Morgunblaðið - 26.09.1971, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.09.1971, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1971 25 félk í fréttum . ' ** * u. t BONANZA 12 ÁRA Vinisælasti sjónvarpsþáttur heims, Bonanza, á 12 ára af- mæli í þessum mánuði, og virð ast vinsældirnar ekkert vera í rénun. Pabbinn, Ben Cart- wright, og synir hans tveir, Hoss, sá víðáttumikli, og Jói liili, sá krukklaði, koma í hverri viku fyrir augu um 40£> milljóna sjónvarpsáhorfenda I 68 löndum um allan heim. 1 raunveruleikanum, eins og á skerminum, birtast þeir sem ein, stór og hamingjusöm fjöl- skylda, sem stendur saman í öllum ævintýrum og erfiðleik- um og kernur sterkari út úr þeim en áður. Ben kemur mönn um fyrir sjónir, sem góður fað- ir, vingjarnlegur, hugulsamur-, ákveðinn, andstæða foreldra nútímans, sem leyfa börnum sínum of mikið. Synir hans eru karlmannlegir og njóta virðing- ar sjónvarpsáhorfenda fyrir framkomu sína. En þetta gerð- ist allt fyrir 100 árum eða fyrr. Sjónvarpsáhorfendur geta þó hæglega tengt þetta harða en þó rómantíska líf fortíðarinn- ar við nútímann og sést það bezt á því, að í hverri viku berast Cartwright-feðgunum um fimm þúsund bréf víðs veg- ar að úr heiminum. Hverju ein asta þessara bréfa er svarað og svarbréfin koma frá hinum fræga Ponderosa-búgarði I Nevada í Bandaríkjunum, þannig að hinir vantrúuðu geta hvorki sagt persónurnar né bakgrunn þeirra skáldskap. Það kostar um tvær milljónir króna á dag að kvikmynda á búgarðinum og þess vegna er hann notaður um tvær til þrjár vikur í einu og þá gjarnan kvik myndað nóg efni í eina tólf þætti eða svo. Aðrir hlutar þáttanna, þar sem búgarðurinn og umhverfi hans koma ekki við sögu, eru kvikmyndaðir í Hollywood eða í nágrenni kvik myndaborgarinnar. NEI, ÞETTA ER SKO LYGI Franska blaðið Paris-Match birtir jafnan í hverju blaði eina síðu með myndum, sem blaðinu hafa borizt frá lesendum. Hér birtum við tvær slíkar, sem eru óvenjulega skemmtilegar, enda þótt við vitum engin deili á mönnunum á myndunum. Maðurinn, sem er að hreinsa gluggana á flugvélininii, er óvenjulega hávaxinn og má segja um hann það sama og annar maður sagði, þegar hann sá gíraffa í fyrsta sinn: „Nei, þetta er sko lygi!“ Hin myndin af hugvitsömu áhorfendunum að knattspyrnu- leiknum þarfnast í sjálfu sér engrar skýringar, en hún sýn- ir vel hvað knattspyrnuástrið- an getur komið mönnum til að gera. Upphafsmaður þáttarins var framleiðandinn David Dotort, sem er sérfræðingur í sögu gull æðisins í Nevada 1859. Hann kallaði þáttinn Bonanza, sem merkir „fundur góðrar gull- æðar“, og gefur þetta nafn þætt inum sitt gildi. Hann ákvað, að þátturinn skyldi ekki byggður á einni stjörnu, heldur skyldi not.uð fjölskyldustjarna, sem gæti komið og farið í þáttunum að vild. Ef einhver væri veikur eða slasaður, væri samt hægt að halda áfram kvikmynduniinni. Lögð er áherzla á að hafa allt sem eðlilegast og stöðugt er verið að safna til þáttanna gömlum munum frá dögum gullæðisins, en hins vegar hef- ur hver stóll, og hvert borð ódýran staðgemgil, þ.e. stól eða borð, sem hægt er og leyfilegt að brjóta og bramla eftir þörfum Upptökuáætlanir minna helzt á bardagaáætlainir i striði. Unn ið er að kvikmyndun á timabil- inu frá 1. maí til 15. marz, og siðan er öllum gefið sex vikna frí. Leikarar verða oft að setj- ast við spegilinn, þar sem sett- ur eru á þá andlitsfarði, klukk- an 4 eða 5 á morgnana og síð- an er stanzlaus vinna til sól- seturs. Um það bil átta þúsund metrar af filmum eru notaðir við kvikmyndun hvers þáttar og síðan skornir niður í um tvö þúsund metra. Við gerð allra Bonanza-þátta frá upphafi hafa verið notaðir um 2.400 kílómetr ar af kvikmyndafilmum. Við segjum frá leikurunum í Bonanza eftir helgima og þá birtum við einnig mynd af þeiirn. Kona eða sfúlka óskast til afgreiðslustarfa m. a. í bakarí, hálfsdags vinna Tilboð sendist afgreiðslunni fyrir 28. september merkt: „6645". Spariskírteini ríkissjóðs að verðmæti allt að 2 milljónir króna óskast keypt. Tilboð er greini útgáfuár og söluverð merkt: „Spariskirteini — 6637" sendist afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir 30. septem- ber. Iðnaðar- fiskverkunorhús TU sölu er í Hafnarfirði 1000 ferm. hús ásamt 6000 ferm. lóð. Húsið má nota sem fiskverkunarhús. vörugeymslu, eða iðnaðar- hús. Upplýsingar í síma 50167. Matreiðsla - Sýnikennslu Nýr vetur — ný námskeið. 3 kvöld — 3 klst.: Brauð smurt, skreytt, framreitt. 2 kvöld í röð: Kalt borð, samkvæmt ósk. 4 kvöld í viku: Alm. námskeið. Útiendir réttir, fisk- og smáréttir, grill, fondue o. fl. Sími 34 101 SÝA ÞORLÁKSSON. HÆTTA Á NÆSTA LEITI - Eftir John Saunders og Alden McWilliaros Þií heftir verið á flakki í tvö ár, Canton, Flúði alla nóttina og faldi mig allan dag- (3. mynd) IJjgregluforinginn greip mig, hvað hefur þú verið að gera? Skoða ínn. (2. mynd). En ef það skiptir einhverju þegar ég var að hirða nokkra hluti, sem Ameríku, maðiir. Ég fór erfiðu Ieiðina. máli, Raven, þá stal ég aðeins einu sinni. mig vantaði fyrir ferð til Mevikö.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.