Morgunblaðið - 18.12.1971, Qupperneq 4
'4 MOItGUNBLAÐIÐ, LAUGAROAGUR 18. DESEMBER 1971
Til leigu í
Miðbænum
Einbýlishúsið Þingholtsstræti 22 fæst til leigu
frá I. marz 1972. Húsið verður leigt í því ástandi
sem það er í nú, og verður til sýnis nk. þriðju-
dag kl. 17,00 til 19,00.
Leigutilboð sendist fyrir hádegi á fimmtudag nk.,
merkt: „2 bílastæði“, box 1117, Reykjavík.
Starfsfólk óskast
Skattstofan í Reykjavík óskar að ráða starfs-
fólk í eftirtalin störf:
2 menn til bókhaldseftirlis- og rannsókna-
starfa.
2 menn til endurskoðunar skattframtala.
1 mann til starfa við afgreiðslu og skjala-
vörzlu.
Laun samkvæmt kjarasamningi opinberra starfs-
manna.
Umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri störf
og meðmælum þurfa að hafa borizt til skatt-
stofunnar fyrir 31. desember 1971.
Skattstjórinn í Reykjavík.
ZUL eirra, e>
euja eptir ak
ákve&a jófacjjö^i
ocj baupa vilja
na
vörur
JÓLAPLATTAR, norskir,
650,00 krónur.
SKÁLAR, ítalskar.
TINVÖRUR, norskar.
SILFUR, finnskt.
SILFURPLETT, enskt og.þýzkt.
KERTASTJAKAR, enskir, þýzkir,
norskir.
BARNASILFUR, enskt, norskt,
danskt.
SKARTGRIPIR, úrval úr silfri
og gulli.
ÚR, svissnesk.
HRINGAR, gull og silfur.
Demantshringar, íslenzkir.
TRÚLOFUN ARHRIN G AR,
smíðaðir strax.
Jiin Sigmuníls
Sknrlpripaverzlun
m
3
er ce
acýiir cjnpur er
td
íjncliá
U
Björn Jónsson, forseti ASI (t.v. ) og Eðvarð Sigurðsson, forniað-
ur Dagrsbrúnar ræða stöðuna.
- Beðið eftir
samningum
Framliald af bls. 2.
ið tii neirmar ólgu. Þar er um
að ræða marga hluti, sem ekki
kosta atvinnurekendur svo miJk
il útgjöld, en þetta eru allt hlut-
ir, se<m þarf að athuga í ró og
næði. Því hefði verið óráðlegt
að reyna að leysa þá einnig í
spennu síðustu daga.
— Telur þú þá þessa skipt-
ingu samninganna vera til eftir-
breytni upp á framtíðina?
— Ef vel tekst til núna, tel ég
það sjálfsagt að svo verðl
LANGT UMFBAM GETU
ATVINNTVEG.VNNA
Jón H. Bergs, form. Vinnu-
veitendasambands Islands, skrif
aði fyrstur atvinnurekenda und
ir samkomulagið.
„Vinnuveitendasamband Is-
iands hefur margsinnis; bæði
áður en samningaviðræður hóf-
ust og svo oft í þeim, varað við
stökkbreytingum í almennum
kjaramálum,“ sagði Jón. „Við
höfum unnið að þessu samkomu
lagi á ábyrgan hátt eins og við
lausnir fyrri kjaradeilna.
Því er þó ekki að leyna, að út
koman nú er langt umfram getu
atvinnuveganna og leggur þeim
allt of þungar álögur á herðar.
En auðvitað eru allir ánægðir
yfír því, að lausn náðist án þess
að til allsherjarverkfalls þyrfti
að koma.“
— En nú eru sérkröfurnar eft-
ir.
— Já. Nú verður farið í að
ganga frá samningum við hvert
einstakt verkalýðsfélag. Það
verður geysilega mikil vinna,
en samkvæmt þessum ramma-
samningi skal henni vera lokið
um miðjan janúar.
— Reiknarðu með einhverjum
átökusm?
— Nei. Ég reikna ekki með
þeim. Það er nú þegar búið að
ræða margar þessara sérkrafna
og afgreiðsla sumra er svo langt
komin, að ég tel frekar ólíklegt
að frágangur þeirra eigi eftir að
kosta samningsaðila einhver
átök, þó vinnan verði að vera
mikil.
ÞAÐ BEZTA SEM
FENGIZT GAT
Meðal þeirra, sem Mbl. ræddi
við að lokinni undirskrift ramma
samkomulagsins, var Eðvarð
Sigurðsson, formaður Dagsbrún
ar.
— Ertu ánægður með þennan
rammasamning, Eðvarð?
— Maður er aldrei alls kost-
ar ánægður með neinn samning.
En ég tel þetta samkomu-
lag mjög merkilegt á margan
máta. 1 því eru nýmæli, eins og
til dæmis stytting vinnutímans,
þó hún hafi í leiðinni farið aðr-
ar götur að markinu. Stærsta ný
mælið tel ég vera, að hér hefur
í fyrsta skipti verið tekizt á um
að rétta hlut láglaunafólks sér-
staklega og þar hefur átak
verkalýðshreyfingarinnar ver-
ið mjög samstiilt. Það tel ég per-
sónulega stærri áfanga, en við
höfum áður náð á þessu sviði.
— Er þetta svo það bezta, sem
þið gátuð fengið?
— Já. Annars hefði ég
nú ekki skrifað undir.
ÞVINGUN FRÁ
BlKISSTJÓBNINNT
Formaður Landssambands ís-
lenzkra útvegsmatnna, Kristján
Ragnarsson, hafði þetta að
segja, þegar Mbi. náði tali af
honum eftir undirritun sam-
komulagsins:
„Þessar samningaviðræður
voru á margan hátt sérstakar og
á ég þar við, að vinnuveitend-
ur voru frá upphafi undir þving
un frá ríkisstjóminni. Eins »g
öllum er kunnugt lýsti hún yf-
ir í málefnasamningi, að vinnu-
vikan yrði stytt í 40 stundir, án
nokkurrar undangenginnar athug
unar á því, hver væri raunveru
Framhald á bls. G.