Morgunblaðið - 31.12.1971, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.12.1971, Blaðsíða 2
---1 V* P ■ l-H-4'K'i: H-s.i'h-1—H—> l"[ l I' )■ f" l'l'1 —H|r ■ITfl'l . ' '.>H i""1 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1971 Minni afli en hagstæðara verð á erlendum mörkuðum — Már Elísson, fiskimálastjóri, gerir úttekt á árinu 1971 „AFLABRÖGÐ á árinu voru lakari en í fyrra,“ sagði Már Elísson, fiskimálastjóri, þegar Mbl. bað hann að líta uin öxl nú við áramót. „Samikvæmt bráðabirgðaskýrsl- um Fiskifélags Islands verður heiildaraflinn að minnsta kosrti 50 þúsund tonnum minni en var í fyrra. Þetta stafar fyrst og fremst af lakari afla á vetrar- vert'íð og kerour því mest niður á hinum verðmætari hluta afl- ans, það er að segja þorskafla o.g skyldum fisktegundum. Afflinn á vetrarvertíðinni var meðal annars lakari vegna þess, að fiskur af grænlenzkum uppruna kom ekki á miðin hér við land í þeim mæli, sem við var búizt, og þorsikárganigurinn frá 1964 kom einungis að litlum Muta á hrygningarstöðvamar suðvestan- iands. Loðnuaflinn varð á árinu 10 þúsund tonnum minni en 1970. Má meðal annars minna á, að loðnan gekk nú ekki vestur fyrir land, eins og undanfarin ár. Áfli togaranna var svipaður, Már Elísson ef tillit er tekið til verkfalls í upphafi árs. Sáldaraflinn varð nokkru meiri og er það einkum að þakka auknum síldveiðum i Norður- sjó, þar sem á hinn bóginn síld- araflinn hér við land varð enn minni en árið á undan. Hefur Norðursjórinn reynzt sitórum Framh. á bls. 15 „Árið hefur einkennzt af mik- illi þenslu í efnahagslífi“ - segir Hjörtur Hjartarson, formaður Verzlunarráðs íslands, um áramót „SJÁLFSAGT verður að telja úr slit alþingiskosninga 1971 þann atburð er hæst ber í annáium árs ins og þau stjórnarskipti er af þeim leiddu. Margt bendir til stórfelldra breytinga á stjórnar- háttum og óneitanlega óttast margir aukin afskipti stjórnvalda af atvinnurekstri landsmanna,“ sagði Hjörtur Hjartarson, form. Verzlunarráðs íslands, er Mbl. hafði samband við hann í tilefni áramóta. „Á árinu voru samþykkt ný skattalög, er miðuðu að því að fjármagna atvinnuvegina, til stærri átaka og væntanlega auk- ins atvinnuöTyggis og velmegun ar. Boðuð hafa verið ný skatta- lög, er koma til með að fella, að Framh. á bls. 14 Veruleg framleiðsluaukning og aukning á útflutningi Gunnar J. Friðriksson, form. Félags íslenzkra iðnrekenda, segir frá árinu 1971 „ÁRIÐ 1971 skiptust á skin og skúrir bjá iðnaðimim," sagði Gunnar J. Friðriksson, formaður Félagts ísl. iðnrekenda. „Meðal hin.s jákvæða í þróun mála var að um verulega fram- ieiðsluauknmgu var að ræða eða 12—15%, og má áætla að fram- leiðsla iðnaðar að frátöldum fisk iðnaði, álframleiðslu og bygginga framleiðslu muni nerna 14—15 milljörðum. Þá hefur einnig orðið talsverð aukning á útflutningi iðnaðar- vara ef ál er undanskilið. Út- flutningur 10 fyrstu. mánuði árs- ins hafði þegar náð sömu upp- hæð og allt árið 1970 og er búizt við að hann nái 800 milljóiMim króna. Þá var á árinu unnið öfullega að „úttekt“ á nokkrum iðngrein- um með styrk hins Norræna iðn- þróunarsjóðs, en tilgangurinn er að nota niðurstöður þessara at- hugana sem grundvölil ákvarð- ana um aðgerðir til að stuðla að æskilegri þróun iðnaðarins. Þá var sl. vor mörkuð ný stefna í skaittamálum með lögoim sem mjög áttu að stuðla að því að fólk legði fé sitt í atvinnufyrirtæki og teknar upp nýjar afskriftareglur Framh. á bls. 15 Efnahagsafkoma bænda víðast góð og' vel sæmileg í heild Halldór Pálsson, búnaðarmálastj., segir kost og löst á árinu 1971 „ÁF.IÐ 1971 var landbúnaðimim hagfellt, enda þótt það hafi verið nokkru kaldara en meðalár 1930—1960,“ sagði Halldór Páls- son, búnaðarmálastjóri, þegar Mbl. bað hann í árslok að segja kost og löst á Hðandi ári. „Veðráttan var hagstæð, vetur- inn góðviðrasamur og hagar nýttust vel, hvað kom sér vel fyrir bændur, sem áfitu óvenju litil hey í fyrrahausit. 1 ár voraði vel, gróður byrjaði tímanilega, en honum miðaði hægt áfram, eink- um vegna þurrviðra í júní. Slátt- ur hófst því almennit í seinna laigi, þar sem bændiur biðu nokk- uð lengi efitir sprettu. Heyskap- Framh. á bls. 14 81 banaslys ?71 Á árinu, sem nú er að ljúka, fórust 81 fslendingur i slysum hér á landi. Að auki fórust 6 er- lendir menn við ísland. Auk þess fórust 3 íslendingar erlendis. Eru þessar tölur úr skýrslu Slysa- vamafélags íslands um slysfarir 1971. Af þessum 81, fórust 35 manns x sjóslysum og við drukknun. Þar af fórust 17 með skipum, 6 féllu útbyrðis og 12 druk'knuðu við land, 'í höfnuim, ám og vöfn- um. Og að auki drukknuðu 3 Is- lendinigar erlendis. Banaslysin í umferðinni voxni 24. 11 sinnum var ekið á vegJOar endur, sem biðu bana afi, 7 for- ust i áxekstrum ödoutækja, 4 við útafakstur og 2 í dráttarvélaslyis um. 3 menn fórust á árinu við nauð lendingu 2ja flugvéla. 19 bana- slyis urðu af ým^um ástæðum, 2: slys urðu á vinnustað, 2 við byltu og hrap, 7 biðu baxna af reyfc og eldisvoða, 2 í snjóiflóði, 1 af voða- skoti og 5 létust af áverkum eða eitri. Þeir erlendir menn, sem fórust við Island, voru 6 talsins, þ.e. 1 Frakki, 1 Þjóðverji, 3 Bnglend- ingar og 1 Bandaríkjamaður. Stöðugir f undir um bátakjarasamningana Ekki enn rætt um kaup í farmannadeilunni í GÆR var mikið um fundi i sam bandi við kjaradeilur sjómanna. Einkum eru etífir sáttafundir vegna bátakjarasamninganna. — Hafa verið nær viðstöðulausir fundir síðan í fyrradag kl. 4, var haldið áfram í gær eftir aðeins þriggja tíma Mé um nóttina og stóð fundurinn enn er blaðið fór í prentun. Jón Sigurðsson, formaður Sjó mannaisambandsins, sagði Mbl. að talsvent hefði þokazit í áittima, en hann þyrði engu að spá um það hvort þetta væri lokasprett urinn í samnimgunum. í gærkvöldi kl. 9 var svo boð- aður sáttafundur í farmannadeil unni. Sagði Jón að þar væri Htið farið að ræða um kaupið enn, ver ið væri að ræða sérákvæði eins og vinnutíma og tryggíngamál. Kl. 2 i gær hélt Sjómannafélag Rvík ur fund, þar sem farmönnum var skýrt frá samningaumleitunum og gangi mála. Farmannaverkfalliö; Svo lítið að ekki tekur tali SJÓMANNAFÉLAG Reykjavlk ur hélt fund með farmönnum, sem nú eiga í verkfalli, í gær, þar sem rætt var, hvemig samrr ingamálin standa. Fundurinn var fjölsóttur. Á fundinum kom fram það álit samni'nganefndarmanna, að það sem áunnizt hefði til þessa í samningaviðræðtmum væri svo lítið, að ekki tæki tali, enda hefðu ekki fengizt enn ræddair hofuðkröfur um kaup- gjaldsliðina þrátt fyrir fjögurra vikna verkfall. Tvær tillögur voru samþykktar á fundinum með öllum greiddum atkvæðum. ■ Önnur þess efniis, að samninga- nefnd farmanna væri falið, að haida fast við þær kaupkröfur, sem nú lægju fyrir, og Mn þeso efnis, að mótmæla harðlega til- hæfulausum rógi, sem fram hef- ur komið i fjölmiðlum, þess efn- is, að samningar hafi dregizt á langinn vegna stjórnarkjörs í Sjómannafélagi Reykjavikur. Áramótaspilakvöld að Hótel Sögu ÁRAMÓTASPILAKVÖLD Sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík verður haldið þriðjudaginn 4. janúar n.k. að Hótel Sögu, Súina sal og hefst kl. 20,30. Formaður Sjálfstæðisflokksins Jóhann Hafstein, flytur ávarp. Áramótaspilakvöld Sjálfstæðis félaganna hefur ávallt verið sér staklega vandað og spi'lavinn- ingar og happdrættisvinningur verðmeiri en á öðrum spilakvöld um. Mun happdrættisvimningur- inn að þessu sinni vera sá glæsi- legasti til þessa, en hann er ferð með Gullfossi fyrir tvo til Kaup mannahafnar og til baka. Skemmtikraftur kvöldsins verð ur hinn kunni og vinsæli leikari,1 Róbert Arnfinnsson. Húsið verð ur opnað kl. 20,00. Aðgöngumiðaa- verða seldir á skrifstofu Landsmálafélagsins Varðar að Suðurgötu 39 (Val- höQl) á venjulegum skrifstofu- tíma. Þess skal getið, að í fyrra" varð aðsókn að þessu spilakvöldi svo mikil, að vísa va*rð fóliki frá og þess vegna er þeim, sem alls ‘; ekki vilja missa af þessu spila- kvöldi, ráðlagt að tryggja sér: miða í tíma. Svar við spurningu Herra ritstjóri. í tilefni ummæla í Velvakanda í morgun óska ég eftir þvi fyiriir hönd stjómar Happdrættis Há- skóla íslands, að þér birtið eftir- farandi upplýsingar í blaði yðar: Árið 1934 var fyrsta starfsár Happdrætti Háskóla íslands. — Verð miða var þá kr. 6 á mánuði, lægsti vmningur kr. 100 og hæsti vinningur kr. 50 þúsund. Á ár- inu , 1972 verður miðaverðið kr. 200 á mánuði, lægsti vinningur kr. 5 þús. og hæsti vinningur (á einstakan miða) 2 millj. kr. Verð miða er því rúmlega 33 sinnum hærra en það var í upp hafi, lægsti vinningur 50 sinnum hærri og hæsti vinningur 40 sirni um hærri. Ef við tökum tímakaup Daga- brúnarmanina til samanburðar, þá var það kr. 1,36 árið 1934, en verður í tveimur lægstu töxt unum frá og með 1. jan. 1972 kr. 101,50 og kr. 102,60 eða um 75 sinnum hærra en við byrjun hapþ drættisins. VTsitala vöru og þjón ustu (í vísitölu frairrfærslukostn aðar) hefur rúmliega 45-faldazt á þessum tíma og byggingakostn aður á rúmmetra í vísitölu bygg ingakostnaðar hefur breytzt úr Framh. á bis. 15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.