Morgunblaðið - 31.12.1971, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.12.1971, Blaðsíða 4
* 4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1971 ® 22-0-22- I [rauðarárstíg 3lj -=^—25555 ■^14444 wmifíM BILALEIGA UVERFISGÖTU 103 VW Sendiferðabiffeið-VW 5 manna-VW sveínvajn VW ðmanna-Landíover 7manna LEIGUFLUG FLUGKENNSLA FLUGSTÖÐIN HF Simat 11422. 26422. BÍLALflGA CAR RENTAL n 21190 21188 Bilaleigan TÝR “ SKULATUNI 4SÍMI15808 (10937) bilaleigan AKBllA UT r 8-23-4T sendurn 0 Ekki hæf til birtingar í New York Times „Velvakandi! Sæll kollega! 1 Þjóðviljanum í dag birt- ist einkennileg frétt undir fyr- irsögninni: „Þjóðviljinn birtir fréttina, sem N.Y.T. mátti ekki birta.“ Er þar Iátið að því liggj®. að einhver „íslenzkur aðili“ hafi stöðvað birtingu um- ræddrar fréttar. Mér finnst þessi staðhæfing svo fáránleg, að ég fæ ekki orða bundizt. Má benda á, að Bandaríkjastjórn tókst ekki á sínum tíma að fá stöðvaða birtingu Pentagonskjalanna, þannig að heldur finnst mér ólíklegt, að islenzkur aðili hafi fengið stöðvaða birtingu frétt- ar í New York Times. Likleg- ustu skýringuna tel ég þá, að ritstjóri blaðsins hafi ekki talið hana hæfa til birtingar. Á for- síðu blaðsins við hliðina á hausnum stendur: „Allar frétt- ir, sem hæfar eru til birting- ar,“ og umrædd frétt hefur greinilega ekki þótt nægilega merkileg til birtingar. Hitt er annað mál, að ég skil vel, að Þjóðviljamenn séu sárir yfir að fá ekki birt viðtal við ráðherra sinn, sem er aðaluppistaða „fréttarinnar". Með nýárskveðju, — ihj-“ 0 Vonbrigði Lúðvíks — Þetta mál er allt hið hlægilegasta. Velvakandi hefur frétt, að Lúðvik hafi látið færa sér New York Times á hverjum morgni, síðan viðtalið góða var haft við hann, flett því fram og til baka í leit að viðtalinu, unz hann var orðinn kolsvartur á fingrunum og sót- rauður í andliti. Nú gat hann ekki beðið lengur. Afritinu af viðtalinu er hent í einkaþræl hans á Þjóðviljanum og honum skipað að birta það með við- eigandi athugasemdum. Auð- vitað gat ekki nemá ein skýr- ing komið til greina á því, af hverju viðtalið var ekki birt: Það var stoppað, censorerað af íslenzkum aðilja! (Greinilega átt við utanríkisráðuneytið eða blaðafulltrúann). Þótt Lúðvík viti það ekki, ættu blaðamenn Þjóðviljans þó að vita það, að ekki kemst allt efni í blöðin, jafnvel þótt full- búið sé til prentunar. Það verð- ur oft að vikja fyrir öðru nýrra og betra efni, og þegar það er Fró sjóvarútvegsrdðuneytinu Skrifstofur ráðuneytisins eru fluttar að Lindargötu 9.. 2. hæð. Sjávarútvegsráðuneytið, 30. desember 1971. Við óskum viðskiptavinum vorum til lands og sjávar 9 með þökk fyrir viðskiptin á árinu, sem er að líða. Vélsmiðjan Þrymur hf. Rifarastarf Opinber stofnun vill ráða ritara. Góð vélritunar- og íslenzkukunnátta nauðsynieg. Próf frá Kvennaskólanum í Reykjavík, Verzlunarskólanum eða önnur hliðstæð menntun æskileg. Launakjör samkvæmt kjarasamningum ríkisstarfsmanna Tilboð sendist blaðinu fyrir miðvikudaginn 5 janúar nk., merkt: „O.P.S.T. — 760". Stjórn S.K.Í. samþykkir að púnktamót á komandi vetri fari fram, sem sér segir: 5.—6. febrúar: Reykjavík Svig og stórsvig. 19.—20. febrýar. Hermannsmót, Akureyrr Svig, stórsvig og 15 km ganga 4.—5. marz: Þorramót ísafirði: Svig, stórsvig og 15 km ganga. 28, marz til 3. apríl: (um páskahelg;): Skíðamót Islands,, ísa- firði. Keppt í öllum greinum. 20 22. maí: Skarðsmót, Siglufirði: Um hvítasunnuhelgi. Unglingameistaramót Islands fer fram um páskahelgina á Akureyri. orðið of gamalt, er því hrein- lega fleygt, sé ekkert bitastætt í þvi. Þð er auðvitað ekki öll von úti enn fyrir Lúðvik að komast í New York Times. Karmski verður eitthvað notað úr viðtalinu síðar. Annars þarf hann ekki að haida, að ritstjórn N.Y.T. liggi í duftinu fyrir við- taii við einhvem Lúðvik á fs- landi. Og skýringin er skemmtileg, táknræn fyrir kommúnista. Að- eins ritskoðun kemur til greina, eins og í kommúnistaríkjum, þar sem skæri og klippur eru meira notuð en pennar og rit- vélar á ritstjómarskrifstofun- um. Þjóðviljinn virðist lika halda, eins og vaidhafar í kommúnistaríkjum, að frjáls blaðamennska sé ekki til á Vesturlöndum frekar en hjá þeim sjálfum. Þeir skilja ekki hugtakið, sem ekki er heldur von. — En við lestur viðtalsins mikla kemur aðeins ein skýr- ing upp.í hugann: Of leiðinlegt, of ómerkilegt. Þess vegna á birting þessarar fréttar vel heima i Þjóðviljanum. © Flugeldar og sprengingar um áramót Það er ágætur siður að „brenna gamla árið út“, — brenna í ösku allt hið gamla og óhreina, svo að hægt sé að hefja nýja árið „á hreinu“. Gaman er líka að flugeldasýn- ingum á nýársnótt. Hitt er verra, þegar farið er að sprengja svo öflugar sprengjur á gamlárskvöld (og næstu daga fyrir og eftir), að fólki er bráð hætta búin. Þetta er sérstak- lega hættulegt vegna þess, að það eru aðallega börn og ungl- ingar, sem hafa sprengjurnar um hönd og fara oft kæruleys- islega með þær, eins og slys- in sanna. Þyrfti fólk að vera vel á verði gegn því, að börn séu að fikta við sprengiefni, því að raunaleg slys hafa oft hlot- izt af þvi. Ofan á þetta bætist það, sem fáir vissu áður, að böm missa oft heyrn að öllu eða miklu leyti vegna spreng- inga í kringum áramótln. © Skrítin sjón í Aðalstræti Heldur leiðinlegt hefur verið að ganga um Aðalstræti að undanförnu. Þar hefur allt verið fullt af bömum og ungl- ingum, og væri það í sjálfu sér ekki nema falleg og ánægjuleg sjón, ef bragurinn einkenndist ekki oft af hreinum skrílslát- um. Börnin hafa sótt í skemmti tækjastað þama og í flugelda- sölu við hiiðina. Þvaga mynd- ast á götunni og gangstéttun- um í kring, stundum allt upp í Grjótagötu, og eins og oft vill verða í krakkahóp taka hinir ófyrirleitnustu forystuna. Þetta er sérstaklega slæmt, af því að þama eru böm aUt niður í f jög- urra ára aldur og upp í fjórtán, fimmtán, svo að hin yngri læra tiltektirnar og orðbragðið af stálpuðum og ósvífnum strák- um. Þarna hef ég séð marga stráka níðast á einum og hóp horfa aðgerðalausan á. Senni- léga er ekki gott að ráða við þetta, en nauðsynlegt held ég vera, að lögregluþjónn sé alltaf þarna í námunda. 0 Sylvester helgi 1 almanakinu er dagurinn helgaður sankti Sylvestri, og sums staðar erlendis er gaml- árskvöld kallað eftir honum, svo sem Sylvesterabend í Þýzka landi. Sylvester helgi var páfi frá árinu 314 til ársins 335, hinn fyrsti með því nafni. Hann hefur því verið samtimamaður Konstantíns keisara, enda eru sagnir af þvi, að harin hafi læknað keisara af holdsveiki, skírt hann og þegið mikil lðnd að launum. Óskum öllum félagsmönnum árS með þökk fyrir það liðna. Félag matreiðslumanna. ÍE1U31 LÁTBR AG OSSKÓLIIMIM •k Námskeið fyrir 6--12 ára börn hefjast 8. jan. nk. -k Upplýsingar og innritun í síma 21931, kl. 3.30—6.30: 3., 4. og 5. janúar. -k Gamlir nemendur: Vin- samlega hafið samband við mig á ofanskráðum tímum. Ýmsar breytingar fyrirhug- aðar á námsefni. TENG GEE SIGURÐSSON. * Æfirvgar hefjast 3. janúar: Judo, sjálfsvörn. þrekæfingar. — Sýndar verða kvikmyndir í vet- ur af Judo og Karate. Aðalþjálfari: N. Yamamoto 5 dan Kodokan Judo. Upplýsirvgar og inncitun hjá Judofélagi Reykja- víkur, Skipholtí 21 (inng. frá Nóatúni), sími 16288 kl. 7—9 á kvöldin. Judofélag Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.