Morgunblaðið - 09.09.1971, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.09.1971, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐÍÐ, FIMMTÚDÁGÚR 9. SEPTEIVÍBER 1971 Indland: Flóð og þurrkar Nýju Delhi, 8. sept. — NTB I>.\í) ER skammt öfganna á milli i Indiandi um þessar mund- ir. í norður- og norðausturhliita landsins herja hin verstu fióð, valda gifurlegum skemmdum og mili.jóniim nianna heimilisleysi og margs konar hörniungiim. En í suðurhliita landsins, einkum héraðinu Andrha Pradesh, eru þlirrkar nú hinir verstu í mörg ár. Segja yfirvöld, að afleiðing- ar þurrkanna bitni á 23 milljón- um manna — af 41 milljón íbúa í Andrha Pradesh. Þurrkarnir hafa eyðilagt upp- skeru og skapað kvikfjárrækt- endum margháttuð vandamál. Matvælaskortur fylgir þessum þurrkum og hafa stjórnvöld gi'ip ið til þess ráðs að opna um eitf þúsund rikisverzlanir sem seija matvæli á föstu verði. 1 meðalári getur Andrha Prad esh séð öðrum ófrjósamari hér- uðum Indlands fyrir um 400.000 lestum af hrísgrjónum en í ár er svo að sjá sem héraðið skorti a.m.k. 20.000 lestir til að verða sjálfu sér nægt og verði að fá þetta magn annars staðar frá. Stjómin í Nýju-Delhi hefur lát- ið þeim, sem þurrkarnir hafa verst leikið, í té um 80 milljón- ir rupees, sem munu vera tæp- lega hundrað milljónir ísl. króna. Umbótum lofað í Póllandi Varsjá, 8. sept. — NTB MIÐST.TÓRN pólska kommún- istaflokksins hefur birt uppkast stefnuskrár um umbætur í efna- hagsmálum og félagsmálum, og er þar komið til móts við flest- ar umbótakröfur, sem voru bornar fram í óeirðuniim í Eystrasaltsborgunum í desember í fyrra. Lögð er áherzla á nauð- Silfur lækkar NEW YORK 8. september — AP. Silfur lækkaði í verði í dag og hefur ekki verið verðminna í fjögur ár, en enginn virðist skilja ástæðuna. Helzt er talið að verðlækkunin eigi rætur að rekja til efiiahagsráðstafana Nixons forseta. Silfurúnsan seld- ist í dag á 1,38 dollara. syn aukinnar neyzluvörufram- leiðslu, hærri launa og aukinn- ar atvinnu, einkum handa ungu fólki, sem lýkur námi. Viður- kennt er, að lífskjörin hafi ekki batnað nægilega, einkum hinna lægst Iaunuðu, og að ónæg neyzliivöruframleiðsla hafi leitt til vöruskorts. 1 utanrikismálum er lögð mik- il áherzla á tryggð við hugsjón- ir sósialisma og vináttu við Sovétríkin og önnur Austur-Evr- ópuriki. Sagt er að nauðsynlegt sé að efla varnargetu landsins og efla pólska herinn, og því er heitið að barizt verði gegn öll- um sundrungartilhneigingum í verkamannahreyfingu kommún- ista, hvort sem þar séu að verki endurskoðunarsinnar til vinstri eða hægri. Stefnuskráruppkastið verður rætt í flokknum áður en það verður lagt fyrir flokksþing- ið, sem hefst 6. desember, og nær umbótaáætlunin fimm ár fram í tímann. Fimmtán manna hópur úr íslandsvinafélagi Sovétríkjanna hefur verið í heimsókn hér á landi. í hópnum er fólk úr ýmsum stéttum s. s. vísindamenn, listamenn og blaðamenn.---------Sovézku gestirnir sem sumir skrifa um ísland og íslenzk málefni í blöð í heimalandi sínu, miinu heim- sækja hér ýmsa staði, bæði sunnaniands og norðan. Mynd þessi var tekin í sovézka sendiráðinu í gær af nokkrum sovézku gestanna, er þeir ræddu þar við blaðamenn. Enn tími til viðræðna segir Fishing News í ritstjórnargrein BREZIiA blaðið Fishing News birti leiðara uni iandhelgisniál- ið 3. september sl., sem það nefnir „Enn ttmi til við- ræðna“. Mbl. finnst ástæða tií að birta þennan leiðara i heild og fer hann hér á eftir: I júní sl. gaf brezka utan- ríkisráðuneytið út yfirlýsingu þar sem það fullvissaði Breta um að enginn yfirvofandi hætta væri á að Islendingar færðu út fiskveiðilögsögu sina. Þá vöruðum við brezka togaraiðnaðinn við að láta ekki blekkjast af þessum til- mælum um ró og skilning. Við gerðum okkur þá grein fyrir þvi að breytingar yrðu á ríkisstjórn íslands og að sú ríkisstjórn, sem tæki við af samsiteypustjórn Sjálifstæðis- flokksins hefði lofað skjótari útfærsiu og að hún kynni að taka tillit til fyrri samninga. Eins og við skýrðum frá í sl. viku óttast hin nýja riikis- stjórn Isalnds að stórlega verði gengið á hina mikil- vægu fiskstofna á Islandsmið um eða þeim jafnvel eytt, áður en hægt verður að tryggja vernd þeirra fyrir ait- beina hins óskaplega seinvirka kerfis alþjóðareglugerða eða dómstóla. islendingar hafa i raun og veru lýst þvii yfir að þeir treysti alls ekki Samein- uðu þjöðunum til að vernda fiskstofnana og því ætli þeir að grípa til sinna ráða til að bægja hættunni frá. Þessi ótti Islendinga á ræt- ur sinar að rekja tii minnk- andi afla á öðrum miðum á N-Atlantshafi svo og mögu- leikans á að æ fleiri stórvirk fisikiskip verði gerð út á Is- landsmið. Fari svo, getur vel verið að Islendingar færi fi.sk veiðiiögsöguna út fyrir 1. september 1972 og í yfirlýs- ingu frá íslenzka sendiráðinu i London fyrir hálfum mán- uði sagði að útfærslan yrði í síðasta lagi 1. sept. 1972. Fyrir íslendinga „er vanda- málið of knýjandi til að þeir geti beðið“, en íslenzki utan- ríkisráðherrann hefur látið að því liggja að enn sé tími til að ræðast við og að hugsan- legt sé að ríkisstjórn Islands gripi ííkki til snöggra að- gerða til að útiloka brezka togara og erlenda togara frá hefðbundnum fiskimiðum þeirra. Það sem nú þarf er aðgengileg gagntillaga frá stjórnum Bretlands og V- Þýzkalands fyrir hönd togara manna í þessum löndum. Austin Liang hjá samtök- um brezkra togaraeigenda sagði í yfirlýsingu sinni í sl. viku að brezkir togaraeigend- ur væru reiðubúnir til að taka til athugunar verndun- arráðstafanir, m.a. aflakvóta. John Graham sagði að brezka stjórnin hefði margítrekað að hún væri reiðubúin til að taka þátt í viðræðum til að tryggja nauðsynlegar aflatakmarkanir til að koma i veg fyrir of- veiði. Þetta eru skynsamlegar til- lögur, sem hægt væri að nota til grundvallar gagntillögu, ef íslendingum er alvara, er þeir segja að þeir hafi ekki mestar áhyggjur af veiðun- um í dag. En, við verðum að bregðast skjótt við, áður en afstaða aðila verður óhaggan- leg, þar sem annar aðilinn grípur til einhliða aðgerða, meðan hinn býr sig undir nýtt „þorskastrið". .4 i«l x^ ► i! ar i i í Nllll lll Fimm sækja um FIMM hafa sótt um stöðu skóla- stjóra við Æfinga- og tilrauna- akóla Kennaraskólans, en um- sóknarfrestur rann út 1. ágúst sl. Umsækjendur eru: Ingólfur A. Þorkelsson, kennari, Jónas Páls- son, sálfræðingur, Kári Arnórs- son, skólastjóri, Sigurður Gunn arsson, æfingakennari og Svavar Guðmundsson, æfingakennari. — Er búizt við að staðan verði veitt alveg á næstunni. Fegurstu garðarnir AÐ framfarinni skoðun trjá- og blómagarða í bænum hefur Fegr unarfélag Hafnarfjarðar valið garð hjónanna Rósu Loftsdóttur og Bjöms Sveinbjörnssonar, hrl. að Erluhrauni 8, fegursta garð ársins 1971 og ákveðið að veita fyrir hann verðiaun. Ennfremur hefur félagið ákveðið að veita hjónunum Sigrúnu Sigurðardótt ur og Sigurjóni Ingvarssyni við- urkenningu fyrir ga>rð þeirra að Ivlóabarði 27 og hjónunum Ástu Júníusdóttur og Vigfúsi Sigurðs syni fyrir garð þeirra að Kletts- hrauni 10. Sóttu um Þjóð- leikhússtarfið SEXTÁN sóttu um stöðu skrif- stofustjóra Þjóðleikhússins og hefur ívari H. Jónssyni verið veitt staðan eins og þega.r hefur verið skýrt frá í Mbl. En hér birtast nöfn hinna fimmtán um- sækjendanna. Björn Helgason, lögfræðingur, Sigurður G. Guðjónsson, skrif- stofustjóri Hótel Sögu, Evelyn Þóra Hobbs, sem starfar hjá Pósti og síma, Eggert Guðmunds son, fulltrúi á sbrifstofu Kenn- araskólans, Eiríkur Baldvinsson, kennari, Gísli Sigurkarlsson, lög fræðingur, Gunnar Jónsson lög fræðingur, G-rétar G. Nikulásson, sem starfar hjá G. Þorsteinsson og Johnson, Helgi Gestsson, við- skiptafræðinemi, Jóhannes Þ. Jónsson, innheimtustjóri hjá SiS, Lárus B. Haraldsson, ritstjóri Verkamannsins á Akureyri, Magnus Jónsson, söngvari, Sig- urðu,r S. Wiium, sem starfar hjá ríkisendurskoðun, Viggó Björns son, verzlunarstjóri hjá Teppi h.f. og Haukur Snorrason, skrif- stofustjóri. Saigon gefur Hanoi Saigon, 6. sept. AP.-NTB. NGIJYEN Van Thieu forseti hef- ur lxiðizt til að veita Norður-Víet nani aðstoð sem nemnr 50.000 dolliiriim til hjálpar fólki seni hefur orðið hart úti í niikhini flóðiiin að undanförnu. Stjórnin í Suður-Víetnam hef ur aldrei áður sett fram slikt til- boð, en etekert svar hefur enn borizt frá Hanoi. Flóð'.n eru hin mestu sem hafa orðið í Norður- Vietnam í rúmlega 25 ár, og er hluti Hanoi undir vatni. Rauða krossinuim er falið að afhenda gjöf Suður-Víetnama, en meðal annars er heitið 500 lestum af hrísgrjónum og 1000 kössum af þurrmjóik. Fellibylur Tokío, 8. sept. NTB. VITAÐ er, að minnsta kosfi um 46 manns, sem týnt hafa lífi af völdum fellibylsins Virginiu, sem síðasta sólarhringinn hefur farið um útborgir Tokío. Sex manns er saknað og 27 hafa hlotið meiðsl, að því er lögreglan í Tokío upp- lýsir. Virginia er þriðji fellibylurinn, sem Japanir fá yfir sig á rúm- um mánuði, hinir fyrri vorn Olivia, sem skildi eftir sig 69 lík og Trix, sem varð 44 að bana. Rússar ráðast á æfingar MOSKVU 8. september — NTB. „Rauða st.jarnan", inálgagn sov- ézka hersins, gagnrýndi harð- lega í dag heræfingar á vegum NATO víðs vegar í Evrópu og liélt. því fram að þær niiðuðu að því að breiða út stríðsæði og tengja lönd eins og Noreg og Oaninörkii NATO sterkari liöiid- uiii. „Stjórnmálainenn Atlants- hafsbandalagsins tala nieðan hershöfðingjarnir láta hendiir standa frani úr ernuini," segir blaðið. Heræfingarnar, sem blaðið gerir að umtalsefni, eru meðal annars „Brick Stone“ í Sié.svík- Holstein, flotaæfingar Banda- rikjanna á Norður-Atlantshafi, fyrirhugaðar „Barfrost“-æfingar i Tromsö, æfingamar „Starker Shield“ í Saxlandi, pefing belg- ísks herfylkis i Hessen, fyrir- hugaðar haustæfingar Vestur- Þjóðverja, „Gutes Omen“, stutt frá Ulm og æfingarnar „Hellenic Express“ í Grikklandi. Síðast- nefndu æfingarnar eru kallaðar „tröllaukin styrkleikasýning tiT stuðnings grísku einræði."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.