Morgunblaðið - 01.10.1971, Síða 25

Morgunblaðið - 01.10.1971, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1971 25 fclk í fréttum M' 4Hi ra SL, 1 „SLAPPAÐU AF“ Willy Brandt, kansiari Vest ur-Þýzkalands, er á þessari mynd farinn að ná sér eftir áfaliið, sem hann varð fyrir, þegar hægrisinnaður öfgamað- ur sló hann i Miinchen á dög- unum. Var kanslarinn í heim- sókn hjá skipulagsnefnd Ólym- piuleikanna 1972, þegar hann fékk höggið. Árásarmaðurinn náðist, en kanslarinn hefur augljóslega talið góðan Bay- ern-bjór bezta lækningalyfið. KEFUAVÍK OG BIBI.ÍAN Yfirmenn á Lundúnaflugvelli skýrðu frá því, að þeir hefðu beðið um Ribliuna til sin einn daginn, þegar flugvél frá brezka flughernum á leið frá Gander á Nýfundnalandi var sagt að breyta um stefnu ög fara til Keflavikurflugvallar til þess að ná í einhver tæki þar. Vél þessi var af gerðinni VC-10. Flugmaðurinn svaraði þessari skipun um stefnubreytingu með setningunni: „Fimmta Mósebók, kafli 27, 18. vers.“ Flettu yfirmennirnir á flugvell- inum í London þá upp i Bibli- unni og versið, sem flugmað- urinn benti á, hljóðaði svo: „Bölvaður er sá, sem leiðir blindan mann af réttri leið! Og allur lýðurinn skal segja: Arnen." urs var ákveðið að skira fjög- urra mánaða gamlan ljónsunga Olof. Palme þótti Olof allþung- ur og átti i nokkrum erfiðleik- um með að halda á glefsandi ljónsunganum. HEIMSMET í EGGJAKASTI Tveir lögregluþjónar í New South Wales í Ástralíu segjast hafa sett heimsmet í að kasta og grípa (óbrotið) hrátt egg. Lengsta kast þeirra var 62,14 metrar, en gamla metið var 48,8 metrar. Þessir verðir lág- anna heita Paul Lassau og John Clarke og má óhikað halda því fram, að vandfundn- ir séu annars staðar á jörðinni svo mjúkhentir laganna verðir. PALME OG OLOF Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, hefur verið á ferða- lagi í Afríku og m. a. heim- sótti hann Zambíu. Þar fór hann að skoða Livingstone- dýragarðinn og honum til heið- LÆRA AÐ VERA ÞINGMENN Að loknum þingkosningun- um í Danmörku á dögunum var það ljóst, að margir nýir menn og konur tækju sæti á þingi. Og þá var í framhaldi af þvi komið upp á ný vanda- mál, sem yfirleitt allir nýir þingmenn hafa átt við að glíma: Þeir hafa ekki getað notið sin sem skyldi í þjóð- þinginu, vegna þess að þeir þekktu ekki nægilega vel starfs hætti þingsins og eldri þing- manna, bæði ljósa og leynda. Nú hefur Sósíalíski þjóðarflokk urinn tekið upp þá nýbreytni að setja alla nýju þingmenn- ina sína á skólabekk, til að leysa áðurnefnt vandamál. Og aðaikennari þeirra er Poul Dam, hugmyndafræðingur flokksins. Hann hefur þegar farið með hópinn í skoðunar- ferð um þinghúsið og síðan ætlar hann að taka fyrir starfs- hætti þingsins, en leggur áherzlu á, að það eigi ekki að reyna að hafa nein áhrif á skoðanir nýju þingmannanna. 72 ÁRA NÝSTÚDENT Frú Signy Oddland Wang frá Rergen er 72 ára gömul og ný- lega lauk hún stúdentsprófi í gegnum bréfaskóla — úr mála deild með höfuðáherzlu á ensku. Það er rektor skólans, sem hér færir henni blóm í til efni dagsins. Frú Signy er þeg ar komin til náms í Oslóarhá- skóla, og þar kemur henni vafa laust að gagni gjöf sú, sem hún fékk frá bréfaskólanum í tilefni útskrifunarinnar — bréfa námskeið fyrir undirbúnings- próf í heimspeki. VIÐEIGANDI REFSING Dómari í Los Angeies dæmdi nýlega vasaþjóf til að ganga með belgvettlinga á hönd unurn í hvert sinn, sem hann væri á almannafæri næstu tvö árin! * PILTIKINN FÉKK MÆIÐRASTYRK Stephen Mitchell er sextán ára gamall piltur, og hann hafði aðeins verið í vinnu í nokkra daga, þegar hann veikt- ist og tilkynnti tryggingastofn- uninni það. Tveim dögum •seinna fékk hann ávísun að upp 2Vi sterlingspund í pósti og henni fylgdi langur listi yfit’ alla þá styrki, sem barnshaf- andi konur gætu fengið. Þótti Stephen þetta lítt fvndið og hefur tryggingastofnunin lofað að kanna málið. IIÆTTA Á NÆSTA LEITI - Eftir John Saunders og Alden McWilliams RELAX.MR.TROY/ YOU'RE NOT ^EING HIJACKEO/... I HAVETO RUN A OUICK PERSONALERRAHO* Hvað meintirðu ungfrii Tully með að Rand.v vrði undrandi Iiegar Iuin hitti Dan? Þú sérð það Jiegar við komtim á búgarðinn hans herra Troy. Og gerðu svo vel að kalla mig ekki UNGFRC Tully. (2. mynd). Frænka þín springur i loft upp ef hún heyrir þig kalla mig eitthvað annað en „stel|ia“ eða „hey, þú þarna.“ (3. mynd). Heyrðu, þetta er ekki leiðin út á búgarðinn. Vertu rólegur, herra Troy, það er ekki verið að ræna þ«'*r, ég þarf að sinna persónulegu er- indi, það tekur ekki langan tíma.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.