Morgunblaðið - 27.08.1971, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.08.1971, Blaðsíða 23
bóndi í Kirkj ulækj arkoti. Hún var ein af fjórum systkinum, tveimur dætrum og tveimur son- um, sem upp komust. f>rjú eru enn á lifi. Við áttum góða for- eldra, sem kenndu okkur að hlýða Guðs orði. Við urðum að fylgjast með húslestrum, aem lesnir voru öll kvöld vetrarins og ailla sunnudaga, einnig á sumrin. Þetta, ásamt bænum, sem okk- ur voru benndar, gaf okkur kjölifestu er út í lífið kom. Guðrún giftiist Sigurði Einars- syni, Njálsgötu 69, 3. nóvember 1934. Sigurður lézt eftir langan og erfiðan sjúkdóm í janúar sl. Þau eignuðust 6 börn, þrjár stúlkur og þrjá drengi. Þau eru öll á lífl og búsett í Reykjavík. Elztur barnanna er Magnús, sem starfað hefur hjá Sláturfélagi Suðurlands frá því hann var drengur; mörg ár verzlunarstjóri. Hann er kvæntur Fríðu Stefáns- dóttur. Þau eiga tvær stúlkur og einn dreng. Gunnvör, gift Óla K. Jóhannissyni, stýrimanni; þeirra böm eru 5 drengir og 1 stúlka. Margrét, gift Guðmundi Einars- syni, bátsmanni; börn þeirra: 2 drengir og fjórar stúlkur. Oddný, gift Jóni Júliussyni, kaupmanni; börn 3 drengir og 2 stúikur. Markús, verzlunar- stjóri hjá Sláturfélagi Suður- lands, kvæntur Sjöfn Ottósdótt- ur; þeirra börn 3 drengir og 1 stúlka. Yngstur er Einar prent- myndasmiður, kvæntur Söndru Róbertsdóttur; þeirra börn eru þrjú, 1 drengur og 2 stúlkur. Guðrún var gæfukona, átti góðan eiginmann, sem létti henni störfin af sérstakri alúð, meðan börnin voru ung. Og þótt stundum væri úr litlu að spila, eins og hjá flestum verkamönnum á þeim árum, var Guðrún heitin alltaf Hjartanlega þakka ég öllum vinum mínum og vandamönn- um, sem glöddu mig með nærveru sinni eða á annan hátt á 75 ára afmælinu þann 13. ágúst sl. Lifið heil. Sigurrós 'fónasdóttir, Ásvallagötu 53. Innilegar þakkir færi ég öll- um vandamönnum, vinum og kunningjum, nær og fjær, er glöddu mig með hlýjum kveðjum, heimsóknum og gjöfum á 90 ára afmæli mínu 15. ágúst sl. Guð blessi ykkur öll. Giiðrún K. Sveinsdóttir frá Hvanimstanga. Hjartans þakkir til barna, tengdabarna og barnarbarna, frændfólks og annarra, sem glöddu mig á 60 ára afmælinu 24. ágúst 1971. Guðrún S, Amdal. LESIÐ onciEcn au Bezta auglýsingablaðið MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR: 27. ÁGUST 1971 23 'glöð og ánægð, heyrðist aldrei kvarta. Hún treysti Guði í öllu, einnig í því að bæta úr þvi sem á skorti. Hún átti miklu barna- láni að fagna. Þau voru hlýðin og elskuðu foreldra sína og vildu allt fyrir þau gera, eins og bezt kom fram er sjúkdómar hertóku báða foreldrana samtímis. Þá gerðu þau, sem í þeirra valdi stóð til að létta þeim sjúkdóms- byrðina. Ég var tiður gestur á heimili systur minnar, sérstak- lega á fyrri árum. Kynntist ég sérstaklega vel tveimur eldri drengjunum, sem dvöldu mörg sumur í Kirkjulækjarkoti, og voru okkur mjög kærir. öll börnin hafa reynzt vönduð og dugmikil, og komið sér vel áfraan. Enda ég svo þessar línur með því að biðja afkomendum systr ur minnar blessunar þess Guðs, sem móðir þeirra treysti á í lífi í lífi og dauða, og sem bezt kom fram í því að hún fyrir stuttu keypti bókina, Heimur í báli, eft- ir Billy Graham og gaf bömum sínum í jólagjöf. Hún hafði þe»9a bók hjá sér á sjúkrastofunni, og kunni utan að bænina, sem Graham leggur þeim á varir, sem vilja taka í útrétta hönd Jesú og gefast honum. Hún trúði að lestur þessarar bókar yrði börn- um sínum til blessunar, eins .og hann varð henni, og svo mörgum öðrum. Ég og kona mín þökkum Guði fyrir líf systur minnar. Blessuð sé minning hennar. Guðni Markússon. Afgreiðslumaður Reglusamur og cfuglegur afgreiðslumaður óskast sem fyrst til starfa í járnvöruverzlun í Reykjavík. Upplýsingar um aldur og starfsreynslu óskast sendar blaðinu fyrir 1. september, merktar: „Framtíðaratvinna — 5757“. Smurstöðin Hraunbœ 102 Sími 85130 Ég færi bömum mínum, tengdabörnum og barnabörnum, félagasamtökum og ættingjum og vinum víðs vegará landinu, mlnar beztu kveðjur og þakkir fyrir sýndan heiður og vináttu á 70 ára afmæli mínu. Guð blessi ykkur öfl. Bergur Ambjömsson, Akranesi Mitt innilegasta þakklæti sendí ég öílum þeim, sem sýndu mér vinarhug á 80 ára afmæli mínu 23. ágúst sl. Sigríður J. Bachmann, Hrafnistu. Nómsstöður hjúkninurkvenna Við röntgendeild Landspítalans eru lausar stöður námshjúkrunarkvenna frá 1. okt. nk. Nánari upplýsingar veitir yfirhjúkrunar- kona deildarinnar, sími 24160. Reykjavík, 25. ágúst 1971, Skrifstofa ríkisspítalanna. YTRI-NJARÐVÍK Umboðsmaður óskast frá 1. september. Upplýsingar hjá umboðsmanni, Hólagötu 29, sími 1565 eða skrifstofu Morgunblaðsins, sími 10100. Baðmottur Mikið úrval af baðmottum og dreglum á böð og eldhús. J. Þorláksson & Norðmann hf. Lokað Vegna jarðarfarar Ragnheiðar Láru Haf- steins verða skrifstofur vorar og P.R. Klinik að Laugavegi 66 lokaðar frá kl 2 í dag. fslenzk-ameríska verzlunarfélagið. K. S. í. í. S. í. 3. DEILD MELAVÖLLUR — ÚRSLIT í kvöld kl. 19.00 fer fram 1. leikur í úrslitum þriðju deildar. U.M.S.B. — Reynir Mótanefnd. ALt>|ÓÐLEG VÖRUSÝNING 26. AGUST-12. SEPTEMBER Kuupmenn - Innkuupustjórur Þið eruð velkomnir í sýningarbás okkar númer 5 í anddyri Laugardalshallarinnar. Vitjið aðgöngumiða hjá sölustjórum okkar á sýningunni. Pétur Pétursson, lieildverzlun, sími á sýningu 81223. Lóðbyssur Vidurkenndar af Rafmagnseftirliti ríkisins ÖRUGG VARAHLUTAÞJÓNUSIA NÆGIR VARAHLUTIR HEJLDSAIA- SMÁSALA /fw%. G.J. FOSSBERG HF Hfffj) VÉLAVERZLUN Skúlagata 63

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.