Morgunblaðið - 27.08.1971, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.08.1971, Blaðsíða 12
12 MÓRbtTNÓLAÐÍÐ, fÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1971U Mikil umsvif fyrirtækis Jóns F. Einarssonar á Bolungarvík BOLUNGARVÍK 14. ágúst 1971. Árið 1965 stofnaði Jón F. Ein- arsson, byggingameistari i Bol- ungarvik, trésmíðaverkstæði og hótf þá þegar ýmsar bygginga- framkvæ-mdir. — Síðan hefur fyrirtæki hans farið sivaxandi og aukið umsvif sín ár frá ári, og er nú stærsta fyrirtæki í s nni grein á Vestf.jörðum. í júlimánuði sl. minntist Jón F. Einarsson 15 ára afmælis fyr- irtækisins með því að bjóða starfsmönnum sinum og ýmsum vinum til fagnaðar á heimili sínu, en um leið hélt hann upp á fertugs afmæii sitt. Þ/ 13. þ. m. opnaði Jón F. Ein- arsson nýja byggingavöruverzl- un í nýbyggðum húsakynnum við Aðalstræti 13—15 i Bolung- arvík. Er verzlunin á götuhæð í nýrri viðbyggingu við eldra hús- næði fyrirtækisins. Er þessi ný- bygging liðlega 250 fermetrar að grunnfleti, 3 hæðir og kjal'iari. Sem fyrr segir er verzlunin á götuhæðinni en i kjallara eru vörugeymslur. Auk þess eru tvær hæðir yfir verzlunarhús- næðinu, þar sem verða munu skrifstofur og íbúðir. Hin nýja byggingavöruverzl- un er hin smekklegasta og vand- aðasta að allri innréttimigu og verða þar á boðstólum ýmiss konar verkfæri og áhöld, heim- ilisttæki og mikið úrval af alls konar byggingavörum. Má þar tiil nefna gólídúka, góltf- og vegg- flísar, gólfteppi, veggfóður, málm ingu o. m. fl. — Meðal nýjunga hér á Vestfjörðum má telja, að verzlunin mun hatfa á boðstólum hina svokö'liuðu Tónaliti, en það er málniiing, sem hægt er að velja um i 2800 litasamsetningum og er blönduð fyrir viðskiptavini i sérstakri biöndunarvél. Auk þess selur verzlunin pípur til vatns- og skolplagna ásamt til’heyrandi fittings, ennfremur þakjám og þakpappa, rúðugter, þilplötur og margt fleira, sem of langt mál yrði upp að telja. Hin nýja byggingavöruverzl- un Jóns F. Einarssonar er nýr áfangi i st'arfsemi fyrirtækis hans, en það hefur undarafarin ár rekið trésmiðju og haft á hendi uimfangsmiklar byggínga- framkvæmdir. Má segja að það hafi verið við riðið byggingu flestra húsa í Bolungarvik sein- asta hálfan annan áratuginn. í trésmiðjunni er framleitt al.lt tréverk tiiil húsa, svo sem g’lugg- ar, inni- og útihurðir, eldhúsinn- réttingar og aðrar innréttingar o. m. fl. Þá rekur fyrirtækið plastverk- smdðju, sem framieiðir einangi- unarplast í ýmsum þykktum. Hófst sú starfsemi árið 1964 og er hin eina sinnar tegundar á Vestfjörðum. Framieiðir verk- smiðjan svo að segja alit ein- angrunarplast fyrir vestfirz'kan markað og selur talsvert magn til annarra landshluita. Þá eru ótalin ýmiss konar verktakastörf, húsbyggingar og mannvirkjagerð, sem hafa verið stór þáttur í starfsemi fyrirtæk- iisins, enda hefur það yfir að ráða miiklum og góðum véla- og tækjakosti tll alis konar stór- framkvæmda. Af verkefnum, sem fyrirtæiki Jóns F. Einarsisonar hefur með höndum um þessar mundir má nefna byggingu Ráðhúss Bol- ungarvíkur, sem Hóltsihreppur, Sparisjóður Bolungarvíkur og lögreglustjóraembættið byggja í sameiningu. — Þá eru þegar hafnar framkvæmdir við bygg- imgu sundhallar og íþróttahúss á vegum Hólshrepps, sem fyrir- tækið mun byggja að ölilu lieyti. Fyrir skömmu er hafin bygging stórhýsis fyrir Einar Guðflnns- son hf., viðbygging við núver- andi verzlunarhús fyrirtækisins. Þá er nýlokið við að byggja stóra frystiklefa fyrir íshúsfélag Bolunigarvikur hf. Auk þess er Jón F. Einarssoai nú að ljúka við byggingu 8 ibúða í 2 raðhús- um. Er hénr um að ræða þriggja og fjögurra herbergja íbúðir og verða þær seldar einistakiinigum fuliikiáraðar að ölilu leyti. Verð minni ibúðanna er 1.200.000,00 kr. en hirnna stærri 1.350.000,00 kr. Er þegar flutt í nokkrar af þes[s- um íbúðum. Að lokuim má nefrna, að í smíð- um eru 5 einbýlishús í Boiuragar- vík, sem fyrirtækið byggir fyrir eins'taklinga og er gert ráð fyrir að þau verði flest tilbúin í haust. Hér hefur verið miranzt á nokkrar þeirra framkvæmda, sem fyrirtæki Jóns F. Eimarsson- ar hefur nú á prjónunum, — en einnig má geta þess, að nýlega hefur fyrirtækið tekið að sér framikvæmdir við Mjölkurá í Amarfirði, sem aðailega eru fólgnar í mannvirkjagerð i sam- bandd við svokallaða Langa- vatnsmiðlun, stíflur og önnur maranvirki. Hefur Jón F. Einars- son tekið þetta verk að sér í fé- lagi við Veturliða Veturiiðason, Olísá, en þeir hafa stofnað sameignarfélag um verkið, er þeir nefna Vesturverk sf. — Til- boð þeirra i verk þetta var 19.575.000,00 kr., og er ætlumin að uranið verði við það í sumar og næsta sumar, en framikvæmd- um verði lokið haustið 1972. Verður byrjað á framkvæmdum nú næstu daga. Hjá fyrirtæki Jóns F. Einars- sonar vinna að jafnaði urn 50 mannis og st.undum fieiri. Verk- efni eru jafnan næg oig verða mörg að bíða vegna skorts á vinnuafli, — en erfiitt hefur reynzt að fá bæði iðnaðarmenn og verkamenn til starfa. Má geta þess að hjá fyrirtækinu vinna nú alimargir aðkomu- meran, þár sem ógerningur hefur reynzt að fá nægiiegt vinnuafl hér á staðnum. — HaBur. BÍLASÝNING Á KAUPSTEFNUNNI Egill Vilhjálmsson hf og Mótor hfsýna: Sýningin er við anddyri Langarhalshallarinnar. jeepWAGONEER n Motors GREMLIN O HUNTER Er jur í Afríku Barizt á landamærum Dar es Salaam og Kampala, 25. ágúst. — AP/NTB. HARÐIR bardag-ar hafa verið háðir á landaniæruni Uganda og Tanzaniu í gær og í dag, og hafa báðir aðilar beitt stór- skotaliði í átökunum. Yfirvöld í Uganda segja að meðal failinna Tanzaníuher- manna hafi verið kínverskur ofursti. Var lík hans sýnt inn- lendum og erlendum fréttamönn- um í Kanipala í dag. Yfirvöld í Tanzaníu bera á móti þessari frétt og segja enga Kínverja í her landsins. Fréttum ber ekki saman um aðdraganda árekstranna og kennir þar hvor öðrum. 1 Tanzaníu er sagt að fjórir her- menn frá Uganda hafi farið yfir landamærin inn i Tanzaníu og viljað fá keypt te. Voru menn- irnir handteknir og gerðu þá fé- lagar þeirra árás á landamæra- verði í Tanzaníu. Þegar skothríð hermanna Uganda var svarað, gripu þeir til þess ráðs að senda skriðdreka á vettvang, segja yf- irvöldin i Dar es Salaam. Idi Amin, forseti Uganda, sagði fréttamönnum svo frá upphafi árekstranna, að fjórir bifreiðastjórar úr hernum hefðu verið sendir til þorpsins Mutu- kula til að sækja vatn, og hefðu hermenn Tanzaníu tekið þá höndum. Var þá sveit Uganda- hermanna send fram ökumönn- unum til aðstoðar og tók hún mikið herfang í sókn sinni, með- al annars fallbyssur, hríðskota- byssur, skotfæri og flutninga- tæki. Samkvæmt seinni fréttum frá Kampala hafði hersveitin frá Uganda sótt um 15 kílómetra inn í Tanzaníu í gærkvöldi, en ekki er vitað hvort hún hefur hörfað aftur til landamæranna. Á fundi með fréttamönnum skýrði Amin forseti frá því, að kínverskur herforingi kteddur einkennisbúningi Tanzaníuhers, hefði særzt í átökunum og látizt af sárum sínum skömmu eftir að Ugandahermenn handtóku hann. Sagði hann, að Kínverjinn hefði beðizt griða eftir handtök- una og sagt skömmu áður en hann lézt: „Ég er bara Kínverji og Nyerere sendi mig.“ Er þar átt við Julius Nyerere forseta Tanzaníu. Lík þessa Kínverja var flutt til Kampala, og þar fengu fréttamenn að skoða það. Sogja fréttamenn, að líkið hafi verið af austurlenzkum manni, um 45 ára að aldri. Sambúð Tanzaníu og Uganda hefur verið slæm að undanförnu, eða frá því Amin núverandi for- seti Uganda steypti Milton Obote, þáverandi forseta, af stóli i janúar í ár. Hafa landamæri ríkjanna verið lokuð frá þvi í júii. Sameining — blað vinstri manna NÝTT blað, Sameining, hefur hafið göngu sína og kom 1. töiu- blað þess út sl. mánud'ag. Það „á fyrst og fremst að vera urn- ræðugi-undvölíl'ur um sameiningu vinstri manna“, en útkomiu þess hafa ekki verið „settar fastar skorður- Það mun fyrst um sinn koma út eftir efnum og á.stæð- um.“ Að útgáfunni standa: Samtök frjálslyndra og vinstri manna, Samband ungra framsóknar- manna og Samband ungra jafn- aðarmanna. Ritnefnd skipa: Andrés Kristjánsson, Elías Sn. Jónsson, Haraldur Henrýsson, Kristján Bersi Ólafsson, Ólafur Hanraiþalsson, Sigvaldi Hjálmars- son.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.