Morgunblaðið - 30.09.1971, Page 16

Morgunblaðið - 30.09.1971, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1971 jr «**•> Útgafandi hf. Árvakur, Reykj'avík. Framkvaemdaatj'óri Hsraidur Sveinsson. Rilstjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur KonráS Jónsson. Aðstoðarritatjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjómarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Arni Garðar Kristinsson. Ritsljóm og afgreiðsla Aðalstraeti 6, simi 10-100 Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 196,00 kr. á mánuði innanlands. f lausasölu 12,00 kr. eintakið. ALÞINGI OG LANDGRUNNSSTEFNAN Jóhann Hafstein, formaður Sjálfstæðiisflokksins, setti á þingi Sambands ungra Sjálfstæðismanna um síðustu helgi fram athyglisverða til- lögu um það, hvernig haga bæri útfærslu fiskveiðitak- markanna nú. Hann benti á, að eðlilegast væri, að íslend- ingar miðuðu aðgerðir sínar við landgninnsstefnuna, en henni hafa þeir fylgt allt frá því að lögin um vísindalega vemdun fiskveiðimiða land- grunnsins voru sett árið 1948. Heppilegast væri því að miða útfærsluna nú við land- grunnið allt, en heimila öll- um þjóðum veiðar inn að 50 mílum á meðan verið væri að mæla landgrunnið og ákveða landgrunnsmörkin nánar. Nokkrar umræður hafa orðið um þessa tillögu Jó- hanns Hafsteins og kommún- istamálgagnið hefur gagn- rýnt hana og m. a. nefnt hana „sýndartillögu“. Því miður leynir sér ekki, að kommún- istar em argir yfir því, að þeim hefur ekki auðnazt að reka fleyg á milli lýðræðis- flokkanna í landhelgismálinu og víst er, að tillaga formanns Sjálfstæðisflokksins verður tekin til alvarlegrar umræðu í landhelgisnefndinni. Staðreyndin er líka sú, að á Alþingi í vor var samþykkt tillaga um réttindi íslendinga á hafinu umhverfis landið. Þar var 5 manna nefnd, sem Alþingi kýs, falið að semja frumvarp til laga um land- helgina, sem hefði „ákvæði um óskertan rétt íslend- inga til fiskveiða á haf- inu yfir landgrunninu, eins og rétturinn til hafsbotnsins hefur þegar verið tryggður með lögum frá 24. marz 1969 um yfirráðarétt íslands yfir landgrunninu umhverfis landið.“ Með þessari ákvörð- un Alþingis er landgrunns- stefnan mörkuð og áréttaðar margendurteknar yfirlýsing- ar íslendinga um, að þeir muni ekki sætta sig við neitt minna en yfiiráð yfir land- grunninu öllu, hvorki 50 míl- ur né annað, um það er lýk- ur. Formaður Sjálfstæðisflokks ins hefur lagt á það áherzlu, að mismunandi skoðanir á því, hve langt skuli nú ganga, hvort miðað skuli við 50 mílna fiskveiðitakmörk eða meira, verði ekki að ásteyt- ingarsteini nú, enda ekki efn- islegur ágreiningur á meðal íslendinga um lokatakmark- ið, landgranmsstefnuna. Þess vegna hefur hann stungið upp á þeirri leið, sem stjórn- arsinnum ætti að vera kær- komin, að við lýsum yfir rétti okkar til alls lands- grannsins, en ákveðum jafn- framt, að fiskiskip annarra þjóða megi fyrst um sinn veiða upp að 50 mílna mörk- unum, og komi þar engir samningar til heldur einhliða yfirlýsingar okkar. Samning- ar þeir, sem ríkisstjúrnin hefur lýst yfir, að hún muni halda áfram við Breta og Vestur-Þjóðverja, breyta auð vitað engu í þessu efni, því að þeir miðast við einhverj- ar ívilnanir þessum þjóðum til handa innan 50 mílna markanna. Landgrunnsstefnan hefur verið yfirlýst markmið Is- lendinga um lan-gt skeið og æskilegt er að kvika nú ekki frá henni. Formaður Sjálf- stæðisflokksins benti á heppi- lega leið og hana ber að kanna til hlítar og athuga, hvort ekki verður unnt að ná um hana allsherjar sam- stöðu. Öryggis- og sjálfstæðismál rins og að líkum lætur veld- ^ ur ábyrgðarleysið í ör- yggis og sjálfstæðismálum landsins mestum áhyggjum. Ráðherrar vinstri stjómar- innar era orðnir margsaga varðandi afstöðuna til örygg- is landsins og vama þess. Er ekki að furða þótt ugg setji að mönnum, er þeir hugsa til þess, að engu er líkara en að öryggis- og sjálfstæðismál landsins séu höfð að leik- soppi, bæði í valdastreitu inn- an ákveðinna stjórnarflokka, og éins á milli flokkanna. Þess vegna er mjög mikil- vægt, að stjómarandstaðan taki þessi mál föstum tök- um, bæði í umræðum hér innanlands og erlendis. Geir Hallgrímsson, vara- formaður Sjálfstæðisflokks- ins, ræddi um íslenzk vam- armál á fundi þingmannasam bands Atlantshafsríkjanna. Hann kvaðst tala sem stjórn- arandstæðingur og lýsti and- stöðu við stefnu núverandi ríkisstjómar, en kvaðst vona einlæglega, að hún mundi breyta stefnu sinni, meðan á athugun málsins stæði. Hann sagði síðan: „Að sönnu er ekkert eðli- legra sjálfstæðu ríki en að endurskoða varnarmál sín á hverjum tíma. En með hlið- Flestum sem fara til Mallorca er það efst í huga að liggfa á ströndinni og sleikja sólskinið, og svo að gæta þess að ekiki safnist of miklar umfrajmbirgð- ir af áfengi fyrir á eynni. Minn draumur Um margra ára skeið hefur hins vegar verið að fara niður fyrir baðstrendurnar, þ.e. að kanna Maliorca neðan sjávar. Mér fannst að eftir að hafa skreiðzt um kalda og myrka Islandsála, hlyti það að vera hámark hamingjunnar að stinga nefinu í Miðjarðarhafið og synda þar um í yl og birtu. Ég fékk tækifæri til þess á leiðinni til Möltu, því ég áfcti að fara í gegnum Palma, til Val- etta. Guðni í Sunnu hafði lof- að að koma mér í samband við náunga í Palma sem er álíka galinn og ég þegar hafsbotn- inn er annars vegar. Það kom þó ekki til að þess þyrfti, þvi ég hitti tvo Breta sem voru að koma með fimmtíu feta segl- skútu til Mallorca. Skútam hét því fallega nafni Southem Comfort og þeir félagar voru að ferja hana til Palma fyrir eigandann, sem ætl- aði sjálfur að koma flugleið- ina frá London, og rússa svo á henni um Miðjarðarhafið. Brefcarnir voru báðir ungir menn, og hétu Tom og Jerry. Þeir horfðu á mig ströng- um augum þegar þeir kynntu sig, og biðu eftir að ég. kæmi með einhvem brandara um mýsnar Tom og Jerry, sem við könnumst öll við úr teikni- myndunum, en ég stóðst freist inguna og þar með var vinátt- an innsigluð. Því miður var myndavélinni minni stolið í Róm, svo ég á enga mynd af Southern Comfort, en hún er fleyta eins og maður sér í draumi öðru hverju, sér- staklega ef maður hefur tekið nokkur glös af Southern Com- fort áður. Við sigldum út frá Magaluf- ströndinni og héldum í NA, þar til við vorum komnir á móts við Castell del Rey en þar sögðu þeir Tom og Jerry að væri mjög góð- ur köfunarstaður. Ég hafði ver ið svo forsjál’l að taka með mér jakkann af froskbúningnum mínum, þar sem ég hafði grun um að þrátt fyrir öll hlýheit- in á Miðjarðarhafi, gæti það far ið kólnandi eftir þvi sem mað- ur kæmi neðar í það. Þ.e.a.s. lóðrétt. Siglingin tók um þrjá tíma, og það var farið fyirir mótor, þar sem vindur var ekki nægur til að hafa Southern Comfort undir seglum. ■— Hérna eruim við, sagði Tom og drap á vélinni. Jerry lét sér nægja að setja annað ankerið niður, og South ern Comfort snerist hægt fyrir straumnum, þar til strektist á festinni. Svo var byrjað að tína til köfunartækin. Ég hafði ekkert með mér annað en jakka, sundfit, gleraugu og hníf, en ég þurfti heldur ekki annað en luniga og kút, og af því var nóg til. Á síðasta augnabliki, þegar ég var búinn að spenna á mig kútinn, minntist ég bók- anna sem ég hafði lesið eftir Jacques Yves Costeau, um við ureignir hans við hákarla um víða veröld. Ég mundi að vísu ekki eftir neinni sérstakri há- karlafrásöign frá Miðjarðarhaf- inu, en þar sem ég hafði und- ir engum kringumstæðum áhuga á að komast á nokkurn matseðil þarna syðra, spurði ég með „kæruleysiiSlegu“ brosi hvað væri af fiski þarna i sjón um. Tom og Jerry misskildu auð- sjáanlega þennan áhuga minn, þeir héldu að hann væri frá náttúrufræðilegu sjónarmiði og ég fékk þvi uppgefið fullt af fiskanöfnum, en meðal þeirra var ekkert sem hljómaði eins og „shark“. Ég háði nokkra innri baráttu um hvort ég ætti að láta uppi að ég væri virkilega hræddur við hákarla, eða hvort ég ætti að demba mér út i og láta sem ekkert væri. Eins og við var að búast þeg- ar sannur Islendingur var hann ars vegar varð sú barátta ákaf- lega stutt, og ég spurði: EN HVAÐ MEÐ HÁKARLA? Tom og Jerry ypptu öxlum, litu hvor á annan og veltu vöngum. Meðan þeir hugsuðu upp viðeiigandi svar, varð loft- kúturinn minn allt i einu ákaf lega þungur, svo ég settist — kannski væri réttara að segja: lak niður, á þilfarið. — Ja, sagði Tom. sjón af aukinni athafnasemi Varsjárbandalagsríkjanna á norðurvæng Atlantshafs- bandalagsins, teljum við ósikynsamlegt, að Ísland verði varnarlaust. Er þá hvort tveggja haft í huga, hagsmunir íslands og öryggi þess og jafnframt ör- yggi nágrannalandanna í At- lantshafsbandalaginu. Við lít um á það sem skyldu við okk ur sjálfa, ekki síður en banda menn okkar að leggja fram okkar skerf til að áfram geti haldizt friður og jafnvægi í samfélagi Atlantshafsbanda- lagsþjóðana. Við teljum einn- ig óskynsamlegt fyrir eina aðildarþjóð að draga sig ein- hliða frá skuldbindingum sín um við bandalagið, án þess að því gefist kostur á að tryggja sáms konar fækkun í herliði eða athafnasemi hugsanlegs andstæðings. Þetta er ekki hvað sízt áhættusamt, þegar það er haft í huga, að við bindum nú vonir við, að ein- hvers konar samkomulag ná- ist um Berlín og varðandi hugsianlega ráðstefnu um öryggismál Evrópu.“ Á þingi Sambands ungra Sjálfstæðismanna, sem haldið var á Akureyri um síðustu helgi, var stefnuyfirlýsing ríkisstj órnarinnar í vamar- málunum fordæmd og í álykt unum þingsins segir m.a.: „Aðild íslands að Atlants- hafsbandalaginu er horn- steinn öryggisistefnu íslands, og hefur svo verið allt frá stofnun bandalagsins. Virk þátttaka íslendinga í banda- laginu hefur verið skerfur þjóðarinnar til hinnar já- kvæðu þróumar á málefnum Evrapu.“ Og í niðurlagi álykt una,r um vamarmál segja ungir Sjálfstæðismienn, að aðild okkar að Atlantshafs- bandalaginu og þátttakan í vörnum þesis stuðli frekar en nokkuð annað að því að við- halda sjálfstæði landsins og veita þegnunum öryggi. í þessum yf irlýsingum kem ur fram sú ábyrga stefna, sem S j álf stæðisf lokkur inn hefur markað í öryggismál- um landsins, og ætlað verð- ur að Alþýðuflokkurinn fylgi svipuðum sjónarmiðum. Hér í blaðinu hefur verið stungið upp á því, að lýðræðisflokk- arnir allir, sem styðja aðild að Atlantshafsbandalaginu, taki nú höndum saman um það að reyna að marka sam- eiginlega, ábyrga stefnu í sjálfstæðiis- og öryggismál- um landsins. Verður fróðlegt að sjá, hvort Framsóknar- flokkurinn og Samtök frjáls- lyndra og vinstri manna fást til slíks samstarfs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.