Morgunblaðið - 01.10.1971, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.10.1971, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. ÓKTÖBER 1971 Otgafandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Rilstjórar Matthías Johannessen. Eyjóifur Konráó Jónsson. Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstrœti 6, sími 10-100 Augiýsingar Aðaistræti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjaid 195,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasöiu 12,00 kr. eintakið. HÓTANIR UM VIÐSKIPTABANN Fúns og skýrt var frá hér ^ í blaðinu í gær, hefur svonefnd fiskveiðiráðstefna Vestur-Evrópu samþykkt að beina því til ríkisstjórna flestra Vestur-Evrópuríkja, að þær beiti sér fyrir algjöru banni við vörukaupum frá ís- landi, ef íslendingar færa einhliða út fiskveiðitakmörk sín. Aðilar að þessum sam- tökum munu fyrst og fremst vera stórútgerðarmenn, eink- um togaraeigendur, og þeir telja sig sýnilega hafa efni á því að taka ærlega upp í sig. Þeir ætla sér hvorki meira né minna en að áorka því, að ísland verði einangrað við- skiptalega frá Evrópumörk- uðum. Sem betur fer marka ekki litlir hagsmunahópar stefnur ríkiss'tjórna, en engu að síð- ur er Ijóst, að þessi samtök ætla að berjast með öllum ráðum gegn hagsmunum okkar. Þessir menn eru aug- sýnilega svo skammsýnir, að þeir vilja fá rétt til þess að þurrausa öll fiskimið, meðan þeir sjálfir ráða yfir atvinnu- tækjunum og leiða ekki hug- ann að því, hvað við muni taka, þegar fiskistofnunum hefur verið gjörspillt. Við íslendingar höfum aldrei reiknað með öðru en að ákvörðun okkar um frið- un fiskimiðanna mundi mæta andstöðu skammsýnna sér- hagsmunahópa. Þess vegna þurfa þessar ályktanir fisk- veiðiráðstefnunnar ekki að koma okkur á óvart, þótt þær séu að vísu freklegri en reikna hefði mátt með. í sambandi við þetta mál er þess að gæta, að við ís- lendingar kaupum meira af flestum Vestur-Evrópulönd- um en við seljum þeim. Þess vegna hafa viðskipti þessara ríkja við okkur verið þeim hagkvæmari en okkur, og væntanlega verður hliðsjón höfð af því, ef peningalegt mat á að leggja á málin. En hitt er þó aðalatriðið, að rétt- lætissjónarmiðin eru mikils ráðandi í samskiptum þjóða og við þykjumst hafa rétt- lætið okkar megin. Þess hef- ur líka orðið vart að undan- förnu, að ýmsir erlendir menn hafa tekið upp hanzk- ann fyrir okkur og lýst skýrt og skilmerkilega þeim skoð- unum sínum, að þeir teldu ekki einungis réttmætt, að íslendingar vernduðu fiski- mið sín, heldur væri það beinlínis í þágu alls mann- kyns að girt yrði fyrir rán- yrkju. Mikilsvert er einnig, að mesta stó-rveldi heims, Banda ríkin, hafa ætíð sýnt okkur íslendingum mikla vinsemd. Og þar mæta sjónarmið okk- ar skilningi. Gjarnan má vekja athygli á óðagoti því, sem varð í Evrópu, er Banda- ríkjamenn einu sinni hugs- uðu um sjálfa sig og gerðu ráðstafanir til þess að rétta við hallann á utanríkisvið- skiptum sínum. Þá fannst stórveldunum í Evrópu þau vera misrétti beitt, þótt óhemju fjárfúlgur hafi streymt frá Bandaríkjunum til Evrópu allt frá styrjaldar- lokum, ýmist sem gjafir eða lán. Þá var sagt, að Banda- ríkin hefðu ekki einungis brotið af sér siðferðilega, heldur líka brotið reglur GATT um tolla. Engum datt þó til hugar, að unnt væri að neyða þá til þess að hætta við að bjarga sínum eigin hagsmun- um. Kannski verður það reynt við okkur íslendinga, þar sem við erum nógu smáir. En við erum ekki bara smáir, við erum líka þráir. Við ætlum okkur að varð- veita íslenzk fiskimið, og það munum við gera og njóta til þess vaxandi stuðnings, ekki sízt af hálfu stórveldisins í Vesturálfu, jafnvel þótt það telji hagsmunum sínum að einhverju leyti hætt, ef við komum áformum okkar fram. Álsamningarnir Fj1 rfiðleikarnir, sem við er að etja í álframleiðslu, hafa komið þungt niður á mörgum álverum víða um heim, og hafa mörg þeirra dregið saman framleiðslu sína. Þess vegna er eðlilegt, að menn spyrji, hvort sölu- tregðan á áli muni valda því, að úr framleiðslu dragi í álverinu við Straumsvík. Stjómarformaður ísals, Hall- dór H. Jónsson hefur lýst því yfir, að ekkert lát muni verða á framleiðslu í álver- inu. Og þá er von, að menn velti því fyrir sér, hvers vegna Alusuisse dregur úr framleiðslu í verksmiðjum sínum annars staðar, en held- ur áfram fullri framleiðslu hér á landi. Svarið við því er raunar einfalt. Þegar álsamningarnir voru gerðir, var af íslands hálfu krafizt, að raforka yrði greidd, hvort sem hún yrði notuð eða ekki, og nutum við í þeirri samningagerð stuðn- ings Alþjóðabankans. Orku- Flogið yfir Mount Blanc. BLAÐAMANNI Morgunblaðs- ins var fyrir skömmu boðið í ferðalag; með vöruflutning'a- flugvél frá flugfélaginu Fragt- flug hf. Var upphaflega ráð- gert, að ferðin tæki þrjá daga, en sú varð reyndin að alls tók ferðin átta daga. Fyrst var flog- ið með hesta til Noregs og Belgíu, og var fróðlegt að fylgj ast með ferðalagi hestanna yfir hafið. Reyndust þeir hinir prúð ustu farþegar, og kunnu orðið vel við sig í farkostinum á leiðarenda — svo vel að suma þurfti að beita brögðum til að fá þá til að yfirgefa þetta fyr- irmyndar hesthús sem flugvél- in var orðin. Fá voru flutt egg frá ítalíu til Alsír og tjörupappi til ein- angrunar olíuleiðslum var flutt ur frá Ítalíu til Benghazi i Líb- ýu. I Líbýu ræddi blaðamaður nokkra stund við einn innfædd- an sem veitti staðgóðar upplýs- ingar um landið og stjórnar- hætti þar. Loks var flogið með 100 Araba frá París til Mar- okkó þar sem tekið var á móti okkur af lögreglu og herliði, og þess vandlega gætt að við liéld- um okkur við flugvélina og var okkur bannað að fara inn í flug stöðvarbygginguna nema tíl þess eins að ganga frá pappír- tinum. Til íslands voru svo flutt raf- magnstæki, og þegar hingað kom höfðum við lagt að baki um 16 þúsund kílómetra, eða sem svarar nærri hálfri leiðinnl í kringum hnöttinn. FLUGFÉL. Fragtflug h.f. var stofnað árið 1968 hér á landi og eru eigendur þess nokkrir Is- lendingar. Forstjóri er einn aðaleigandinn, Loftur Jóhannes son, en stjórnarformaður Árni Guðjönsson, hæstaréttarlögmað ur. Fyrirtækið tók upphaflega á leigu tvær flugvélar af gerð- inni Dc 6b, og eftir að hafa starfað í eitt ár bættist sú þriðja sömu tegundar í flot- ann. Ári eftir að flugfélagið var stofnað, hófust flutningar mat- væla og lyfja inn í þáverandi Biafra, og tók Rauði krossinn á leigu allar vélar Fragtflugs. Var þetta mikill uppgangstími fyrir félagið, þótt skammt hafi hann varað. Eftir að flutningar til Biafra hættu, sneru Fragtflugsmenn sér að flutningum milli íslands og Evrópu, og lögðu þá einkum áherzlu á að flytja út nýjan fisk, og leituðu jafnframt mark aða fyrir hann erlendis. Fluttu þeir um tíma nokkurt magn af nýjum fiski út til Bretlands og Belgíu og heim fluttu þeir ýmsar vörur, einkum rafmagns vörur. Eftir að breytingar voru gerðar á toilalögum hér í febrú- ar sl. lögðust þessir flutningar niður, og félagið tók það ráð, að flytja starfsemi sína yfir á meginlandið. Komst félagið að Áhöfnin talið frá v.: Örn Ingibergsson, Hallgrímur Jónsson og Ragnar Kvaran. Ljósm. Mbl. GBG. kostnaðinn verður ÍSAL því að borga hér, hvort sem ál er framleitt eða ekki. Þess vegna er það hagur Alusu- isse að draga úr framleiðsl- unni annars staðar, en halda henni áfram hér. í annan stað var þannig frá gengið, að skattgjald skyldi greiðast af hverju framleiddu tonni af áli, en hins vegar ekki almennir tekjuskattar eftir venjulegum skattalög- um. Fljótt á litið kynni að virðast sem þess vegna væri heppilegra fyrir Alusuisse að halda áfram áiframleiðslu annars staðar, en draga úr henni hér. En svo er alls ekki, heldur þvert á móti. Með því að minnka fram- leiðsluna. í verksmiðjum í öðrum löndum getur fyrir- tækið e.t.v. alveg sloppið við skattgreiðslur, því að fyrir- tækin sýna þar engan hagn- að heldur tap, þar sem fram- leiðslugetan er ekki að fullu nýtt. Þannig mun vera heppi- legra að greiða hið ákveðna framleiðslugjald hér og sleppa í staðinn með öllu við tekjuskatta í öðrum löndum, þar sem dregið hefur verið úr framleiðslunni. Þessi dæmi sýna, hve hyggilega var af íslands hálfu haldið á málum, er samningarnir um álverið voru gerðir. Miklir erfiðleik- ar álframleiðslunnar í heim- inum, sem valda stórtjóni, t.d. í Noregi, snerta okkur fs- lendinga naumast, vegna þess að svo tryggilega var um samningana búið, að við njót- um hagnaðarins af álverinu, þrátt fyrir áföll, sem verða kunna. Ætti að mega ætla að þessar staðreyndir nægðu til þess að látið yrði af árásum á þá menn og stjórnvöld, sem að samningunum stóðu af ís- lands hálfu. En erfiðleikarnir í álfram- leiðslunni vekja líka til um- hugsunar um það, hvernig farið hefði, ef við Íslending- ar hefðum einir ætlað að byggja fyrsta verulega stór- iðjuverið á landinu og ráðizt á eigin spýtur í framkvæmd- irnar við Straumsvík. Þá hefðum við nú átt í gífurleg- um erfiðleikum. Fyrirtækið hefði verið rekið með stór- tapi, og líklega hefði orðið að stöðva reksturinn. Þegar á allt er litið, er því óhætt að fullyrða, að heppn- in hafi elt okkur, er við völd- um þá leið, sem raun varð á. Og vissulega er ekkert að óttast í samskiptum við út- lendinga á fjármálasviðinu, ef aldrei tekst verr til en við gerð álsamninganna 1966.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.