Morgunblaðið - 01.10.1971, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1971
Minning:
Kjartan Ólafsson
fyrrum varðstjóri
í dag verður til grafar borinn
frá Fríkirkjunni í Reykjavík,
Kjartan Ólafsson fyrrverandi
varðstjóri í Slökkviliði Reykja-
víkur.
t
Dóttir min,
Sveinsína Þ. Jakobsdóttir,
Austurbrún 6,
andaðist að Vífilsstöðum 30.
september.
Guðbjörg Kristjánsdóttir.
Kjartan var fæddur að Húsa-
feili í Borgarfirði þann 6. marz
árið 1895 og var því á 77 ári er
hann lézt á sjúkrahúsi hér í
borg aðfaranótt hins 22. sept.
eftir nokkurra mánaða sjúkra-
húslegu, að öðru leyti hafði Kjart
an verið heilsugóður alla sína
ævi.
Kjartan ólst upp að Torfustöð
um á Akranesi hjá föður sínuan
Ólafi Hannessyni og fóstru sinni
Guðrúnu Stefánsdóttur, sem
gekk Kjartani í móður stað. Til
Reykjavíkur fluttist Kjartan ár
ið 1913 og átti þar heima til ævi-
loka.
19. mai árið 1917 giftist Kjart-
an eftirlifandi konu sinni frú
Ingibjörgu Jónsdóttur, árið 1925
byggðu þau sér hús að Baldurs-
götu 22 og áttu þar heima æ síð-
t
Eiginmaður minn og faðir
okkar,
Kristján F. Jónsson,
kaupmaður, Kvisthaga lð,
lézt á Heilsuverndarstöðinni
29. september.
Vilborg Jónsdóttir,
Gunnlaugtir Kristjánsson,
Friðbjöm Kristjánsson,
Sigvaldi Kristjánsson.
t
Tengdafaðir minn,
Sigurður Sófús Karlsson,
pipulagningameistari,
lézt að heimili sinu aðfara-
nótt 30. september.
Anna Sigurðardóttir.
an. Ég átti þvi láni að fagna að
koma í nokkur skipti að Bald-
ursgötu 22, þangað var gott að
koma. Kjartan var kátur og
hress maður, hann spilaði bæði
á orgel og pianó og var hrókur
alls fagnaðar á gleðinnar stund
og frú Ingibjörg gestrisin og al-
úðarfull fyrirmyndar húsmóðir.
Eftir að Kjartan fluttist til
Reykjavikur vann hann ýmis
störf, sem að höndum bar fyrstu
árin, en þann 17. marz árið 1921
réðst hann sem brunavörður á
Slökkvistöðina í Reykjavik, og
þar vann hann þar tii hann lét
af störfum sökum aidurs þann 31.
desember árið 1964. í>au urðu
því æði mörg árin sem Kjartan
þjónaði Reykjavikurborg af full
um trúnaði og dugnaði eða nær
44.
Ég, sem þessar linur skrifa,
hóf starf á Slökkvistððinni árið
1943, en þá var gerð nokkur
breyting á starfsemi slökkviliðs
ins, þá tók Kjartan Ólafsson við
varðstjóm, en ég var á vakt
Kjartans frá upphafi og þar til
hann lét af störfum þann 31.
desember 1964 eins og fyrr segir.
Ég vann því undir stjórn Kjart-
ans í nær 22 ár. Kjartan var
kröfuharður varðstjóri, sem
krafðist þess að a'llir legðu sig
fram til hins ýtrasta, en hann
gerði einnig sömu kröfur til
sjálfs sín, og hann gleymdi ekki
að þákka fyrir vel unnin og vel
heppnuð störf.
Kjartan var trúmaður, hann
trúði því að Guð stæði með sér
í starfi, og það reyndist oft eins
og æðri máttaröfl réðu gerðum
hans, svo heppinn var hann oft
í ákvörðunum sinum, og væri
hægt að nefna mörg dæmi þar
um.
Kjartan var gott ljóðskáld og
hafa kvæði hans birzt víða.
Hann gaf út nokkrar ljóðabæk-
ur og átti auk þess töluvert af
kvæðum í handriti. Kvæði Kjart
ans voru öll um hið góða i mann
inum og náttúrunni. Hann orkti
um vorið, um fugia himinsins,
um ástina og lífið. Kjartan var
mikill dýravinur og þó sérsitak-
lega fuglavinur. Hann fylgdist
mikið með fuglalifinu á Tjörn-
inni, hlúði að andarungunum, og
vissi nákvæmlega hvenær krian
kom á vorin.
Kjartan skipti sér töluvert af
félagsmálum, hann var um tíma
formaður Brunavarðafélags
Reykjavikur og síðar heiðursfé-
iagi þess félags. Þá var hann og
formaður Bræðrafélags Frikirkju
safnaðarins, hann var í mörg ár
sðngféfcvgi í Kariakómum Fóst-
bræðrum.
Kjartan eiignaðist fjögur mann
vænleg böm, en þau eru: Jón,
sjómaður, Ólafur varðstjóri á
Slökkvistöðinni, Aðalsteinn, við
skiptafræðingur og Valdís, gift
Amfinni Bertelssyni verkfræð-
ingi búsett í Kaupmannahöfn.
Nú þegar leiðir skilja kveð ég
Kjartan Ólafsson með þökk og
virðingu, hann var stórbrotinn
persónuleiki, sem ekki mátti
vamm sitt vita, og ég þakka hon
um langa og ánægjulega sam-
fylgd. Eiginkonu hans, börnum
og öðrum ættingjum votta ég sam
úð mína.
Finnur Bichter.
Kveðja gamaila Fóstbrasðra.
Við andlát Kjartans Ólafsson-
ar skálds og fyrrverandi bruna-
varðar, er enn höggvið skarð 1
raðir okkar gamalla fóstbræðra.
>að er að vísu svo, að engan
þarf að undra, þótt fækki í röð-
um eldri manna.
Alltaf verður þó söknuður, er
góður vinur og félagi, hverfur
oss sjónum, y»fir landamæri lífs
og dauða. „Gamlir Fóstbræður"
sakna þin að vonum. Þú varst
ætið Ijúfur og góður félagi og
söngbróðir, glaður og skemmt-
inn, bæði í bundnu og óbundnu
máli.
Svo kveðjum við þig kæri vin
ur, og biðjum Guð að blessa þig
á þínu nýja tilverusviði, þar sem
þú munt hitta hina horfnu fyrri
félaga okkar, og syngja í þeirra
kór.
Eftirtifandi konu og fjölskyldu
Kjartans Ólafssonar senda
„Gamlir Fóstbræður" sínar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Magnús Pálmason.
t
Eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
Benedikta Benediktsdóttir,
Álftröð 1,
verður jarðsungin frá Foss-
vogskirkju laugardaginn 2.
okt. kl. 10,30 f. h.
Ellert Halldórsson,
börn, tengdasonur og
bamabörn.
t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og tengdasonur
HALLDÓR M. KRISTINSSON,
símamaður, Borgarholtsbraut 24,
verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni laugardaginn 2. október
kl. 10,30 f.h.
Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeir sem vildu minnast hins
látna er bent á Krabbameinsfélagið.
Svana Sigurðardóttir, Kristin Halldórsdóttir,
Þórir Halldórsson, Guðfinnur Halldórsson,
Einar Halidórsson, Oagbjört Jónsdóttir,
Sigurður Stefánsson, Guðfinna Sveinsdóttir.
t
Hugheilar þakkir fyrir auð-
sýnda samúð og hluttekningu
við andlát og jarðarför föð-
ur okkar,
Tómasar Tómassonar,
Uppsölum, Ilvolshreppi.
Synir hins látna.
t Maðurinn minn t Þökkum innilega samúð og vináttu við andlát og útför
ODDFREYR ÁSBERG NELSSON. móður okkar og tengdamóður
bóndi, Litia-Landi, Öffusi, GUÐLAUGAR MAGNÚSDÓTTUR
lézt að heimili sínu aðfararnótt 29. september. Jóhanna Haraldsdóttir, Bjarni Bjarnason,
Halldóra Halldórsson. Anna Hjartardóttir, Magnús Bjarnason, Krístín Haraldsdóttir, Jón Bjarnason.
t Konan mín t Alúðarfyllstu þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur vináttu
SIGRÚN ROSENBERG og samúð við fráfall bróður okkar og mágs, ÞÓRÐAR GiSLA GUÐJÓNSSONAR,
andaðist miðvikudagskvöldið 29. september. Fyrir hönd barna, tengdabarna og bamabarna. Reykjavík. Elísabet Guðjónsdóttir, Óskar Guðjónsson, Þóra Eyjólfsdóttir,
A. Rosenberg. Sigurlína Guðjónsdóttir, Magnea Oddfriðsdóttir, Einar Guðjónsson, Lárus Pálsson.
t
Hjartkær eiginmaður minn og fósturfaðir,
OLE JAKOB MAGNÚSSEN,
Jaðri, Grindavík,
verður jarðsunginn frá Grindavikurkirkju, Laugardaginn 2. októ
ber kl. 2 e.h.
Elín Jónsdóttir,
Stígur Lúövík Dagbjartsson.
t
Hjartans þakkir til allra, er sýnt hafa okkur samúð og vinar-
hug við fráfall eiginmanns míns og föður okkar,
AGÚSTS LÚÐViKSSONAR
frá Djúpavogi.
Stefanía Ólafsdóttir,
Auður Ágústsdóttir,
Sigrún Agústsdóttir,
Ólafur Ágústsson,
Lúðvík Ágústsson,
Hafsteinn Ágústsson.
KVEÐJA FBÁ
BBÆÐBAFÉLAGINU
1 DAG, 1. október, er liðið 21
ár frá því að Kjartan Ölafsson,
brunavörður, og nokkrir aðrir
karimenn úr Fríkirkjusöfnuðin-
um, komu saman og stofnuðu
Fóstbræðrafélag Fríkirkjusafn-
aðarins. Voru það menn, sem
létu sér annt um hag kirkjunn-
ar við Tjömina. Kjartan var
kosinn fyrsti formaður félagsins
og gegndi hann þvi starfi í átta
ár, en þá baðst hann undan end-
Framliald á bls. 23.
t
Við þökkum af alhug alla
þá samúð og vinsemd sem
okkur var sýnd við andlát og
útför elsku litlu dóttur okk-
ar og systur,
Þorbjargar.
Hibnar Gitðbjörnsson,
H,jördís Guðmundsdóttir
og dætur,
RauðaJaek 33.
t
Þökkum hjartanlega öllum
fjær og nær fyrir auðsýnda
samúð við andlát og jarðar-
för okkar elskulegu móður,
tengdamóður, ömmu og lang-
ömmu,
Rannveigar
Sigurðardóttur,
Norðurgötu 38, Akureyri.
Sérstakar þakkir til lækna
og hjúkrunarliðs á Kristnesi
fyrir frábæra hjúkrun og
umhyggju.
Biðjum góðan Guð að blessa
ykkur og launa.
Ingibjörg Jónsdóttir,
Óskar Jónsson,
Ester Jónsdóttir,
Jakobína Jónsdóttir,
Níels Hansen, *
Pálína Jónsdóttir,
Ari Þórðarson,
Sigríður Jónsdóttir,
Guðniiindur
Magnússon,
Hermína Jónsdóttir,
Níels Erlingsson,
barnabörn og barna-
barnaböm.