Morgunblaðið - 30.09.1971, Side 1
32 SIÐUR
220. tbl. 58. árg.
FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1971
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Mindszenty
náðaður
Róm, 29. septeffnber. AP.-NTB.
ÁKAFLEGA hl'jótit heíwr verið
um un'gversika . kardiinálann
Mindszenty, eítir að hann kom
óvænt til Páfagarðs í gær, eftir
15 ára dvöl í bandariska sendi-
ráðin'u í Budapest. Taiið er að
kardináiinn hvilist nú í Páfa-
garði, og hefur ekkert verið sagt
frekar um komu hans af opin-
berri hálfu í Páfagarði.
Umgverska stjómin tilkynnti í
dag að Mindszenty hefði verið
náðaður aí Idfstíðarfangelsis-
dómnum, sem hann hlaut áráð
1949. Ekkert var minnzt á að
hann hefði fengið fulla uppreisn
æru. Talið er að náðunin hafi
verið skilyrði, sem Páfagarðu r
setti í samningaviðræðunum við
stjóm Ungverjaiands.
Hætt við þjóð-
hátíðarveizlu
' Hirohito Japanskeisari er nu j
I sem kunnugt er á ferðalagi i
| tim 7 lönd og er það í fyrsta’
k skipti á rúmum 2600 árum að !
Japanskeisari ferðast til út- (
1 landa. í gær kom keisarinn til j
! Mriissel frá Kaupmannahöfn.
j í Belgíu dvelst hann fram á ‘
! föstudag. bessi mynd var tek-1
i sl. sunmidag, er itarin j
I ræddi við Nixon Bandaríkja-,
| forseta á flugvellinum þar, en '
fiugvél keisarans hafði þar 15 I
' mínútna viðdvöi. Nixon Banda |
' ríkjaforse*i ferðaðist 5000,
) mílur til móts við keisaranp,
i til að geta hitt hann að niáii.'
Fischer: Petrosjan
Tefla
1 dag
Buenos Aires, 29. sept.
AP.
STÓRMEISTARARNIR í skák,
þeir Bobby Fischer frá Banda-
rikjunum og Tigran Petrosjan
frá Sovétríkjunnm tefla fyrstu
skák sína í lokaeinvíginu um
réttinn til að skora á heimsmeist
arann, Boris Spassky, í Buenos
Aíres í dag. AJIs verða tefldar 12
skákir ef nauðsyn krefur.
Skáksérfræðingar telja Fisch-
er sigurstranglegri, en hann hef-
ur sigrað í síðustu 19 skákum,
eem hann hefur teflt. Petrosjan
og Fischer hafa teflt saman átj-
án sinnum, tólf sinnum gert jafn
tefli og unnið sínar þrjár skák-
irnar hvor. Á sl. ári tefldu þeir
í'jórar skákir. Tvær urðu jafn-
tefli en Fischer vann hinar tvær.
Peking, 29. september — NTB
KlNVKRSKA utanríkisráðuneyt-
ið tilkynnti i dag að hin hefð-
Nóbelsverðlaun
um miðjan okt.
Stokkhólmi, 29. sept. — NTB
SÆNSKA vísindaakademían
wkýrði í dag frá hvenær tilkynnt
yrði um Nóbelsverðlaun 1971. —
Bókmenntaverðlaun Nóbels verða
kunngjörð 21. október nk. Frið-
arverðlaunin 20. október, verð-
launin í læknisfræði 14. október
og í efna -og eðlisfræði 2. nóv-
ember. Hagfræðiverðlaunin, sem
ern aðskild, verða tilkynnt 15.
ofetóber.
Pan American í
fargjaldastríð
— undanskilur
Loftleiðir og
leiguflugfélög
New York, 29. september
— AP
BANDARÍSKA ílugfélag-
ið Pan American Airways
skýrði frá því í dag, að félag-
ið myndi ekki láta önnur
flugfélög innan IATA undir-
bjóða fargjöld sín á flug-
leiðinni yfir N-Atlantshaí frá
1. febrúar nk. Talsmaður
flugfélagsins sagði, að á
morgim yrði birt auglýsing í
öllum helztu dagblöðum
Bandaríkjanna, þar sem því
verður formlega lýst yfir,
að Pan Am muni bjóða ná-
kvæmlega sömu fargjöld og
hversu lág, sem annað IATA-
félag kann að bjóða.
Talsmaðurinn sagði, að engin
tilraun yrði gerð til þess að
bjóða upp á svipuð fargjöld og
leiguflugfélög og íslenzka flug-
félagið Loftleiðir bjóða, en Loft-
leiðir, sem eru utan við IATA,
hafa ætíð boðið lægri fargjöld á
ásetiunarleiðum sínum en IATA-
íélögin.
Ástæðan fyrir fargjaldastríð-
inu nú er að Lufthansa neitaði
að samþykkja fargjaldatillöguna
á IATA-ráðstefnunrii í Montreal
á dögunum og geta þvi öll
IATA-félögin sett upp þau far-
gjöld, sem þeim sýnist. Talsmað-
ur Pan Am sagði, að Svissair,
Air France og Irish Internation-
al hefðu þegar tilkynnt lágu far-
gjöldin og búast mætti við að
önnur félög gerðu slíkt hið sama
fyrir 1. febrúar nk., er gildis-
tíma núgildandi fargjaidasamn-
ings lýkur.
Mbl. reyndi að hafa símsam-
band við stjórn Loftleiða, sem
nú er ÖU stödd í New York, en
fékk þau svör, að hún væri önn-
um kafin á fundum og gæti eng-
inn stjórnarmanna komið í sima
þann dag.
bundna veizla ráöuneytisins, dag
inn fyrir þjóðhátíðardag Kina
(1. október) yrði ekki haldin að
þessu sinni. I stað þess myndi
ráðuneytið hafa móttöku í Sal
fólksins við Torg hins himneska
friðar, í Peking.
Það hefur vakið athygii að
tiikynningin um þetta kemur
ekki frá Chou En-lai, forsætis-
ráðherra, sem venjulega hefur
verið gestgjafi í veizlunni, og
þykir þetta benda til að hahn
Framhald á bls. 21.
Thieu:
Skjótið
hryðju-
verkamenn
Saigon, 29. sept. AP-NTB.
THIEU forseti S-Vietnam hefur
gefið lögreglumönnum í landinu
fyrirskipun um að skjóta um-
svifalaust til bana þá menn, sem
staðnir eru að hermdarverkum
eða öðrum aðgerðum, sem stofni
lífi óbreyttra borgara í hættu.
Fyrirskipun þessi kom nokkuð
á óvart, þar sem forsetakosning-
ar fara fram í landinu á sunnu-
daginn kemur. Fastlega hafði
verið búizt við að Thieu léti til
skarar skríða gegn hermdar-
Framhald á bls. 21.
Askorun fulltrúa 9 ríkja á Fiskveið iráðstefnu V-Evrópu á stjórnir sínar:
Algert bann sett á
vörur frá íslandi
verði landhelgin stækkuð
EBE beðið um að gera
söniu ráðstafanir
London, 29. september.
Einkaskeyti til Morgunblaðsins
frá Associated Press.
SENDINEFNDIR níu landa á
Fiskveiöiráösteími Vestur-
Evrópu, sem baldira var í
Portúgal í lok mánaðarins,
samþykktu einróma að for-
dæma ákvörðun íslenzku rík-
isstjórnarinnar um að færa
einhliða út landhelgi sína og
að hvetja ríkisstjórnir landa
simia til að neita að taka við
hvers konar útflutningsvör-
um frá íslandi ef það yrði
gert. Sendinefndirnar voru
frá Danmörku, Noregi, Sví-
þjóð, Belgíu, Frakklandi,
Englandi, Skotlandi, HoIIandi
og Portúgal.
Það voru samtök skozkra tog-
araeigenda sem tóku þetta mál
upp og sendu fyrir sitt leyti
brezku stjórninni orðsendingu,
þar sem hún var beðin um að
tilkynna Islandi, að ef það færði
út landhelgi sína, myndi út-
flutningsvörum þess ekki veitt
móttaka í Bretlandi.
Samtökin lögðu jafnfra-mt eft-
irfarandi tillögu fyrir Fiskveiði-
ráðstefnu Vestur-Evrópu: Fisk-
Framhald á bls. 21.