Morgunblaðið - 01.10.1971, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. OKTÖBER 1971
11
j*.
Bæjarstjórnarkosningarnar á. ísafirði:
Sameining sveitarf élaganna er
f élagslegt f ramf araspor
Myndum samhenta og ábyrga meirihlutastjórn,
segir Guðmundur H. Ingólf sson, sem er í baráttu-
sætinu á lista Sjálfstæðismanna
Á SUNNUDAGINN kemur verð-
ur gengið til kosninga á Ísaíirði
og i Eyrarhreppi í tilefnl af því,
að þessi tvö sveitarfélög samein-
ast nú á nýjan leik eftir 105
ára aðskilnað. Fimm flokkar
bjóða fram til þessara kosninga,
en kjósa á 9 bæjarfulltrúa.
í baráttusæti á lista Sjálfstæð-
ismanna, fimmta sæti listans, er
Guðmundur H. Ingólfsson, odd-
viti Eyrarhrepps. Hann hefur átt
sæti í hreppsnefnd Eyrarhrepps
allt frá árinu 1962 og verið odd-
viti frá sveitarstjórnarkosningun
um vorið 1970.
Guðmundur er mjög atorku-
mikill og dugandi í öllum félags-
málum og hefur unnið mikið og
fómfúst starf í þágu síns byggð-
arlags. Hefur hann hlotið mikla
reynslu og þekkingu á sveitar-
stjómarmálum og hyggja Sjálf-
stæðismenn mjög gott til starfs
hans að bæjarmálum hins nýja
kaupstaðair.
4- Hver eru viðhorf þín sem
Eyrhreppings til sameiningar
sveitarfélaganna?
•— Ég tel að sameining sveitar-
félaganna sé mikið framfara-
spor svo framarlega sem því
márkmiði verður náð, að gera
þetta að sterkara og þróttmeira
sveitarfélagi. Hins vegar er rétt
að gera sér grein fyrir því, að
mörg og erfið vandamál gerta orð
ið á veginum, sérstaklega fyrstu
mánuðina á eftir sameiningu.
— Lausn þeirra vandamála
veltur fyrst og fremst á því,
hvemig til tekst um val bæjar-
fulltrúa; takist að mynda sam-
henta og ábyrga meirihluta-
stjóm, sem verði það ábyrg í
sínu starfi, að hún raunverulega
stjórni bæjarfélaginu, þá er
ástæða til að vona allt hið bezta,
en fari hins vegar svo, að til
meirihluta veljist menn úr svo
mörgum flokkum, sem bjóða
fram á móti Sjálfstæðisflokkn-
um, að þeir verði að fara að
semja sín á miHi með alls kyns
hrossakaupum hvemig stjóminmi
skuli hagað, þá er hætt við að
mínum dómi, að sameiningar-
hugsjónin falU fyrir borð.
— Hverjar verða helztu breyt-
ingamar fyrir ykkur Eyrhrepp-
inga við sameiningu?
— Meginbreytingin felst fyrst
og fremst í breyttum stjórnar-
háttum. Þau félagsréttindi, sem
hið sameinaða sveitarfélag býður
upp á, verða að sjálfsögðu jöfn
fyrir alla íbúana, en því er ekki
að leyna, að við Eyrhreppingar
höfum ekki getað veitt íbúum
okkar jafn víðtæk félagsleg rétt-
indi og ísafjarðarkaupstaður hef
ur getað veitt sínum.
— Nú þegar eru ákveðnar mjög
mikilvægar breytingar á skipan
fræðslumála, og það er okkar
meginmál fyrst í stað eftir sam-
eininguna. Þær eru aðaUega fólgn
ar í því, að framhaldsdeUd bama
skólans í Hnífsdal leggst niður og
bömunum verður ekið til fsa-
fjarðar til skólagöngu i gagn-
fræðaskólanum. Önnur er sú, að
tekizt hefur að afla viðurkenin-
ingar fræðsluyfirvalda á því, að
skólinn fái að halda sömlu tölu
kermara áfram og hann hafði á
meðan hann var barna- og ungl-
ingaskóli. Þetta skapar mjög
bætta aðstöðu til skólahalds á
bamafræðslustiginu frá þvi, sem
vérið hefur. Þetta eru mjög veiga
mildiar breytingar.
— Nú leggið þið Eyrhrepping-
ar sitthvað á borð með ykkur
líka.
— Það má segja það, en ég hefi
aldrei litið á sameininguna sem
fjármunalegt atriði, heldur sem
félagslegt framfaraspor og fyrst
og fremst horft á það, hvað við
ynnum félagslega, einkum sem
sterkari félagsheild til átaka.
— Verður ekki félagsheimilið
ykkar, sem nýlega er lokið við,
helzta samkomuhús hins nýja
kaupstaðar?
— Ég efast ekki um það, en
skapast verður eining um að nýta
húsið. Það er dýrt og mikið fyrir
tæki að byggja félagsheimili og
reka, og stefna þarf að því, að
rekstur hússin-s verði sem næst
samfeUdur. Það er nóg þörf fyr-
ir húsið og þar má koma upp
ýmissi félagsstarfsemi, sem
ekki hefur verið áður, og þar get
ur margvísleg starfsemi, sem áð
ur hefur verið á hrakhólum, feng
ið inni. Með þvi móti er engin
hætta á að rekstur þess geti ekki
borið sig.
— Þarna verður mjög góð að-
staða til leiklistarflutnings og
tónleikahalds, og sviðið og sviðs-
búnaður verður mjög fullkomið,
en lítils háttar átak er eftir í þvi
efni.
Þá víkur talinu að kosninga-
baráttunni, sem nú er að ljúka.
— Ég vil fyrst nefna, að Sjálf-
stæðismenn efndu til sérstaks
kjósendafundar í Hnífsdal. Við
Sjálfstæðismenn töldum okkur
eiga erindi við það fólk, sem var
að leggja niður sjálfstæða stjóm-
unarhætti og taka upp þá stjóm-
un, að vera aðeins þátttakendur
í sameiginlegri stjórn hins nýja
kaupstaðar. Þetta fólk hefur að
sjálfsögðu átt sín sérmál og sín
stefnumál á undanfömum árum,
og við töldum þörf á þvi, að
þessu fólki yrði gerð grein fyrir
þvi, með hvaða hætti yrði haldið
áfram að vinna að hagsmunamál-
um þess. Aðrir frambjóðendur
sáu nú ekki ástæðu' til að taka
þátt í þessum fundi. Þó komu
tveir frambjóðendur Framsókn-
armanna á fundinn og tóku þar
lítils háttar þátt í umræðum, sem
voru þó fyrst og fremst varnar-
ræður út af þvi að hafa ekki
vUjað standa að sameiginlegum
fundi allra frambjóðenda. Fund-
urinn í heild var mjög gagnleg-
ur, að ég held, fyrir aUa þá, sem
hann sóttu, og ég efast ekki um
að fundurinn hafi skapað meira
traust til framboðs Sjálfstæðis-
flokksins heldur en við hefðum
ekki haldið neinn fund.
— Á mánudagskvöldið var svo
sameiginlegur fundur frambjóð-
enda hér á ísafirði og fór sá fimd
ur mjög vel fram. Málflutningur
var misjafn, eins og gengur, en
ég tel þó, að þeir hafi farið verst
út úr þeim fundi, sem mest fluttu
þar gífuryrðin, og ég held, að ÖU-
um, sem voru á fundinum og
Guðniundur II. Iugólfsson.
hlustuðu á hann í útvarpi, sé
Ijóst hverjir það voru.
— Hverju spáir þú um úrsUt-
in?
— Ég hefi fulla trú á þvi, að
við fáum fimm menn kjöma, en
hins vegar eru margar blikur á
lofti, og Sjálfstæðismenn verða
að fylkja sér um sitt framboð ef
tryggja á hreinan meirihluta í
þessum kosningum.
— Við vonum að fólk geri sér
ljóst, að með þessu framboði er
verið að stofna til sterkrar meiri
hlutastjómar, sem viU glíma af
íullri ábyrgð og festu við lausn
þeirra vandamála, sem framund-
an eru.
—Að vísu er enginn öfunds-
verður af þvi að eiga að vinna
að þeim miklu vandamálum,
sem framundan eru og krefjast
mjög mikiUar vinnu. Er mikið
vafamál, að sú bæjarstjóm, sem
við tekur eftir 3. okt., geti hmnd-
ið í framkvæmd þeim málum,
sem leysa þarf á þvi stutta kjör-
tímabiU, sem framundan er, og
þá væri hægt að bera henni á
brýn, að hún hefði ekki staðið við
sín loforð.
— Allra fyrstu mánuðina
verða bæjarfuUtrúamir að glíma
við margvísleg vandamál vegna
sameiningarinnar, auk hinnar
daglegu stjómar á bæjarfélag-
inu.
— Við frambjóðendur Sjálf-
stæðisflokksins emm einhuga
um að taka að okkur að reyna
að leysa þau vandamál, sem fram
undan eru, en við leggjum höfuð
áherzlu á, að komið verði á fastri
fjármálastjóm og ráðdeild, þann-
ig að bæjarfélagið njóti trausts
út á við sem inn á við, og einnig
að sameiningin takist eins og til
er stofnað, og við munum aUir
gera okkar ýtrasta til þess að
svo verði, hljótum við traust bæj-
arbúa til að stjóma þessum mál-
um.
Sniðskáli Bergljótar Ólafsdóttur
Sniðkcnnsla.
Námskeiðin hefjast 4. október. — Innritun í síma 34730.
SNIÐSKÓLINN, Laugarnesvegi 62.
JUDO
Kynnist hinni þroskandi þjóðaríþrótta Japana þar sem áherzla
er lögð á mýkt, snerpu og tækni.
Þjálfari er Yamamoto japanskur Judoþjálfari.
Námskeið fyrir byrjendur og þá er lengra eru komnir í kvenna,
stúlkna, drengja og karlaflokkum hefjast frá og með 1. október.
Innritun stendur yfir að Ármúla 32 (14) milli kl. 7 og 9 eftir
hádegi. Nánari upplýsingar ! síma 83295.
JUDODEILD ARMANNS
Ármúla 32 (14), Reykjavík.
Bezi ;ii) auglýsa í MORGUMÐIIU
CO
C\J
*
Sunbeamf7Z
er komínn!
Margir litir. Getum afgreitt nú þegar.
Verðió er (óbreytt frá ’71 árgeróinni)
frá kr. 279.000.-
Al It á sa ma staó Laugavegi 118 - Sími -22240
EGILL VILHJÁLMSSON HE