Morgunblaðið - 01.10.1971, Síða 17

Morgunblaðið - 01.10.1971, Síða 17
MORGUNBLA.ÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1971 • 17 jpu og Afríku Me5 Fragtflugi hf. um 8 lönd á 8 dögum g'óðnm samningum við belgíska flugfélagið Pommair, og hefur nú aðsetur sitt i Oostende. I*að an gerir það út í alls konar leiguflug, bæði með farþega og vörur og auk þess leigir það Pommair áhafnir og stundum véiar. Alls vinna nú hjá Fragtflugi 11 manns, en félagið hefur skrifstofur i Réykjavík, Lond- on og Oostende. Eins og áður segir buðu Fragt flugsmenn blaðamanni Morg- unblaðsins að fylgjast með þeim félögum i nokkra daga. Var ráðgert að fljúga með hesta til Noregs og Belgíu, en Fragt- flug hefur annazt hrossaflutn- inga á vegum SÍS og fleiri að- ila um nokkurt skeið. Áhöfn vélarinnar skipuðu þeir Hallgrimur Jónsson, flug- stjóri, sem einnig er fram- kvæmdastjóri flugreksturs fé- lagsins, Karl Bragi, aðstoðar- flugmaður og Lárus Gunnars- son, vélamaður. Klukkan rúmlega niu á sunnudagskvöld var haldið af stað til Akureyrar, og eftir u.þ.b. 45 minútna flug var lent á flugvellinum þar. Veður var hið fegursta, og nutu hinir væntanlegu „farþegar" þess i grasigróinni hlíðinni fyrir ofan flugvöllinn. Helzt virtist sem hestarnir fyndu á sér, að eitt- hvað mikið stæði til, þeir voru á sifelldum hlaupum um girð- inguna með ærsl og læti, en ef til vill var þetta bara ánægja yfir tilverunni og góða veðrinu. Eftir skamma stund hafði þeim verið smalað saman nið- ur við flugvöllinn, og byrjað var að lyfta þeim, einum og einum í senn, upp í farkostinn, sem ber einkennisstafina TF- OAA. Voru þeir misfúsir að hlíta þessari meðferð, enda alls óvanir slíkum hesthúsum. Siðasti hesturinn sem settur var um borð, var grárykóttur „graðhestur", sem var þess mijög ófús að koma inn í flug- vélina, þótt þar væru fyrir fjöl- margir hestar af veikara kyn- inu. Höfðu sumir orð á að þetta væri hálf einkennileg hegðun, og við nánari eftirgrennslan kom í ljós, að ekki var allt milli fóta honum sem skyldi. Var þá ekki annað vænna en að setja hann i land hið skjót- asta, og urðu hrossaræktar- sinnar innan áhafnarinnar þvi glaðir. Um miðnætti var komið aft- ur til Reykjavíkur, þar sem hópur sunnlenzkra hesta beið farkostsins. Var hafizt handa um að koma þeim um borð, og gekk það mun fljótar fyrir sig en á Akureyri, enda hestarnir látnir ganga á þar til gerðri göngubrú. Klukkan rúmlega þrjú um nóttina var lokið við að ferma vélina. Var þá orðið noklcuð þröngt á þingi, 44 hest- ar, og loftið inn í vélinni mett- að raka. Eftir að hreyflarnir höfðu verið ræstir, fór loftið smám saman batnandi, og innan tíð- ar hóf vélin sig á loft og tók stefnu í austurátt. Á meðan á flugtakinu stóð voru margir „farþeganna" heldur ókyrrir og risu sumir hverjir upp á aftur- fæturna, en brátt virtust þeir aðlaga sig fluginu, og tóku til við að moða í sig heyinu, sem komið hafði verið fyrir í básun- um. Ein eldspýta yfir Miðjarðarhaf- ið er ekki matmikíl, en af svip flugstjórans má dæma að hún er betra en ekki neitt. Kómverska þinghúsið x Trieste. Að fjórum tímum liðnum vorum við yfir Noregi og Þrændalög birtust okkur böðuð sóls'kind. Á fruigvellin'uim við Þrándheim var heilmikil mót- tökunefnd samankomin, bæði börn og fullorðnir. Voru þar komnir hinir nýju eigendur hestanna, sem biðu þess spennt ir að fá að sjá þá í fyrsta sinn. Alls voru hestamir 29 sem keyptir höfðu verið til Þránd- heims og tók rúma tvo tima að koma þeim í land. Ekki voru þeir þó allir jafn viljugir að yfirgefa flugvélina, enda hún nú farin að líkjast fyrirmynd- ar hesthúsi með tilheyrandi fnyk og for. Eftir að áhöfnin hafði feng- ið sér matarbita í flugstöðvar- byggingunni, var haldið í loftið og stefna tekin á Stavangur. Þegar þangað kom var rign- ing og lét þá Lárus vélamaður sér nokkur ófögur orð um munn fara um staðinn. Hann sagðist aldrei hafa séð Stavang- ursbúa nema í regnklæðum og hefði hann þó oft komið þang- að. Það tók skamma stund að koma þeim 10 hestum í land, sem þangað höfðu verið keypt- ir, þvi heimamenn voru mjög hjálpsamir við að koma hross- unum frá borði og voru um tima fleiri Norðmenn inni í flugvélinni en hestar. Eftir voru nú 5 hestar og var áfangastaður þeirra Oostende í Belgiu. Þegar við lentum á flugvell- inum þar, var nokkuð farið að skyggja. Síðustu hestarnir fimm voru orðnir þurfandi vatns og næringar, en ekki blés byrlega fyrir þeim, þar eð innflytjandinn hafði gleymt að afla innflutningsleyfis fyrir þá. Rættist þó úr fyrir snör hand- tök áhafnarinnar og vinarhugar tollarans og innan tíðar voru hestarnir orðnir belgískir ríkis- borgarar. Að loknum erilsömum vinnu- degi var áhöfnin hvildinni fegin, en fyrir höndum næsta dag var flug til Italíu og Alsír. Árla næsta dags var hafizt handa um að undirbúa og skipu leggja flugið til Alsír. Afla þurfti ýmissa gagna, svo sem upplýsinga um verð á eldsneyti á áfangastað og landabréfs af norðurströnd Afríku. Beiðni barst um þær mundir um að flytja farm frá Trieste á Italíu til Benghazi í Líbýu. Var ákveðið að sameina þá flutninga ferðinni til Alsír. Þær breytingar voru gerðar á skip- un áhafnarinnar, að í stað Karls Braga kom Ragnar Kvar- an, yngri, og Örn Ingibergs- son tók við sæti Lárusar sem vélamaður. — Þegar allt var reiðubúið, voru hreyflar TF-OAA ræstir og brátt varð Oostende sem lít- ill blettur á landakorti. Haldið var í suðurátt og öðru hvoru grillti í móður jörð, ennfremur virtust mannanna verk smá úr 12000 feta hæð. Eftir u.þ.b. eins og hálfs tíma flug, sáust topparnir á Alpa- fjöllunum teygja sig upp úr skýjabakkanum í sinni stór- fenglegu náttúrufegurð, og drungalega ægimagni. Við lentum á flugvell- inum í Forli á Italíu Framhald á bls. 18 Lárus Gunnarsson og Rauður í lyftunni. Mirimare kastali. Jarpur fékk hlýjar móttökur í Þrándheimi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.