Morgunblaðið - 30.09.1971, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1971
1 Hif * M
I Meðfylgjandi mynd sýnir barnakór I.andakirkju þegar Martin Hunger var starfandi i Vest-
' mannaeyjum.
Aðalfundur Kjör-
dæmisráðs Sjálf-
stæðisflokksins í
Austurlandsk j ördæmi
Háteigskirkja
stofnar kór-
skóla fyrir börn
EINS og auglýst hefur verið í
blaðinu hefur sóknarnefnd Há-
teigskirkju ákveðið að stofna
kórskóla fyrir börn. Hefur
íramsýnum mönnum i Háteigs-
sókn fundizt tími til kominn að
kirkjan legði sitt af mörkum
til að ala upp tónlistarfólk.
Einnig hafa þessir menn séð, að
með slíkum skóla myndi safn-
aðarstarfsemi aukast.
Umsjón með skólanum hefur
verið falin organista kirkjunn-
ar Martin Hunger. Hefur hann
ákveðið að skyldunámsgreinar
í vetur verði söngur og nótna-
iestur. Kennsla í píanó- og
blokkflautuleik kemur einnig til
greina.
Smitberinn
á förum
STRAX og heilsa berklasmitber-
ans frá Líbanon leyfir, verður
hann útskrifaður frá Vífilsstöð-
um. Samkvæmt upplýsingum sem
landlæknir, Sigurður Sigurðsson,
gaf Mbl. í gær stamda vonir til
eð, það geti orðið innan skamms.
Verður dvaiarleyfi hans hér-
lendis þá um það bil útrunnið,
svo að hann mun þá fara af landi
brott sem hver annar ferðamað-
ur.
DAGANA 24. og 25. september
sl. var haldinn aðalfundur Kjör-
dæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í
Austurlandskjördæmi. Fundur-
inn var haldinn á Egilsstöðum
og hófst að kvöldi þess 24. með
skýrslu stjórnar sem fráfarandi
formaður, Páll Halldórsson,
flutti. Síðan urðu umræður um
hana, en í lok fimdarins var kos-
ið í nefndir, sem störfuðu fyrir
hádegi á laugardag. Eftir hádegi
var fundi fram haldið og lauk
honum kl. 5 sd. Nýkjörna stjórn
Kjördæmisráðsins skipa:
Foaimaður: Sveirun Guðmunds-
son, Seyðisfirði. Meðstjómendur:
Alexamder Árnason, Vopnafirði;
Þráinn Jónsson, Hlöðum; Helgi
Gíslason, Helgafelli, og Ástvald-
ur Kristófeaisson, Seyðisfirði.
í varastjónn: Svanur Sigurðs-
son, Breiðdaisvík; Guðmundur
Auðbjörnsson, Eskifirði; Unin-
steinn Guðmundsson, Höfn, og
Páll Elísson, Reyðarfirði. Endur-
skoðendur voru kjörnir: Þórður
Benediktsson, Egilsstöðum, og
Páll Halldórsson, Egilsstöðum. í
kjömefnd voru kjömir: Reynir
Zoega, Neskaupstað; Páll Guð-
mundsson, Breiðdalsvík, og Bene
dilkt Stefánisson, Hvalnesi. Til
vara: Eymundur Siguxðsson,
Höfn; Þórður Jónsson, Borgar-
firði, og Guttormur Þormar,
Geitaskarði.
Fundurimm gerði ítarlegar sam-
þykktir í fjárhags- og skipulags-
málum. Ennfremur var gerð
ályktun í landhelgistmálinu, þar
sem lögð var áherzla á útfærslu
fiskveiðilandhelginnar í 50 málur
hið minnista, en þau sjónarmið
voru rlkjandi að 50 málur verði
lágmark, en að öðru leyti miðað
við landgrunnið. Þá lagði fund-
urinn mikla áherzlu á samstöðu
allra um framvindu þessa lifs-
hagsmunamáls þjóðariinnar.
Aðalfundurinn var mjög vel
sóttur af fulltrúum hvaðanæfa
að úr kjördæminiu.
Á laugardagslkvöld var haidið
haustmót sjálfstæðismanna á
Austurlandi og hófst það með
borðhaldi í Valaskjálf kl. 8.00.
Eiríkur Eiríksson, fræðimiaður í
Dagverðargerði, flutti erindi
um framkvæmdamianindnn Ottó
Wathne á Seyðisfirði. Sverrir
Hermamnisson, alþm., flutti ávarp
og ræðu hélt Matthías Mathiesen,
alþm. Ýmis skemimtiatriði voru á
dagskrá. Var mótið mjög vel sótt
og fór hið bezta fram.
FRETTIR
i stiittumáli
BÍLVELTA í KJÓS
Kiðafelli, 28. september.
Bílvelta var hér í nágrenn-
inu i kvöld. Bíll úr Borgar-
firði valt neðan við Útskála-
hamar. Hjón með böm sín
voru á ieiðinni heim eftir
kaupstaðarferð, en fyrir eitt-
hvert óhapp lenti bíllinn út af
á öfugum kanti og valt.
Engin slys urðu á fólk-
inu og billinn virðist litið
skemmdur. Ef björgunarmönn
um tekst vel að ná honum á
hjólin, verður eigandi bílsins
fyrir minna tjóni en ætla
mátti í fyrstu. — Hjalti.
HRÚTASÝNING AÐ
VIEÐALFELLI
Kiðafelli, 28. september.
Hrútasýning var haldin hér
í Kjós í dag og var haldin að
Meðalfelli. Yfirdómari var
Árni G. Pétursson, ráðunaut-
ur og voru sýndir 44 hrútar
og hlutu 17 þeirra 1. verðlaun.
Hörð keppni varð um verð-
launaskjöld, sem keppt er um
í sveitinni, en hann hlaut að
þessu sinni Gísli Ellertsson,
Meðalfelli fyrir Þokka, 5 vetra
gamlan undan Þokka 33., sæð
ingarhrút sem á orðið flest
afkvæmi á landinu. Bezta koll
ótta hrútinn átti Karl Andrés
son, Eyrarkoti. — Hjalti.
KJÓSARFÉ SLÁTRAÐ Á
SELFOSSI
Kiðafelli, 28. september.
Á þessu hausti hafa Kjósar
bændur flutt lömb sín til slátr
unar austur að Selfossi í hið
nýja Sláturhús Sláturfélags
Suðurlands og hafa menn lát
ið vel af að koma þangað, því
að öll aðstaða er þar hin
bezta, enda gengur slátrun
vel. Eftir þetta ágæta sumar
leggur dilkur sig mjög vel og
er meðalvigt almennt yfir 16
kg. — Hjalti.
VIÐ ERUM I FARARBRODDI
SVEFNBEKKIR MÁLAÐIR OG BÆSAÐIR
Álnavara í miklu úrvali á 3. hœðinni
Gerið samnnburð tí matvöruverðinu í borginni
Opið á öllum hæðum til klukkan 10 í kvöld
ARMÚLA 1 A — StlWIAR 84800 OG 81680..
Vörumarkaðurinn hi.
■V1
STAKSTEINAR
Garaan, gaman
Geysimikið hefur verið um
veizlugleði síðan vinstri stjórnin
tók við völdum, og leynir sér
ekki, að hin nýja stétt, ráðherr-
arnir og fylgisveinar, njóta lífsins
— og gott er nú það. f veizlun-
um brosa þeir út undir eyni,
nema ef einhverjum skyldi verða
það á að nefna einhver þjóðmál,
þá kippast þeir við og finnst þeir
vera eitthvað óöruggir i sessi.
Rétt er þess vegna að heima
þeirri ábendingu til manna,
sem kynnu að hitta ráðamenn-
ina nýju á góðri stund, að varast
að brydda upp á nokkru alvar-
legu, ef þeir vilja halda uppl
húmörnum. Heppilegast er að
tala nm veðrið, en óhætt ætti
þó að vera að víkja að sumum
leikritiinum, sem í uppsiglingu
eru (líklega þó ekki öilum), og
uppboð eru af skiljanlegumi
ástæðum líka nokkuð örugg.
Núna þegar Iistalífið er að hefj-
ast, er því auðveldara að um<
gangast ráðherrana og aðdáend-
n r þeirra en verið hefur frant
til þessa. J
Utanferdir
með frúr
Nokkuð var það gagnrýnt,"
þegar Lúðvík Jósefsson beitti sér
fyrir því að breytt væri þeirii
stefnu, að ríkið borgaði ekki
fyrir eiginkonur þeirra manrta,
sem ráðstefnur sækja erlendis.
En er það nú sanngjamt að gagn-
rýna þessa stefnubreytingu,
þessa nýju stefnu vinstri stjórn-
arinnar? Er ekki ljóst, að það
er bæði skemmtilegra fyrir
mennina sjáifa og eins frúraar,
að hjónin fari saman í slíkar
reisur, og hvað með allt talið um
jafnrétti kynjanna, á konan að
sitja heima með sárt ennið, þegar
bóndinn sprangar á erlendii
grund? Þurfa ráðherrarnir nokk-
uð að skammast sín fyrir að
vera kavalérar í góðærinu? v-
Vér bri>tt-
rekstrarmenn
í Vísi í gær er í ritstjórnar-
grein fjallað um afstöðuna til
inngöngu Kína í Sameinuðu þjóð-
iraar. Þar segir m. a.:
„I einfeldni sinni telja margir
íslendingar, að það sé tryggiug
fyrir siðferðilegu réttlæti mál-
staðar, ef hin Norðurlöndin
styðja hann. Afstaða Norðurland
anna í þessu máli mótast hins
vegar af heimspólitískum hags-
munum. Stjórnir þessara rikja
vita, að Kína er vaxandi afl, og
vilja koma sér í vinfengi við hið
nýja stórveldi. Tilfinningaraar
fyrir hagsmunum smárikisins
Formósu verða að víkja fyrir
hagsmunum á skákborði heims-
málanna.
Fyrir tilverknað vinstri stjórn-
arinnar hafa íslendingar nú skip-
að sér í sveit brottrekstrarmanna.
Við, 200 þúsund talsins, hendum
á smáríkið Formósu, sem telur
ekki nema 15 milljónir íbúa, og
segjum: Burt með þá, flísina í
hörundi stórveldisins. Við stuðl-
um þannig að nýrri valdbeiting-
arstefnu gagnvart smáríkjitm.
Miklir menn erum við.“
<
y
t
<