Morgunblaðið - 30.09.1971, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1971
13
1
Helgi Sigurösson, fyrrum hita-
veitustjóri
Fæðdnr 15. marz 1903.
Dáinn 22. septembcr 1971.
1 DAG, íimmtudaigimn 30. sept-
eonJber, er táil moidar borinn eimn
atf olíkar þekktustu verfktfræðiing-
•uim, Helgt Sigurðsson tfyrrum
Ititaveitustjóri. Hann lézt aðfarar-
nótt miðvilkudagsins 22. septemb-
er, etftir stutta legu, rúmlega 68
ára að aldri.
Hann var fæddur í Reykjavík
15. marz 1903, sonur heiðurs-
íijónanna, Sigurðar Jónssonar
bókbindara og bóksala, og seinni
feonu hans, Gróu Jónsdóttur.
Tók inntökupróf í Menntaskóla
Reykjavíikur og lauk stúdents-
prófi þaðan 1923. Að prófi loknu
fór hann til Kaupmannahafnar
og lauk prófi, með fyrstu ein-
kunn, frá Danmarks Tekniske
Höjskole 1929. Er heim kom,
etundaði hann verkfræðistörf,
en varð verkfræðingur hjá
bæjarverklræðingi Reykjavikur
1934—1943. Siðan vatns- og hita-
veitustjóri í Reykjavík 1943—
1962, en siðan ráðgefandi verk-
fræðingur um vatnsveitu- og
hitaveitumál Reykjavíkuirborgar,
Auk þess gegndi hann fjölda
trúnaðarstarfa, m. a. í Sam-
starfsnefnd Rikisins, Reykjavík-
ur og Hafnarfjarðar um hagnýí-
ingu jarðhits Hann átti sæti í
hitaveitunefnd Reykjavíkur frá
1954 og siíðan. Einnig var hann
í stjóm Verkíræðingafélags Is-
’lands frá 1934—1940. Helgi hefur
verið fulltrúi tslands á nokkrum
mótum um hitaveitu- og heil-
brigðismál, m. a. í Hollandi og
Italiu. Eftir hann liggja m. a. rit
um Hitaveitu Reykjavíkur 1947.
Var það sérprentun úr timariti
Verkfræðingafélags íslands. Svo
og Reykjavíks Fjemopvarming
Fra Varme Kilder, sem út kom
1956.
Hinn 8. ágúst 1936 kvæntist
Heiigi eftirliifandi konu sinni, Guð-
mundínu Guttormsdóttur fyrrv.
yfirhjúkrunarkonu á Vífilsstaða-
hæli. Bjó hún manni sánurn hlý-
legt og friðsælt heimili þar sem
ástúð og skilningur ríkti. Voru
þau hjónin mjög samrýnd og
samhent í öllum hlutum. Fóstur-
sonur þeirra er Hafsteinn Guð-
mundsson, rafvirki, sem er
kvaentur Þóru Ragnarsdóttur.
Eiga þau tvö mannvaenleg böm.
Helga var í blóð borin vand-
virkni og starfsemd, en undi illa
hvers konar flysjungsihætti og
losarabrag. Hann var hinn prúð-
asti maður, skapmikill, en stiiit-
ur vel og hlédrægur, ef til vill
um of.
Hugur Helga og lí'fsvið'horf
samrýmdist mjög starfssviði og
markmiði Oddfellowreglunnar.
Hann átti sœti í yfirstjóm Regl-
unnar og vann þar af skyldu-
rækni og trúmennsku ágætt og
óeigingjarnt starf. Virtist þeim,
er þetta ritar, óvenjulegir mann-
kositir hans verða sterkari með
hverju árinu, sem leið. Hann var
hinn ágætasti félagi, glaður i
vinahópi, orðvar svo af bar, en
kunni að meta græskúlaust gam-
an, og aldrei féll honum hnjóðs-
yrði til nokkurs manns. Leið öll-
um vel i návist hans.
Helgi Sigurðsson hefur reist
sér óbrotgjairnan minnisvarða
með frumherjastarfi sínu í upp-
byggingu Hitaveitu Reykjavikur.
Að undanskildri smá hitaveitu i
Nýja-Sjálandi í Ástraliu var eng-
in fyrirmynd til að styðjast við.
í>að gefur þvi auga leið hversu
vandasamur og nákvæmur allur
undiirbúningur hefur orðið að
vera ti'l að giftusamlega tækist
með allar framkvæmdir, og upp-
byggingu hitaveitunnar.
LífsferiW hvers manns virði.st
ótrúlega stuttur, þegar miðað er
við rúm og tíma. En stórbrotið
og farsælt ævistairf manns, sem
yar svo vandur að virðingu sinni,
að hann lét ekkert það verk eftir
sig liggja, sem hann hefði getað
betur gert, er sá bauteusteinn,
— Minning
sem halda mun minningu hans
í heiðri, Og það er tjón fyrir
þjóðrna aila, þegar s-líkir menn
faWa í valiran.
Hugljúfair og kærar endur-
minningar um góðan dreng og
manndómsmann er dýrmæt og
varanleg miraning þeim sem eftir
lifa, eiginkonu, ástvinum og vin-
um.
Blessuð sé minning hans.
Magnús J. Brynjólfsson.
Ekki er ég viss um, að allur
þorri bæjarbúa geri sér ljóst, að
>í dag er til moldar borinn sá
maður, sem einna drýgstan þátt
átti í að gera hitaveitu Reykja-
víkur að veruleika. Hitt vita
flestir, að hitaveitan er ein gagn
merkasta og farsælasta, en að
mörgu leyti vandasamasta fram-
kværnd, sem bæjarfélagið hefur
ráðizt í og leitt til lykta. Með til
komu hennar varð höfuðborgin
hlýrri og vistlegri borg, and-
rúmsloftið hreinna og heilnæm-
ara.
Um Helga Sigurðsson segir
svo i Verkfræðingatali 1966 m.a.:
„Stúdent Rvik 1923, próf í bygg-
ingaverkfræði frá DTH í Khöfn
1929. Verkfr. hjá bæjarverkfr.
Rvíkur 1929—34 og gerði þá m.
a. uppdrætti af nágrenni bæjar-
ins og áætlanir um stækkun
vatnsveitu og gasveitu Rvíkur.
Deildarverkfr. hjá Vatns- og
hitaveitu Rvikur 1934—43 og
gerði þá m.a. áætlanir og upp-
drætti og hafði umsjón með fram
kvæmdum vatnsveitunnar, hafði
umsjón með jarðborunum hita-
veitunnar í Mosfellssveit, gerði
frumteikningar og áætlanir um
hitaveitu frá Reykjum í Mos-
fellssveit og hafði umsjón með
byggiragu hennar. Vatns- og hita
veitustj. í Rvík 1943—54, en þá
voru vatns- og hitaveitan að-
skildar. Hætti þá stjóm vatns-
veitunnar, en var áfram hita-
"eitustj. til 1962, er hann varð
verkfræðil. ráðunautur um hitun
armál Rvíkurborgar." Ennfrem-
ur segir: „1 stjóm VFl 1934—40.
f stjórn Starfsmannafélags Rvik
urbæjar 1936—37, Rotaryklúbbs
Rvíkur 1952 —54 og forseti hans
1957—58 og Oddfellowreglunn-
ar á fslandi frá 1965.“
Við Helgi vorum bekkjarfélag-
ar í menntaskóla í þrjá vetur og
samstúdentar. Ég hatfði tekið
gagnfræðapróf utan skóla og
þekkti því engan mann í mínum
bekk, er ég kom i skóla. Auðvit-
að fór ég strax að reyna að
gjöra mér einlhverja grein fyrir
hvem mann þeir hefðu að geyma
þessir væntanlegu samferðar-
meran mínir að minnsta kosti í
þrjú ár, ef tH vfll leragur. Ég
hefi oft brosað að því síðar, hvað
þessir fyrstu snöggsoðnu dómar
um íélagana voru fjarstæðu-
kenndir. Ég hélt t.d., að Helgi
væri kúristi, en það var ekki tal
ið sæmdarheiti á skólaárum mín
um. Þar skjátlaðist mér hrapal-
lega, en mér var nokkur vor-
kunn. Ég minnist þess ekki, að
hann kærni nokkru sinni of seint
i kenraslustund eða iila lesinn
eða að hann ekki skilaði heima-
verfcefnucm ná'kvæmiega á rétt-
um tíma og svo vel unnurn, að
tii fyrirmyndar var. Eða eftir-
tektán í timum. Það fór víst ekki
margt íram hjá honum af þvi,
sem kennaramir voru að reyna
að troða í oktour. Skróp. Honum
hefir áreiðanlega aldrei komið
til hugar að drýgja slíkan verkn
að. Þess hefði mátt vænta, að
slíkur fyrirmyndarnemandi, gæti
ekki á sér setið að senda okkur
hinum, sem vorum sekir 5 flest-
um eða öllum þessum atriðum,
orð í eyra eða að minnsta kosti
ásakandi augnaráð. En það var
öðru nær. Úr augum þessa prúða
manns mátti frekar lesa velvild.
Hann bauð meira að segja otft
aðstoð sina þeim, sem þurftu og
þiggja vildu. Helgi gaf sér allt-
af tima til slíks.
Ég get ekki neitað því, að
Helgi vakti undrun mína. Hvem
ig fór hann að þessu. Málið
skýrðist smátt og smátt við nán-
ari kynni. Hegðun Helga og at-
ferli a'llt mótaðist af skaphöfn
hans. 1 skaphöfn hans var allt í
röð og reglu, allt hreint og klárt
og heilbrigt. Maðurinn gat ekki
öðru visi verið. Ég varð ósköp
feginn, þegar ég hatfði komizt að
þessari niðurstöðu og hreykinn
af að eiga slíkan mann fyrir
bekkjarbróður. Það ræður af
l'ikum, að Helgi var í fremsitu
röð um námsatfrek alla sína skóla
tíð, enda gæddur ágætum náms-
gátfum.
Helgi skrópaði svo sannarlega
heldur ekki úr lífsins skóla.
Hann vann fæðingarbæ sínum
allan sinn langa starfsdag, og er
líklegt, að hann hefði ekki kos-
ið annan starfsvettvang frekar.
En það veit ég með vissu, að
har^t taldi það gott hlutskipti,
er honum var falið að sjá um
undirbúning og framkvæmd hita
veitu Reykjavíkur og fá að
vinna því fyrirtæki, þar tll hann
var allur. Þegar rekstur hitaveit
unnar hótfst, var hún, sem nærri
má geta um svo nýstárlegt fyrir-
tæki, ófullburða. Margt var ó-
gert, sumt var hálfkarað, annað
á tilraunastigi. Eins og gengur
gerðu fjölmargir notendur sér
litía eða enga grein fyrir þessu.
Kvörtunum og krötfuim rigndi
yfir hitaveitustjórann, margar ó-
sanngjarnar, jafnvel ósvífnar,
flestar lítt eða ekki rökstuddar.
Við þetta bættust svo kröfur
þeirra borgarbúa, sem enn ekki
nutu hitaveitunnar. Margir for-
stjórar hefðu, með góðri sam-
vizku, látið flest af þessu, sem
vind um eyru þjóta. Helgi var
ekki sú manngerð. Hann tók
þessar árásir nærri sér. Hann
þoldi ekki, að stofnun hans væri
ómaklega brigzlað um vanþekk-
ingu, vinnusvik og slóðaskap.
Hann varði því of miklu af sín-
um dýrmseta tima till þess að
reyna að sannfæra fólk um, að
byrjunarörðuglei’kar hitaveitunn
ar væru fyrst og fremst annars
eðlis. Það þyrfti tíma og fé til
þess að yfirvinna ýmsa tækni-
lega örðugleika, en væri hægt og
yrði gert. Heita vatnið, sem til
ráðstöfunar var, væri takmark-
að, en það þyrfti tima og fé til
þess að auka vatnsmagnið. Það
væri hægt og það yrði gert.
Helgi var svo vandaður maður,
svo sanngjarn og um leið rökvis,
að hann vildi ekki trúa því að
óreyndu, hve vonlítið verk það
er að sannfæra óánægt fólk með
rökum.
Sem hitaveitustjóri varð Helgi
Framhald á bls. 14.
% ; ;
■
. * ♦ *
dralorí
f, f /
FUKI FRIMINUTUM
Heklu-peysa
hlý og lipur
DOMUS
LAUGAVEGI 91
Steypuhrœrivél
Notuð Rex steypuhrærivél 6 cub. fet, með spili og
vatnsmæli til sölu.
Einnig ógangfær Cummings dieselvél.
Upplýsingar hjá verkstjóra i síma 83120.
Hegri hf.
R annsóknamaður
óskast við fiskirannsóknir.
Skriflegar umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf sendist
HAFR ANNSÓKN AST OFNUNINNI
Skúlagötu 4. Reykjavík.
PntpnMðÍit
RUCIVSmGIIR
íg-^22480