Morgunblaðið - 18.12.1971, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.12.1971, Blaðsíða 25
MORG1JNBLA.ÐIÖ, LA.OGA.RDAGUR 18. DESEMBER 1971 25 cmm stundir, er þeir áttu með faoroaa, einkum í sambandi við fet'ðalög og hesta. Góði vinttr, þér þalcka ég fyr- ir trúfesti þina við mig. Dreng- skapur og heiðarleiki eru matw- kostir, sem ég met mikiis, og þá áttir þú í rikum mæli. Maður og faestur, þeir eru eitt fyrir utan hinn skamnisýna markaða baug. Þar finnst, hvernig æðum alls f jöns er veitt úr farvegi einum, frá sömu taug. >eir eru báðir með eLUfum sálum, þó andann þeir lofi á tvermur naálutn, — og saman þeir teyga í loftsins laug lífdrykk af morgunsins guliroðnu skáiunt. E M. Sön Kristjánsswn. margfaldor murkað vðor og sjá hve Hjótt trippin náðu reisn og hvað þau gengu frjáist. Hið frábæra starf hans við stöð- ina verður aldrei fullþakkað. Sannast að segja undraði mig það, að svo hijótt skyldi vera um jafn afbragðsgöðan tamn- ingamann, því að minum dómi hefði hann aldrei átt að gera neitt annað en temja hross. Þegar litið er yfir ævi Odds, kemur í ljós, að hann hefur ekki haft mikið umleikis í lífinu. Hann hafði einstakt lag á því að láta lítið á sér bera. Hann var ákaflega dulur, en traustur og ábyggilegur. Hann þekkti marga, en batt tryggð við fáa, og ég held að vinahópur hans hafi ekki verið stór. Hann var glaðlyndur og léttur í máli og einstaklega bliður við börn, enda voru þau fljót að hænast að honum. Með veru sinni fyrir norðan batt hann tryggð við nokkra menn. Fyrir þeirra hönd vii ég færa honum þakkir fyrir ógleymanlegar Minning; Oddur Eysteinsson TÍGRIS F. 39. 12. 1904. — D. 16. 11. 1971. f ÞJ-ÓDSÖGUM Jóns ÁmasonaT er brugðið upp litríkri frásögn af gæðingmim Snóksdals-Brún og eiganda hans, Daða sýslumanni í Snóksdal, er sýnir okkur glöggt hverju snilld og hæfni manns og hests fá áorkað, þegar samstillt- ur er vilji beggja. Þarna er að fimna mikla sögu, sagða í örfáum orðum, um mann og hest. Við eigum einnig frá síðari ttmum margar sagnir og þekkjum af eigin raun margan gæðinginn úr Dölum, og þar liafa verið og eru enn margir snjallir hestatnenn. Kinna athafnamestur á því sviði af seinni tíma mönnum var Odd- ur Kysteinsson frá Snóksdal. Oddur var fæddur að Hólmlátr- um á Skógarströnd 29. desem- ber 1904. Foreldrar hans voru hjónin Jóhanna Oddsdóttir og Kysteinn Jónis-son, er þá voru þar í húsmennsku. Þau hjón eignuð ust 13 böm, og var Oddur næst eiztur þeirra systkina. Hjónin í Snóksdal, Klln Jósúadóttir og Kristján Jónsson, tóku Odd tíi sin strax á fyrsta ári, ®g gengu þau honum í foreldrastað. t Snóksdal óx Oddur upp ásamt bömum þeirra hjóna. Þeg- ar hann hafði þroska til, tófc hann þátt í öllum bústörfum og reyndist dugmikið hraustmenni. Ljúfur og háttprúður í um- gengni, en frekar fástóptiniR. Snemma hneigðist hugur hans að hestum og hestamennsku, ©g ungur fór hann að fást við tamn- ingar. Fyrst þar heima, en síðar þegar honum hafði aukizt þjálf- un, fór hann að taka að sér tamningar fyrir aðra. Oftast voru það erfiðustu trippin, sem lentu í hans höndum, einkum þau, sem aðrir treystu sér ekki við. Lítt mun hann hafa hugsað um tíma þann og erfiði, sem í þetta fór. Aldrei gafst Oddur upp. Það var fjarlægt honuin að hætta við hálfnað verk og eng- inn hestur fór ósigraður úr hans höndum. götu 26, og í þeirra skjóli var hann til æviloka. Á yngri árum var Oddur nokkrar vertíðrir í Vestmarmaeyj um og Grindavik, en hin fjölbreyttu sveitastörf voru hans aðalvhma á meðan hann dvaldi x sveit. Kftir að hann fluttist til Reykjavíkur, vann hann aðallega hjá Afurðasölu SÍS, en þó stundum í brúarvinnu að sumrinu. Nokkur seinni árin var hann hestahírðir hjá hesta- mannafélaginu Fák i Reykjavík. Árið 1964 átti ég nokkurn hlut að því. að hann réðst norður í Hrútafjörð að tamningastöð, er þar starfaði, og ég hafði með að gera, og við tamningar vann hann hvert sumar eftír það í Hrúta- firði og Dölum. Gaman var að fylgjast með tamningu hjá Oddi Oddur var einn af stofnendum hestamannafélagsins Glaðs í Döi- um, sem var stofnað árið 1928. Hann var mjög virkur í þeim félagsskap, einkum i sambandi við hestamót félagsins. Þar var hann knapi á flestum ef ekki ÖU- uim kappreiðum félagsins, ýmist á sinum hestum eða annarra, allt fram tii hins síðasta. Hann gerði og mikið af því að sækja hin ýmsu hestamót hér og þar um landið og var oft þátttakandi í þeim. Hann hafði glöggt auga fyrir öllu, sem að hestum og hestamennsku laut, og ég hygg, að það hafi ekki margt fairið fram hjá honum, þegar hestar voru annars vegar. Oddur átti heima í Snóksdal tíl ársins 1935, að hann fluttíst að Koisstöðum í sömu sveit tíl hjónanna Jóhönnu Magnúsdóttur og Guðlaugs Magnússonar, er þar bjuggu og dvaldi þar tíl árs- ins 1947. Kn það ár brugðu þau hjón búi og fluttust tíl Fteykja- vikur. Oddur fylgdi þeim eftír og bjó áfram hjá þeim að Ljósvaila- 3 leiðir til aðverða ríkur 1. Náð.u Loch Ness skrímsliou lifandi. VerSI. £1.000.000. 2. Stofnaðu fiugfélag fyrir fiughrætt fólk. Kauptu óflug- hæfa flugvél og aktu hennl miIH Rvfkur og Akureyrar. 3. Komdu upp laxarækt í Tjörninni í Reykjavík, (Sérðu ekki fyrir þér stangafjöldann yfir sumartímann?) Áður en þú hefst handa, viljum við benda þér á að fá þér skjaiatösku í Pennanum. Skjalatöskur fyrirmenn semhrinda hugmyndum sínum i framkvæmd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.