumglaður og smásmugu legur, og verkið í heild sé úr hófi lang- dregið. I dyntóttri grein um Proust 100 ára í „The New York Times Book Review“, segir rithöfundurinn William Gass m.a.: „Stíllinn stofnar mynd þess sjálfs i hættu, sem hann lýsir á svo taumlausan hátt." Þótt þetta kunni rétt að vera og Hall- dór Laxness telji lestur verksins „fátt óhollara úngum gáfuðum rithöfundum", þá blandast engum sem reynt hefur hugur um, að „A la Recherche du Temps Perdu“ er mikil lífsreynsla höf- undar og lesanda. En þar verður hver að bjarga sér sem betur getur. . . . A. Þ. á að senda tvo keppendur í hverja grein, en mótið er stiga- keppni. Bikar verður veittur því hér- aðs- eða iþróttasambandi, sem flest stig hlýtur á mótinu. Einn- ig verða gefnir bikarar fyrir stighæstu einstaklinga og mestu afrek mótsins. Þátttökutilkynn- ingar berist fyrir kl. 20 fimmtu- daginn 2. sept. til Ingólfs Stein- dórssonar, síma 2202 eða 2006 Akranesi eða Matthíasar Ás- geirssonar, Reykholti. Keppnisgreinar eru sem hér segir: Laugardaginn 4. sept. kl. 14:00: KARLAR: 100 m hlaup undanúrslit 400 m hlaup Langstökk Hástökk Kúluvarp Spjótkast. KONUR: 100 m hlaup undanúrslit 400 m hlaup Langstökk Kringlukast Kúluvarp. Nýr ,Einherji‘ ÓVENJU mörgum kylfingum hefur tekizt að fara holu í höggi í sumar og kemur trúlega þrennt til: Miklar framfarir hjá stórum hópi manna, aukinn fjöldi golf- leikara, sem leika að staðaldri, og siðast en ekki sízt óvenjuleg veðurblíða tímunum saman, sem gerir nákvæmni í höggum auð- veldari, Nýjasti Einherjinn er Bogi ÞoTsteinsson, yfirflugumferðar- stjóri á Keflavíkurflugvelli. Bogi er félagi í Golfklúbbi Suðurnesja. Á Hólmsvelli í Leiru er aðeins ein par-þrjú hola; þar heitir Bergvík og er áhættusamt í meira íagi. Holuflötin er á tanga sem skagar lítið eitt út í sjó, en til að hitta flötina verður að slá yfir víkina og er þar mjög stórgrýtt fjara. Veitist mönnum ótrúlega erfitt að hitta þarna á flötina í einu höggi og kjósa margir þá leið að krækja fyrir víkina og ná flötinni í öðru höggi. Bogi Þorsteinsson sló í þetta skipti beint yfir víkina og notaði hann 6-járn, því hliðarvindur var af sjó. Kom kúlan niður á flötina, en rúllaði beint á flaggið og snðan niður. Sunnudagur 5. sept. kl. 14:00: KARLAR: 100 m hlaup úrslit 1500 m hlaup Þristökk Stangarstökk Kringlukast 1000 m boðhlaup. KONUR: 100 m hlaup úrslit Hástökk Spjótkast 4x100 m boðhlaup. (Fréttatilkynning frá Ung- mennasambandi Borgarfjarð- ar og Iþróttabandalagi Akra- ness). 3. deild ÚRSLITAKEPPNI þriðju deild- ar hefst á Melavellinum í kvöld kl. 19.00, með leik UMSB og Reynis. Á morgun leika svo Völsungar og Reynir kl. 17.00 og á sunnudag kl. 14 fer svo fram síðasti leikur keppninnar og leika þá UMSB og Völsungur. * Islenzk þátttaka á OL 1 FRÉTT frá Olymþíunefnd Is- lands segir, að nefndin hafi ákveðið þátt-töku ísiands í sund- og frj álsíþróttakeppni 20. Ol- ympíuleikanna, sem frani fara í Múnehen í Vestur-Þýzkalandi nassta sumar. Þá er þess einnig getið, að ís- lenzkir handknattleiksmenn taki þátt í undankeppni Olympíuleik- anna á Spáni í vetur og íslenzk- ir knattspymumenn hafa lokið þátttöiku í undankeppninni. Enníremur hefur svo verið ákveðið að ekki verði af íslenzkri þátttöku á vetrar-Olympíuleikun- um í Sapporo í Japan næsta vet- ur. — Aganefnd Framhald af bls. 30 notfærðu sér frestinn á þann hátt að mæta ekki á fundi hennar n.k. mánudag. Þá kom Ragnar Magnússon dómari fyrir nefndina í gær og svaraði spurningum henn- ar varðandi það atvik, er hann vísaði Skúla af leikvelli og vísaði hann til skýrslu sinnar um málið. Málin standa því þannig í dag, að þeÍT Skúli og Árni, sem eru fastir leikménn í 1. deildarliðum félaga sinna geta leikið með um helgina a.m.k.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.