Morgunblaðið - 17.10.1971, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. OKTÓBER 1971
19
Sr. Benjamín Kristjánsson.
Bragri Jónsson.
Jenna og: Hreiðar Stefánsson.
— Útgáfubækur 1971
Framliald af bls. 8.
m.a. af séra Árna Þórarinssyni,
sem höfundur þekkti persónu-
lega. Refur bóndi er löngu
landskunnur af kveðskap sín-
um og eru ljóðabækur hans
flestar löngu uppseldar. Efni
Refskinnu er m.a.: Sögur af
séra Árna Þórarinssyni og fleir
um, Fjölmargar þjóðsögur, skop
sögur og frásagnir af dulrænum
atburðum.
Vald ástarinnar eftir Bodil
Forsberg: Vald ástarinnar er ný
ástarsaga eftir Bodil Forsberg,
höfund bókanna „Ást og ótti“
og „Hróp hjartans", sem báðar
hafa komið út hjá Hörpuútgáf-
unni. Þessi nýja ástarsaga er
þrungin spennu frá fyrstu til
síðustu blaðsíðu.
Njósnari í neyð eftir Francis
Clifford. Francis Clifford skrif-
aði bókina „Njósnari á yztu
nöf“. Sú bók varð metsölubók
hér á íslandi, eins og annars
staðar, þar sem hún hefur ver-
ið gefin út. Nýjasta bókin hans
heitir „Njósnari í neyð“. Sagan
segir frá flugslysi á eyju í Kar-
íbahafinu. Glæsileg þota ferst
með allri áhöfn. Harry Brennan
Ijósmyndari er eini sjónarvott-
urinn að þessu flugslysi, sem
ekki má vitnast um. En hvers
vegna þarf alla þessa leynd? —
Brennan ákveður að komast að
sannleikanum. Það reynist hon-
um æði dýrkeypt forvitni. Harð
snúnir leyniþjónustumenn ein-
ræðisherrans á eyjunni svífast
einskis og beita ótrúlegustu
þvingunum. Ljósmyndarinn
Brennan er orðinn hættulegur
njósnari. Hann hefur séð alltof
mikið, og baráttan er háð upp
á lif og dauða.
Skúli Jensson hefur þýtt báð
ar ofantaldar bækur.
Við jólatréð nieð Hermanni
Ragnari Stefánssyni. Fyrir sið-
ustu jól gaf Hörpuútgáfan út
nýtt safn af jólavísum eftir
ýmsa höfunda. Hermann Ragnar
Stefánsson, danskennari valdi
efni bókarinnar, sem var mynd
skreytt af Halldóri Péturssyni,
listmálara. Þessi bók seldist
gjörsamlega upp fyrir jólin.
Hún hefur nú verið prentuð
upp aftur og mun send út á
jólamarkaðinn.
BÓKAÚTGÁFA ÆSKUNNAK
Hjá Bókaútgáfu Æskunnar er
af mörgu að taka á þessu út-
gáfuári, og eftirfarandi upplýs-
ingar um útgáfubækurnar feng
um við hjá Grími Engilberts,
ritstjóra Æskunnar:
Hitsafn Sigurbjarnar Sveins-
sonar er nú gefið út í tveimur
bindum, 505 blaðsiður að stærð
með fjölda mynda. Sigurbjörn
Sveinsson er fæddur á bænum
Kóngsgarði í Húnavatnssýslu
árið 1878. Hann var barna-
kennari mestan hluta ævinnar,
Arngrínmr Jónsson.
fyrst í Reykjavik, og siðar í
Vestmannaeyjurp. Hann þekkii
vel börn og vissi, að þau höfðu
ánægju af að heyra og lesa sög
ur og ævintýri.
Markús og niikilvæg skilal»oð
eftir Þóri S. Guðbergsson er
saga sem fjallar um þrjá
hrausta og glaða unglinga.
Markús er fremur alvarlegur,
Þórir S. Guðbergsson.
en alhugull mjög og greindur.
Matti, vinur hans og frændi er
ákafur og galsafenginn, en
Maja, frænka þeirra, falleg og
full af ævintýraþrá eins og
frændur hennar.
Þau lendá i spennandi og ein
kennilegum ævintýrum hjá afa
sínum, sem er efnaverkfræðing-
ur og farinn að eldast. Gamli
maðurinn er mjög rökfastur og
íhugull — og stundum getur
hann sagt sögur hluta, sem
hann heldur eða þreifar á.
Hver atburðurinn rekur annan
og augu frændsystkinanna opn
ast fyrir geigvænlegri hættu,
sem vofir yfir þeim og vinum
þeirra. Þau eru ekki alltaf sam-
mála, en ræða af hreinskilni og
einurð um vandamálin, sem þau
takast á við.
Annálar íslenzkra flugmála
nefnist bók sem Arngrímur Sig-
urðsson, kennari hefur tekiö
saman. I þessari nýju flugbók
er að finna heimildir um allt,
sem gerðist á flugmálasviðinu
frá 1917 til 1928 að báðum ár-
um meðtöldum. Lesefninu fylgja
um 180 ljósmyndir og teikning
ar, og hefur nær engin mynd-
anna birzt áður.
í textanum koma fram fyrstu
skrifin um flugmálin í islenzk-
um blöðum, sagt er frá stofn-
un fyrsta íslenzka flugfélagsins
og fyrsta fluginu hér árið 1919,
heimsflugi Bandaríkjamanna ár
ið 1924 og stofnun annars Flug-
félags íslands árið 1928. Varð-
andi þessa atburði og aðra er
birtur urmull umsagna, sem
varpa ljósi á viðhorf þjóðarinn
ar til þessa mikla framfaramáls.
I stuttu máli sagt er i þessu
heimildarriti að finna allt, sem
íslenzk flugmál skiptir á tímabil
inu 1917—1928. Meira efni
komst ekki fyrir í einni bók, en
hugmyndin er að gefa út fleiri
bindi með annálum íslenzkra
flugmála. Er það von Bókaút-
gáfu Æskunnar, að með útgáfu
þessarar bókar sé hafið glæsi-
legt safnrit um íslenzk flugmál.
Þegai' litið er á þau mál í dag
hinn glæsilega flúgflota, flug
iið allt og umsvif — er ekki að
efa, að margir munu hafa gam-
an af að horfa um öxl og rifja
upp það, sem á undan er geng-
ið á þessu sviði.
Annálar íslenzkra flugmála er
186 blaðsíður í stóru broti, öll
prentuð á myndapappír. Þetta
er skemmtileg, glæsileg og þörf
bók, sem er kjörin handa öllu
flugáhugafólki.
Auk þess að vera bók um ís-
lenzk flugmál, er Annálar ís-
lenzkra flugmála á vissan hátt
framlag til atvinnusögu lands-
ins, og þvi áhugaverð ollum,
sem þjóðlegum fróðleik unn.a.
Vilii fer til Kaupniannaliafn-
ar. Þetta er fyrsta sagan sem
iistakonan María Hugrún Ólafs
dóttir hefur skrifað og mynd-
skreytt, og segir sagan frá ferða
lagi og dvöl fimm ára íslenzks
drengs, sem hélt frá Islandi með
móður sinni fyrir mörgum árum
til dvalar í borginni frægu við
sundið, Kaupmannahöfn.
María Hugrún Ólafsdóttir er
þekkt listakona í Danmörku.
Hún er fædd í Tálknafirði ár-
ið 1921. Hún hóf nám við Hand-
íðaskólann i Reykjavík við
stofnun hans árið 1941. Stund-
aði nám við listaháskólann i
Kaupmannahöfn í 6 ár, og hef-
ur síðan í 23 ár tekið þátt í list-
sýningum með listamannafélag-
inu „Se“ í Charlottenborg. Enn-
fremur hefur hún haldið sjálf-
stæðar sýningar og ferðazt
víða um lönd.
Margar opinberar stofnanir í
Danmörku hafa keypt verk eft
ir Maríu, og hún hefur hlotið
marga heiðursstyrki, svo sem
frá Ekesbengsjóðnum, Islenzk-
danska-sjóðnum og Listasjóði
danska ríkisins.
Flöskuskeytið heitir bók sem
ætluð er börnum og ungiingum.
Höfundur hennar er Þröstur
Iíarlsson, og _ þetta er hans
fyrsta bók, en áður hefur hann
skrifað nokkrar smásögur fyr
ir börn, og hafa þær fengið
góða dóma. 1 bókinni eru marg
ar teikningar, sem höfundurinn
hefur sjálfur gert.
Ævintýri barnanna heitir
bók, sem bókaútgáfa Æskunnar
gaf út 1966, og seldust þá 5000
eintök af bókinni á einu ári. Nú
er þessi bók gefin út í annarri
útgáfú. í bók þessari eru 24
heimsfræg ævintýri og 172
myndir, - - flestar í litum.
Fjórða bókin í bókaflokknum
Frumbyggjabókunum kemur út
í haust, og heitir hún Indíána-
eyjan. Höfundur hennar er Elni-
er Horn, en þýðingu hefur ann-
azt Eiríkur Sigurðsson, fyrrv.
skólastjóri.
SNÆFELL
Hjá bókaútgáfunni Snæfelli I
Hafnarfirði koma eftirtaldar
bækur út í haust:
Ný bók um ævintýri Tom
Swift, sem heitir „Gullborgin á
hafsbotni“. Þetta er 15. bókin í
bókaflokknum um ævintýri
Tóm Swift, en höfundur þeirra
er bandarískur, Victor Apple-
ton.
Þá kemur út bók, sem einkum
er ætluð kvenþjóðinni, og ber
heitir „Þegar regnið kom“.
Fjallar hún um hið sigilda við-
fangsefni — ástir lækna og
hjúkrunarkvenna á sjúkrahús-
um. Höfundur bókarinnar er
Kerry Mitchell, ástralskur, og
sagan gerist í heimalandi hans.
Fyrir tveimur árum kom út bók
eftir þennan sama höfund og
. heitir hún „Læknir, líf er i veði“.
HUSBYCCJENDUR -
VERKTAKAR
Te-Tu gluggar og
svalahurðir
TRÉIÐJAN HF.
Innihurðir —
Viðarbiljur —
Loftklæðning
PLASTGERÐ
SUÐURNESJA HF.
Einangrunarplast —
Fiskkassar
ISPAN HF.
Einangrunargler —
Þéttiefni
fil
ninlal
RUNTAL HF.
Miðstöðvarofnar
Handrið, dælur,
lofthrcinsilæki,
vinnuhlífar.
A einum og sama stað getið þér sarrv*
ið um og fengið til byggingar yðar.
GLUGGA
SVALAHURÐIR
ÚTIHURÐIR
EINANGRUNARGLER
ÞAKPAPPA
ÞAKJÁRN
ÞAKRENNUR
ÞAKTÚÐUR
INNIHURÐIR
VIÐARÞILJUR
LOFTKLÆÐNINGU
PLASTEINANGRUN
MIÐSTÖÐVAROFNA
MIÐSTÖÐVARKATLA
MIÐSTÖÐVARDÆLUR
STIGA- og SVALAHANDRIÐ
SPIRALDUNKA
ÞENNSLUKER
HANDLAUGAR
BAÐKÖR
STÁLVASKA
W.C -SKÁLAR
BLÖNDUNARTÆKI
KRANA
VEGG- og GÓLFFLÍSAR
TEPPI
TEPPAFLÍSAR
GÓLFDÚKA
VEGGFÓÐUR
ÞVOTTAVÉLAR
KÆLISKÁPA
FRYSTIKISTUR
ELDAVÉLAR
UPPÞVOTTAVÉLAR
OG FLEIRA
SPARIÐ TiMA OG FJÁRMUNI. HAFIÐ
SAMBAND VIÐ OKKUR OG VIÐ LEIÐ-
BEINUM YÐUR.
í sýningarsal okkar og söluskrifstofu
eru jafnan sýnishorn af framleiðslu og
sö.uvörum sérhæfra fyrirtækja á sviði
byggingaiðnaðar og húsbúnaðar.
Gólfdúkar, vegg-
klæðning, leppa-
fifsar, teppi.
IGNIS
RAFIÐJAN HF.
Kæliskápar, þvotla
vélar, cldavélar,
fryslikistur.
KOMIÐ MEÐ TEIKNINGAR OG ÚT-
BOÐSLÝSINGAR TIL OKKAR. VIÐ
GERUM YÐUR TILBOÐ FRA FYRIR-
TÆKJUM OKKAR í FRAMANGREIND-
AR VÖRUTEGUNDIR.
MUNIÐ AÐ SÉRHÆFNI ER TRYGGING
YÐAR FYPIR AÐ F.Á VANDADAR VÖR
UR Á HAGKVÆMU VERÐI.
— ALLT A EINUM STAÐ. —
LEITIÐ VERÐTILBOÐA.
IÐNVERK HF.
ALHLIÐA BYGGINGAÞ3ÓNUSTA
Norðurveri v/Laugaveg & Nóatún
Pósthólf 5266 — Símar 25945 & 25930