Morgunblaðið - 17.10.1971, Blaðsíða 13
MOKGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. OKTÓBER 1571
13
Þrifnaður og snyrtimennska
einkenna
umhverfi
f iskvinnslu-
stöðvar
Útgerðarfélags
Akvir-
eyringa hf.
Akureyri, 12. október. —
ÞAÐ hefir vakið verðskuld-
aða athygli vegfarenda, hverja
alúð forráðamenn Útgerðarfé
lágs Akureyringa h.f. hafa
lagt við snyrtingu og fegrun
kringum hraðfrystihús félags
ins og á athafnasvæði þess yf
irleitt. Öll hús eru máluð í
björtum og glöðum litum,
stórir grasfletir eru nýsánir
vestan og suðvestan við þau
og steyptar stéttar og malbik
aðir gangstígar liggja um at-
hafnasvæðið. Á miðri grasflöt
er komið fyrir akkeri til
skrauts, bilastæðum er haldið
í hæfilegri fjarlægð og í skjól
sælum krika og sólríkum við
suðvesturhom hraðfrystihúss-
ins eru bekkir handa starfs-
fólkinu að sitja á i kaffitím-
um. Allt ber vitni um snyrti-
mennsku, þrifnað og smekk-
vísi eins og vera ber, þar sem
matvæli eru framleidd og
raunar á ödlum vinnustöðum.
Þegar hraðfrystihúsið var
stækkað árið 1969, svo að af-
kastageta þess nær tvöfaldað-
ist, var jafnframt haft í huga
að stefna að fegrun umhverf
isins. Síðan hefir verið unnið
að henni jafnt og þétt, ög nú
er árangurinn að verða slík-
ur að til fyrirmyndar er. Þessi
fegrunar- og hreinlætisfram-
kvæmd er alls óháð þeim kröf
um, sem nú er farið að géra
af hálfú viðskiptaþjóða okkar
um hreinlæti á framleiðsiu-
stöðvum matvæla, heldur er
hún fyrr til komin. Hún var
og er einkum til þess gerð, að
hún hefði góð sálræn áhrif á
þá mörgu einstaklinga, sem
vinna hjá félaginu, og þeim
mætti líða sem bezt. Þetta hef
ir starfsfólkið einnig kunnað
vel að meta og er áhugasamt
um að styðja viðleitni forráða
mannanna með góðri um-
gengni og að gera miklar hrein
lætiskröfur til sjálfs sín. Þann
ig skapast í senn góður andi á
vinnustað og heilnæmar og eft
irsóknarverðar framleiðslu-
vörur.
Fram að þessu hefir félagið
sjálft staðið undir kostnaði við
þessar aðgerðir, en samkvæmt
áætlun um snyrtingu umhverf
is fiskvinnslustöðva er sveitar
sjóðum ætlað að taka þátt í
honum framvegis.
Þess má geta, að akkerið er
sett ofan á lok á brunni, sem
Ú.A. lét gera á nokkuð óveiiju
legan hátt. Steyptur var „súr
heysturn“ ofanjarðar og síðan
boruð mörg göt á hliðar hans.
Eftir það var honum „sökkt“
í jörð niður með því að grafa
undan honum innan í honum.
Þar var kominn prýðilegur
brunnur, og úr brumninum
fæst ágætt vatn, sem sér hrað
frystihúsinu fyrir öllu því
vatni, sem þarf að nota til
fiskvinnslunnar.
— Sv. P.
tSveÍMn^
BDORNSSONACO.
SKEIFAN 11 SÍMI 81530
öruggt val
Þegar velja ó sferkan bíl, sporflegan í úflifi,
með fróbæra aksturseiginleika fyrir erfiðustu vegi.
Bíl, sem er hagkvæmur og þægilegur í notkun,
smekklegur og rúmgóður,
SAAB V4 — ÖRYGGI FRAMAR ÖLLU.
SAAB 96, drgerð 1972, hefur m.a. nýjunga:
Rafmagnshitað bílstjórasæti —. Þurrkur ó fram-
Ijósum, ómetanlegt f slyddu og vetrarskyggni.
— Óven|ugott innrými með stækkanlegu
farangursrými.