Morgunblaðið - 22.09.1971, Side 2

Morgunblaðið - 22.09.1971, Side 2
2 MOfiGUNBLAÐIÐ, M3ÐVXKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1971 Ríkisstjórnin samþykkir virkj- unarframkvæmdir MÖRGUNBLAÐINU barst í gær eftiríarandi iréttatilkyiming frá rikisst jórninni: . „Á fundi ríkisstjórnarinnar i morgun bar Magnús Kj'artans- son, raflorkumáiaráðherra, fram svohljóðandi tillógu, sem var samþykk' einróma: „Ríkisstjórnin samþykikir að næsta stórframkvæmd í raforku málum skuli vera virkjun í Tungnaá við Sigöldu, í samræmi við niðurstöður stjómar Lands- virkj-unar. Skal haga gerð út- boðsgagna þannig, að hægt verði að bjóða meginhluta verksins út snemma á árinu 1972 og miða framkivæmidir við að orkufram- Nýr forstöðu- maður Náms- flokka FRÆÐSLURÁÐ hefur lagt til^ og féngið samþykkt í borgar- ráði að Jónas Eysteinsson) verði ráðinn forstöðumaður' Námsflokka Reykjavíkur. Jónas á að baki langa ] reynslu sem kennari, var kenni ari við gagnfræðadeildir Mið* bæjarskólann í nær tvo ára- tugi og kenndi dönsku og i stærðfræði við Verzlunarskóla) íslands. Hann hefur einnigl unnið mikið að félagsmálum, \ ér m.a. framkvæmdastj óri ( Norræna félagsina. Utanríkis- ráðherra hjá U Thant EINAR Ágústsson, utanríkisráð- herra Islands, gekk í gær á fund U Thants, framkvænidastjóra Sameinuðu þjóðanna í skrif- stofu hans í aðalstöðvum sam- takanna í New York. Mbl. náði tali af utanríkisráð herra í gærkvöldi og spurðist fyr ir um hvað þeim hefði fa*rið í milli. Svaraði hann því til, að þetta hefði verið venjuleg kurt eisisheimsókn — þeir hefðu ræðzt við í um það bil hálfa klst. og drepið á hin ýmsu mál, sem til umiræðu yrðu á Atlsherjar- þingi, meðal annars Kínamálið og burtför U Thants úr embætti framkvæmdastjóra. Einnig hefði veríð rætt um ráðstefnur, sem fyrirhugaðar væru á vegum SÞ um umhverfismál, þar á meðal hafréttarráðstefnuna og sagði út anríkisráðherra ljóst, að U Thant vænti mikils af þessum ráðstefn um. leiðsla geti hafizt á árinu 1975. Skal gert ráð Ayrir því, að verk inu megi skipta í þrjá áflanga, en framkvæmdahraðinn að öðru leyti miðaður við raforkumark- aðinn innanlands, stóraukna hús hitun með rafiorku og uppbygg- ingu fj'ölbreytts iðnaðar í eigu landsmanna sj'álfra. Ennfremur samþykkir ríkisstjömin, að haf- inn skuli undirbúningur að lagn- ingu orkuveitulínu frá Búrfiells- svæðinu til Norðurlands og gerð áætlun um samtengingu orku- veitusvæða um land allt. Jafn- firamt skal lögum um Landsvirkj un breytt þannig, að fyrirtækið verði sameign þjóðarinnar allr- ar.“ Reykjavik 21. sept. 1971.“ Hekluvikurinn er fluttur úr Þjórsárdal og þess að verða skipað út, eins blandað í bingi við og sést fremst á Sundahöfn, þar sem hann bíður myndinni — Samið við erlendar verksmiðjur um sölu á Hekluvikri 5-6 skipsfarmar fara í haust Sérstök vikurblanda í skorsteina FYRIRTÆKIÐ Hekluvikur h.f., sem byrjaði að flytja út vikur fyrir tveimur árum og hefur síðan sent út 5—6 skips farma, hefur á þessum tíma lagt mikla vinnu í markaðs- öflun og einnig látið fara fram umfangsmiklar rann- sóknir í sambandi við hrá- efnið, og er árangur nú að koma í ljós. Hefur fyrirtækið nú náð sölusamningum við verksmiðjur erlendis, einkum í þremur löndum, Noregi, Danmörku og Skotlandi. Hingað til hefur mest af íslenzka vikrinum farið í hleðslusteina til húsagerðar, en nú verður einnig flutt út sérstök blanda í steina til skorsteinagerðar í Danmörku og Noregi. Hefur verið sam- ið um 5—6 skipsfarma, 800— 2000 tonn, sem á að afskipa í haust. En umræður um á- framhaldandi sölu til viðkom andi verksmiðja fram til næsta hausts eru í gangi. Ágúst Hafberg, stjórnarfor- maður Hekluvikurs h.f. veitti Mbl. þessar upplýsingar. Aðspurð ur um magn útflutningsins í fram tíðinni, hvað hann vonir standa til að þessa.r verksmiðjur mundu köma til með að nota eingöngu vikur frá Hekluvikri. En notkun arþörf þeirra verksmiðja einna, sem framleiða steina til skor- steinagerðar er 15—20 þúsund tonn á ári. Hugsanlegur markað ur fy.rir hinn vikurinn væri ó- þekktari, þvi sums staðar væri þar um að ræða harða sam- keppni við innlend fyrirtæki. — Hefðu Hekluvikursmenn orðið varir við að þeir aðilar gerðu við skiptavinum rýmilegri boð, eftir að þeir urðu varir við íslenzka vikurinn. FENGIN VIÐURKENNING OG LEYFI Ágúst sagði að mjög háar kröf ur væru gerðar um hráefni til skorsteinagerðar i Danmörku og Noregi, bæði um styrkleika, ein angrunargildi og þéttleika efnis ins, svo ekki myndist sprungur í steinana, sem eldhætta geti staf að af. Hefðu rannsóknir og próf anir, sem gera þurfti til að fá byggingaleyfi í þessum löndum fyrir íslenzka vikrinum kostað um 300 þúsund krónur. En þýð- ingarlaust væri að ætla að selja byggingaefni, án þess að hafa áð ur látið fara fram rannsókn hjá opinberum rannsóknastofnunum og fá leyfi fyrirfram. Þýðir þá ekki að fá leyfi fyrir Hekluvikri almennt, heldur verðiur það að vera til ákveðinnar blöndu til ákveðinna nota. í skorsteinagerð ina er notuð blanda af tveimur tegundum af Hekluvikri af þeim fjórum tegundum, sem fyrirtæk ið hefur kannað Þjórsárdalsmegin á Heklusvæðinu. Hefur verið afl að viðurkenningar á henni í Dan mörku og Skotlandi, og reiknað með að danska prófunin gildi einnig í Noregi. Féflettu gest sinn HJÚ ein, sem fengu heimsókn af kunningja sinum nú um síðustu heigi léku hann heldur grátt. — Hann kom færandi hendi með veigar og 25 þúsund krónur í peningum. Síðan fékk gesturinn að halla sér um stund, en á með an liann svaf — stálu hjúin pen ingum hans og höfðu eytt, er lög reglan kom í spilið, öllu nema 7.400 krónum. Gerðist þetta í Höfðaborg. Þar búa saman karl og kona, drykk- felld mjög. Gamall kunningi þeinra, sem unnið hefur um tíma úti á landi kom í heimsókn um helgina. Hann hafði meðferðis 3 brennivínsflöskur og veitti gest gjöfum sínum. Er líða tók á kvöld bauð hann gestgjöfum sínum I bílferð um bæinn, en fékk að því loknu að halla sér heima hjá þeim. Hann vaknaði svo um mið nætti, en þá var seðlaveski hans horfið — með 25 þúsund krónum í. Fann gesturinn konuna ölvaða í ibúðinni, en karl hennar var þá allur á bak og burt. Kallaði þá gesturinn í lög.i’egluna. Lögreglan gerði húsrannsókn. Fundust þá undir teppi 6,200 kr., en kerling sagði, að karl hefði stolið peningunum. Hún var hand tekin og flutt í fangageymslu lög reglunnar. Fannst þá í skó henn- ar 1000 króna seðill, en siðar um nóttina var karl hennar handtek inn. Á honu mfundust 200 kfón- ur i peningum og upp á vasann hafði hann ákavitisflösku. Gest- urinn tapaði þvi á heimsókninni 14.600 krónum. Svo sem áður er getið, segir konan, að maðurinn hafi tekið eða stolið peningunum frá gestin um, en karl hennar segist ekk- ert muna og ekkert vita, hvað af peningunum hafi orðið. Með könnunum og tilraunum hefur tekizt að fá blöndu af vikr inum, sem þessum verksmiðjum í löndunum þremur likar betur en efni sem þær hafa áður keypt firá Þýzkalandi og Ítalíu, sagði Ágúst. Því höfum við nú nokkrar verksmiðjur, sem bíða eftir af- skipun á vikri héðan. En við er um ákveðnir í að gæta þess að fylgjast vel með, til að fyrir- byggja mistök, því gallaður vik- ur frá íslandi, gæti alveg eyði- lagt markaðinn á þessum stöð- um. Til þessara landa hafa áður farið farmar af óunnuim vikri, sem ekki reyndist nægi- lega vel og hefur skemmt fyrir. Vikur er gott efni, en auðvelt er að gera mistök með hann. Nú er komin reynsla á vikurinn frá okku-r, sagði Ágúst, ekki aðeins af sýnishornasendingum, heldur líka raunhæf reynsla af heilum vikurförmum, sem farið er að nota. Nægilegt magn er hér til af vikri til útflutnings, sagði Ágúst. Hekluvikur h.f. lét rannsaka vik ur á Heklusvæðinu og þegar sér fræðingar höfðu áætlað að þar væru 28 milljón teningsmetrar af vikri af þessum fjórum tegund- um, sem fyrirtækið notar, þá var hætt við hráefnisleit. En Ágúst tók fram, að hvorki til rannsókn anna né sýnishornagerðar hefðu ve>rið fengnir neinir styrkir eða opinher aðstoð. Væri rannsókna kostnaðurinn einn kominn upp í nokkur hundruð þúsund króna. Auðvitað væru eigendur Heklu- vikurs h.f. ekki að þessu, ef þeir teldu ekki að útflutningur gæti borið sig, sagði Ágúst. ISLENZK SKIP Vikurinn er fluttur úr Þjórsár dal með vörubifreiðum, sem tekn ar eru á leigu og að Sundahöfn, þar sem útskipun fer fram. Samningar við allar erlendu verk smiðjurnar e>ru byggðir á því að notuð verði skip frá íslenzkum að ilum, en mikið laust rými er í íslenzku skipunum á útleið. — Sagði Ágúst að Sundahöfn væri heppileg til útskipunar, en þar er vikrinum ekið í bingi. Er verið að festa kaup á því sem á vant ar af mulnings- og blöndumar- tækjum og útskipunartækjum, og er von á þvi á næstunni. Ágúst sagði, að á vissum stöð um á ma>rkaðinum hefði Heklu- vikur mætt harkalegri sam- keppni frá ítölum í verði, en ftal ir ættu gífurlega stórar námur rétt við hafnarbakkana og þar í landi væri að auki alltaf þurrt. Því væri enn mikilvægáí’a að reyna að vinna markaðinn á gæð um íslenzka vikursins. Aðspurður hvort hugsanlegt væri að flytja vikurinn út unn inn á sama hátt og í viðkomandi verksmiðjum erlendis, sagði Ág- úst, að íslenzki vikurinn væri nú Framh. á bls. 11

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.