Morgunblaðið - 09.09.1971, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.09.1971, Blaðsíða 28
28 MÖRGUNBLAJDIÐ, FIMMTUDAGÚR 9. SEPTEMBER 197Í Geioge Harmon Coxe: Græna Venus- myndin 56 Alveg upp fyrir fallega haus- inn á þér, elskan. Það eru of margar milljónir komnar í borð, til þess að láta þennan kóna klúðra því. Það verður að ganga frá honum. Og þú ke.mur með mér. — Nei! hvæsti Louise. — Nei . . . nei! Ðamon hreyfði byssuna og Louise horfði nú á hana. Hún gat ekki af henni litið. Loksins hafði hún þá komizt í nokkuð, sem hún gat ekki afgreitt með því að setja á sig stút, eða með þvi að brosa eða vera i fýlu. Og hún hlýtur að hafa gert sér ljóst, að nú stóð hún andspænis vandamáli, sem hún gat ekki leyst og nú voru grænu augun ekki lengur tortryggin, heldur full skelfingar. Damon færði sig dálítið naer henni, en horfði stöðugt á Mur- doek. Hann gaf henni ofurlitið olnbogaskot og tókst loks að fá augu hennar af byssunni og á sjálfan sig. Sem snöggvast leit hann beint á hana, og hvað sem hún kann að hafa séð í svip hans, þá nægði það til þess að þagga niður frekari kvartanir. — Jú, þú ert með í þessu, sagði Damon, — og verður það áfram. Og þú leggur heldur ekkert til málanna. Bkki ef þú metur nokkurs fallega hálsinn á þér. Murdock stóð kyrr. Hann var nú kominn í frakkann, og nú setti hann upp húfuna og lagaði hana vandlega til. — Opnaðu dyrnar, Louise, sagði Damon. — Nei, bíddu við! Við skulum hafa þetta á hreinu. Þú gengur fyrst, Louise. Svo kemur hr. Murdock á eftir þér og ég á eftir honum. Fast á eft- ir honum, heyrirðu það, Mur- dock. Það má vitaniega eins vel ijúka þessu af hérna, ef þú vilt það heldur . . . Allt í lagi. Louise opnaði dyrnar. Mur- dock dokaði við eitt andartak. Hann mældi fjarlægðina að byss unni, leit síðau í augun á Dam- on, og það sem hann sá þar, sannfærði hann. Hér var ekki við að eiga ómerkilegan leigudólg eins og Erloff og Leo. — Þetta var Damon, sem átti milljónir í hættu og var útfarinn i því frá gamalli tíð, að meðhöndla þá sem óhlýðnuðust honum. Damon las sýnilega hugsanir hans. — Áfram með þig, sagði hann og bent.i á dyrnar. Murdock sneri sér við og elti Louise. Hún beið frammi í gang- inum. Þar stóð hún kyrr, þangað Stúlka Reglusöm stúlka óskast tl afgreiðslustarfa í bókaverzlun í miðborginni, strax Málakunnátta nauðsynleg. Umsóknir með uppl. um aldur, menntun og fyrri störf, sendist afgr. Mbl., merktar: „Reglusöm — 6280". Skrifstoiuslúlka óskost Stúlka með verzlunarskólamenntun eða hliðstætt nám óskast til símavörzlu, vélritunarstarfa og a.'mennra skrifstofustarfa. Upplýsingar í síma 14975 í hádeginu og eftir kl 17,00 næstu daga. Grindavík Glæsilegt raðhús til sölu Hef til sölu 115 ferm. raðhús ásamt 28 ferm. bltskúr. Góð teinking Selst fokhelt eða lengra komið eftir samkomulagi. SIGURÐUR HELGASON, HRL. _____________________Digranesvegi 18, sími 42390. Barnamúsikskóli Beykjavíkur Mun taka til starfa í lok septembermánaðar. Vegna þrengsla getur skólinn aðeins tekið við mjög takmörkuðum fjölda nýrra nemenda Innrituð verða eingöngu 6—7 ára börn í forskóladeild INNRITUN fer fram frá fimmtudegi til laugardags (9.-11. sept.) kl. 2—6 e.h. : skrifstofu skólans, Iðnskólahúsinu, 5. hæð, inn- gangur frá Vitastíg. SKÓLAGJALD fyrir forskóla er kr. 4 500,00 fyrir veturinn, að meðtöldum efniskostnaði, og bera að greiða að fullu við inn- ritun. Vegna undirbúnings við stundaskrá skólans er áríðandi, að nemendur komi með afrit af stundaskrá sinni úr almennu barnaskóiunum, og að á þessu afriti séu tæmandi upplýsingar um skólatíma nemandans (að meðtöldum aukatimum), svo og um þátttökutíma nemandans í öðrum sérskólum (t.d. ballett, myndlist o.fl.). Barnamúsíkskóli Reykjavíkur, sími 2 3191 Geymið auglýsinguna. til Murdock heyrði smdl í slökkvaranum og dyrnar lokast. Þá lagaði Louise á sér andlitið, hvern vöðvann eftir annan þangað til það var orðið spennt og stirðnað. Hún setti upp flatneskjulegt bros og gekk áleiðis að stiganum. Murdock var feti á eftir henni og Damon feti á eftir honum. Murdock leit á úrið sitt og sá, að það var 10.10. Hann velti því fyrir sér, hvort nokkur mundi vera í forstofunni, en þegar þangað kom, sá hann, að þar var engin sála, til þess að sjá þegar þau færu út. Þegar þau kiomu að dyrunum, seildist hann til þess að opna, en Damon kallaði til hans, svo að hann lét Louise opna. Hann greip í brúnina á hurðinni og elti hana síðan út um dyrnar. Þá voru þau komin út á gang- stéttina. 1 næstu götu sást til umferð- arinnar í myrkrinu. Rétt við götuhornið sást maður og kona, sem stóðu þétt saman, og Mur- dock sá, að maðurinn var sjó- lið^maður. Þau voru í hundrað feta fjarlægð og svo upptekin hvort af öðru og hér var ekkert annað en myrkrið og kuldinn og holir smellir af hælum þeirra, er þau gengu áleiðis að svarta bílnum, sem Murdock hafði séð aka burt með Tony Lorello, kvöldið sem hann var myrtur. Þarna stóðu bílar báðum meg- in götunnar, en þeir virtust all- ir manntómir. Til hægri rufu ökuljös myrkrið, er bílar beygðu fyrir hornið og sem snöggvast voru þau alveg flóðlýst. Nú stóð Louise við svarta bíi- inn og Murdock horfði á bíiinn, sem ók framhjá. Þetta var. lok- aður bíll og hann þóttist sjá mann og konu í honuim. Billinn ók framhjá og smám saman dó hávaðinn af hönum út, og svo kom myrkrið afitur og allt var óbreytt. — Þú ekur, Louise, sagði Damon. — Inn með þig. Róleg- ur, Murdock. Louise opnaði dyrnar. Henni var nú mikið niðri fyrir, hélt niðri í sér andanum og andaði frá sér ofsalega á víxl, svo að þegar hún andaði frá sér, varð það eins og stuna. Hún settist undir stýrið og lokaði dyrunum og starði svo svipiaus fram fyr- ir sig. Damon sagði Murdock að opna afturhurðina, og stóð það langt frá honum, að vasinn, sem skýldi byssunn-i var utan seil- ingar. Murdook hlýddi og sneri sér ofurlítið um leið. Dam- on var enn i fimim feta fjarlægð, og átti loks ekki annars úr- kosti en stíga inn. — Farðu lengst út í hitt hornið, sagði Damon. Hann nálgaðist hægt, og tók nú byssuna upp úr vasanum og hélt henni fast upp að honum, og enn hélt hann á málverka- stranganum undir hendinni. Hann gekk að opnum dyrunum. Handan við hann var eitthvað á hreyfingu. Ekkert hljóð hafði heyrzt, en hann sá skugga á hreyfingu, deklkri en hina, sem skauzt að bílurnum þeim megin sem Damon var. En annars sá Pörulaust Ali Bacon Við skerum pöruna frá fyrir yður. Það er yðar hagur. Biðjið því kaupmann yðai aðeins um ALI BACON Sl IJ) S FISKlliI Mamnia! Við verðum að leyfa hommi þetta — þetta verður siðasta kvöldmáltíðin. hann ekki annað en eitthvað, sem hreyfðist. En svo heyrðist dynkur og Damon reikaði í spori og hrökk til hliðar, rétt eins og einhver ósýnileg hönd hefði náð í hann. Svo heyrðist smellur eins og af einhverjum máimá á gangstétt- inni og svo sagði mjó, skörp rödd: — Stattu kyrr, Georg. Murdock heyrði Damon bölva í hijóði. Hann leit út og sá Dam- on stirðna upp, með strangann undir hendinni . . . Jack Fenner stóð við dyrnar með skamm- byssu í hendi. En svo var hann að taka upp byssuna, sem hann hafði slegið úr hendi Damons, rétta siðan úr sér og segja við Louise: - - Kyrr, kerld mín, þangað til ég segi þér til. Louise sat grafkyrr án þess að gefa hljóð frá sér. Murdock dróst upp úr sætinu og út úr bílnum. Hann leit á Damon og Fenner. Hann varð að ná andan urn áður en hann gæti talað. — Heillakarlinn, gaman að sjá þig! Ég var að velta þvi fyrir mér, hvort þú værir ein- hvers staðar nærri til að grípa í taumana. — Þú máttir vita, að ég væri ekki langt undan. — Ég vissi, að værirðu ein- hvers staðar nærri, mundirðu hafast eitthvað að. Hvar varstu? — Ég var aftur í þriðja bil í röðinni, að bíða eftir fegurðar- disinni. — Ég sá þig ekki. — Það gerði hann Georg held- ur ekfci. Var Fenner eklki dug- legur? sagði Fenner og gaut auga til Damons. - Þegar hann er látinn elta kvenmann, vill hann vera við öllu búinn. Jæja, hvað er þá næst? — Geturðu komið þeim á stöð- ina einn? — Ertu að gera grin-að mér? Frystihólf Leiga ívrir frystihólf óskast geridd sem fyrst og eigi síðar en 30. september n.k. Annars leigð öðrum. Sænsk ísl. frystihíisið h.f. Hrúturinn, 21. niarz — 19. apriL l>ú getur fengið stutt tækifæri til uð umgancast náuraiina þina. Nautið, 20. apríl — 20. maí. I»„ verður að hefjast hauda, og átt aiinríkt um langan aldnr framundau. Tvíbnrarnir, 21. maí — 20. júnl. I»ðr er hollast að segja ekki mjÖK mikið. f»ú varpar skugga á þann, sem þú ávarpar, og: verður sjáifur uppvís að leiðinlegum hugs unarhætti. Krabbinn, 21. jiiní — 22. Júlí. I»ú getur ráðið þvi hversu langrt 1>Ú vilt láta ganga. I.jónið, 23. júlí — 22. ágúst. FéUiííssamböiiil g'eta ílri't þér lífið skemmtilegra. Meyjar, 23. ágúst — 22. september. Iteyndu að taka |>ér smáhlé í daií, þótt allt sé ekki með felldu. Vogin, 23. september — 22. október. I’olinmæði þrautir vinnur allar, og þú veizt, hvað þú átt að heita henni langt. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Reyndu að g'era |>að, sem þörf <*r á að viima heima fyrir. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. I dajf er þér heppilegra að flakka með hóppum, en að skera þi* ór. Steingeitm, 22. desember — 19. janúar. Beyndu aó halda þig við efnið og vinna að verkuin, sem þú veizt að hiða. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Framfarir OK framvinda mála geniíiir voimm framar. Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz. Keylldu að lireyta eiuhverju lleima fyrir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.