Morgunblaðið - 26.09.1971, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.09.1971, Blaðsíða 5
5 MORGUNBLABIÐ, SUNNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1971 Sýnir 23 olíumál- verk í Boga- salnum RAGNHEIÐUR Jónsdóttir Ream opnar i dag sýningu á 23 oliumál verkum i Bogasal Þjóðminja- Hafnsins. Er þetta í annað sinn sem Ragnheiður sýnir hér — sýndi í Bogasalnum árið 1967. Ragnheiður hefur verið búsett 1 Banda-ríkjunum síðustu 25 árin, en er jnú nýflutt til Reykjavíkur. Hún stundaði nám í málaralist við American University i Wash ington D.C. og hefur tekið þát.t í samsýningum síðan 1957, m.a. í Corcoran Gailery of Art í Wash ington D.C., Baltimore Museum of Art og Society of Washington Artists. Fyrstu einkasýningu sína hélt Ragnheiður í Washington Gallery of A*rt árið 1962 og hefur síðan haldið fimm einkasýningar, þar af eina hér. Myndirnar á sýningu Ragnheið ar eru allar málaðar á síðustu tveimur árum í Bandarikjunum. Sagði Ragnheiður að þær væru málaða.r án beinna fyrirmynda, en i þeim gætti vafalaust áhrifa frá íslandi, því Ragnheiður hef- ur oft komið hingað á sumrin og þá teiknað smámyndir. Sýningin í Bogasalnum verður opin kl. 2—10 daglega til 3. okt. — Veriö Framhald af bls. 3. ályktanir af þvi, sem þeir verða vísari. ÚTGEKÐIN Beitningarvélin. Jón Guðjóns- son skipstjóri og eigandi And- vara frá Reykjavík er nýkominn frá Noregi. Þar sá hann, í Ála- sundi, hina nýju beitningarvél, sem sagt hefur verið frá í „Ver- iou”. Hafði hann tal af skips- höfninni, sem hefur verið með reynsluvélina um borð hjá sér i allt sumar í 120—140 lesta báti. Jón sagði, að þeir Norðmenn- irnir gætu ekki hugsað sér að fara á línuveiðar án þessarar nýjungar. Þegar Jón var þama, var verið að taka vélina úr bátn- um til að smáendurbæta hana eftir þeirri reynslu, sem af henni fékkst i surnar. Pistlahöfundurinn spurði Jón, hvort hann ætlaði ekki að „fara á línu“ framan af vertíð: „Það geri ég strax og ég fæ beitningar- vélina, en hún er ekki fáanleg ennþá." Er hún uppurin? „Er hægt að segja, að síldinni hér við land hafi verið útrýmt?“ spurði frétta maður Útvarpsins einn af fiski- fræðimgunum. Það eru fleiri en fréttamaðurinn, sem velta þess- ari spurningu fyrir sér þessa dagana. Á að bíða með frekari takmarkanir, þar til stafninn er orðinn svo lítill, að hann getur ekki endurnýjað sig eða hetfur honum alveg verið útrýmt eins og geirfuglinum? Samt er verið að salta síld, þessar fáu pödd- ur, sem veiðast, bæði fyrir aust- an og í Reykjavíik, þó að landið sé beitulaust með öllu. Þetta er gullfalleg síld, feit og sitór og góð til beitu, en sildin, sem yrði flutt inn frá Noregi, ef til kæmi, yrði smá og horuð ef að vanda iætur. En það ætti kannski ekki held- ur að ræða um það að frysta hér siid til beitu, þes'sum málum er ef til vill svo illa komið. Ragnheiður Jónsdóttir Ream við eina mynda sinna. (Ljósm. Mbl. Sveinn Þorm.) NÝ SENDING Hatfar Túrbanar, angóra og mariflex húfur. — Peysur í úrvali. HATTABÚÐ REYKJAVÍKUR Laugavegi 10. Iiuiheimtumaður óskost allan daginn, þarf aö hafa bifreið. Tilboð merkt: „5677“ sendist Morgunblaðinu fyrir 1. október. ACCOb :• ♦ • • \ ■ * ve inUntb°í°,,1 - .„íförmeÖ \Komw"10 ■ ■í'18 ■ „.t "-SSá to SmoV-iuð p\easot® a.^nto9^ómab s-*ss** .nqsW hein's'>e^oStakur «'ler’' v 9 vai«>lóba^vaiftaUki<ióo*9'a-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.