Morgunblaðið - 09.09.1971, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.09.1971, Blaðsíða 16
r 16 fV- ' MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1971 Útgslandi hf. Árvakur, Raykjavík. Framkveamdaatjóri Haraldur Sveinsson. Rilstjórar Matthías Johannessen. Eyjóifur Konráð Jónsson. ASstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjómarfulitrúi Þorbjðrn GuSmundsson. Fréttastjóri Bjöm Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstrœti 6, simi 10-100 Auglýsingar Aðalstrœti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 195,00 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 12,00 kr. eintakið. YFIRLÝSING UTANRÍKISRÁÐ- HERRA NORÐURLANDANNA Esjan er fögur Merkilegur sigketill f u Rætt við Ingvar Birgi Friðleifsson, jarðfræðing, sem vinnur að heild- arrannsóknum á Esjusvæðinu F'undi utanríkisráðherra 1 Norðurlandanna er ný- lega lokið í Kaupmannahöfn. í yfirlýsingu, sem ráðherr- amir gáfu út að fundinum loknum, ítreka þeir m. a. stuðning sinn við tilraunir til að koma á ráðstefnu um öryggismál Evrópu. í yfirlýs- ingunni segja utanríkisráð- herrarnir, að slík ráðstefna geti myndað eðlilegan ramma um samningaviðræð- ur, er miði að því að draga úr spennunni í Evrópu milli austurs og vesturs. í yfir- lýsingu ráðherranna kom einnig fram, að þeir telja, að hin jákvæða þróun í sam- skiptum austurs og vesturs undanfarið sé mikilvægur þáttur í að koma af stað marg hliða undirbúningi undir slíka ráðstefnu. Þessi yfirlýs- ing utanríkisráðherra Norð- urlandanna er mjög í sam- ræmi við þær skoðanir, sem Morgunblaðið hefur sett fram síðustu daga um fram- vindu mála í Evrópu. Sam- komulag það, sem tekizt hef- ur um stöðu Berlínar vekur nýjar vonir um, að unnt muni reynast að ná allsherjarsam- komulagi um þau deilumál, sem eftir standa frá stríðs- lokum í Evrópu. Berlínar- vandamálið var erfiðast þess- ara mála. Samkomulag um það opnar nýja möguleika á bættri sambúð ríkjanna í Austur- og Vestur-Evrópu. Eins og kunnugt er hafði Willy Brandt, kanslari Vest- ur-Þýzkalands, gert það að skilyrði fyrir staðfestingu griðasáttmálanna við Sovét- ríkin og Pólland, að samning- ar tækjust um stöðu Berlín- ar. Má nú gera ráð fyrir, að griðasóttmálamir verði lagðir fyrir sambandsþingið í Bonn til staðfestingar. Þá er einnig líklegt, að nýr skriður kom- ist á áform Brandts um að bæta samskiptin við A-Evr- ópuríkin. Mikilvægast er þó, að samkomulagið um Berlín opnar leið til þess ,að ráð- stefna verði haldin um ör- yggismál Evrópu. í rúma tvo áratugi hafa ríki V-Evrópu tryggt öryggi sitt með varnarsamstarfi innan Atlantsihafsbandalagsins og A-Evrópuríkin tóku upp hern aðarsamstarf með stofnun Varsjárbandalagsins. Við ís- lendingar höfum verið aðil- ar að vamarsamstarfinu inn- an Atlantshafsbandalagsins, og með aðild að því banda- lagi og vamarsamningi við Bandaríkin höfum við tryggt öryggi okkar á þessu tímabili. Augljóst er því, að við hljót- um að verða aðilar að vænt- anlegri öryggismálaráðstefnu Evrópuríkja, enda hefur því verið lýst yfir af fyrrver- andi ríkisstjórn, að ísland væri hlynnt því að slík ráð- stefna yrði haldin og nú einnig af núverandi ríkis- stjóm. Á meðan öryggismál allra Evrópuríkja eru þannig í deiglunni og verulegar vonir standa til að hægt verði að ná saman ráðstefnu, sem hafi það að markmiði að ná alls- herjarsamkomulagi, er tryggt geti með fullnægjandi hætti öryggi Evrópuríkja — en ís- land er eitt þeirra — er afar óhyggileigt, að eitt ríkjanna í V-Evrópu grípi t.il einhliða aðgerða í sínum öryggismál- um, sem hafa þær afleiðingar að veikja varnarstöðu V- Evrópuríkjanna í heild og þar með samningsaðstöðu þeirra á öryggismálaráð- stefnu Evrópuríkja. Þetta er svo augljós staðreynd, að ekki verður um hana deilt. Með því að skrifa undir yfirlýsingu þá, sem utanríkis- ráðherrar Norðurlandanna gáfu út að loknum fundinum í Kaupmannahöfn, hefur Einar Ágústsson, utanríkisráðherra, tekið undir þá skoðun, að ráðstefna sú, sem hér hefur verið gerð að umtalsefni, geti haft mikilvægu hlutverki að gegna í því að draga úr spennunni milli austurs og vesturs og tryggja þar með frið og öryggi ríkjanna í Evr- ópu. En þar með hlýtur ut- anríkisráðiherra og íslenzka ríkisstjórnin einnig að gera sér ljóst, að fráleitt væri hú að stíga nokkurt það skref í öryggismálum íslenzku þjóð- arinnar, sem spillt gæti samn- ingsaðstöðu banda.lagsríkja okkar. Samkomulagið um Berlín hefur skapað alveg ný við- horf í þessum málum, sem ekki voru fyrir hendi fyrr á þessu ári. Það gefur auknar vonir um allsherjarsamkomu- lag um hvemig tryggja megi öryggi Evrópuríkja, þ. á m. íslands. Þess vegna er Ber- línarsamkomuiagið enn ein röksemd fyrir því, að ríkis- stjórnin grípi nú ekki til van- hugsaðra ráðstafana í örygg- ismálum íslenzku þjóðarinn- ar, en fylgist í þess stað vand- lega með þróun mála, sem hugsanlega gæti leitt til ný- skipunar í öryggismálum að- i'ldarríkja bæði Atlantshafs- bandalagsins og Varsjárbanda lagsins. ESJAN er fagurt fjall og lit- skrúðugt, segjum við, og met- umst á um það, hvaðan hún sé nú fallegust og í hvers kon- ar veðri og birtu. Það sjónar- mið ræður þó ekki, þegar ung ur jarðfræðingur, Ingvar Birgir Friðleifsson, velur Esj- una og Esjusvæðið til rann- sókna og hyggst skrifa dokt- orsritgerð um niðurstöðurnar við háskólann í Oxford. Hann skoðar þá og kortleggur með mikilli nákvæmni móbergs- lögin og hraunlögin, sem þarna skiptast á, og athugar innskotin og bergeitlana, sem ganga inn í þau. Og hann reynir að gera sér grein fyr- ir myndun Esjunnar, aldri o.s.frv. Slíkt á þó ekki aðeins erindi til fræðimanna. Það getur verið ennþá skemmti- legra að horfa á formin í f jall- inu, þegar vitað er hvernig þau eru til orðin. Eða litbrigð- in, þegar maður fær að vita að brúni og ljósi liturinn er í móbergslögunum, en þessi grænleita slikja ofan við Skrauthóla og Vallá stafar af jarðhitaummyndun o.s.frv., eins og kom fram, þegar við fórum að spyrja Ingvar um hans rannsóknir. En til þeirra hlaut hann styrk úr Vísinda- sjóði, og það kom okkur á sporið. Rétt er, að íslenzkum siS, aS byrja á að gera grein fyrir manninum. Hann heitir Ingvar Birgir Friðleifsson, úr Hafnar- firði, sonur Friðleifs Guðmunds sonar skrifstofustjóra og Guð- rúnar Ingvarsdóttur. Eftir stúd entspróf frá MR árið 1966 hóf hann jarðfræðinám í St. And- rewsháskóla í Skotlandi og lauk þar prófi sumarið 1970. Um haustið hóf hann framhald.snám og rannsóknir við hiáiskólann i Oxford, þar sem hann er að undirbúa dlóktorsritgerð sína. En á sumrin hefur hann í miörg ár unnið hjá Orkustofnun, og verið við rannsóknir, m.a. við Stóru-Laxá í Hreppum og nú í tvö sumur í Esjunni. — Hafa jarðfræðingar annars nokkurn tíma rannsakað jarð- fræði Esj'unnar verulega, þótt hún sé alveg i nágrenni Reykja- vikur? var fyrsta spumingin, sem við lögðum fyrir Ingvar. — Nei, ýmsir hafa gluggað í fjallið, en aldrei teikið svæðið svona í heild, svaraði hann. Hol lenzkur pró'fessor, Rutten að nafni, igerði að vísu yfirlits’kort af Esjunni fyrir átjlán árum, en beitti í mörgu öðrum aðferðum en nú er ,gert. Ég valdi þetta viðfangsefni m.a. af því að Esj- an var eitt af þeim verkiefmum, sem þurfti að vinna, ekki sízt vegna nálægðar við Reýkjavfk og vegna jarðhitasvæðanna í Mosfellssveit og Rey'kjavíik. Þá höfðu komið fram við jarðeðlis fræðilegar athuganir á svæð- inu mjiög athyglisverðar niður- stöður, sem freistandi var að spreyta si.g á að túlka. Auk þess er ágætt að , komast inn í íslenzka jarðfræði með þvi að vinna fyrst í þessum eldri mynd unuim, því þar fæst góður þver- skurður af jarðlagastaflanum. Þannig kynnumst við vel upp- byggingu eldfjallanna. —Hve stórt er svæðið, sem þú tókst íyrir? — Það afmarkast af Hvalfirði að vestan, Eyrarfjallsvegi og Meðalfellsvatni að norðan, Skálafelli að austan og Fellun- um í Mosifellssveit að sunnan. Ég byrjaði í fyrrasumar í Star- dal og suðurhluta svæðisins. í sumar hefi ég aðallega verið í Kjósardölum og er nú langt kominn með útivinnuna. Sumar- ið hefur verið drjúgt, því allt- af hefur verið þessi indælis tíð. -—Nú hefur kiomið fram í frétt um að Esjan sé líklega mun yn.gri en áður hefur verið talið. Hvernig komizt þið jarðfræðing ar að þess háttar niðurstöðu og hvernig er svona fjiall rannsak- að? — Þessi nýja aldursgreining á Esjiunni byg.gist á athugunum á segulstefnu og gerð jiarðlaganna í fjallinu. Öðru hvoru í j'arðsög unni hefur orðið breytinig á seg ulsviði jarðar, þannig að stefna segulsviðsins snýst við, norður- póll verður suðurpóll og öfugt. Sjálf skiptin eru tiltölulega snögg, gerast sennilega á 1000 til 2000 árum, en segulskipti eiga sér stað á noklkur húndruð þúsund ára íresti. Þannig eru af mörkuð segulskeið í jarðsög- unni, sem hægt er að aldurs- greina. Þegar storkuberg, þ.e. hraun, kólnar, þá taka segul- járnsteinar í því á sig stefnu segulsviðs jarðar hverj'u sinni og ber.gið heldur síðan segul- stefmu sinni um milljónir ára. Þannig eru geymd í berginu ein kenni hvers segulskeiðs, bæði styrkleiki og stefna og þetta má nota til að aldursgreina hraun- in. — Þegar svona fjall er skoð- að, byrjar maður á elztu lögun- um, heldur Ingvar áfram að svara spurningunni. Haili jarð- laga á Esjiusvæðinu er yfirleitt suðaustlægur. Elztu jarðmynd- anir koma því fram á yfirborði vestast, við Hvalfjörð, en. yngj- ast eftir því sem austar dregur í áttina að virka gosbeltinu I Kistufellinu skiptast á móberg slög og basalthraunlög. Djúpu gilin í miðri hiíð fjallsins eru grafin í þykka gosmóbergsmynd un. Örin bendir á 110 m misgengi, sem er samsíða suðurhlið Kistufelisins. Lögin, sem merkt eru með x, svara hvort t«I ann ars.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.