Morgunblaðið - 01.10.1971, Qupperneq 1
32 SIÐUR
221, rtil. 58. árg.
FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1971
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Einar Ágústsson, utanríkisráSlierra, flytur ræðu sína á Allsherjarþingi Sameinuðii þjóðanna siöast-
liðinn niiðvikudag'.
Njósnarinn vann við
verzlunarnefndina
Flúði hann vegna
ölvunar við akstur ?
London, 30. sept. NTB.
SOVÉZKI KGB maðurinn sem
kom npp nm snjósnarana 105
sem Bretar hafa rekið úr landi,
er 34 ára gainall starfsniaður við
wrzlnnarsendinefnd Sovétríkj-
anna í London, Oleg Lialine að
nafni. í>að var dagblaðið Daily
Express, sem fyrst skýrði frá
þessu, en brezka iitanrikisráðu-
meytið hefur nú staðfest að það
sé rétt. Svo virðist sem ölvun
við akstur hafi átt einhvern þátt
í því að Iáalioe ákvað að flýja
Sovétríkin.
Daily Express komst fyrst á
sporið þegar fréttamaður þess
ræddi við einn af starfsmönnum
sovézka senddráðsins. RúS'Sdnn
gaf í skyn að KGB maðurinn
sem brezika leyniþjónustan hefði
nú i geymslu, hefði verið i frétt-
um blaðanna fyrir skömmu, en
þá aðeins skriíaðar um hann
nokkrar línur.
Fréttamaðurinn æddi þegar
niður á biað, og þar var allt
starfsfóikið sett í að ieita uppi
allar fréttir um Rússa sem komið
hefðu undanfarna mánuði. Það
famn litia klausu um að Oleg
Lialine hefði verið tekinn ölvað-
ur við akstur, og þar sem hann
nýtur ekki diplomatis'kar frið-
heligi, kom hann fyrir rétt. Lial-
ine átti einmitt að koma aftur
fyrir réttinn í dag (fimmtudag)
og Daily Express sendi þangað
míkið lið. Þegar máiinu var
frestað vegna þess að sakbom-
ingurinn lét ekki sjá sig, fögðu
fréttamennirnir saman tvo og
tvo, og utanrikisráðuneytið hef-
ur nú sem sagt staðfest að ftt-
koman var rétt. Óstaðfestar frétt
ir herma að Liaiine hafi lent í
miklum vandræðum með yfirboð
ara sána út af handtökunni, og
það hafi verið ein ástæðan til að
hann ákvað að strjúka.
Sprengja varð
2 að bana á
N or ður-Ir landi
Fjórtán særðust illa
Beifast, 30. september — NTB
TVEIB Ié*u lífið og fjórtán særð-
ust illa, þegar sprengja sprakk
í bjórkrá í Shankhill Road í Bel-
fast, en það er mótmælenda-
hverfi. Þegar sprengjan sprakk
var kráin fnll af fólki sem var
að koma af knattspyrnuleik.
Sprengjan var mjög öftug, eitrn
Fyrsta
kven-
diplómati
rænt
Caracas, 30 .sept. NTB.
SUÐUR-amerískir skæruliðar
hafa rænt fyrsta kvenmanninum,
Thelmu de Frias, aðalræðismanni
Bóminikanska lýðveldisins í Cara
cas. Mannræningjarnir krefjast
þess að fá milljón dollara í lausn
arfé. Vararæðismanninum í Cara
cas voru sendar kröfurnar og
kveðst hann híða nánari fyrir-
mæla, Þetta er fyrsta mannrán í
Iandinu í eitt ár.
Thelmu de Frias var rænt, þeg
ar hún ,var að koma út úr bamka
í miðborg Caracas síðdegis í dag.
Mannræningjamir kalla sig Rud-
ais Mendozahópinn innan Þjóð-
frelsishreyfingarinnar FALN, en
það var sá hópur, sem stóð fyrir
ráninu á Alfredo D’Stefanó,
þekktum knattspyrnumanmi árið
1963.
ingi
Washington, 30. september
— NTB
UTANRlKISRÁÐHERRAR
Bandaríkjanna og Sovétríkj-
anna, William P. Rogers og
Andrei Gromyko, undirrituðu
í dag samning sem miðar að
þvi, að koma i veg fyrir að
stríð geti brotizt út af mis-
skilningi eða vegna tæknibil-
unar. Samkvæmt honum skal
m.a. komið upp beinu talsam-
bandi milii leiðtoga landanna
um gervihnött. Ef eldflaug
yrði skotið af slysni frá öðru
landinu á hitt, skal leiðtogi
þess lands, sem verður fyrir
flauginni, hafa strax samband
við hinn, áður en gripið verð-
ur til gagnráðstafana.
Brezkir hundavinir heimta:
Viðskiptabann
á íslendinga
Ástandið dularfyllra
með hverjum degi
Chou En-Iai ekki við móttöku
utanríkisráðuneytisins
London, 30. sept.
Einkaskeyti til Mbi.
frá Associated Press.
ÖSKUREIÐIR brezkir hunda-
eigendur kröfðust þess í dag
að bann yrði sett á allar vörur
frá íslandi, eftir að hafa heyrt
iim þá ákvörðun borgarstjórn-
arinnar að allir hundar, sem
fyndust á götum úti skyldu
teknir og aflífaðir. I BBC-
sjónvarpgþættinum „24
Hour3“ í gær, var sagt, að
hundarnir yrðu að vera á heim
ilum eigenda sinna, vegna
þess að þeir væru hættulegir
heilsu manna.
James Foulds, formaður
„Dýraréttlætissamtaka Bret-
Iands“, sagði að þættinum
loknum að þetta væri „hrylli-
legt“. — Við lítum á þetta sem
brot á grundvaillarmanmrétt-
indum (huna'a?), sem geðsjúk
ir hundahatarar borgarstjórn
arinnar bera ábyrgð á.
Foulds sagði að samtök
hans myndu hafa samband við
önnur dýravinafélög og dreifa
mótmælabréfum, til að fá dýra
vini tii að hætta að kaupa ís-
lenzkar vörur eins og fisk og
niðursuðuvörur.
— Við ætlum líka að halda
mótmælafund við islenzka
ændiráðið á laugardaginn, til
að sýna viðbjóð okkar á
svona framferði.
Peking, 30. september. NTB.
TUNG PI-WU, varaforseti og Li
Hsdin-nien, varaforsætisráð-
herra, voru æðstu inenni.rnir sem
tóku á móti gestum í móttöku
utanríkisráðiineytisins í dag, en
bæði Mao formaðnr og Chou En-
lai, forsætisráðherra voru fjar-
verandi. Móttakan var haldin í
stað veizlu ntanríkisráðnneytis-
ins sem haldin hefnr verið 30.
september (daginn fyrir þjóðhá-
tiðardag Kína) á hverju ári síð-
an 1949.
Það hefur verið venjan að
Chou En-lai héldi aðalræðuna í
þessum veizium, og menn velta
því nú mjög fyrir sér hvað um
hann hafi orðið, fyrst hann lét
ekki einu sinni sjá sig við mót-
tökuna. Ástandið i Kina virðist
verða duiarfylira með hverjum
deginum sem llður. Það er greini
lega miki'l spenna í iandinu, og
það viirðist nokkuð Ijóst að hún
á sér innri ræíur en er etkki
vegna utanríkismála, en það er
iíka allt sem hægt er að gera
sér einhverja grein fynir.
Þrátt fyrir ítrekuð loforð um
Skýringar á ýmsum hlutum, haía
yfirvöld ekkert látið frá sér
heyra, nema hvað utanríkisráðu-
neytið hefur gefið öljós svör um
„breytingar“ sem ekki eru skýrð
ar nánar.
*
Island gegn
Formósu
— segir N.Y. Times ■*
BANDARÍSKA stórblaðið í ræðum utanríkisráðhcrra
New York Times skýrir frá Kanada og íslands, að löndin
því í forsíðufrétt í dag að muni greiða atkvæði með því
Kanada og fsland hafi lýst því að Kína fái aðild að SÞ., á
yfir á Allsherjarþingi Sam- kostnað Formósu. f fréttinni
einuðu þjóðanna, að þau muni
ekki fylgja þeirri tillögu
Bandaríkjanna að tvö Kína-
veldi eigi sæti hjá SÞ. Blaðið
segir að það hafi komið fram
segir ennfremur að ný vinstri
sfjórn hafi tekið við völdum á
íslandi, og þessi ákvörðun sé
afleiðing þess.
veggur krárinnar hrundi niður
og þakið hreinlega fauk af.
Þegar eftir sprenginguna voru
hermenn sendir á vettvang, bæði
sprengjusérfræðingar til að rann
saka verksumjnerkin, og «vo lið
til að hindra að til átaka kæmi.
Mikill óróleiki var í hverfinu um
tíma, og þangað þyrptist mikill
mannfjöldi.
Yfirvöld óttuðust, að gripið
yrði til einhvers konar hefndar-
Framhald á bls. 12.
Hindra
stríð af
misskiln-